Morgunblaðið - 14.08.1947, Page 2

Morgunblaðið - 14.08.1947, Page 2
s MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. ágúst 1947! ^ L Minningarorð um Jón Sívertsen fyrverandi Verslunarskólastjóra JÓN Sívertsen fyrrum skólá- stjóri, er borinn til grafar hjer í bænum í dag. Hynn andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 31. júlí s. 1. eftir langa van- heilsu. Jón Sívertsen var fæddur í Arney á Breiðafirði 22. júlí 1889, sonur Þorvaldar Skúla- sonar Sívertsen, bónda í Hrapps ey og konu hans, Helenu Eben esersdóttur Magnúsen frá Skarði á Skarðströnd. Gaml- ar og virðulegar ættir stóðu 'þvi að Jóni Sívertsen og þjóðkunnar. Föðursystir hans var ~frú Katrín, kona Guð- mundar Magnússonar hins ágæta læknis, og hjá þeim ólst Jón Sívertsen upp. Hann ;stundaði fyrst nám í Lærða- .skólanum, en hvarf síðan að aámi í verslunarfræðum, því að hugur hans stóð til kaup- isýslu. Hann gekk fyrst í Köb- nandsskolen í Kaupmanna- 'aöfn, en stundaði síðan fram- haldsnám við verslunarháskól- ;mn í Berlín. Eftir að Jón Sívertsen kom Jieim hingað aftur stundaði Iiann kaupsýslu og kenslu í verslunarfræðum. Hann rak boðs- og heildverslun um tíu.i, tók ýmislegan þátt í fjel- ag.-..nálum, var t. d. í s.tjórn 'VeiSlunarmannafjelags Rvíkur 11 ;—’l7, og honum voru fal- ín pinber störf. Hann átti sæti í >_rðlagsnefnd 1917 og var eij Ireki landstjórnarinnar í Yeo i rrheimi 1917—’ 18. Hann haio. byrjað kenslu í Verslun- ai sKoianum haustið 1912, í skóla stjoiatíð Ólafs G. Eyjólfssonar, og ii^ndi viðskiftafræði og bók- fæis.u, og síðar reikning. Hann tóK . .ð stjórn Verslunarskólans þegdi Ólafur ljet af þeim störf- uir. íu15. Jón Sjvertsen var síð- an oivjlastjóri til ársins 1931, en hóf kaupsýslu og endurskoð- unai, iörf. í tíð Jóns Sívertsen voi\ gerðar nokkrar breyting- ar c. Verslunarskólanum, tekið var c.pp kvöldnámskeið (1917) og sivjlatímmn lengdur úr 2 í 3 ár ri926) og nemendum fjölg- aði. Vfargir ágætir verslunar- men. hafa verið nemendur Jóns Síví. tsen og hann vildi hag þen. x og þeir minnast hans með viria md. ó, n Sívertsen var í prófnefnd lögt Itra endurskoðenda og í mc mefnd á lóðum og löndum Kt. kjavíkurbæjar. jón Sívertsen var kvæntur (xi.júní 1918) góðri og táp- mikilli konu, Hildi, dóttur Helga Zoega kaupmanns. Þau eiga i jú börn, Guðmund, sem er í í iglingum í Ameríku, Hildi 'Jernhöft, konu Sverris Bern- iióft stórkaupmanns, ®g er hún : yrsta íslenska konan, sem lok- ið hefir embættisprófi í guð- iræði, en Katrín er yngst barn- anna. Jón Sívertsen var vel að sjer í ftenslugreinum sínum. Hann gajt verið orðheppinn og ræð- inn. Hann var myndarmaður á ve'lli og fyrirmannlegur í fram- göítgu, snyrtimaður og gleði- máður í vinahóp. V. Þ. G. ÞAÐ var að aflokinni fyrri heimsstyrjöld að fundum okk- ar Jóns Sívertsen bar fyrst sam an, hann var þá nýkominn heim frá Vesturheimi þar sem hann hafði starfao um tíma að erind- rekstri fyrir íslensku ríkisstjórn ina. Við áttum þá sfiman skemti legt kvöld hjá vinaíólki okkar, og jeg man eftir, að jeg hafði þá orð á því við hann, að hann hefði drukkið svo í sig yfir- læti Ameríkumanr.a að hann hugsaði á alþjóðamælikvarða. Eftir þetta bar fundum okk- ar oft saman og því oftar, sem árum fjölgaði og sannfærðist jeg þá um að það var ekki um neitt utanaðlært amerískt yfir- læti að ræða þegar Jón Sívert- sen reiknaði með heilum tölum um framtíðarmöguleika og mátt íslensku þjóðarinnar, því hann var í eðli smu stórhuga og bjartsýnn umbótamaður, þó að atvikin höguðu því þannig, að sjálfur fjekkst hann ekki við