Morgunblaðið - 18.09.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.1947, Síða 10
10 —H- MORGVTSBLÁÐIÐ Fimmtudagur 18. sept. 1947 Lsynisturfsemi kommnnista í Fimlinii iilfípii Þjóðin fær vitneskju m spæjara- net þeirra og sámahieranir SAMKVÆMT fregnum í síð ustu Norðurlandablöðum, sem hingað hafa borist, hefur það komið í ljós, að í Finnlandi er mikil og leynileg samtök; sem kommúnistaflokkurinn stjórn- ar. Samtök þessi eru einskon- ar „lögregla" yfir lögreglunni, sem hvorki ríkisþing eða stjórn hefur nokkurt vald yfir. Þessi leynilögregla kommún istaflokksins hefur sína spæj- ara um allt, er njósna um æðstu valdsmenn ríkisins og starfsemi lögreglunnar og ýms- ar aðrar stofnanir. Samtök þessi hafa yfir ótakmörkuðu fje að ráða og hafa sín útibú eða sambönd um allt landið. Einkennilegt atvik. Komist hefir upp um starf- semi þessa í sambandi við mál, er höfðað var gegn fyrverandi forstjóra ríkislögreglunnar, Hanno Kunnas. Til skamms tíma virtist Kunnas vera í miklu áliti meðal kommúnista og hafa mikil persónuleg sam- bönd innan þess flokks. Hann virtist hafa fullkomið traust innanríkisráðherrans, kommún istans Leino og menn vissu ekki betru en hið besta sam- starf væri milli hans og komm únistaflokksins. Af hreinni hendingu fjekk Kunnas skyndi lega nasasjón af hlut, sem átti að vera án hans vitundar og fyrir utan hans verkahring. Forstjóri fyrir frjettastofu kommúnistaflokksins heitir Kauko Heikkila. Hann er trún aðarmaður kommúnistaflokks- ins og þekkir öll leyndarmál flokks þessa. Þeir Kunnas og Heikkila virtust vera bestu vin ir. Einn dag sem oftar kom Kunnas inn í skrifstofu til Heikkila og settist í skrifborðs stólinn hans. Kunnas byrjaði síðan að blaða í einhverjum skjölum, sem lágu fyrir framan hann á borð inu. En það vildi þá svo til, að þessi skjöl voru afrit af símtölum, sem farið höfðu fram á milli forseta lýðveldisins, Paasikivi, og forsætisráðherr- ans Pekkala og ýmsra annarra málsmetandi manna. Meðal annars voru þar líka afrit af símtölum milli forsætisráðherr ans og Kunnas sjálfs. Upplognar sakargiftir. Kunnas brá við, þegar hann sá, hvað á skjölunum var. Hann snjeri sjer 'hvatvíslega til vin- ar síns, Heikkila og spurði, hvað hjer væri um að vera. Heikkila fór undan í flæm- ingi. Svo virtist sem hann vildi láta þetta mál falla niður. En nokkru senna var Kunn- as hringdur upp í síma. Mað- ur að nafni Sali var í síman- um. Hann er talinn vera við- riðinn umfangsmikil smyglara mál. Hann segir Kunnas, að han hafi ýmsar upplýsingar að gefa, og býður Kunnas til mið degisverðar. Lögregluforstjór- inn tók á móti boðinu. í En daginn eftir, þegar Kunn fes kom á skrifstofu sína, þá skýrði varaforstjóri lögreglunn ar, Aaltonen, honum frá því, að komin væri skilaboð frá Leino inanríkisráðherra um það að gera ætti húsrannsókn á skrifstofu Kunnas. Innanrík isráðherrann hafði skýrt svo frá, að grunur ljeki á því, að Kunnas stæði í sambandi við erlend ríki. Þetta kom nokkuð flatt upp á Kunnas. En hann hreyfði eng um andmælum gegn húsrann- sókninni og heldur ekki, þó leita skyldi á honum sjálfum. Varaforstjórinn Aaltonen leit- aði í vösum Kunnas og þóttis'; hann finan þar mikla fjárhæð í seðlum í buxnavasa hans. Aaltonen sagði, að hjer væri komnar sannanir fyrir því, að grunsemdirnar hefðu við rök að styðjast, því að Sali hefði tek- ið alla þessa seðla.út úr banka daginn áður og þeir verið merktir á sjerstakan hátt. Kunnas fullyrti, að hann vissi ekkert um seðlana, að hann hefði ekki tekið á móti þeim og ekki látið þá í vasa sinn. Þetta væri ekkert annað en uppgerð og svik frá hendi Aaltonens. Kunnas var svo vikið’ frá sem forstjóra lögregl- unnar. Fekk hann að fara frjáls ferða sinna, þangað til fyrir nokkru, að hann var allt í einu tekinn fastur og kærð- ur fyrir njósnir fyrir erlenda þjóð og fyrir að hafa unnið með smyglaranum Sali. Mannaskifti í finnsku blöðunum hafði því verið hreyft, að hjer væri um ekkert annað en svik að ræða gagnvart Kunnas. En þá kom út opinber yfirlýsing frá Leino