Morgunblaðið - 18.09.1947, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. sept. 1947
ÁNADALUR
Sí d lcló acja ^ac L Jlo n don
5. dagur
Þeir Billy og Bert fóru báðir
að hlæja.
„Mjer er alveg sama“, sagði
Mary afundin. „Þið eruð báðir
óþolandi og þú líka, Saxon. Jeg
hefði aldrei trúað þessu á þig“.
,,Nei, heyrðu nú, gæskan“,
sagði Bert og tók utan um
hana.
En Mary var ekki á því að
hætta uppgerðinni. Hún sleit
sig af honum í fússi. En sam-
stundis sá hún eftir því og var
hrædd um að hafa stygt hann,
svo að hún sneri við blaðinu og
fór að gera að gamni sínu við
hann. Og við það batnaði skap-
ið undir eins. Og nú fjekk hann
leyfi til þess að taka utan um
hana og leggja höfuðið að
vanga hennar. Og svo hvísluð-
ust þau á kinn við kinn.
Billy tók Saxon tali.
„Þjeir heitið einkennilegu
nafni“, sagði hann, „jeg hefi
aldrei heyrt það fyr. En mjer
finst það hljóma vel. Mjer finst
það fallegt“.
„Mamma rjeði því“, sagði
hún. „Hún hafði fengið gott
uppeldi og þekti mörg útlend
nöfn. Hún las bækur fram und
ir andlátið. Og hún skrifaði
margt. Jeg á nokkur kvæði eft-
ir hana. Þau birtust í blaði í
San José fyrir löngu. Saxar
voru þjóðflokkur — hún sagði
mjer margt frá þeim þegar jeg
var lítil. Þeir voru viltir eins
og Indíánar, en þeir voru hvítir
og þeir voru ljóShærðir og blá-
eygðir. Þeir voru líka mestu
hetjur“.
Billy hlustaði á alvörugefinn
og þögull.
„Jeg hefi aldrei heyrt þeirra
getið“, sagði hann. „Áttu þeir
heima hjer einhvers staðar
nærri?“
Hún hló.
„Nei, þeir áttu heima í Eng-
landi. Þjer vitið að Ameríku-
menn eru komnir af Englend-
ingum. Við erum Saxar, þjer og
jeg og einnig Bert og Mary
og allir þeir sem eru reglulegir
Ameríkumenn, — jeg á ekki
við ítali og Japana og þess hátt
' ar lýð“.
„Ætt mín hefir átt heima í
Ameríku langa lengi“, sagði
Billy og var að velta fyrir sjer
þeim upplýsingum, sem hann
hafði fengið. „Að minsta kosti
móðurætt mín. Hún settist að
í Maine fyrir hundrað árum“.
„Faðir minn var líka frá
Maine“, sagði' hún innilega
glöð. „Og mamma var fædd í
Ohio, eða þar sem Ohio er nú.
Hver var faðir yðar?“
„Það veit jeg ekki“, sagði
Billy og ypti öxlum. „Hann
vissi það ekki einu sinni sjálf-
ur. Og enginn annar vissi það
heldur en samt var hann reglu
legur Ameríkumaður — það
getið þjer reitt yður á“.
„Já, nafnið bendir til þess“,
sagði Saxon. „Nú er einmitt
uppi mikill hershöfðingi sem
heitir Roberts. Jeg sá það í blöð
unum“.
„En faðir minn hjet ekki Ro-
berts. Hann vissi ekki hvað j
hann hjet. Fóstri hans arfleiddi
hann að Robertsnafninu. Hann ,
var gullnemi. Jeg skal segja yð ;
ui- hvernig í því lá. Þegar stríð {
ið stóð við Modoc Indíánana þá |
fýi’Lt þangað margir gullleitar- ,
nummn:Mí\'\- n.n
menn og landnemar. Roberts
var foringi fyrir hóp manna, og
eftir eina orustu tók þeir marga
fanga, konur og börn. Og eitt
þessara barna var faðir minn.
Þeir hjeldu að hann hefði þá
verið fimm ára gamall. Hann
kunni ekki annað en Indíána-
mál“.
Augu Saxons logúðu af
áhuga.
„Er þetta satt að honum hafi
verið bjargað frá Indíánum?"
„Svo er mjer sagt“, mælti
Billy. „Fjórum árum áður var
hópur frumbyggja þarna á ferð.
Modoc Indíánarnir rjeðust á þá
og drápu þá alla. Sá hjet Ro-
berts, sem tók föður minn að
sjer og gaf honum nafn sitt, og
þess vegna veit jeg ekki hvað
faðir minn hefir verið skírður
upphaflega. En hann hafði ver
ið með í æfintýraferðinni yfir
sljetturnar“.
„Faðir minn fór líka yfir
sljetturnar“, sagði Saxon.
„Og móðir mín líka“, sagði
Billy. „Hún byrjaði sljettuferð
sína snemma, því að hún var
fædd í vagni hjá Platte-ánni á
leiðinni hingað“.
„En mamma mín var ekki
nema átta ára, þegar hún gekk
langleiðina yfir sljetturnar,
vegna þess að uxarnir voru upp
gefnir“, sagði Saxon.
