Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1947, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. sept. 1947j Samgöitgumálin jafnan erfið fyrir Skaftfdlinga Jón Kjartansson segir frjettir úr sýslunni JON KJARTANSSON, sýslu- maður Skaftfellinga hefur ver- ið hjer í bænum undanfarna daga. Kom hann flugleiðis austan úr Öræfum, en landveg er ekki hægt að komast austur yfir Skeiðarársand í sumar frekar en í fyrrasumar. — Það gerir Súla. Hún hefir breytt um farveg sem kunnugt er. Að- ur rann hún að kalla má beint í vestur frá vestursporði Skeið- arárjökuls og vestur í Núps- vötn. En Núpsvötr. voru oftast reið fyrir því, vegna þess hve þau breiða úr sjer á sandinum. En undanfarin tvö sumur hefir Súla runnið austur með Skeið- ■arárjökli og brotið sjer farveg austur á sandinum, svo djúpan og þröngan, að hún er óreið allt sumarið eftir að leysingar byrja úr jöklinum. Um síðustu mánaðamót fór Jón í þingaferð í Austur-Skafta fellssýslu. En til þess að komast til baka vestur í Vík varð hann að leggja leið sína loft- leiðis hingað. Allar póstgöngur á milli Vestur- og Austursýsl- unnar fara nú fram loftleiðis um Reykjavík, ýmist til Horna fjarðar eða Fagurhólsmýrar í Öræfum. Arnar færa sig til. Samgöngumálin eru altaf erf ið fyrir okkur Skaftfellinga, segir Jón, er jeg átti tal við hann, eins og best sjest á því að sýslan skuli nu í tvö sumur hafa verið klofin í tvennt, svo ekki verður komist um hana nema í lofti. Jafnvel smáárnar sem verið er að brúa, gera manni óleik. Leirá á Mýrdals- sandi hefir t. d. í allt sumar verið í nýjum farvegi, svo brú- in sem henni er ætluð hefir staðið á þuru. A nokkur á vestanverðum Breiðamerkursandi hefir líka svikist um að vera á sínum stað upp á síðkastið. Svo brúin yfir hana hefir að engu gagni komið. Brúa átti Heinabergs- vötn, sem eru allmikið vatns- fall. Efnið í brúna var flutt á staðinn í vor. En þá stakk áin af og rennur nú i Kolgrímu. Þetta sýnir hvenúg breyting- arnar geta torveldað samgöngu bætur. Til Hórnafjarðar. Annars tel jeg að vinna ætti að samgöngubótum. í austursýsl unni á þann veg, að byrja að austanverðu, brúa Jökulsá í Lóni. Mælt hefir verið fyrir brú á þeirri á. ílún er hinn versti farartálmi -oft. En kæmi brú á hana yrði auðvelt fyrir fólk í sveitunum austan Horna fjarðar, bæði í Lóni og eins í sunnanverðri ■ Suður-Múlasýslu að nota flugsamgöngurnar við Hornáfjörð. Eru Skaftfellingar ekki farn- ir að fara á jeppum yfir jökul- árnar? Jú, til er það. Jeg komst í það nokkrum sinnum að fara yfir stórár á jeppa þar sem van- ir vatnamenn þræddu vöð og leituðu þau uppi eins og fyrr á hestunum. Múlakvísl. Hvernig er með brúna á Múla kvísl. — Er hún ekki altlaf í hættu? Farvegurinn undir brúnni hefir fylst svo mjög, að þegar dráttur er í ánni, þá rennur upp á brúna. Svo hún getur vissulega farið sína leið, þegar minst vonum varir. En síðustu vikurnar hefir heldur rifið úr farveginum aftur svo áin hef- ir nú rýmri framrás en hún hafði. Það er nú mesta áhugamál okkar Vestur-Skaftfellinga, að fá aðra brú á Múlakvísl, á sand inum fyrir austan Höfðabrekku svo hægt verði að fara beina leið að kalla austur Mýrdals- sand, í stað þess að nú liggur vegurinn norður yfir Höfða- brekkuheiði, en hún er mesta snjóakista og vegurinn þar því oft ófær, þótt greiðfært sje eft- ir sandinum. Þó brúin á Múlakvísl hangi áfram kann að verða enn þá erfiðara að komast þessa leið en verið hefir, því áin hefir brotið svo mikið úr sandbakka norðan Selfjalls, þar sem veg- urinn liggur, að viðbúið er, að hún skelli þá og þegar alveg upp að fjallinu. En þá getur svo farið, að bíla leiðin lokist þarna alveg. Vegamálastjóri hefir lofað að