Morgunblaðið - 09.08.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.08.1947, Qupperneq 2
1 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. ágúst 1947 ^ Merkileg vísindaleg nýjung ■ Hægí að finna jarðhita án bor- ana, með jarðeðíisfræðilegum mælingum AUSTUR á Reykjum í Ölíusi er nýlokið að bora mestu gufu- holu, sem nokkru sinni hefur verið boruð hjer á landi. Líkur eru til þess að hún gefi 6—10 tonn af gufu á klukkustund, fullopin. En 1 tonn af gufu mun við þessi skilvrði framleiða um 50 kílówattstundir af raforku. Tíu tonn af gufu á klukkust. :munu þannig geta knúð eim- túrbínu, sem er 500 kílówött. Gunnar Böðvarsson vjela- verkfræðingur, sem veitir jarð- Iborunum ríkisins forstöðu, sagði blaðinu frá þessu í gær, er það leitaði tíðinda hjá hon- um af þessum málum. Merkileg vísindaleg nýjung. Samkvæmt upplýsingum jiians er nú byrjað að vinna að jarðhitarannsóknum hjer á jiandi með aðferð, sem líklega '.aefur hvergi í heiminum ver- :íð notuð áður nema e. t. v. á ftaJíu, en um það hefur þó ekk- ert verið birt opinberlega. Er Jnjer um mjög merkilegt vís- indastarf að ræða sem haft get ur geysilega þýðingu fyrir jarð liitarannsóknir íslendinga. Um þetta fórust Gunnari Böð varssyni orð á þessa leið: Jarðeðlisfræðilegar mælingar. Við höfum nú hafið hjer kerfisbundna leit að heitu vatni og gufu með jarðeðlis- íræðilegum mælingum án bor- ana. Sú aðferð, sem við notum :.iú byggist á því, að rafmagns- leiðsla jarðvegsins er töluvert Önnur á jarðhitasvæðum, en jþar sem kalt vatn er undir. Með kerfisbundnum mælingum höf um við þegar náð ágætum ár- angri og tel jeg að með mæl- :.ngum þessum megi að mestu j.eyti útiloka þá áhættu, sem er af árangurslausum borunum. Mælingarnar gefa góða hug- ;.nynd um hitastig vatnsins og að nokkru leyti um kemiska eiginleika vatns, sem niðri í ;,örðinni er á þeim stöðum, sem þær eru framkvæmdar á. Þessar mælingar hafa verið íramkvæmdar víðsvegar um Xand í því skyni að leita uppi jarðhita. Sjerstaklega er verið að athuga möguleika fyrir hita veilu á Húsavík og Sauðár- rróki. Þær eru nú orðnar veiga- nikill en erfiður þáttur í starfi okkar, sem vinnum að jarð- öorunum ríkisins. En þó eru þær ennþá á byrjunarstigi. — Þetta er í fyrsta skifti. í heim- ínum, sem þessi aðferð er notuð fil jarðhitarannsókna að því undanskildu að ítalir virðast hafa gert eitthvað svipað, en haf i þó hvergi birt neitt um það J ‘g vænti mikils og vaxandi árajgurs af þessari aðferð. Það ■verður áreiðanlege hægt að nota hana á fleiri sviðum t. d. við leit að málmum og öðrum Samlal við Gunnar Böðvarsson vjela- verkfræðing Gunnar Böðvarsson. náttúruauðæfum í jörðu. Enn fremur má gera ráð fyrir að jarðeðlisfræðilegar mælingar verði mikið notaðar við rann- sóknir vegna byggingafram- kvæmda, t. d. er hægt að rann- saka með þeim undirstöður bygginga og vatnsvirkjana. — Enn fremur komast að raun um þykt sandlags eða mýrarjarð- vegs, sem byggja á hús eða önn ur mannvirki án þess að þurfa að bora. Jarðboranir á mörgum stöðum. Hvar er unnið að jarðborun- um í sumar? Að Laugardælum í Árnes- sýslu er nýlokið við að bora síðustu holuna fyrir hitaveitu Selfossþorps. Hún er 150 metra djúp. En eftir er að prófa hvað úr henni fæst. Vonir standa til þess að hægt verði að dæla úr henni 60—70 stiga heitu vatni í leiðslur hitaveitunnar. —1 Á þessum sama stað hafa verið boraðar 5 grynnri holurr og teljum við að