Morgunblaðið - 18.09.1947, Síða 2
2
MORGUFiBLAÐlÐ
Fimmtudagur 18. sept. 1947!
lýiendupóiitík Íslendinga
í FRAMSÓKNARBLAÐINU
í Vestmannaeyjum, þann 13.
júní 1947, stóð eftirfarandi
klausa, vegna sóttvarnarhúss er
bæjarstjórn kaupstaðarins hef-
ur í hyggju að láta byggja:
„Upplýst var, að þrátt fyrlr
mikinn áróður og eftirgangs-
muni á grundvelli frændsemi,
vináttu, og embættisskyldu,
væru hvorki landlæknir eða
húsameistari ríkisins fáanlegir
til að koma hingað og athuga
aðstæður til lausnar á sjúkra-
húss- og sóttvarnarmálum bæj-
arins. Er þetta með fleiru ljóst
dæmi um það, hvað embættis-
menn ríkisins, sem í Reykjavík
sitja, telja sig litlar skyldur
hafa við þá, sem úti á landi búa,
þar sem þeir telja 40 mínútna
flug í völdu veðri of mikla
fórn“.
Enda þótt framsóknarmenn
sjeu manna sannsöglastir, þótti
höfundi þessarar greinar þetta
svo ótrúlegt, að hann leitaði til
bæjarstjóra og bað um nánari
upplýsingar. Hann gaf eftirfar-
andi upplýsingar í málinu:
„Þrátt fyrir gefin loforð, hef-
ur fram að þessu reynst ókleift
að fá landlækni og húsameist-
ara ríkisins hingað cg hafa þó
verið gerðar margar tilraunir
til þess s.l. 1% ár. Þetta ætti þó
ekki að veröa stórkostleg tíma-
töf fyrir þessa menn. Flugleiðin
til Vestmannaeyja tekur um y2
klukkustund og ættu þeir því
ekki að þurfa til þessa meíra en
einn dag, eða ef til vill skemmri
tíma,“
í þessu sambandi þykir rjett
að gefa landsmönnum nokkrar
upplýsingar um Vestmannaeyj-
ar og samband þeirra við lýð-
veldið ísland.
Fyrír siðaskiptin átti kirkjan
Eyjamar, en eftir þau urðu
bæði kirkjan og Eyjarnar kon-
ungseign. Síðar urðu Eyjarnar,
ásamt öðrum konungsjörðum,
eign íslenska ríkisins. Tilraunir
Eyjabúa til að fá sjálfir umráð
yfir þeim, hafa ætíð reynst ár-
angurslausar.
Vestmannaeyjar eru því eins-
konar nýlenda íslenska ríkisins.
Öll lóðargjöld og því um líkt
ganga beint í ríkiskassann, og
hefur þetta orðíð til þess að
Vestmannaeyjakaupstaður hef-
ur neyðst til að leggja þyngri
álögur á íbúa sína en aðrir kaup
staðir.
Hjá stóru nýlenduþjóðunum
hefur sú skoðun á seinni- tímum
fengið æ meiri byr að það borgi
sig að fara vel með nýlendurn-
ar, það sje ef til vill hægt að
græða meira á því, heldur en að
kúga þær um of.
Við skulum nú athuga hvern
ig þéssu er varið með nýlend-
una Vestmannaeyjar.
Samgöngur: Skip Eimskipa-
fjelagsins koma ekki við í Vest-
mannaeyjum, ekki einu sinni í
strandferðum sínum hefur Eim-
skipafjelagi íslands hugkvæmst
að koma við hjer. Þó er það
bannig að Veestmannaeyingar
voru með bestu stuðningsmönn-
um Eimskipafjel. og keyptu
mikið af hlutabrjefum fjelags-
ins við stofnun þess.
Það er ekki að undra, þótt er-
lend skipafjelög hafi haft sömu
aðferðina, og hætt að koma hjer
yið. En Vestmannaeyingum þyk
ir æði hart að þurfa að sigla
fram hjá Eyjum í ea. 200 m.
f jarlægð frá þeim, er þeir koma
frá útlöndum, fara til Reykja-
víkur, borga þar hótel, ef svo
vel vill til að hægt er að fá þar
inni, og bíða þar dögum og vik-
um saman eftir að komast
heim. Auk tímans er þannig
glatast, verður kostnaður oft
mjög mikill við þetta. Mest all-
ar vörur fara og fram hjá. -—
Aftur tafir og aukakostnaður.
