Morgunblaðið - 09.08.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.08.1947, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. ágúst 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Rpykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefínsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Grikkland FYRIR nokkrum vikum skilaði rannsóknarnefnd, sem Sameinuðu þjóðimar sendu til Grikklands til þess að kynna sjer ástandið í landinu, 800 blaðsíðna áliti um það, sem fyrir augu þeirra bar og þeir urðu áskynja í ferð sinni. Meiri hluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að Júgóslavía, Albanía og Búlgaría, styddu uppreisnarmenn- ina og skæruliðana, sem berjast þar við löglega stjóm landsins. Júgóslavar hefðu „flóttamannaskýli“ rjett við grísku landamærin, þar sem grískir skæruliðar fengju hernaðarlega þjálfun og pólitíska hressingu og væri síð- an sendir til þess að taka þátt í bardögum og spellvirkj- um í landi sínu. Svipaðar bækistöðvar hefðu Albanir rjett hjá Tirana og Búlgarar útveguðu uppreisnarmönnunum vopn og hjúkrunarvörur. Ennfremur var talið sannað að bæði Jugóslavar og Búlgarar hefðu blásið að glæðum skilnaðarhreyfingarinnar í Makedóníu. Það þarf þess vegna ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvað er að gerast á Balkanskaga um þessar mundir. Hönd hinnar slavnesku móður sjest greinilega bak við framferði skjólstæðinga sinna, Júgóslava, Albana og Búlg- ara. Rússar hafa í margar aldir haft ríka löngun til þess að efla áhrif sín við Dardanella, dyr Svartahafs. Hver hinna rússnesku keisara fram af öðrum ól þann draum með sjer að ráða yfir þessum dyrum. En þótt veldi Tyrkja hrörnaði stöðugt og soldáninn yrði „veiki maðurinn við Bosporus“, rættis þessi draumur zarsins þó aldrei. ★ Zarnum var velt af stóli og „alræði öreiganna“ kom í staðinn eins og það var kallað. En Rússland er samt enn þá trútt fyrri stefnu sinni. Það ágirnist enn þá dyr Svarta- liafs. Þessvegna beita nú Rússar nágrönnum sínum á Balk- anskaga fyrir sig til þess að veikja Grikkland með skær- um, sem nálgast borgarastyrjöld. Og þessar skærur eru miklu alvarlegri en menn alment gera sjer í hugarlund. Bandaríkin hafa tekið upp þá stefnu að styðja hina lög- legu stjórn Grikkja. Hún hefir fengið víðtæka efnahags- lega aðstoð til þess að hefja uppbyggingu í landinu, til matvælakaupa og jafnvel til herbúnaðar. Atökin í Grikklandi eru þess vegna ekki aðeins milli stjórnar landsins og skæruliðaflokka í Norður-Grikklandi, heldur milli hinna miklu andstæðna í austri og vestri. í þessari staðreynd felst geigvænleg hætta fyrir friðinn í heiminum. Það er vandsagt um það, hvenær bál getur kviknað af þeim neista, sem tendraður hefur verið. En hver hefur tehdrað hann? Kommúnistar um víða veröld ásaka stjórn Grikklands fyrir upptökin. Það gerðu þýsku nasistarnir líka, þegar þeir voru að finna tylliástæður til þess að ráðast inn í Tjekkóslóvakíu og Pólland. Þeir ásökuðu stjórnir þessara landa fyrir hryðjuverk og harðræði gagnvart þýskum mönnum, sem áttu heima í þessum löndum. í kjölfar taumlauss áróðurs og blekk- ingavaðals kom svo skefjalaust ofbeldið. ★ Sagan endurtekur sig. Kommúnistar á Balkanskaga, undir vernd sinna rúss- nesku bræðra, hafa hafið sama leikinn. Þessvegna hefur bliku ófriðar og öryggisleysis dregið á ný upp á stjórnmálahiminn þjóðanna. Kommúnisminn og hin rússneska yfirdrotnunarstefna frá valdatímum zarsins er þess vegna bein ógnun við al- heimsfriðinn á nákvæmlega sama hátt og nasisminn á dögum Hitlers og Mussolini. $ Þetta verður almenningur um víða veröld að gera sjer >ljóst. Ef þjóðirnar hefðu verið varari um sig gegn áhrif- ■um Hitlersismans, má vera að hann hefði aldrei náð þeim ■heljartökum á miklum hluta mannkynsins sem raun varð é. Sú harmsagá má ekki endurtaka sig í neinni