vatnið úr þeim öllum nægi fyrir hitaveituna á Selfossi. Holurnar eru um 2 km. frá þorpinu. Þá er nýlokið holu að Reykj- um í Ölfusi, sem áður var á minst. Hún er boruð fyrir Garð yrkjuskóla ríkisins og er 27 m djúp og 8 tommu víð. Mesti jarðhiti, sem mældur hefir verið á Islandi. í Reykjakoti í Ölfusi höfum við verið að bora holu í til- raunaskyni til þess að rann- saka jarðhita og undirbúa frek ari boranir með fullkomnari tækjum. Hún er nú orðin 150 m. djúp, en hitinn neðst í henni er orðinn 180 stig á Celsíus. Er það mesti jarðhiti, sem mæld- ur hefir verið í borholu á ís- landi. Má búast við mjög öfl- ugu gosi úr henni þegár komið er niður á gUfuna. Holan er nú fúll af vatnl. Þá hefir verið unnið að borunum í Krísuvík fyrir Hafnarfjarðarkaupstað. Er lokið við eina holu þar 38 m. djúpa. Kom upp úr henni afar fallegt gós alt að 15 m. hátt. Það er mjög efnileg hola. | Er byrjað á annari holu þarna. Mun ætlunin að hagnýta jarð- hitann þar til gróðurhúsarækt- ar. í Ólafsfirði hefir einnig ver- ið borað eftir vatni í sumar. Tilgangurinn með þeim borun- um er að auka vatnsmagn hita veitu þeirrar, sem kaupstaður- inn hefir bygt. Vatnið þar er ekki nema 44 stiga heitt. Árangurinn af þeim borunum er ekki kominn í ljós, enda ný- byrjað á þeim. Borað eftir neysluvatni. En auk jarðborana eftir heitu vatni er nú unnið að borunum eftir köldu neyslu- vatni fyrir forsetabúið á Bessa stöðum. Hafa verið boraðar þar tvær holur. — Neysluvatn hefir verið þar heldur af skorn um skamti. Slíkar boranir eftir neyslu- vatni hafa verið framkvæmdar víðsvegar um land. Hvað hafið þið borað margar holur í alt? 100 borholur. Síðan að Rafmagnseftirlitið fjekk yfirstjórn jarðborana ár- ið 1945 hafa verið boraðar um 100 holur. Samai^agt dýpi þeirra er yfir 4000 metra. Af þeim eru um þriðjungur jarð- hitaholur og munu þær sam- tals gefa um 100 sekundu- lítra af heitu vatni og um 30 tonn af gufu á klst. Um þriðj- ungur holanna er boraður eftir ir neysluvatni og kælivatni fyrir frystihús og eru flestar þeirra á Reykjanesskaganum. Loks hafa um 25 holur verið boraðar vegna jarðvegsrann- sókna í sambandi við virkjanir og flugvallagerð. Hve marga jarðbora hafið þið í notkun? Þeir eru 8, allir knúðir með bensín hreyflum, fjórir dem- atnsborar, 2 höggborar, þeir höggva sig niður í jörðina, einn haglabor og ein stór bor, sem bæði má nota sem höggbor og snúningsbor. • ! Ffamtíð jarðhita- rannsóknanna. Hvað viljið þjer segja um framtíð jarðhitarannsóknanna hjer? Jeg tel að ríka nauðsyn beri til þess að halda þeim áfram og auka þær. Jarðhitinn verð- úr notaðúr hjer í vaxandi mæli til hitunar; gróðurhúsaræktun- ar, orkuframleiðslu og jafnvel til kemisks iðnaðar. Er það t Framh. á bls. 8 Minningarorð um Guðlaugu Einars- dótlur HtJN var skrifstofustúlka og ungar skrifstofustúlkur eiga vanalega ekki langa sögu nje viðburðaríka, ef þær eru kall- aðar burtu á þvi stigi æfinnar. Fagrar myndir frá æSkuárun- um eru þó geymdar og dáðar af vinum og vandamönnum og verða uppspretta yls og birtu þegar þær eru skoðaðar. En allar framtíðaráætlanir eyði- leggjast á svipstundu, loftkast- alarnir lfrynja og vonirnar fjara út. Það fór ekki mikið fyrir Guð laugu sálugu á leiksviði lífsins, en vandamennirnir minnast hennar sem elskulegs barns, leik'systkinin sem ljúfasta og á- gætasta fjelaga, kennarar sem gáfaðs, kostgæfins og siðprúðs nemanda og vinnuveitendur