Morgunblaðið - 30.08.1947, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. ágúst 1947Í |
S.Í.F. hefur að frumkvæði sjávar-
útvegsmálaráðherra tekið á leigu
skipasmíðahús Landssmiðjunnar
Þar verður komið upp
stórri fiskverkunarstöð
um, sem greiðir honum braut
að þúsundum matborða í heit-
um löndum sem köldum, til
strjálustu byggða og borga sem
þannig eru sett, að nýr og fryst-
ur fiskur á engar opnar dyr
að.
Samtal við Krhfján Einarsson framkvstj.
ÞAÐ hefur orðið að samkomulagi milli Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda og ríkisstjórnarinnar, að Sölusambandið taki
á leigu skipasmíðahús Landsstniðjunnar við Elliðaárvog, en þar
ætlar S.I.F. að koma upp stórvirkri fiskverkunarstöð.
Kristján Einarsson framkvæmdastjóri S.I.F. skýrði Morgun-
blaðinu frá þessu og fyrirætlunum Sölusambandsins í sambandi
við stöðina.
Þá er þurkaði saltfiskurinn
óefað ein af þeim fæðutegund-
um, sem þjóðunum virkilega
geðjast að og vilja fá. Tek jeg
það dæmi, að í Brasilíu og
Argentínu hefur þurkaður salt-
fiskur stundum verið seldur
fyrir þrefalt hærra verð en
besta kjöt. Portugal og Spánn
salta og þurka mikinn hluta
þorskafla síns. Hversvegna?
Undirbúningur er þegar haf-
inn, sagði Kristján og verður
verkinu hraðað eftir föngum.
Það var Jóhann Þ. Jósefsson
sjávarútvegsmálaráðherra, er
átti frumkvæðið að leigumál-
um þessum.
Húsin.
Flatarmál húsa þeirra, er
leigð hafa verið, er rúml. 2.100
m2, og hafa þau verið skoðuð
og talin hæf af fróðum fiskverk
unarmönnum. Er svo til ætlast
að fiskþurkun geti hafist þar
eftir tveggja mán. tíma, og á-
ætlað að þurkhús þessi muni
geta verkað 3—4000 smál. af
saltfiski á ári, ef nægilegt verk-
efni væri fyrir hendi allan tím
ann. Með núverandi verðmis-
mun á þurkuðum og óþurkuð-
um saltfiski myndi þetta geta
aukið erlendan gjaldeyri Is-
lendinga um allt að 2 milljónir
króna á ári, því bæði er það,
að þurkaður saltfiskur er eft-
irsóttari vara og seljanlegri, eg
svo fengist erlendur gjaldeyrir
fyrir allan þann vinnukostnað,
er af verkuninni leiddi.
Ársframleiðslan um 30—40
þús smál.
Hefur nokkuð frekar verið
aðhafst til þess að koma fisk-
þurkuninni af stað að nýju?
Já, strax í vor, er sjeð var að
allmikið af saltfiski — eða um
30 — 40.000 smál — myndi
verða framleiddur á þessu ári.
Byrjaði Fisksölusambandið á
því að hvetja fjelagsmenn sína
til að þurka saltfisk á hvern
þann hátt, sem þeim væri unnt.
Skriður komst þó eigi á fisk-
þurkunina svo heitið gæti, fyrr
en ríkisstjórnin tók þá ákvörð-
un að tryggja mönnum sölu-
verð á hinum þurkaða fcski,
hlutfallslega á sama hátt og
hinn óþurkaði var tryggður.
Eftir það hófst fiskþurkun á
nokkrum stöðum víðsvegar á
landinu, en þó víðast hvar í
smáum stíl.
Fiskþurkunarhúsin úti á
landi.
' Hafa hin gömlu fiskþurkun-
arhús eigi verið notuð?