innanríkisráðherra, að blöðin hefðu rangt fyrir sjer. Forstjóri frjettastofu kommúnista, Heik kila, var nú sviftur stöðu sinni og var settur í minniháttar stöðu, sennilega sem refsing fyrir það, hve óvarlega hann hafði farið m%ð afritin af síma samtölunum, sem kommúnist- ar höfðu hlustað á. En Aalton- en, sem þóttist hafa fundið seðl ana í vasa Kunnas, var gerður forstjóri fyrir frjettastofu kommúnista. Þetta vakti óánægju bæði með al þingsins og almennings, vegna þess, að nú var það vitað að sá maður, sem nú rjeð yfir frjettastofu kommúnista, var mjög kunnugur ríkislögreglunni og gat notað sjer af sambönd- um sínum þar. Aftur á móti heíur enginn verið settur í embætti Kunnas. Svo allt bendir til, að leynilög regla kommúnista eigi að verða ríkislögregla Finnlands. Aðferðir kommúnista. í Sydsvenska Dagbladet frá 30. ágúst er grein urr. þetta ein- kennilega mál. Þar er meðal annars komist þannig að orði: „í öllum löndum, þar sem kommúnistar hafa komist til nokkurra áhrifa, hafa þeir fyrst og fremst lagt sig í framkróka til þess að ná áhrifavaldi yfir lögreglunni. Hafa þeir reynt eftir fremsta megni að koma áhangendum og einlægum fylg- ismönnum sínum í allar áhrifa mestu stöður lögregluliðsins. Auk þess hafa þeir komið á fót leynilögreglu, er hefur haft sjer stök störf með höndum. Á þann hátt hafa þeir skapað „ríki í ríkinu“, allsherjar levnisamtök, sem vaka yfir störfum og dag- legu lífi borgaranna, einkum þeirra, sem eru í áhrifamiklum stöðum. Victor Kravtjenko hefur í bók sinni, „Jeg valdi frelsið", lýst því nákvæmar en nokkur annar á hvern hátt þessi leynilögregla starfar og hvaða aðferðir hún notar. Annars er reynt að sjá fyrir því éfo sem minnstar frjett ir komi í gegnum ,,járntjaldið“ frá starfsemi þessari En Finnland hefur sjerstöðu í þessum efnum vegna þess, að landið er ekki austan járntjalds ins, enda þótt þar gæti mjög rússneskra áhrifa. Þaðan, betur en frá flestum öðrum löndum, þar sem kommúnistar hafa nokkur völd, er hægi að fá upp lýsingar um starfsaðferðir kommúnistaflokksins. Hin alþjóðlega njósnastarf- semi. Þann 4. nóvember í fyrra kom ríkislögreglan til umræðu í finnska þinginu. Þar komu í dagsljósið margir merkilegir hlutir, sem þó var ekki skýrt frá, hvorki í blöðum eða í út- varpi. I hvert skipti, sem gagn rýni kemur fram og aðfinnslur gegn hinni leynilegu lögreglu Finnlands, þá hafa kommúnist ar svarað því, að húr. ynni gegn fasistiskum áhrifum í landinu. En sú skýring hefur ekki getað staðist, er um hefur verið að ræða, eftirlit þessarar lögreglu gagnvart mönnum, sem eru víðs fjarri öllum fasistiskum áhrif- um. Þessar síðustu frjettir um leynilögreglu Finnlands benda mönnum ennþá einu sini á, hví líkt feikna fals það var, þegar auglýst var fyrir nokkrum ár- um að alþjóðasamband kommún ista væri uppleyst. Því einmitt þá var aukið mjög á hina leyni legu starfsemi kommúnista- flokksins um allan heim. En þessi málrekstur í Finnlandi mun hafa það gott í för með sjer, að kommúnistar þar í landi munu nú enn missa fylgi og fó,t festu meðal verkalýðsins í land inu. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. l í ■■ . r i margra NÚ boða þeir nýtt stjetta- stríð með nýrri verðhækkun (mjólkurvöru fyrst), nýja verð lækkun krónunnsr, úr núver- andi fárra aura gengi hennar. Með kyrstöðu núverandi vísi tölu (312 stig), hvað þá heldur með nýrri hækkun hennar, er öllum hugsandi mönnum aug- ljóst hvað er fram undan og hvað hlýtur að dynja yfir þjóð vora: 1. Stöðvun eða stórfeld hnignun afla af sjó og annari arðbærri framleiðsiu. 2. Afurð ir því litlar og óseljanlegar, án skaða, til útlanda. 3. Atvinnu- leysi, verkföll, róstur og bar- dagar. 4. Hrun fjárhags og sjálf stæðis ríkisins. Alt mun þetta eftir óskum, eða með vitund og vilja forsprakka kommún- ista. Þeir munu brá það helst, að verða einveldisherrar þjóðar sinnar og böðlar allra frjáls- lyndra manna. Ekki skal jeg trúa því, fyrr en í síðustu lög, aö meginhluti bænda, nje þorri verkamanna og annara, sje orðinn gegnsýrð ur af ofstopa og eigingirni fyr- ir ímynduðum gróða eða augnabliks hagsmunum fyrir sjálfa sig, stjett sína eða flokka. Svo sýrðir, að vilja með ráðn- um huga steypa allri þjóðinni í opinn faðm kommúnista. Bjargráðin — nýsköpunin o. s. frv. — gegn dýrt.