Morgunblaðið - 09.08.1947, Side 5

Morgunblaðið - 09.08.1947, Side 5
[ X-augardagur 9. ágúst 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 Albert Guðmundsson er á borð við Gunnar Nordahl t r Alit Norðmanna á íslenskum lands- liðsmönnum ÞAÐ hafa áreiðanlega marg- ir gaman af því, að vita, hvað norsku knattspyrnumennirnir, sem hingað komu og fyrirliðar þeirra álitu um íslenska lands- liðið. Norsku fyrirliðarnir voru sammála um, að íslensk og finsk knattspyrna væri á mjög svipuðu stigi. Leikaðferðin er nokkuð frumstæð og mjög vant ar á tækni og taktik. — Þetta verður að breytast hjá þessum þjóðum, ef þeir ætla sjer að ná eins langt í knattspyrnunni og aðrar áhugamannaþjóðir. — Hingað verður að fá góða fyrsta flokks kennara, sem ekki ein- ungis geta kent knattpyrnu „teoretiskt", heldur einnig tek- ið sjálfur þátt í leiknum og sýnt knattmeðferð og leikaðferðir. Þá er það og mjög nauðsyn- legt, að hjer verði komið upp grasvöllum. Keppnisgleði og dugnað vant ar ekki hjá íslensku knatt spyrnumönnunum og áhuginn er mikill í leiknum. Albert Guð mundsson ber höfuð og herðar yfir aðra knattspyrnumenn hjer. Það er hægt að skipa hon- um á bekk með hinum kunna sænska leikmanni Gunnar Nor- dahl, þó leikaðferð 'hans sje nokkuð önnur. Bæði Reidar Dahl og Asbjörn Halvorsen álíta hann einn af mestu „ama- tör“-knattspyrnumönnum í Ev rópu, og að hann gæti vel átt heima í landsliði hvaða áhuga- mannalands sem væri. Sig- urður Ólafsson er einnig ágæt- ur bakvörður, leikur vel, er öruggur og hefir góðar stað- setningar. Og ef nú íslensku landsliðs- leikmennirnir væru dæmdir eftir enska kerfinu, þ. e. raðað eftir leik þeirra, þá myndu efstu menn á þeim lista vera, að dómi Norðmannanna, sem hjer segir: 1. Albert Guðmundsson. 2. Sigurður Ólafsson. 3. Ellert Sölvason, 4. Gunnlaugur l.árusson, 5. Sveinn Helgason. 6. Haukur Óskarsson. Hinir væru svo mjög jafnir. Bæði dómarinn, Mr. Gibbs og línuverðirnir voru ágætir. Völl- urinn er aftur á móti í það minnsta. Breidd háns, 64 m., er það alminnsta sem leyfilegt er fyrir landsleiki. Norðmennirn- ir voru mjög undrandi yfir því, að stökkgryfjan skyldi vera þar sem hún er í stað þess að breikka völlinn þannig, að hann yrði 63—69 m. Þá sakar ekki að geta þess, að fyrirliðar norsku knatt- spyrnumannann álíta norska landsliðið í mikilli framför og hugsa gott til þeirra leikja, sem Norðmenn eiga eftir að spila við hin Norðurlöndin í haust. Noregur mætir Finnlandi í Ilelsingfors 7. sept., Danmörku í Oslo 21. sept. og Svíþjóð í Frá drengjameist- Hjer birtast myndir frá drengjameistaramóti Islands, af fjórum drengjameisturum. Haukur Clausen, ÍR, cr efstur. Hann varð þrefaldur meistari, í 100 m og 400 m hlaupi og 110 m grindahlaupi. Setti Isiands- met í 400 m hlaupi og drengja- met í grindahlaupinu. — Vil- hjálmur Vilmundarson, KR, er næstur. Hann varð meistari í kúluvarpi og kringlukasti. — Adolf Óskarsson, ÍBV, er neðst til vinstri. Drengjameistari í spjótkasti og íslardsmethafi í spjótkasti beggja handa. — ÓIi Páll Kristjánsson HSÞ, drengja meistari í þrístökki og lang- stökki. okt.. Bestu Stokkhólmi 5. Norðmennina í landsleiknum álitu þeir: Brynildsen, Thore- sen, Boye-Karlsen og Gunnar Hansen. Þetta var fyrsti lands- leikur hins síðastnefnda og var honum hrósað mjög fyrir leik. sinn. Þá skal þess getið, að Norð- mennirnir voru mjög ánægðir yfir dvölinni hjer. Þeim líkaði mjög vel við íslensku íþrótta- mennina og íþróttaleiðtogana. Og einnig minnast þeir hótel- stjórans á Garði, ferðarinnar í Þjórsárdal og til Þingvalla. Jón Sigurðsson læknir var framúr- skar'andi gestgjafi. Og síst vilja þeir gleyma Guðjóni Einars- syni, formanni móttökunefnd- ar, sem einnig var ágætis fje- lagi, dómari og iþróttamaður. Að lokum fannst þeim skipu lagningin á vellinum góð. Og þvi vil jeg bæta við, að þar stóð'á bak við maður, sem ekki hefir mikið verið haldið á lofti, Sigurbergur Elíasson, sem á heiður skilinn fyrir, hvernig það verk fórst honum úr hendi. Enski dómarinn, mr. Gibbs, kvað landsleikinn hafa verið mjög drengilega leikinn, og þegar hann var spurður að því, hvort .hann hefði ekki aðvarað Framh. á bls. 11 Minnin garorð Jón Þorsteinsson kaupm. Vík í Mýrdal t DAG verður til moldar borinn