Morgunblaðið - 18.09.1947, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.09.1947, Qupperneq 5
f'immtudagur 18. scpt. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 ' Evrópu og Marshall-dætlunin Eftir Skúla Skúlason Síðari grein Framtíð FRÁ sjónarmiði flestra Vest- txr-Evrópuþjóða er Marshall-til boðið ill nauðsyn. Það fylgir gem sje þungur böggull dollara gkammrifinu: þjóðirnar, sem gerast aðilar að áætluninni, yerða raunverulega að afsala gjer fjárhagslegu sjálfstæði i liendur miðstjórnar sinnar. Þar eiga vitanlega að sitja fulltrúar frá öllum aðilum, en þó er @ðlismunur á þessari sameigin Jegu stjórnarnefnd og t.d. versl junarsamninganefndum tveggja aðila, því að þar gengur livor aðilinn um sig ekki lengra en gott þykir, og hefir vald til að Sieita og játa. En í sameigin- legri viðskiftastjórn margra landa er honum hvorttveggia öfvaxið, hann verður að beygja sig undir vald meirihlutans og hefir ekki einu sinni neikvæðis yald fyrir sína eigin þjóð. Hjer er sem sje ekki að ræða um tví hliða samninga og samþykktir, heldur marghliða. Það fljettast tnargir þræðir í þann streng, sem á að verða svo sterkur að hann haldi allri Evrópu uppi, og þar mega engir hláþræðir vera. Það verður enginn hægð arleikur að samræma fjárhags og viðskiftamál allra Vestur- Evrópu])jóðanna, hvað þá allra Evrópuþjóða. Og ef það tekst þá er það vegna þess að þjóð- irnar eiga ekki um aðra kosti að velja — nema algert hrun. Fyrir samsteypu sem þessa er það m.a. nauðsynlegt að stc ’ ria til tollmálasambands all i aðila, en vitanlega verður þe ' ekki gert í einni svipan hc’ iur smámsaman, á mörgum ár '■>. Á gjaldeyrisviðskiftum þ’ nna verður að gera nýja sl:’ n. Því að annars stranda in ’ rðis viðskifti þjóðanna. M ð n verið er að koma þessu h tveggja á verður að gr i götu þeirra viðskifta, se - 'auðsynleg eru fyrir heild in g byggjast á eðlilegum g)- 'velli. Hvað tollana snert ir ví ður hvert land að vísu að ge ' ett þá tolla, sem nauðsyn- h> eru til að varna óheil- br ri samkeppni utan frá. En sa: ’.andsstjómin hefir þó hönd í 1 ga um það. Ki' !and og Marsliall-tilboðiíí /ustur- og Véstur-Evrópa hafa skilyrði til mikilla við- skifta, því að austurálfan fram leiðir að jafnaði meira af mat <en hún þarfnast en vesturálfan hefir iðnvörur aflögu. En eigi yirðist Marshalls-tilboðið munu ■orfa þau- viðskifti, enda þótt Stalih hafi lýst yfir því, siðast við Harold Stassen núna í vor, að ekkert sje því til fyrirstöðu að hafa skifti við þjóðir, sem húi við kapitalistiskt þjóðskipu- lag. En það er tortryggni, ýmugustur á dollaravaldinu, sem ræður því að Rússar taka því víðs fjarri að eiga nokkurn hlut að Marshall-áætluninm, og hafa látið skjólríki sín gera hið sama. Marshall hefir hinsvegar eigi (lregið dul á að tilboðið varði Rússland, eigi siður en önnur Evrópuríki. Og það er hersýni- legt að Rússar mundu hafa margskonar hagnað af að ger- ast aðilar. Þá vantar líka gjald eyri og hafa falast eftir dollur ym hjá Bandaríkjamönnum. En þeir vilja varast að kom ast í fjárhagssamband við vest urrikin. Og þeim er illa við að náin samvinna sje á milli þeirra, svo að þau geti orðið samgróin lieild. Hvenær se.n talað er um nána samvinnu ein hverra vesturríkjanna þá am- ast Rússar við því. Er þar skemmst að minnast þess, er raddir komu fram um