íð og fjár- hagsvoða, eru nú reynd eftir ítrasta mætti, og geta ekki kom ið að gagni, ári nvrra aðgerða. Nú getur ekkert annað bjarg- að þeim glæsilegu áformum en lækkun dýrtíðar, lækkun vísi- tölu og framleiðslukostnaðar. — Og til þess nú að bjarga fjár- hag vorum, atvinnu og gengi krónunnar frá hruni, vantar ekki annað en samtaka viija þjóðarinnar og kjark forráða- manna hennar. ViJjann til þess að láta ofurlítið á móti sjer um sinn, gefa eftir ímyndaðan gróða, eða svipstundar hags- muni, til þess að bjarga fram- tíðarvelgengni sinni og þjóðar- innar allrar. Fordæmi. Jeg held að bændur, eins og allir aðrir, hefðu gott af því, að athuga alvarlega kjör og hugs- unarhátt feðra sinna og afa, og bera saman við núverandi kjör og hugsunarhátt. Þessu til skýr ingar vil jeg nefna eitt dæmi frá fjárpestar eyðrieggingunni á 19. öld: Faðir mmn átti mörg hundruð saufjár. Eitt árið misti hann úr pest ásetnings lömb sín öll, nema hrúta tvo. Lágu þá eitt sinn 13 lömb í hóp, sem öll höfðu drepist sömu nóttina. í haganum um haustið. Og í einni smölun í heima högum fundust 30 kindur pestdauðar. En í stað þess að æðrast, heimta hjálp af öðrum, eða krefjast greiðslu úr landssjóði, sagði fað ir minn ofboð rólega: „Já, nokk ura 30 má pestin drepa til þess að gera mig sauðlausan". — Hvað segðu bændur nú við slík um vanhöldum? Úrræðin. Úrræðin út úr ógöngunum nú verða að grundvallast á þol- gæði forfeðra vorra og einlæg- an vilja til sjálfbjargar af eig in dáð og dugnaði. Og dýrtíðina verður að laga smám saman, raunverulega, en ekki með því að taka úr einum vasa og láta í annan. Gönuhlaup blessast ekki. Margir sjá þetta og mikið er um það talað, er forustan hefir brugðist og engin úrræði gerð að gagni. Langt er þó síð'an farið var að vara við hættunni og margir hafa gert það. Og tel jeg mig meðal þeirra — öðru hvoru í Mbl. og Vísi síðan 1942. Vil jeg enn minna sjerstaklega á grein í Mbl. 10. des. 1943. — Lagði jeg þar til að með lög- um yrði árlega lækkaðar nið- urgreiðslur verðlags úr ríkis- sjóði, og jafnframt lækkuð vísi talan um 3% í hverjum mán- uði, jafnt á báðar hliðar, verð- lags.og launa. Hvernig væri umhorfs nú, ef tillaga þessi um 3% lækkun á mánuði hefði komist til fram kvæmda, frá 1. jan. 1944? 3% í 44 mánuði gera 132 stig. Vísi- talan nú ætti því aö vera kom- in niður í 180 stig, úr 312. Með þeirri aðferð hefði greiðsla rík- issjóðs til niðurfærslu verðlags einnig lækkað smém saman, í stað sífeldrar hækkunar. Þá hefði eigi þurft að grípa til þess fjárglæfra fyrirtækis, að ríkis- sjóður beri ábyrgð á fast- ákveðnu fiskiverðx. hversu sem tekst til um söluna. (Vísitalan hefði þá verið ofan við 200 stig) Afurðir sjávaraflans væru og nú að öllum líkindum seldar, skilyrðislaust, :neð litlum til- kostnaði og ágætum *hagnaði. Atvinnan væri óþrotleg fram- undan. Gengi krónunnar væri bjargað og óorði fvrir vanskil hrundið af þjóð vorri. Gjald- eyrir nægur til skynsamlegra nota og eignir manna og sjóðir allir, ásamt viðskiftum við banka og útlönd í góðu lagi. Hvernig ætla þeir nú, sem hafa hindrað gott samkomulag og stuðlað mest að því öng- þveiti sem orðið er, að bæta fyr ir brot sín? Hvernig ætla þeir, sem hafa ráðið mestu og ráða mestu hjer eftir í þessu efni, að lækka svo dýrtíðina, að allt sem hjer hefir lauslega verið vikið að, komist aftur í viðunandi horf? Þegar það er fengið, þá verð- ur gaman að lifa í velsælunni, í fögru landi fyrir frjálsa þjóð. V. G. Styður Marshall. WASHINGTON: — Taft öldung- ardeildarþingmaður hefur lýst því yfir, að hann sje fylgjandi Mars- hall í Grikklandsmálunum. Þá er hann og meðmæltur því, að neit- unarvaldið í Öryggisráði verði af- numið, ef nákvæmum ákvæðum um árásarstríð verði bætt inn i stefnuskrá S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.