Morgunblaðið - 18.09.1947, Síða 16

Morgunblaðið - 18.09.1947, Síða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUÐ-AUSTAN og sunnanátt. — Hvassviðri og víða stormur. 211. tbl. — Fimmludagur 18. september 1947 FRAMTÍÐ Evrópu og Mars-* hall-áætlunin. — Sjá bls. 5. Flugvjel Finsen sendiherra heiðraður í GÆRKVÖLDI kl. að ganga 9 vilcti það óhapp til suður á Reykjavíkurflugvelli, að flug- vjel laskaðist talsvert í lend- ingu. Slys urðu ekki á mönn- um. Flugvjel þessi er af Anson- gerð. Var hún að koma með skemmtiferðafólk úr flugferð til Heklu, er þetta gerðist. Farþegar voru 5. Flugvjel- in settist á braut þá, sem ligg- ur frá aust-suðaustri til vest- norð-vesturs. Er flugvjelin var sest á völlinn og hat'ði runnið góðan spöl, mun flugmaðurinn, Halldór Bech, hafa ætlað að hemla flugvjelinni, en heml- arnir munu ekki hafa verið í fullkomnu lagi. — Snjerist flug vjelin á brautinni og rann út af henni. Þar tók við um það bii 50 feta breitt rauðamels- belti. Rann flugvjelin yfir það og lenti á sandhrygg. Við það brotnaði annað hjól hennar. Kom þá svo miki.ll slyngur á flugvjelina, að stellið“, sem heldur hjólunum, lagðist að mestu saman og liggur skrokk ur flugvjelarinnar því sem næst flatur á jörðinni. SeptefflbermóHð hefsf á sunnudag SEPTEMBERMÓTIÐ í frjáls um íþróttum hefst næstkomandi sunnudag, 21. september, Verður þá keppt í eftirtöld- um íþróttagreinum: 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup, langstökk, stang arstökk, spjótkast, kúluvarp og 4x100 m. boðhlaup. Á mánudaginn verður kept í þessum greinum: 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 3000 m. hlaup, hástökk, þrí- stökk, kringlukast og 4x200 m. boðhlaup. Mótið hefst kl. 2 á sunnudag. Fjelögin, sem standa að mótinu, eru: Ármann, KR, ÍR ásamt Iþróttaráði Reykjavíkur. Þátttaka tilkynnist stjórn fje- laganna. Samþykkir skýrslu Parísarráðstefn- unnar París í gærkvöldi. CLAYTON, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hef- ur nú samþykt skýrslu Parísar- ráðstefnunnar um þarfir Vestur Evrópu og íramleiðslugetu þess hluta álfunnar. Samþykt þessi er þó ekki bindandi, enda eiga bæði bandaríska stjórnin og þingið eftir að fallast á skýrsl- una. Menn eru yfirieitt sammála um, að árangur ofangreindrar ráðstefnu hafi verið góður. FYRIR NOKKRU sæaidi Svíakonungur Vllbjálm. Finsen gullmerkí Rauða Krosslns sasisska fyrlr mikil og ve! unnin störí’ í þágti líknarmálanna á síyrjaldarárunum. Afhenli forseti RK, Folkc Bemadotte, Finsen gullmerkíð og va myndin Itjer að ofan tekln við [>að tækifáeri. Isfi; skur á ISretlands að fyrir Undanfama daga hafa 10 fogarar seli þar. FRÁ því er Morgunblaðið birti síðast frjettir af isfisksölu togaranna í Bretlandi, liafa 10 togarar selt afla sinn þar í landi. Samtals voru þeir með 30.153 kit og var söluverð samanlagt 2,033 milljónir króna. Afla- og söluhæstur togaranna er Akur- ey frá Reykjavik. Nokkrir togarar eru að selja'ý ísfisk, en aðrir eru á leið ti! Bretlands. Fleetwood. Þessir fjórir togafar seldu i Fleetwood: Júpiter með 2494 kit er seldust fyrir 7275 sterl- ingspund. Baldur seldi þar 2493 kit, fyrir 7512 pund. Skallagrímur 2298 kit fyrir 6191 pund og Kári seldi 3005 kit fyrir 8315 sterlingspund. Iildl. Þar seldi Akurey 3416 kit, fyrir 10,254 sterlingspund. Haukanes 1521 kit fyrir 3805 pund, og Egill Skallagrímsson seldi þar 2588 kit fyrir 8029 pund. Egill rauði seldi í Grimsby 3226 kit fyrir 9526 stérlings- pund og þar seldi ennfremur Þórólfur 3132 kit fyrir 8684 sterlingspund. Vörur verða end- ursendar SVO sem kunnugt er, hefur talsvert magn af hverskonar vörum verið flutt inn í landið, án þess að fyrir þeim væri gjald eyris- eða innflutningsleyíi. í gærkvöldi tilkynti Viðskipta nefndin, að gera mætti ráð fyr- ir, að allar þær vörur, sem þann ig hafa verið fluttar hingað og ekki geta talist nauðsynlegar, einkum með tilliti til atvinnu- rekstrar landsmanna, verði end- — Reuter.ursendar seljendum. Þrjár ferðir Ferða- skriisiofunnar tun næstu helgi Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til eftirfaldra ferða um næstu heigi: Flringferð um Kaldadal til Borgarfjarðar á laugardaginn kl. 2 e. h. Tjaldað í Húsafells- skógi og gengið í Surtshelli á sunnudag, þeir, sem þess óska. Ekið að Reykholti. skoðaður Ár hver og síðan haldið um Bæj- arsveit og fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur. För í