frá heimili sínu í Vík í Mýrdal, Jón Þorsteinsson, kaupmaður, er andaðist 27. þ. m. Jón var fæddur að Kerling- ardal í Mýrdal 9. ágúst 1864, sonur Guðfinnu Einarsdóttur frá Pjetursey og Þorsteins Ein- arssonar, Þorsteinssonar, Stein grimssonar í Kerlingardal, bróðir Jóns Steingrímssonar prófasts að Prestbakka. Vegna veikinda móður Jóns, en hún dó þegar hann var á öðru ári, var honum komið til fósturs til Jóns umboðsmanns Jónssonar og konu hans, Guð- laugar að Höfðabrekku og fluttist hann á barnsaldxú með þeim að Vík í Mýrdal og ólst þar upp til þroskaára. Árið 1888 kvæntist Jón Guð- ríði Brynjólfsdóttur frá Heiði og bjuggu þau um tveggja ára skeið í Hvammi, ásamt föður Jóns, Þoi'steini, sem þá var fluttur að Hvammi. Þau Guðríður og Jón óttu fjögur börn, Jón, kvæntur Þor- gerði Þorgilsdóttur og búa þau i Reykjavík, Björgvin, sem dó ungbarn, Guðlaug, sem er kaupmaður í Reykjavík, var hann kvæntur Sigríði Skafta- dóttur, en hún er látin fyrir nokkrum órum, og Þorgrím, er andaðist á 17. -ári. Kbna Jóns Guðríður, andaðist 1935. I Siðari kona Jóns er Árný Sigríður Stefónsdóítir frá Litla-Hvammi og lifir hún mann sinn ásamt ungri dóttur þeirra. | Brimsogið við Víkur-sand ' og andi hinna blómlegu sveita Mýrdalsins var mótað i skap- gerð Jóns frá fyi'stu tíð til æfi- loka. Llann var alvörumaður mikill, en átti til meinhæga glettni og gamansemi, sem lxann beitti þó aldrei á annara kostnað. Sjálfsbjargarviðleitni hins kjarnmikla alþýðumanns var hin ramma taug í lífsbaráttu hans. Jafnframt búskapnum í Hvammi byrjaði hann að stunda sjóróðra, og eignaðist þá árabátinn „Kxxða“, er hann ótti síðan um mörg ár og afl- aði mikið á. Þegar þau hjónin fóru frá Hvammi fluttust þau að Reyn isdal og varð Jón þá formað- ur á- árabátnum „Víkingur“, er smiðaður var í Hvammi af Sveini Einarssyni á Giljum og reyndist það hið mesta happa- skip. Jón var vitmaður á sjó, hæglátur og sanngjarn, en kappsamur til sóknar við afla- föng og aflamaður góður, enda vildu margir með honum vera og hafði hann því ávalt úrvals mönnum á að skipa. j Sjósókn var mikið stunduð í | Mýi'dal á manndómsárum ! Jóns, enda þótt fyrir opnu hafi j væri og alger hafnleysa og i þurfti því mikla hæfileika og reynslu til formennsku á hin- |um smán fleytum, er teflt var við Ægi, með dýrmætum mannslifum xxr fámennri sveit og litlu sjávarþorpi. Mikill fengur var oft fluttur heim og stórir sigrar unnir til lífsbjargar. En þar sem skin er, myndast einnig skuggar. Ótal minningar og hetjudáðir slíkrar baráttu lifa óski'áðar í hugum fólksins, um faðirinn, soninn eða bróðurinn, sem fóru að heiman frá biíinu til þess að sækja björg úr sjónum, en komu aldrei heim aftur, vegna þess að sjórinn tók þá. Sigurð- ur Eggei'z, sýslumaður hefir reist óbrotlegan minnis- varða slikrar baráttu í hinu þjóðkunna ljóði „Alíaðir ræð- ur“, er hann oxii á þessum árum í Vík i Mýrdal, að gefnu tilefni. Jón Þorsteinsson var svo far sæll stjórnandi, að honum hlekktist aldrei á alla hans formannstið, sem var æði löng og oft ei'fið. Jón lagði gjörva hönd að hverju, sem hann gekk. Með öðrum störfum er hann stund- aði fekkst hann við silfursmíði ýmiskonar og þólti þjóðhaga- smiður. Hin síðari ár þegar hann fór að draga sig i hlje frá for- mennsku og búskap, snjeri hann sjer að því að versla. — Fórst honum það som annað vel úr hendi, var hugkvæmur í besta lagi og átti oft á-boð- stólum, það sem aðra skorti. Samviskusemi og heiðarleiki hans kom þar fram eins og annarsstaðar. Hann ljet ekki yfirstíga sig i leik, en traust þeirra á honum er við hann skiptu, var óbilandi. Hinn kunni sagnaþulur Ey- jólfur Guðmundsson, hrepp- stjóri á Hvoli, samtíðarmaður Jóns og góðkunningi hefir lýst honum á þesa leið: „Jón var hversdagslega skemmtilegur, sífellt að hugsa um ' atvinnu- haginn og hvernig hann mætti gefa bestan arð. Vandaði með- ferð á hxísdýrum, hafði gaman af að hirða sauðfje, en ljxifast að tala um veiðiskap á fjoll- um og vötnum og á sjó. Óálcit- inn við aðra og vinfastur, em tortryggvxr við þá, sem hann liafði reynt að bxigðlyndi. Jón var metnaðargiai'n, hygginn bximaður og var síbirgður, vildi ekki áð neinu lcyti vera upp á aðra komirin nieð sinn Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.