Billy rjetti henni hendina.
„Við skulum takast j hend-
ur“, sagði hann. „Það er eins
og við sjeum fornvinir, því að
ættir okkar hafa verið hvor
sem önnur“
Saxon brosti og rjetti fram
höndina. Hann tók þjett í hana.
„Er þetta ekki einkenni-
legt?“ sagði hún. „Við erum
bæði af gömlum amerískum
ættkvíslum. Og.þjer eruð á-
reiðanlega Saxi — jeg sje það
það á öllu, yfirbragðinu, hára-
litnum, augunum. Og þjer er-
uð líka‘hetja“.
„Allir forfeður okkar. voru
hetjur þegar á reyndi“, sagði
hann. „Þeir mundu ekki hafa
sigrást á öllum erfiðleikum, ef
þeir hefðu ekki verið hetjur“.
„Um hvað eruð þið að tala?“
greip Mary nú fram í. „Það er,
svei mjer; orðið gott á milli
ykkar. Það er engu líkara en
að þið hafið þekst í heila viku“.
„Við höfum þekst miklu
lengur“, sagði Saxon.. „Áður en
við fæddumst urðu feður okkar
samferða yfir sljetturnar“.
Billy rjett úr sjer og tók und
ir til þess að leggja enn meiri
áherslu á orð hennar.
„Og þetta skeði áður en for-
feður ykkar þorðu að leggja
upp í ferðina til Kaliforníu,
því að þeir biðu eftir járnbraut
unum og eins hinu að allir Indi
ánar væru gjörsigraðir. En við
Saxon erum komin af frum-
herjunum, þið getið bo.rið mig
fyrir því hvar sem þið viljið“.
Þetta kveikti I Mary.
„Það er nú ýmislegt við þetta
að athugaÁ sagði hún. „Faðir
minn varð eftir til þess að berj
ast í borgarastyrjöldinni. Hann
var trumbuslagari. Það er á-
stæðan til þess að hann korn
svo seint til Kaliforníu“.
„En faðir minn sneri aftur til
þess að berjast í borgarastyrj-
öldinni“, sagði Saxon.
„Sama er að segja um föður
minnÁ sagði Billy.
Þau litu hvort á annað og:
andlit þeirra ljómuðu af_fögn-;
uði. Hjer kom fram nýtt atriði,
sem einnig tengdi þau saman.
„Það er gagnslaust að tala
um þetta, því að allir þessir
menn eru dauðir fyrir löngu“,
sagði Bert súr á svipinn. „Og
jeg sje engan mun á því hvort
menn kafna í eldhúsreyk eða
falla í bardaga. Aðalatriðið er
það, að þeir eru dauðir. Mjer
væri nákvæmlega sama um það
þótt faðir minn hefði verið
hengdur. Eftir þúsund ár skift-
ir það engu máli hvernig menn
dóu. Og mjer hundleiðist þetta
grobb af feðrum sínum. Ann-
ars skal jeg geta þess að faðir
minn gat tæplega tekið þátt í
borgarastyrjöldinni vegna þess
að hann fæddist ekki fyr en
tveimur árum eftir að henni
var lokið. En tveir frændur mín
ir fjellu hjá Gettysborg. Mín
ætt er því enginn eftirbátur
annara“.
„Það er hið sama og jeg var
að segja“, hrópaði Mary.
Bert tók hugsunarlaust utan
um hana aftur.
„Nú erum við hjer, heillin
mín“, sagði hann. „Og það eitt
skiftir máli. Þeir dauðu eru
dauðir og þú getur veðjað fall-
ega höfðinu á þjer upp á það
að þeir verða dauðir eilíflega“.
Mary greip fyrir munninn á
honum og ávítaði hann fyrir
það að tala þannig. En hann
gerði ekki annað en kyssa í lóf
ann á henni og halla sjer betur
upp að henni.
Nú var fjöldi fólks þarna
saman kominn svo að vart
heyrðist mannsins mál fyrir
glymjanda í diskum og glösum.
Einstaka menn vildu fara að
syngja og ráku upp beljandi
rokur. Hlátur karlmanna og
skrækir í kvenfólki kváðu við
hvaðanæva. Margir menn voru
sýnilega orðnir ölvaðir. Ungar
stúlkur, sem sátu við næsta
borð, fóru að kalla í Billy, og
Saxon varð þegar afbrýðissöm.
En Mary gramdist svo að hún
gat ekki orða bundist:
„Þær eru viðbjóðslegar. En
frekjan í þeim. Jeg þekki þær.
Engin heiðvirð stúlka getur
lagt lag sitt við þær. Heyrið
þið nú“.
„Góðan daginn, Billy“, kall-
aði ein. „Jeg vona að þú haíir
ekki gleymt mjer“.
„Góðan daginn“, svaraði
hann kurteislega.
En Saxon sá að honum
gramdist þetta og að hann hafði
viðbjóð á stúlkunni, cg henni
þótti vænt um það.
„Viltu dansa við mig“_ kall-
aði stúlkan aftur.