Aðeins tvö af hinum gömlu
þurkhúsum hafa byrjað fisk-
þurkun að nýju, þurkhúsið í
Vestmannaeyjum og þurkhúsið
í Keflavík. Því næst öll önnur
þurkhús á landinu höfðu verið
notuð sem vörugeymsluhús
meðan á stríðinu stóð. Voru
mörg þeirra einnig orðin úrelt,
bæði hvað fyrirkomulag -snerti,
svo hafa tæki þeirra mjög
spillst á þeim 8 árum, sem þau
eigi hafa verið notuð, eða verið
viðhaldið. Er líklegt að þau sem
hæf reynast verði starfrækt nú
á næsta vetri.
Nýjar fiskvcrkunaraðferðir.
Þá ber að geta þess, að r>jáv-
arútvegsmálaráðherra hefur
skipað nefnd fróðra manna, sem
hefur starfað í sumar að því
að endurbæta fiskþurkunarað-
ferðir þær, er til þessa hafa
verið notaðar, og koma hinni
nýju tækni meira að í þessum
efnum, en hingað til hefur ver-
ið. Eru allmiklar vonir til, að
gagn verði að störfum nefndar
þessarar. Þá hefur fiskimats-
stjóri fest kaup á fiskþvotta-
vjel í Bretlandi, sem væntan-
leg er hingað í haust eða
snemma í vetur. Hefur fje verið
lagt til kaupa þessara af Fisk-
sölusambandiisu og Fiskimála-
nefnd.
Saltfisk ncysla þjóðanna.
Er ekki neysla á saltfiski yfir
leitt að minnka í heiminum?
Það hefur verið allsterk skoð
un fjölda manna, að saltfisk-
neyslan væri minnkandi og
sumir Islendingar gengu svo
langt meðan á stríðinu stóð að
halda því fram, að saltfiskur
yrði hjer aldrei framleiddur.
Það er ekki hollt okkur ís-
lendingum að vera svo fáfróðir
um aðalframleiðsluvöru okkar.
Ef teknar eru hagskýrslur fisk-
framleiðsluþjóðanna frá 1914 til
stríðsbyrjunar sjest, að saltfisk-
framleiðslan í heiminum hafði
hvorki meira eða minna en þre
faldast, og allur var hann keypt
ur og etinn. Svo heyrir maður
fjöldann se^ja: saltfiskneyslan
er að hverfa.
Skýringin á þessu er sú, að
þótt allir kysu heldur ferskan
fisk eða frystán, sém nú ekki
er, þá er örðugleikinn sá að
fá hinn nýja fisk, og ennþá
meiri að geyma hann. Hinsveg-
ar er það geymsluþol þurfisks-
ins og hversu auðfluttur hann
er með öllum venjulegum tækj
Saltfiskþnrkun verður að
hefjast á ný.
Ef ísland á að lifa, verður
það að fiska — og fisk sinn
verða þeir að selja þannig verk-
aðan að sem flestir sem vilja
hann geti keypt hann. íslensk-
ir útvegsmenn verða því að
gera sjer fulla grein fyrir því,
að saltfiskþurkun verður að
hefjast að nýju. Óhugsandi er
að ísland geti komið þorskafla
sínum í verð, ef hann á að mestu
leyti að seljast úr landi sem ó-
verkaður saltfiskur, því raun-
verulega eru þau lönd, sem vön
eru að nota fiskinn þannig,
mjög fá — aðallega Ítalía og
Grikkland. Hinsvegar er fjöldi
markaða okkur lokaðir, ef við
höfum ekki þurfisk á boðstól-
um, svo sem Suður-Ameríka,
Cuba og að mestu Spánn og
Portugal. Þegar lönd þessi eru
nefnd, getur hver og einn gert
sjer það ljóst, að við íslending-
ar megum ekki sjálfir loka okk
ur út úr frá þessum góðu og
gömlu markaðslöndum vorum,
með því að geta ekki boðið
þeim fisk okkar verkaðan á
þann hátt, sem þeir hafa áður
fengið hann, og vilja ennþá fá
hann.
Hvernig gengur sala á hinum
óþurkaða saltfiski, sem fram-
leiddur hefur verið í'ár?