tollmála samband milli noðurlandaríkj- an)ia þriggja — miðríkjanna. En- þó að Rússar gerðust ekki aðilar að viðskiftasambandinu þá gætu þeir notið ýmsra hlunn inda af því samt. Þeir eiga með al annars fjárhagslegra hags- muna að gæta i Vestur-Evrópu Ef þjóðirnar þar rjetta við fjár hagslegh geta Rússar gert sjer von um hernaðarskaðabætur, sem um munar, bæði frá Þýska landi, Italíu, Ungverjalandi og Búlgariu, í stað þess sem þeir reita nú af Þjóðvérjum og aldrei verður nema í nös á ketti. En af gjaldþrota Vestur- Evrópu fá þeir vitanlega ekki neitt, nema þeir ætli sjer að hirða hræið, én það getur auð- vitað ekki orðið styrjaldarlaust. Það er líka sennilegt að Austur Evrópuríkin gæti fengið að hafa sjerstöðu innan þessa við skiftakerfis, þannig að þau rugluðu ekki reitum saman við vesturþjóðirnar. Marshall-tilboðið hefir í biii orðið til að auka á tortryggnina í Kreml og torvelda frekar en orðið var framgang þeirra mála, sem allur heimurinn þrá ir að fái sem skjótasta úrlausn: endanlega afgreiðslu friðar- samninganna og skilyrði fyrir eðlilegu samstarfi allra þjóða. Engan langar i nýtt strið og þeir, sem skást eru settir í veröldinni núna,Hiafa nóg að bíta og brenna og þurfa lítið eða ekkert að lagfæra hjá sjer eftir styrjöldina, eru þó ekki rólegir, því að þeir sjá tvö mestu stórveli heimsins bíta á jaxlinn og steyta hnefana. Aðr ir geta ekki byrjað strið fvrst um sinn — Þjóðverjar og Jap anar verða lengi að gróa sára sinna, Kínverjar berjast við sjálfa sig, Hindúar og indversk ir Múhamedssinnar skjóta geir um sínum fyrst og fremst hver j ir til annara og Englendingur inn er auralaus. Málið þolir enga bið. „Það eru tvær veigamiklar ástæður fyrir þvi að hraða mál inu“, segir „The Observer". „Sú fyi’ri að Evrópulöndin vantar dollaragjaldeyri þegar i stað, sú síðari að forsetakosn- ingar fara fram í Bandarikjun um haustið 1948, og þessvegna er ekki neinna hagstæðra á- kvarðana að vænta af Banda- >rikjaþingi það árið. Ef Evrópu ríkin svara ekki í tæka tíð þannig að þingið geti tekið sín ar ákvarðanir síðustu mánuði ársins 1947, þá verður Evrópa að híða til ársins 1949. En svo lengi þolir hún ekki að bíða. Þessvegna er aðeins þriggja mánaða frestur til þess að sam- þykkja grundvallaratriðin, sem Marshall biður um. Er mögu- legt að ganga frá heildaráætl- un á þeim tíma? Hvað mikið verður hægt að gera á sameig- inlega fundinum er undir því komið hve vel ríkisstjórnirnar geta undirbúið málið á næstu vikum .... Það minnsta, sem fulltrúar landanna komast af með að samþykkja á fundinum er: 1) að skuldbinda land sitt til að undirgangast grundvall aratriði hinna fjárhagslegu að gerða. 2) að tilkynna hve mik ið fje óhjákvæmilega þurfi að festa í lífsnauðsynlegum fyrir- tækjum ásamt rekstursfje til þeirra í eitt ár. 3) að tilkynna hve stórt dollaralán þurfi til að endurreisa landið að fullu og gera grein fyrir atvinnu- málastefnu landsins þann tim- ann, sem það verði aðili að áætl uninni. 4) að gera drög að til- lögum um miðstjórn fyrirtækis ins, sem gangi endanlega frá áætluninni og tryggi að láns- f je til framkvæmda henni verði notað á rjettan hátt.