atvinnurekstur eða fram- leiðslustörf, en vel gæti jeg trú- að því að hefði hann lifað ein- um mannsaldri áður, þá hefði hann orðið athafnamikill og hjeraðsríkur sveitarhöfðingi í átthögum sínum, enda var Jón mjög tilkomumikill á velli og glæsilegur í framkomu. Jón Sívertsen var mjög trygg ur maður og vinfastur, og á- kveðinn í skoðunum ef um menn og málefni var að ræða, svo engin þurfti að fara í graf- götur til þess að komast að sjcoðun hans á þeim málum, enda var maðurinn mjög ákveð inn og einarður og sagði álit sitt á hlutum án tillits til þess hvernig það fjell í akur annara manna, enda var hann ekki við allra fjöl feldur, en fór eftir eigin dómgreind os þeim skoð- unum er hann hafði sjálfur myndað sjer, á mönnum og mál efnum. Það verður altaf mikið autt rúm eftir þegar slíkir menn hverfa af sjónarsviðinu, en í huga samferðamannanna geym ist minningin um gláesilegan, stórhuga og tryggan ferða- fjelaga. Kristján Bergsson. 12 miljón clollarar líí Trieste WASHINGTON: — Bandaríkja- Stjórn hefur ákveðið að veita frí- ríkinu Triéste' fjárhagslega ' að- stoð, sem uemur 12 ímiljónum dollara. Brúarfoss kominn úr „klössun" E.S. BRÚARFOSS er nýkom- inn hingað til Reykjavíkur eftir 6 mánaða útivist. Skipið var í ,,klössun“ hjá hinni dönsku skipasmíðastöð Burmeister & Wein. Á laugardaginn fer skipið hjeðan í ferð út um land til að taka frystan fisk, sem fara á til Rússlands. Gert er ráð fyrir að ferðin á „ströndina“ taki viku til 10 daga. Þá kemur skipið hingað til Reykjavíkur, tekur hjer vistir og heldur svo af stað til Rússlands. Bruni á Akureyri Akureyri, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. UM klukkan 9 í rnorgun kom upp eldur í timburhúsinu nr. 86 við Hafnarstræti, en þar er verslunin Eyjafjörður, sem Kristján Árnason kaupmaður rekur. Eldurinn kom upp í rishæð hússins og var slökkviliði bæj- arins þegar gert aðvart. Eldur- inn var nokkuð orðinn magnað- ur er slökkviliðið kom á vett- vang. En fyrir dugnað þess, tókst að varna að eldurinn næði niður á næstu hæð. Rishæðin er stórskemd eftir brunann, en þar bjó maður að nafni Árni Jónsson. Á efri hæð bjó Kristján Árnason. Innbúi hans var bjargað út, en miklar skemdir urðu þar af völdum vatns. Sömuleiðis á neðstu hæð, en þar býr sonur hans, Gunnar Höskuldur. Rannsóknariögregl- una vantar vitni SÍÐASTL. páskadagskvöld vildi það slys til við Miklu- braut, að kona fjell út úr Foss- vogsstrætisvagninum og meidd ist talsvert. Þrír farþegar, sem í vagninum voru, fóru konunni til hjálpar og komu henni heim til sín. Farþegar, sem í vagninum voru og gætu gefið upplýsingar um það, með hverj um hætti slys þetta vildi til, eru beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna hið fyrsta. Grlðrofaásakanir Hollendinga og indónesa Batavía í gærkvöldi. INDÓNESAR og Hollending- ar hafa í dag enn einu sinni bor- ið hvorir öðrum það á brýn, að vópnahljessamkomulagið hefði verið rofið. Hvorugir nefna þó ákveðnar hernaðaraðgerðir hins. Á þingi alþjóðasamtaka lýð- ræðissinnaðrar æsku, sem nú stendur yfir í Prag, hefur verið lögð fram ályktun, þar sem mótmælt er hernaðaraðgerðum Hollendinga í Indónesíu. — Reuter. 