mynd. ÚR DAGLEGA LÍFINU Sláturtíð. ÞAÐ þóttu heldur en ekki tíðindi er blöðin fluttu þá fregn fyrir nokkru, að sumarslátrun ætti að hefjast að þessu sinni þann 10. ágúst. Húsmæður hafa víst hugsað sjer gott til glóðarinnar og mathákar og sælkerar hlakkað til að geta kitlað bragðlauka sína með nýju lambakjöti þetta snemma í ár. — Það er alltaf talsverð ur viðburður á íslandi þegar sláturtíðin hefst. En þeir, sem töldu dagana þar til að sláturtíðin byrjaði hafa vafalaust orðið fyrir von brigðum er þeir litu á dagatal ið að sáu, að þann 10. ágúst ber upp á sunnudag. Það hefði ens vel getað verð hægt að á- kveða fyrsta sláturdagnn þann 11. Hitt var bara plat! • Lúxus. OG ÞAÐ hlaut að fylgja böggull skammrifi, enda hefir það komið á daginn. Fyrst í stað og þangað til öðruvísi verð ur ákveðið verður nýtt íslenskt lambakjöt lúxus og ríkissjóður greiðir ekki neina verðuppbót með því. Það verður ekki greidd verðuppbót með nýja kjötinu, fyr en það gamla er búið. En hvar er þetta gamla kjöt og hver vill það á meðan nýtt er á boðstólum og hver á að ákveða hvenær það er búið. Jeg hefi altaf verið á móti svokölluðum niðurgreiðslum er líka þeirrar skoðunar að nýtt lambakjöt á kr. 16,90 sje ekk- ert dýrt borið saman við verð annara matvæla. En jeg er á móti öllví gríni í alvarlegum málum. Það er best að segja hlutina eins og þeir eru. • Víðförull skrifar: VÍÐFÖRULL hefir skrifað mjer langt brjef. Á ferðum sín um erlendis hefir hann hrifist af skemtigörðum og hugsar sjer að hægt sje að gera margt hjer til að auka á prýði bæjar! ins og ánægju íbúanna með skemtigörðum. Og í lok brjefs ins kemur hann með góða hug mynd að því hvernig hrinda mætti því í framkvæmd að gera baðstað í tjörninni og gera hana enn fallegri en hún er nú. Brjefið er á þessa leið: „Þeir sem hafa ferðast til annara landa og sjeð þar skemti staði verður oft hugsað, því get um við ekki átt slíka staði í Reykjavík? Að koma í skemti garða í London, þar sem tjarn ir eru kvikar af fuglum og fólki á smá bátum og svo trjá gróðurinn og blómadýrðin. Eða að koma til borga í Sviss eins og Genf og Ziirich með sínum vötnum í borginni iðandi af fólki á bátum eða baðandi. Að sjá gosbrunninn, sem búinn hefir verið til í Genfarvatni, sem gýs 100 mtr. i loft upp. • Hljómskála- garðurinn. „HJER hefir verið rætt mik ið um, að hljómskálagarðurinn ætti að verða framtíðar skemti garður Reykvíkinga, sem er ef laust mjög tilvalið, þar sem tjörnin okkar teygir sig inn 1 hann og möguleikar eru á að notfæra sjer hana til að koma þessari hugmynd í frekari fram kvæmd. Nú síðatliðin ár hafa bæjar- völdin látið lagfæra hljómskála garðinn þannig, að allir bíða nú og vona, að trjágróðrinum auðnist að vaxa og prýða hann. • Tjörnin. „HVAÐ Á AÐ GERA við tjörn ina? Það þarf fyrst og fremt að dýpka hana og hreinsa leðjuna úr botninum, og setja í þess stað leir og sandbotn, eins og Gísli Halldórsson hefir minnst á, því að tjörnin, eins og hún hefir verið s.l. sumur hálf tóm og ekkert nema slí, er til skammar og óprýði fyrir bæ- inn. Ennfremur þarf að útbúa gosbrunn í henni því rafmagn höfum við nóg yfir sumarmán uðina til að reka vatnsdælu þar. Þar þarf að veita hitaveitu vatninu, sem ekki er notað yf- ir sumarið til að hita hana, svo fólk geti baðað sig í henni. Jeg veit að margir munu segja, því hefir bærinn ekki gert þetta enn. Samtaka nú! „JEG MINNIST þess, að jeg kom einu sinni inn í mjög fall egan skemtigarð í Edinborg. Þessi garður var eign fjelags og hafði hver fjelagsmaður lykil að honum. Fjelagið hafði verið stofnað fyrir mörgum ár um til að koma þessum garði á stofn og getur hver, sem vill gerst fjelagi og er árstillagið 1 sterlingspund. Þarna eins og víða annars staðar, eru það ein staklingarnir, sem hafa komið sjér saman, en ekki beðið eftir því opinbera. Að vísu væri þetta e.t.v. ekki aðferðin, sem hjer ætti að fara en hvernig væri nú að öll fje- lög í bænum, bæði pólitísk og ópólitísk ts^ki sig saman og ynni, sem einn maður með að- stoð bæjarvaldanna, til að hrynda í framkvæmd einu mesta áhugamáli Reykvíkinga að prýða tjörnina og jafn- framt að útbúa úr henni bað- stað, sem þekktur gæti orðið um víð lönd. Vilja ekki íþrótta fjelögin byrja og fá hin með sjer.