Nokkur hluti hans er þegar
seldur, afskipaður og greidd-
ur. Þá hefur verið samið um
sölu á töluverðu fiskmagni nú
síðustu daga. Hinsvegar óska
jeg eftir að mega fresta ítar-
legri frásögn um sölu saltfisks-
ins nú um nokkurn tíma ennþá,
vegna þess að sennilegt er, að þá
sje hægt að gefa landsmönnum
rjetta frásögn um hvenær það
af fiski þeirra fer, sem nú er
óselt, því vitað er að það er hið
mikla áhyggjuefni hvers ein-
staks fiskeiganda í landinu.
Demöntum skilað
FRANKFURT. Bandaríkjaher-
inn í Þýskalandi sendi nýlega de-
manta,-sem virtir eru á 2,5000,000
dollara og nasitsar stálu á sýnum
tíma, til baka til rjettmætra eig-
enda þeirra í Hollandi.
Fjármálaráðherra svarar
Vísi
í LEIÐARA Vísis i fyrradag
var grein með fyrirsögninni:
„Úr hörðustu átt“. Skilst mjer
að hún sje svargrein við ein-
hverju, sem Einar Olgeirsson
hafi látið frá sjer fara um ný-
sköpunina, svokölluðu.
Að því leyti, sem Vísis-
greinin á ,við störf Nýbygg-
ingarráðs, vildi jeg mega taka
það fram, að ummælin um ,,að
Einar Olgeirsson hafi haft þar
mest ráð“, eiga ekki við rök
að styðjast.
I greininni segir: „Fram-
kvæmd nýsköpunarinnar hefir
aldrei verið nein fyrirmynd“.
Þetta verður ekki skilið öðru
vísi en svo, að hjer sje átt við
störf Nýbyggingarráðs. Nú hef
ur að vísu fyr hvinið svo í þeim
skjá, og raunar fleirum, þaðan,
er framkvæmdir Nýbyggingar-
ráðs hafa aldrei verið -litnar
rjettu auga.
Ekki er það mitt að úrskurða
hvort þessi Vísis dómur um
framkvæmd nýsköpunarinnar
sje rjettur. En hitt ætla jegf að
væru þeir að spurðir, er á sín-
um tíma áttu mest undir fyrir-
greiðslu Nýbyggingarráðs — at
hafnamennirnir í landinu —
myndu þeir ekki allir taka
undir þessi ummæli blaðsins
eða önnur slík, varðandi Ný-
byggingarráð og þau verkefni,
er það hafði með höndum.
Nýsköpunin, eða sú viðleitni
til alhliða viðreisnar atvinnu-
veganna, sem þar er átt við, var
upp tekin undir forustu for-
manns Sjálfstæðisflokksins, Ól-
afs Thors, og hafði hann til
þess 'traust Sjálfstæðismanna
innan þings og utan. — Fram-
kvæmd hennar hafði Nýbygg-
ingarráð með höndum, eh því
veitti jeg forstöðu frá byrjun
og meðan því entist aldur. Með
mjer sátu jafnan í ráðinu þrír
menn, einn frá hverjum stjórn-
málaflokki, eins og kunnugt er.
Sjálfur mun jeg hafa starfað
þar lengst allra ráðsmanna og
bar vitaskuld sem formaður
ráðsins ábyrgð á því, sem þar
fór fram. Hvorki Einar Olgeirs
son nje aðrir ráðsmenn, er jeg
starfaði með seildust þar til
meiri yfirráða en þeim bar. —
Afgreiðslan öll, í höfuðatriðum,
var með allra samþykki. Sam-
vinna var hin besta alla tíð í
Nýbyggingarráði.