“ Þetta var í stuttu máli það, sem lá fyrir Parísarfundinum 12. júlí. Tíu dögum áður höfðu þeir Bevin, Bidault og Molotov rætt Marshall-tilboðið og Molo tov hafnað því, vegna þess að það væri svo óákveðið og laust í böndunum. En á fundinum 12. júli mættu fulltrúar frá 14 þjóðum af þeim 22, sem boðn ar voru, og var Bevin fundar- stjóri þar. Boðnu rikin, sem ekki sendu fulltrúa voru Finn- land, Rúmenía, Búlgaría, Ung- verjaland, Tjekkóslóvakía, Júgó slavía, Albanía og Pólland. I Tillögur, sem Bevin og Bidault höfðu samið, voru notaðar sem grundvöllur fyrir umræðunum Bretland og Frakkland (og Rússland, ef það vrði aðili) skyldu skipa fulltrúa í nefnd til að gera yfirlit um birgðir Evrópu og þarfir, ásamt 3—4 fulltrúum fyrir nokkur smærri ríkin. Fjórar undirnefndir skyldu kosnar til þess að vinna þetta starf. Síðan skyldi skýrsl an send til Bandaríkjanna. Bevin lagði áherslu á, að Banda ríkin vildu ekki veita hjálp nema hlutaðeigandi lönd sýndu sig fús til þes að vilja hjálpa hvert öðru eftir megni. — Þess um tillögum var hreytt tals- vert á siðari Parísarfundinum, m.a. var ákveðið að fulllrúar frá öllum aðilum skyldu eiga sæti í miðstjórninni. Þá var samþykkt að Austur-Evrópu- ríkjunum skyldi heimill að- gangur í sambandið, ef þeim skyldi snúast hugur. Fundur- inn lauk störfum sínum á 4 dögum og þótti það. tíðindum sæta að svo fljót afgreiðsla skyldi fást nú á pexöldinni. Sambandsnefndinni var uppá- lagt að ljúka störfum sínum og skýrslum fyrir 1. september. Og þá kemur til kasta Banda- ríkjaþings. Endurreisnar-áforniin. Þau eiga ekki aðeins að gera Evrópu sjálfbjarga heldur svo aflögufæra, að hún geti tekið þátt í alheimsviðskiftum eins og áður var, með kaupgeíu, sem skapar markað fyrir vörur frá löndum utan álfunnar. Hún má ekki og getur ekki lok að sig úti frá alheimsviðskift- unum. Vestur-Evrópulöndin geta ekki framleitt aðalkorntegund nútímans, hveitið, ja4.i ódýrt og Bandaríkin, Canada ctia Rússland. Þau verða að geta keypt hveiti, kraftfóður, baðrn- ull, timbur og nýlenduvörur. Vörum sem þessi lönd vanhag ar mest um, má skifta í þennt: Matvæli, eldneyti og orku og —- stál. Matvælaframleiðsluna geta löndin aukið sjálf með því að framleiða eða kaupa meira af tilbúnum áburði, kaupa drátt arvjelar og landbúnaðarvjelar og orkuna með því að byggja fleiri aflstöðvar fyrir vatns- orku. Áðurnefndu vörurnar verða fjæst um sinn þær, sem yrðu látnar ganga fyrir öllum öðrum innflutningi, og þá fyrst og fremst eldsneyti (olía) og stál. Matvælainnflutningur á að geta farið minnkandi undir eins og landbúnaður Evrópu hefir fengið fullkomnari tæki og kemst í lag. En allt er þetta hvað öðru tengt. Til dæmis er talið, að ef verkamennirnir í Ruhr.fengi betra viðurværi en þeir fá nú mundi framleiðsfan stóraukast. Fyrir 2 miljón smá lesta aukinn korninnflutning þangað á ári mundi kolafram- leiðslan aukast um 30 miljón smálestir og stálframleiðslan um 7 miljón smálestir. Matvælin eru sem stendur efst á baugi. Upp á siðkastið hefir 5/6 af dollaralánum Evrópuþjóðanna verið notaðar til matyælakaupa. Þetta er skiljanlegt þegar þess er gætt að síðan 1938 liefir: Ketframleiðsla Evrópu mink að úr 11.1 miljón í 6,6 miljón tonn. Mjólk og mjólkurafurðir úr 94 miljón i 64 miljón tonn. Feiti og olíur úr 4 miljón lil 2,9 miljón tonn. Og þrátt fyrir allan matvæla innflutninginn frá Ameriku fær, verkafólkið í flestum borg uin Evrópu ekki nægilegan mat og sumstaðar er það beinlínis í svelti. I5að segir sig