Stundum koma samt skipin
hjer við t. d. til að koma af sjer
mönnum með smitandi farsótt-
ir, líklega til að koma þeim á
sóttvarnarhúsið sem þeim virðu
legu starfsmönnum ríkisins,
landlækni og húsameistara, hef-
eyða einum eftirmiðdegi til að
ur enn ekki unnist tími til að
samþykkja stað fyrir.
Á vertíðmni 1946—1947 var
settur í fangahús bæjarins N.N.
af varðskipinu Ægi og hafði
það eitt til saka unnið, að hafa
fengið mislinga. Gott til af-
spurnar og mikil meðmæli með
íslandi.
Ef þetta hefði verið útlent
skip og skipverjum verið kunn-
ugt um að Vestmannaeyjar
væru nýlenda íslands, mundu
þeir líklega hafa kært ísland
fyrir einhverju alþjóðlegu ráði,
fyrir illa meðferð á nýlendu
sinni.
Fyrir stríð, þegar skip komu
hjer við, ferðuðust Vestmanna-
eyingar allmikið með þeim. En
oftast var svo fult aí farþegum
að Vestmannaeyingar þurftu að
vera á dekki eða í lest. Smám-
saman varð það hefð að Vest-
mannaeyingar væru í lestinni,
svo að jafnvel er pláss var nóg,
keyptu þeir sjer dekkpláss (lest
arpláss).
Svo bar það við eitt árið að
beljuræfill, er einhverra hluta
vegna þurfti að flytja frá Vest-
mannaeyjum, var komið fyrir í
lestinni hjá farþegunum, Eyja-
skeggjunum. — En viti menn,
þetta var kært til Dýravernd-
unarfjelagsins.
í Vestmannaeyjum eru lang-
flestir íbúanna starfandi að fisk
veiðum og fiskvinslu. Samkv.
opinberum skýrslum (nákvæm-
ar skýrslur eru ekki fyrir
hendi) er í Vestmannaeyjum ca.
70% af íbúunum starfandi við
fiskvinnslu, en í Reykjavík ca.
8%. Við öflum gjaldeyrisins, og
þegar við skreppum til Reykja-
víkur, fáum við ágætt sýnis-
horn af því hvernig honum er
eytt.
Vestmannaeyjar hafa nær
staðið í stað með íbúatölu s.l. 20
ár. Á hverju ári flytja úr Vest-
mannaeyjum, aðallega til Rvzk-
ur, ca. 50 ungir piltar og stúlk-
ur — hin árlega fjölgun — en
heima situr gamla fólkið, sem
verður hlutfallslega stór hluti í-
búanna þegar unga fólkið hverf
ur. M. a. þetta veldut því að við
höfum ekki ráð á að byggja
elliheimili.
Að . endingu vil jeg aftur
minna landlækni og húsameist-
ara ríkisins á það, að við Eyja-
skeggjar munum verða þakklát
ir ef við fáum að sjá þá hjer og
gleyma þessu V/2 ári er við bið-
um. En ef þeir láta okkur bíða
enn iy2 ár, er ekki ólíklegt að
Frh. á bls. 12
Noregur og
Danmörk
!
keppa á
sunnudag
NÆSTKOMANDX sunnudag
fer fram í Oslo, knattspyrnu-
kappleikur milli Noregs og Dan
merkur.
Svo sem kunnugt er fóru leik
ar svo, að Norðmenn og Finnar
kepptu, að þeir.skildu jafnir. —
Við leikinn næstkomandi sunnu
dag verður landslið Norðmanna
nokkuð breytt og verða þrír ný-
ir menn í liðinu. Tveir þeirra
eru þó kunrúr knattspyrnumenn
Annar þeirra er Kvarnmen frá
Stavanger og hinn Osnes frá
Oslo. Nýr bakvörður verður í
liðinu, er það Höibak.
Knattspyrnumenn í Noregi
telja, að þessi breyting á skipan
Jiðsins, verði til hins betra. —
Sömuleiðis er álitið að Osenes
muni standa sig vel sem mið-
framvörður.