„Það getur verið“, sagði
hann, en sneri sjer jafnframt
að Saxon. „Við_ þessir gömlu
Ameríkanar, ættum að halda
saman. Finst yður það ekki?
Við erum ekki orðnir svo marg
ir af þeim -stofni. Landið er að
fyllast af allskonar aðskota-
dýrum“.
Hann talaði lágt og laut að
Saxon til þess að hin stúlkan
skyldi sjá að hann væri ekki
á lausum kili.
Við annað borð sat ungur
maður. Hann var rónajegur í
hátt og eins voru fjelagar hans
og stúlkurnar, sem með þeim
voru. Hann var rauður og þrút
inn í andliti og einhver villi-
dýrslegur glampi í augunum.
Hann þrástarði á Saxon og kall
aði svo:
„ jmMk
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
91
Hún hafði þegar tekið í beislið, þegar hún heyrði hróp
skammt frá sjer og sá fimm eða sex hermenn koma á
harða stökki í áttina til sín. Það var því ekkert annað
fyrir hana að gera en að láta sem ekkert væri og taka
til að teyma hestinn rólega niður hæðina.
Andartaki síðar náði sá fyrsti henni, stöðvaði hest sinn
og hrópaði: „Hvað er orðið af honum?“
,,Hverjum?“ spurði Jóhanna og Ijest verða mjög undr-
andi.
„Stráknum auðvitað — þetta er jú hesturinn hans, sem
þú ert að teyma“.
„Nú, hann — já, hann er líklega kominn langt í burtu“.
„Hvernig má það vera?“
„Hann fekk nýjan hest“, sagði Jóhanna.
Hermennirnir, sem nú voru allir komnir að henni,
trúðu augsýnilega engu af því, sem hún sagð’ Þeir byrj-
uðu því að spyrrja hana hver í kapp við annan, þar til
lítill liðþjálfi skipaði þeim að þegja og spurði stúlkuna,
hvort hún hefði lánað mjer hestinn.
„Nei, en jeg seldi honum hest“.
„Þú lýgur“, svaraði hann. „Jeg trúi ekki orði af því,
sem þú segir“.
„Jæja, sama er mjer, en ef þið ekki trúið mjer, getið
þið farið inn í hesthús og athugað, hvort þar er nokkra
skepnu að finna“. (Hjer hló Jóhanna og skýrði mjer frá
því, að auðvitað hefði hesthúsið verið tómt, þar sem
eini hesturinn, sem þau ættu, hefði verið á beit úti í haga“.
Vesalings heimskingjarnir fóru með henni inn í hest-
hús, þar sem þeir auðvitað komu að tómum kofanum.
Einn eða tveir þeirra, höfðu þó það mikla vitglóru, að
þeir vildu ekki fallast á, að þetta sannaði sakleysi Jó-
hönnu, og því var það, að hermennirnir dvöldust þarna
í eina þrjá tíma og leituðu að mjer. Er sólin var hnigin
til viðar, gáfust þeir þó upp og riðu burtu yfir heiðina,
vegna þess, eins og þeir höfðu sagt Jóhönnu, að þeir
þurftu að komast til Braddock þá um kvöldið.
„Hvar er Braddock?"
— Jú, jeg hefi ánægju af að
fara í dýragarðinn, en jeg tek
alltaf eitthvað með mjer heim.
★
— Var erfitt fyrir ykkur að
finna nafn á drenginn?
— Nei, alls ekki, við eigum
aðeins einn frænda, sem er
ríkur.
★
— Pabbi, kennarinn segir, að
við sjeum hjer á jörðinrii til að
hjálpa hver öðrum.
— Já, það er rjett, drengur-
inn minn.
— En til hvers eru hinir þá.
ir
— Nú verður þú að þvo þjer
um hendurnar, Eiríkur, því að
frændi þinn ætlar að lcoma í
dag.
— Já, en ef hann skyldi nú
ekki koma.
Það er áliaflega gott að eiga
alfræðibók, því að þar stendur
alt um alla hluti og þá þarf
maður ekki að vita neitt.
★
— Ilvernig skemtirðu þjer í
gær? )
— Ekki vel, jeg sat til borðs
með rangeygðri stúlku og hún
borðaði allan tímann af mín-
um disk.
★
— Fyrirgefið þjer, hvað tók-
uð þjer mikið fyrir að kenna
dóttur minni að spila á píanó?
— Jeg tók tíu krónur á tím-
ann.
— Hvað mikið viliið þjer
taka fyrir að venja hana af því
núna.
★
Palli kemur til mömmu sinn
ar eftir slagsmál við Knút og
er óhreinn og með allar negl-
urnar brotnar og rifnar.
Mamma: Ósköp eru að sjá
þig, Palli minn, nú verð jeg að
kaupa nýjar neglur á þig^,
Palli: Já, en mamma hans
Knúts verður að kaupa alveg
nýjan dreng.
★
— Það er ágætt að fá sjer
einn sjúss eða svo, en jeg er á
móti að misnota alkóhóL
— Það sama segi jeg. Jeg
verð bálreiður, þegar jeg sje
fólk nota það í hárið á sjer.