“ Gott hjá þjer Víðförull. Spádómar. ENN EINU sinni hefir sann- ast hið fornkveðna, að það verða fáir spámenn í sínu föð urlandi. — Nú er kominn 9. ágúst og enginn heimsstyrjöld. Heimur versnandi fer. Er nú ekki einu sinni lengur hægt að reiða sig á Rutherford. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . —— .....................-H> Lánssamninpr Brefa og Bandaríkja. UMRÆDDASTI samningur, sem gerður hefur verið á íðustu árum er samningurinn um lan það, sem Bretar tóku í Banda- ríkjunum. Ætluðu þeir láninu að duga til ársloka 1951, en nú hef- ur gengiö svo ótrúlega mikið á það, að allar líkur eru íyrir að því verði uppeytt í haust. Hafa Bretar farið þess á leit við Bandaríkjamenn að tveimur greinum samningsins verði breytt, 7. og 9. greinum. Hjer kemur samningurinn nokkuð styttur, en öll aðalatrið- in samt. 1. Samningurinn gengur í gildi 15. júh 1946. 2. Bandaríska tjórnin veitir bresku stjórninni lán að upp- hæð 3,750,000,000 dollarar og getur breska stjórnin tekið fjár- upphæðina út eftir eigin geð- þótta, hvenær sem er á tímabil- inu milli gildistökudags og 31. desember 1951. 3. Tiigangur lánsins er að auð- velda Bretum kaup á vörum í Bandaríkjunum og að standaj undir endurreisnarstarfi Breta, i 4. Lánið verði endui^reitt á 5'0j árum, og hefjast greiðslur 19o2l Vextír verða 2 af hundráði ogi skul’.i þeir á hverju ári miðást við þá upphæð, sem skuldin nem ur við oyrjun hvers árs. 5. Ef breska stjórnin fer fram á niðurfellingu vaxtagreiðslna, rrun bandaríska stjórnin fallast á það a) ef ríkisstjórn Bretlands tel- ur niðurfellinguna nauðsynlega með hliðsjón af alþjóðlegum gjaldeyrismálum og vegna vönt- unar á gulli og erlendum gjald- eyri cg b) ef Aiþjóðabankinn stað- festir að tekjur Breta af útflutn- ingi auk leyndra gjaldeyristekna hafi í fimm ár í röð verið minni að meðaltali en á árunum 1936 —1938. 6. Ríkisstjórn Bretlands lofar að taka engin lán til langs tíma, hjá löndum innan bresku ríkja- samsteypunnar milli 6. des. 1945 til ársloka 1951, ef vextir af þeim eru hærri en af þessu láni. 7. Ríkisstjórn Bretlands mun ljúka undirbúningi hið allra fyrsta og ekki síðar en ári eftir gildistökudag samningsins til þess'að yfirfæra sterlingspund í dóílara Og er þetta ákvæði sett. til áð uppfylla döllaravörttun sterlirtgspundasVæðisins, og til þess að hver þjóð sem er geti fengið dollara eða sterlingspund eftir því, sem hún þarfnast. 8. Bretland fellst á eftir gild- istöku þessa samnings að setja ekki á gjaideyriseftirlit til þess að hindra yfirfærslu og borgun vegna bandarísks varnings eða greiða bandarískum borgurum með sterlingspundum. 9. Ef annaðhvort Bandaríkin eða Bretland setja á hjá sjer inn flutninghöft, verða þau að vera þannig, að þau stefni ekki gegn eða hindri innflutning frá hinu landinu, hvaða vörur, sem um er að ræða. Þó verða undantekning ar undan þcssu a) ef það hefur í för með sjer, að annaðhvort landið getur fyrir bragðið ekki notað útlendan gjaldeyri, sem það hefur átt fyr- ir 31. des. 1946. b) Það getur verið sjerstök nauðsyn á að setja slík höft á til hjálpar landi sem hefur brot- inn fjárhag frá stríðinu, eða c) hvor ríkisstjórnin um sig getur sett á nokkur höft eftir heimild i samræmi við sjöundu grein sartikdinúla'gsins urn Ál- þjóðabanká! ■! ' 10. Með tílliti til þess, að þýð- ingarmikill þéttur þessarar ián- Frarnh. af bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.