—- Gunnar Akselson.
Dauðadómnrinn yfir Petkov
Framh. af bls. 1
þekt fyrir frelsisbaráttu sína,
varð í september 1944 varafor-
sætisráðherra búlgörsku stjórn-
arinnar. — Hafði hann setið í
fangabúðum Þjóðverja, en tek-
ist að flýja og staðið upp frá því
framarlega í baráttunni gegn
nasistum. Hálfu öðru ári eftir
að hann gerðist varaforsætis-
ráðherra, var Petkov og flokkur
hans, sem við síðustu kosningar
hlaut 1,300,000 atkvæði, þó kom
inn í andstöðu við stjórnina —
kommúnistar voru með ógnar-
stefnu sinni að ná völdum í
landinu. 1 dag liggur Petkov
undir dauðadómi.
Handtaka Pelkovs
Menn ættu að minnast atburð
anna, er leiddu til handtöku Pet
Frú Elísabe! Preppé
í DAG verða til moldar
bornar vestur á Þingeyri jarð-
neskar leifar frú Elísabetar
Prppé.
Hún var fædd að Völlum í
Svai-faðardal 31. júlí 1887, en
foreldrar hennar voru sjera
Tómas Hallgrímsson og frú
Valgerður Jónsdóttir, prests að
Steinnesi. Frá foreldrum sín-
um hlaut hún glæsilegan arf
líkamlegrar og andlegrar at-
gjörfi.
Frú Elísabet Proppé varð frá
bærlega vinsæl kona, og frá
heimili þeirra hjóna, Antons
Proppé og hennar, 'eiga fjöl-
marg'ir góðar minrúngar. Hún
var fríðleikskona mikil, skör-
ungur um heimilisstjórn, við-
kvæm og stórbrotin 5 senn,
höfðingi að rausn, greind og ein
örð í skoðunum og orðum við
hvern sem var. En einurð henn
ar rjeði drengskapur og hrein-
lyndi. tlún var ör til gleði og
ör til góðra verka, svo að í
skjóli hennar fundu margir. ör-
yggi, þegar erfitt varð um fót-
festu, og það liðsinni, sem ekki
var skorið við neglur en dugði.
I heimili þeirra #hjóna var
tíðum fjölmenni og frú Elísa-
bet hrókur alls fagnaðar, söng-
gáfuð kona, glæsileg húsfreyja
og örlát jafnt á hjarta sem
hendur. Fyrir þvi varð þessi ör
gerða kona vinum sínum bjarg
og borg.
Andlát frú Elísabetar Proppé
kom óvænt vinum hennar, en
sje það rjett, sem Jónas skáld
Hallgrímsson, frændi hennar,
sagði, að skammlífi væri „skort
ur lífsnautnar", hafði hún lifað
lengi. Líf hennar varð auðugt
að innihaldi, og minningaauð
geyma ástvinir hennar og marg
ir aðrir, sem stóðu henni fjær.
Blessun fylgi henni, og sam-
úðarkveðjur senda fjöldamarg-
ir eiginmanni hennar og börn-
um þeirra.
Jón Auðuns.
HERRIOT
mótmælir dauðadóminum
j kovs og dóms. í árslok 1946 var
búlgarski þingmaðurinn Peter
Koev handtekinn, -en har.n var
meðlimur bændaflokks Petkovs.
Hann sat fyrst í fangelsi í 90
daga, var síðan látinn laus 4.
nóvember 1946, en var svo aftur
tekinn fastur í maí í ár. Vegna
hugrekkis Peíkovs, sem hann
fær nú alvarlega að kenna á,
var það birt opinberlega, hvað
fyrir Koev kom. Þriðja desem-
ber 1946 las Petkov upp brjef í
búlgarska þinginu, sem Koev
| hafði skrifað honum. 1 þessu
( brjefi lýsti hann því, sern fvrir
. hann korn í fangelsinu og með-
| an á yfirheyrslunni stóð:
Pyndingar
Jeg fjekk einungis ögn af
brauði og nokkra vatnsdropa á
dag. 22. daginn, laugardag kl.