Gagnrýni á þeirri stjórnar-
stefnu, sem hafði nýsköpunar-
málin á oddinum, ber fyrst og j
fremst að snúa að formanni
Sjálfstæðisflokksins, en hvað
við kemur framkvæmdinni, að
svo miklu leyti, sem Nýbygg-
ingarráð hafði hana með hönd-
um, er sjálfsagt að jeg svari
til saka.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins þarf ekki að óttast þá gagn
rýni. Stjórnarstefna hans var
raunhæf og framsýn, með al-
menningsheill fyrir augum. —
Nýbyggingarráð hefur heldur
ekki ástæðu til að óttast gagn-
rýni, því þó 'störfum okkar
kunni á ýmsan hátt að hafa ver
ið áfátt, þá er eitt víst, að við
unnum af heilum hug að verk-
efnum þeim, sem Nýbyggingar
ráð hafði með hÖndum, og sem
við álitum að væri í samræmí
við stjórnarstefnu þeirrar rík-
isstjórnar, er hafðj sett sjeí
það mark, og mið að efla at-
vinnulíf landsins, með því m.
a. að afla nýrra og fullkomnarj
atvinnutækja handa lands-
mönnum, bæði til sjós og lands.
Jeg vil ekki láta það þegj-
andi fram hjá mjer fara, að
stefna nýsköpunarinnar og störfl
Nýbyggingarráðs sjeu svert S
augum almennjngs, þó það sjð
gert í sambandi við ádeilur á
kommúnista. Nýsköpunin er
bæði að því er varðar stefnu
og framkvæmd fyrst og fremst
afrek Sjálfstæðisflokksins.
Jóhann Þ. Jósefsson,
í dauðaslysuMsn
og þjófnaðarmáli
NÝLEGA hefur sakadómari
kveðið upp þrjá dóma. Tveir
þeirra eru í dauðasiysmálum og
einn er í þjófnaðarmáli.
Fyrsta málið er Rjettvísin og
valdstjórnin gegn Sigurbirni
Eyjólfssyni, Keflavík, Þann 19.
maí s. 1., ók hann bíl sínum
G-953 austur Skúlagötu og við
gátnamót Vatnsstígs varð 3ja
,ára drengur, Gunnar Reynir
Kristinsson, Lindargötu 62, fyr-
ir bíl hans og beið samstunáis
bana af.
Sígurbjön var dæmdiir í 60
daga varðhald og sviptur öku-
rjettindum í 3 ár. Þá vor hon-
um gert að greiða málskostnað
allan.
Þótti Sigurbjörn með að-
gæsluskorti, hafa verið með-
valdur að dauðaslysi þessu.
Hitt dauðaslysmálið er Rjett-
vísin og valdstjórnin gegn
Kristbirni B. Þórðarsyni,
Hverfisgötu 98 hjer í bæ. Hann
var dæmdur í 30 daga varðhald
og sviptur ökurjettindum í 3
ár og gert að greiða kostnað
sakarinnar.
Atvik málsins eru þau, að
hann ók bíl sínum R-2875 inn
Hverfisgötu, 13. mars s. 1. Á!
gatnamótum Rauðarárstígs og
Hverfisgötu varð maður að
nafni Rútur Magnússon frá
Steinum í Austur-Eyjafjalla-
hreppi fyrir bílnum og beið
bana af. Rútur kom á reiðhjóli
norðan Rauðarárstíg, er hann
varð fyrir bíl Kristbjörns.
Kristbjörn var talinn hafa
orðið meðvaldur að dauða Rúts,
svo að saknæmt væri.
Þriðji dómurinn sem saka-
dómari kvað upp, var Rjettvísin
gegn Finnboga Bjai'nasyni og
Jóni G. Pálssyni báðum til
heimilis í Staðarsveit.
Er þeir voru á ferð við Hvítá
í Borgarfirði aðfaranótt 22. júlí
s. 1. sáu þeir bát, er utanborðs-
vjel var fest á. Slóu þeir eign.
sinni á vjelina og höfðu með
sjer hingað til Reykjavíkur.
Þeir voru hver um sig dæmd-
ir í 3ja mánaða fangelsi skil-
orðsbundið og .sviptir kosninga-
rjetti og kjörgengi til opinberra
starfa og annara almennra
kosninga.