256 þús. atvinnulausir LONDON: í miðjum júnímánuði reyndust 256 þúsund breskir verka menn atvinnulausir. Stoltz og Böök verla ú tefla einvígi um skákmeistaratitilinn — — i Ásmundur og Guðmundur uröu 9. til 11. Frá frjettaritara vorum á skákmótinu í Helsingfors. NORÐURLANDASKÁKMÓTINU, sem staðið hefur hjer að. undanförnu, er nú lokið. Finninn Böök og Svíinn Stoltz urðu efstir í landliðsflokknum og verða að heyja einvígi um titilinn Norðurlandaskákpieistari. Finnar áttu efsta mann í A-sveit meistaraflokks, en Svíar í B-sveit. “ _ ”®Úrslit landliðskeppninnar. — Oryggisráðið Framh. af bls. 1 ar hefðu egyptskir stjórnmála- leiðtogar, þar á meðal Nokrashy Pasha, um langt skeið sí og æ verið að lýsa því yfir, að ekki kæmi annað til mála en Sudan yrði lagt undir egyptsku krún- una, alveg án tillits til þess, hvers Sudanbúar óskuðu sjálf- ir. Krefst frávísunar. Sir Alexander Cadogan krafðist þess, að kæru Egypta yrði vísað frá, því að hún væri sýnilega á engum rökum reist. Hinsvegar væru Bretar, eins og hingað til, ætíð reiðubúnir til samningaumleitana við Egypta. „Jeg vonast til þess, að góð vin átta geti tekist með Bretum og Egyptum, en hinsvegar er ekki rjettmætt að halda þessari kæru á dagskrá ráðsins, því að með því er gefið í skyn, að breska stjórnin hefði gert sig seka um eitthvert misferli“, sagði Sir Alexander Cadogan að lokum. Styður kröfur Egypta. Julius Suehy, fulltrúi Pól- lands, kvaðst vera þeirrar skoð unar, að herseta Breta í Egypta landi væri ósamrýmanleg sjálf stæði þess. Hann sagði, að pólska stjórnin vildi, að Súdan- búar fengju að kjósa sjer það stjórnarfar, sem þeir vildu helst, hver svo sem niðurstaðan yrði. Hinsvegar viðurkenndi Suchy, að Bretar hefðu reynst Egyptum vel að mörgu leyti, og einmitt með hliðsjón af þeirri framkomu væri trúlegt, að breska stjórnin myndi leit- ast við að finna sem farsælasta lausn á vandamálum Egypta- lands. Næst verður kæra Egypta tekin fyrir í öryggisráðinu á miðvikudaginn kemur. • » s MÁLFLUTNINGS- SKRIFSTOFA | Einar B. Guðmundsson. i Guðlaugur Þorláksson \ Austurstræti 7. Símar 3202, 2002 Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. í landliðskeppninni voru tólf þátttakendur og urðu úrslitin, sem hjer segir: 1.—2. Böök, Finnland og Stolíz, Svíþjóð, með 9 vinninga hvor. 3. Carlson, Svíþjóð, 7 Vz v. 4. Ewoldsen, Danmörk, með 7 vinningaa. 5. —6. Lundin, Svíþjóð og Barda, Noregur með 6 v. 7.—8. Kaila og Fred, báðir Finnar, með 4 v. 9.—11. Ásmundur Ásgeirs- son, Guðmundur S. Guðmunds son og Vestöeú Finnland, með 3% vinning hver. 12. Kinnmark, Svíþjóð, með 3 vinninga. Einvígið. Er úrslitin urðu kunn, var ákveðið, að þeir Böök og Stoltz skyldu keppa til úrslita um skákmeistaratitilinn í október n.k. Þá tefla þeir 8 skákir. Meistar af lokkur: Við keppni í þessum flokki var keppt í tveim sveitum, A og B. Úrslit í A-sveil urðu þau að Finninn Salo hlaut flesta vinninga TVz. Næstur varð Sterner, Svíþjóð með 7 vinn- inga. Sturla Pjetursson hlaut 41/2 vinning. í B-sveit sigraðí Magnusson, Svíþjóð og hlaut hann 8V2 v. Annar varð Finninn Solin með 7% vinning. Óli Valdimars keppti í þessari sveit og hlaut hann 2Vz vinning. í Stokkhólmi og Reykjavík. Áður en skákmótinu var slit- ið, hjelt hið Norræna skáksam- band aðalfund sinn. Var þar samþykt að næsta norrænt skák mót sumarið 1948, skyldi haldið í Stokkhólmi. Þá var og sam- þykt að sumarið 1949 skyldi það háð í Reykjavík, ef Skák- samband íslands sæi sjer fært að verða við þessum óskurri fundarins. 1—200.000,90 jj í Veðdeildarbrjefum eða I Ilitaveitubrjefum óskast í i dag. — Verðtiltíoð send- ?“ ist afgr. Morgunblaðsins i merkt: „Veðdeildarbrjef I — 152“. 2 s nonnnmniminininiiiHMHiBHiiiiiiiiiimimni miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniHiiiiiiiiJ' Opinber verðbrjef I get jeg keypt í dag. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir' kl. 12 í dag inerkt: „Verðbrjef.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.