Þjórsárdai á sunnudag kl. 10 árd. Ekið að Hjálp, Stöng og Gjá. Dvalið í Þjórsárdalnum fram til þess er skyggja tekur og þá numið staðar við Gauks- höfða og skoðaðir eldarnir frá Heklu, en það er liio stórfeng- legasta sjón á kvöidin. Ferð vestur að Rauðamelsöl- keldu. I.agt af stað á laugardag kl. 2 e. h. og ekið vestur að Rauðamel í Staðarsveit. — A sunnudaginn gengið á Kúluna og hinn einkennilegi gýgur þar skoðaður. Síðan haldið inn að Ölkeldu og skoðaðar stuðla- bergsmyndanirnar víðkunnu. Þátttakendur verða að hafa viðleguútbúnað með sjer. Skriðdrekar með flótlamönnum NEW DELHI: — Skriðdrekar eru notaðir til verndar flóttamönn um, sem verið er að flvtja til Pakistan frá Austur-Punjab. Hefir í 19 ár langað að koma til Islands ■---- i hjerjyrirlestra, „ÞAÐ ERU 19 ár liðin síðan mig langaði fyrst að koma til íslands, en úr því gat ekki orðið fyr en á þessu sumri“. Á' þessa leið fórust James Hamilton Delargy prófessor orö, er Morgunblaðið átti tal við hann í gær. Mr. Delargy er írskur maður og er kennari við Þjóð-háskólann í Dublin, en auk þess er hann formaður þjóðsagnanefndarinnar írsku, sem de Valera setti á stofn fyrir nokkrum árum og sem er ætlað pað hlutverk að safna irskum þjóðsögum og öðrum írskum þjóðlegum fræðum. --------------------------<s> Nýr sjóður við Háskóla Islands FRÚ Guðrún Brunborg hef- ur afhent Háskóla Islands 10 þúsund krónur, sem skal vera vísir að sjóði til styrktar fá- tækum stúdentum og til minn- ingar um son hennsr Olav, sem ljest í þýskum fangabúðum. Býst hano við að geta aukið við þessa fjárhæð síðar. Frú Brunborg ferðaðist hjer um í fyrrasumar og hjelt fyr- irlestra og sýndi kvikmyndir frá hernámsárunurn í Noregi og var fje því, sem inn kom varið til sjóðsstofnunar við Os- lóarháskóla. Keypti frúin hjer vörur og fekk útflutningsleyfi fyrir þeim, en seldi síðan í Noregi. Gat hún í fyrravetur stofnað sjóðinn með 50.000 krónum. Sýnir hjer kvikmynd. í sumar hefir írú Brunborg ferðast um landið með stór- myndina norsku „Englandsfar- arnir“ og sýnt við mikla að- sókn víða um land. Um þessar mundir er kvikmyndin sýnd í Tjarnarbíó kl. 9. Allur ágóði af sýningunum rennur til sjóðs þess, sem frú Brunborg er að safna í hjer við háskólann. Lárus Pálsson sijórnar leiksýnlng- um í Bergen LÁRUS Pálsson leikari fer þann 24. þ. m. áleiðis til Berg- en, en hann hefur verið ráðinn til að hafa þar leikstjórn á hendi við Ríkisleikhúsið. — Á hann að stjórna æfingum og leiksýningum á „Thunderrock11 eftir Audry, en það var leikið hjer undir nafninu „Á flótta'í, og var Lárus leikstjóri. Fastir starfsmenn við þjóðsagnasöfnun. Þjóðsagnanefndin írska hef- ir marga fasta starfsmenn, sem gera ekkert annað en að ferð- ast ym sveitir Irlands og safna þjóðlegum fróðleik. Hefir nefnd in viðað að sjer óhemju miklu efni á undanförnum árum og hefir nú flutt starfssvið sitt til Vestur Skotlands, þar sem gallíska er enn töluð. Er tekið upp á grammófón- plötur tal og hljómlist eldra fólks í sveitum írlands og Skot- lands. Er þetta einn liður í þeirri viðleitni íra að endur- vekja tungu sína og þjóðlega menningu. Er að læra íslensku. Mr. Delargy heitir, eins og flestir írar, tveimur nöfnum, ensku og írsku. írska nafnið hans er Séamus O’Duilearga. Hann kyntist fyrst íslenskum þjóðsögum er hann dvaldi við háskólann í Lundi í Svíþjóð og fjekk þá áhuga fyrir að koma tií íslands. Um það leyti kom hann til Kaupmannahafnar og sá þar ljósmyndásýningu (1928). Varð hann hrifinn af ljósmyndunum frá íslandi og setti sjer það mark að fara til ísíands. Þegar flugmálaráð- stefnan var haldinn í Dublin fyrir tveimur árum hitti hann nokkra af íslensku fulltrúun- um og fjekk einn þeirra til að tala inn á grammófónplötu ís- lensku. Er sú plata geymd x þjóðminjasafninu í Dublin. Síðar tók Mr. Delargy að nema íslensku og hefir hann í sumar dvalið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hjá sjera Sigurióni Guðjónssyni. Vildi hann ekki dvelja í Reykjavík, því hann ætlaði að nema málið og les hann það nú viðstöðu- laust. Flytur háskólafyrirlestra. Mr. Delargy ætlar að flytja hjer 2—3 háskólafyrirlestra um írskar þjóðsögur. Bauð rektox; háskólans honum að koma hing að til fyrirlestrarhaldsins. Fyrsti fyrirlesturinn verður um 10. október. Prófessorinn segist kunna hjer mjög vel við sig og finnst sem hann sje heima hjá sjer. , i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.