sjálft að þessi lífskjör draga úr fram- leiðslunni. Það er einkum í Frakklandi og Austur-Evrópu, sem hægt er að auka matvæla framleiðsluna, en ef Austur- Evrópa verður ekki aðili verða Vesturrikin að koma sjer upp matvælaframleiðslu í nýlend- unum í Afríku. KolaframleiSslan í Evrópu var 46,2 miljón smálestir á mánuði fyrir strið, en í sumar ekki nema 37,5 miljón smálest ir. Rjenunin er einkum í Ruhr námunum; í Efri-Sljesíunám- unum, sem nú eru pólskar, er framleiðslan um það bil sú sama og áður var. Stálfram- leiðslan var 51,6 miljón smál. á ári fyrir stríð, en nú ekki nema 28,6 miljón á ári. 1 Pots- dam ákváðu höfuðpaurarnir að Þýskaland skjddi ekki fram- leiða stál og það kemur nú Evrópu í koll. Frakkar áform i að auka stálframleiðslu sína úr 4,2 milj. smál. sem hún er nú upp í 11 miljónir 1950 og Bret ar úr 13,3 upp í 17 miljónir árið 1952. Ruhr er eini staður inn, sem gæti aukið stálfram- leiðsluria verulega á styttri tíma. Vatnsvirkjanir taka lang an tíma og kosta vjelar og sement, en bæði í Rínardalnum og Dónarárdalnum mætti gera samskonar þrekvirki og Banda rikin hafa gert í Tennessee- dalnum. en til þess þarf sam- vinnu fleiri ríkja. — — Hinn framsýni fjármála- maður, Keynes heitinn lávarð ur áætlaði að 25 biljónir doll ara þj'rfti til þess að endur- reisa Evrópu eftir stríðið. Það er tahð að eins og stendur safni Evrópa skuldum í Ameríku, sem nemi um 3 biljónum á ári en af því fje fer sáralítið til endurreisnar. 1 þessari upphæð er ekki talið það, sem UNRRA hefir gefið bágstöddum Evrópu þjóðum. En þessi upphæð, 25 biljónir dollara, virðist ekki Vera neitt öfgakennd. Banda- ríkjamenn hafa um þessar mundir 8 biljón dollara árs- gróða af utanrikisverslun sinni og hann getur orðið mejri þeg ar skrefið frá hergagnafram- leiðslu til nytsamra starfa er að fullu stigið. Þeim er því alls ekki um megn að hlaupa und ir bagga og reisa Evrópu á fæt ur aftur. Og þeim er þetta nauð svnlegt, þvi að amerikönsk iðnaðarfyrirtæki munu missa spón úr askinum sínum, ef þ;er 350 miljónir manna, sem sem bj’ggja Evrópu. ættu að v.erða kaupgetulausir beininga- menn um ófyrirsjáanlegan tima. Þetta skilja þeir sjálfir, Amerikumenn, og vitanlega er það ekki mannkærleikinn einn sem ræður tilboði Marshalls. En samt sem áður er boðið höfðinglegt og, einsdæmi í allri veraldarsögunni að ein heims- álfan hafi orðið til þess að bjóða annari stórkostlega hjálp. Þessvegna hljóta allir að fylgjast af áhuga með þvi, sem gerist næstu vikur í Banda- ríkjaþinginu, og eigi síður hvað gerist í samvinnunefnd Evrópuþjóðanna og hvernig af staða Rússa verður í framtið- inni. Taugaveiklaðir blaðmenn sem temja sjer þá list öðrum list um fremur að mála fjandann á vegginn,- voru ekki lengi að úrskurða það í sumar, eftir Parisarfund þeirra Bevins, Bidaults og Molotovs, að nú væri „járntjaldið“ að fullu fallið, milli Austur- og Vestnr Evrópu og nú væri það næsta að fara að hervæðast. Þó að heimurinn sje bágborinn í dag, þá væri hann enn óbeysnari ef jafnan hefði ræst það, sem móðursjúkir bölsýnismenn spá. — Fjárhagsmál og stjórnmál eru samvaxnir tviburar og það er alls ekki óhugsandi að ein- mitt Marshall-tilboðið eigi þrátt fjrrir allt eftir að nálægja þá aðila, sem undanfarin tvö ár Framh. á bls. 12 ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.