sem afburða starfsmanns, sem stóð svo vel í stöðu sinni að aðdáun vakti. Foreldrar, systkini og aðrir vandamenn og vinir sakna hennar sárt og eru henni þakk látir fyrir samfylgdina, sem varð styttri en skyldi, en það er huggun að allar minningarn ar eru fagrar — bjartar minn- ingar um góða stúlku — sem varði öllum kröftum sírmm til að liðsinna öðrum og fór síð- ustu ferðina í þeim tilgangi — ferðina, sem endaði svo skyndi- lega og hryggilega í Hvann- dalabjörgum. Guðlaug sáluga var fædd á Akureyri þann 2. febrúar 1915, foreldrar hennar voru þau hjónin Einar Gunnarsson fyrr verandi kaupmaður og konsúll og Maren, dóttir Vigfúsar Sig- fússonar, hóteleiganda á Akur- eyri. Þessi unga stúlka var meðal þeirra, sem fórust í flugslys- inu mikla við Hjeðinsfjörð þ. 29. maí 1947. G. Óeirðir í nágrenni Amritsar Amritsar í gærkvöldi. ÓEIRÐIR virðast enn vera að brjótast út í Bengal. Eitthundrað Sikhar og Hind úar ljetu lífið í óeirðum sem urðu í þorpinu Jalalabad í grend við Amritsar. I þorpinu Gþasipur voru 14 múhameds erúarmenn drepnir og í sjálfri Amritsar hinni heilögu borg borg Sikhananna voru sjö manns myrtir með hnífsstung um. Kvað gerði miljóna* mæringurinn við 1 40 miljónir New York í gærkvöldi. UNDIRNEFND bandariska þingsins, sem á að rannsaka hvernig notaðir hafi verið 40 milljón dollarar, sem milljóna- mæringurinn Hughes, flug- vjelaframleiðandi fjekk lánað ar í styrjöldinni, kallaði fyrir sig fulltrúa Hughes, John Mey pr. Átti hann að mæta fyrir nefnd sem var skipuo undir forustu Homer Fergusson öld ungadeildarþingmanns. John Meyer hefur ekki kom ið fram. Er nú leitað að honum og hefur hann ekki fundist. Fergusson spurði Hughes, hvar Meyer væri, en Huglies svar- aði, að hann gæti ómögulega vitað hvar allir starfsmepn sín ir væru. Hughes var gefinn eins dags frestur til þess að mæta með einkaskjöl, sem hann hefur í hótelinu þar sem hann býr nú. — Reuter. London í gærkvöldi. I BRESKUM hagskýrslum, sem út komu í dag, er skýrt svo frá, að kolaframleiðslan í júnímánuði hafi numið 3 millj. og 800 þús. smálestum á viku til jafnaðar. Er vikuframleiðsl an í þessum mánuði 57 þús. smálestum meiri en í maí, en nær þó ekki því marki, sem stjórnin hefur s.ett kolafram- leiðslunni, 4 millj. smál. á viku I skýrslunni er þess ennfrem ur getið, að innflutningurinn í júní hafi numið 153 millj. sterlingspundrun, en útflutning urinn 93 milljónum. — Reuter Stórlán lil Hollend- inga Washington í gærkvöldi. ALÞJÓÐABANKINN hefur ákveðið að veita Hollendingum 195 milljón dollara lán. Af hálfu bankans var lögð áhersla á það, að lánið væri eingöngu. veitt í því skyni að reisa við atvinnuvegina í Flollandi og auka framleiðslu þjóðarinnar, þar sem slíkt myndi stuðla að viðreisn Evrópuríkjanna yfir-* leitt. — Tekið er fram, að engu af láninu verði varið til herg Hollendinga. — Reuter. Farþegar með flugvjel AOA 8. ágúst: Frá Stockhólmi Paul Daníelsson. Frá Oslo: Gísli Sveinsson. Til New York: Guð- rún Johnson, Douglas Waster. Farþegar með flugvjel AOA 8. ágúst: Frá New York: Mar- grjet Heiðdal, Carlotta Einarc son, Til Kaupmannahafnar: Rósa Hjörvar, Gunnar Jacob- sen, Elísabet Jónsdóttir, Jón- ína Blummenstein, Kristín. Kress, Jytte Michelsen og bam Lilly, Thomsen F. Andersen, Erna Kvaran og barn, Ingi- björg Björnsson. Til Stock- hólm: Vilhelm Zilliacos, Olaí Forsen. __i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.