þrjú um morguninn, var jeg tek
inn upp á fjórðu hæð til yfir-
heyrslu. Þessi yfirheyrsla hjelt
stanslaust áfram til næsta fimtu
dags, kl. 11 f.h. Yfirhoyrslan
stóð yfir alla 24 klukkutíma
sólarhringsins stanslaust og
skipt var um yfirheyrendur á
þriggja tíma fresti. Allan þenn
| an tíma varð jeg að standa á
mínum tveim, án þess að fá
svefn, mat eða það sem verst
var, án þess að íá cinn vatns-
| dropa. — Jeg var hlekkjaður í
handjárn, og jeg mátti hvorki
styðja mig við vegg nje borð.
Á þriggja klukkustunda fresti
lögðu yfirheyrendurnir fyrir
mig nákvæmlega sömu spurn-
ingarnar, svo að jeg kunni þær
að lokum bæði áfram og afturá-
bak. Fimta daginn fjell jeg í yf-
irlið og var fluttur aftur í fanga
klefann, þar sem jeg svaf í tólf
klukkustundir. Er jeg vaknaði,
hjelt jeg, að yfirheyrslurnar
væru hættar, en kl. 11 var jeg
aftur sóttur og farið með mig í
stærra herbergi. Zeev eftirlits-
maður, sem stjórnaði yfirheyrsl
unum, sagði, að þrjóska mín
hefði gert það nauðsynlegt, að
breytt væri um aðferðir og þær
hafðar strangari.
1 tvær klukkustundir var jeg
síðan baririn í iljarnar með
gúmmíkeyri. — Stöðugt spurði
Zeev eftirlitsmaður mig sömu
spurninganna. Yfirheyrslurnar
og barsmíðarnar voru endur-
teknar fjórar nætur í röð. . . .
Eftir að hafa lesið brjefið,
snerá Petkov sjer beint til Dimi-
trov með þessum orðum:
„SegSu okkur
sannleikannu
Segið okkur sannleikann, hr.
Dimitrov. —• Þinghelgi okkar,
frelsi, örlög og höfuð okkar eru
á yðar valdi. Þjer getið ekki bar
ið niður mótstöðuna með lög-
regluvaldi, — og heldur ekki
með loforöum eða mútum. Við
erum fúsir til samvinnu með
sömu rjettindum og með þeim
skilyrðum, að ekki sje verið að
hnýsast í okkar eigin stjórn-
málafjelög og með fullri trygg-
ingu fyrir frelsi búlgörsku þjóð-
arinnar. Lengi lifi Búlgaría. ...;
Handtekinn
Stuttu síðar var Petkov hand-
tekinn. Eitt af aðalvitnunum
gegn honum í málaferlunum
var Koev, sem aftur var tekinn
höndum, en hann hafði opin-
beilega lýst yfir því, áður en
hann v'ar aítur handtekinn, að
enginn mætti trúa þeim „játn-
ingunum", sem að lokum kynnu
að verða birtar í hans nafni eða
voru kreistar út úr honum með
pyndingum.
í neðri deild breska þingsins
sagði Bevin utanríkisráðherra í
umræðum um handtöku Pet-
kovs: „Jeg lít á þetta sem próf-
stein“.
Hann átti við prófstein fyrir
búlgörsku þjóðina. Svarið birt-
ist með dauðadóminum yfir Pet
kov.
Og fyrirbærið með Petkov er
þar með orðinn prófsteinn á
frelsishugmyndir heimsins.
Ef Petkov verður tekinn ,af
lífi, þýðir það ekki aðeins, að
hugrakkur og einbeittur baráttu
maður fyrir frelsi og rjettlæti
sje drepinn, heldur er líka hug-
sjón myrt með köldu blóði.
a
Afflees
London í gærkvöldi.
DE VALERA, forsætisráðherra
Eire, mun fljúga til London n.k.
föstudag til viðtals við Attlee
forsætisráðherra. Var þetta til-
kynt hjer i Bretlandi í dag, og
jafriframt að írski forsætisráð-
herrann — en í fylgd með hon-
um verða verslunarmálaráð-
herrann, fjamálaráðherrann og
landbúnaðarráðherrann — muni
fljúga heim aftur samdægurs.
Fundur De Valera og Attlee
mun snúast um efnahagsleg mál
efni. — Reúter.