þegar í haust nokkra um- bót á syðri leiðinni, láta jarð- ýtu ryðja braut yflr Múlakvísl- araura og beint austur sandinn, svo hægt yi'ði að kcmast á stór- um bílum austur vfir ána, þeg ar fer að minka í henni i haust. Vantar skurðgröfui. Er ekki mikill ræktunar- áhugi í bændum sýslunnar? Jú. Það kemur greinilega í Ijós. Menn vilja hraða sjer sem mest að losna við útengjahey- skapinn. En okkur vantar til- finnanlega stórvirk tæki til ræktunarframkvæmda, svo sem- skurðgröfur. Við þyrftum að fá sína skurðgröfuna í hvora sýsl- una. Hefir Pálmi Einarsson haft góð orð um það. í Mýrdalnum eru mikil mýralönd, sem liggja vel við framræslu og ræktun, og eins á austanverðri Síðunni, með fram Fossfjalli. Eins liggur það vel við að ræsa frem mýrlendi í Nesjunufn í Hornafirði. Þar ættu bændur að leggja aðal- stund á kúabú og smjörfram- leiðslu. Því þar em afrjettar- lönd mjög af skornum skamti. Og sama má segja um Mýrdal- inn. Þar ætti að Jeggja meiri áherslu á kúabúin en verið hef- ir vegna þess hve sauðlönd eru þröng. Aftur á mcti eru bestu beitilönd á Síðunni. En ef þar yrði komið á stórfeldri ræktun ætti þess ekki að vera Jangt að bíða, að bændur gætu hætt við I útengja heyskapinn. Koma varnargirðingar of seint? Skaftfellingar eru enn laus- ir við fjárpestirnar? Jú. Það vonar maður. En nú er fje orðið sjúkt í Rangárvalla sýslu. Svo nú megum við bú- ast við hinu versta ef ekki er að gert í tíma. Ráðgert var aci setjá upp varnargirðingu 1 sumar frá noi’ð-austanverðum Mýrdals- jökli og norður í Langasjó. En af einhverjum mistökum komst ekki nema þriðjungur girðing- arinnar upp á þessu sumri. En ef fjárpestirnar kæmu í Skaftártunguna eða á Síðuna, þá blasir þar ekki við annað en hin mestu vandræði, því þar vei’ða aldrei sett upp kúabú 1 staðinn fyrir sauðfjárbúin. Efnið í girðinguna, sem gera átti í sumar norðan við Skaft- ártunguna mun að mestu kom- ið á staðinn. En teflt er á tæpt vað að girðingin skuli ekki hafa verið sett upp á þessu sumri. Eins átti að girða austan Jök- ulsár á Sólheimasandi til sjáv- ar. Er það örstutt leið til þess að gera. En ekkert hefir orðið úr þessu heldur. Þegar að því kemur að bænd- ur í Arnes- og Eangárvalla- sýslum þurfa að skera niður fje sitt, þá yrði það þeim til mikils ljettis að geta fengið nýjan stofn í Skaftafellssýsl- unni í staðinn fyrir að þurfa að sækja fje um langan veg, ef þá nokkurs staðar yrði til ósýktur stofn. Að Kirkjubæjarklaustri. Eru nokkrar verklegar fram kvæmdir sjerlegar, sem Skaft- fellingar hafa haft með hönd- um í sumar. Skemtilegt fyrirtæki er það eða jarðabót, sem bræðurnir að Kirkjubæjarklaustri hafa byrj- að á. Að dæla vatni úr Skaftá upp á Stjórnarsand. Er það áform þeirra að fá þjettað sand- inn með jökulleðjunni, sem sí- ast úr árvatninu, svo sandurinn verði betri til rækíunar. Nota þeir rafmagnsdælu sem dælir 250 sekúndulítrum upp á sand- inn og nota svo jarðýtu til þess að dreifa vatninu sem víðast út yfir hinar miklu flatneskjur á sandinum. Talið er að sandur- inn sje einir 16 ferkílómetrar að flatarmáli. Svo það yrði lag- legur blettur, ef takast mætti að sá í hann og gera hann að graslendi. Rafmagnið í d.ælu- stöðina fá þeir frá rafstöðinni við Klaustur. Þeir bræður hafa líka gert þá skemtilegu búningsbót á höfðingjasetri sínu, að þeir hafa gróðursett um 16 þúsund trjáplöntur í hina fögru brekku fyrir ofan bæinn. Eru það birki plöntur. Eiga þeir líka 10 þús. piöntur í gróðurreitum sem (Framhald á bls. 12) Unnið ú Garða-Flóru Reykjávíkur Um 300 tegundir ákvarðaðar ÞESS VAR getið hjer í blaðinu fyrir nokkru, að tveir grasa- fræðingar hafa tekið sjer fyrir hendur að semja yfirlit yfir allar þær plöntur, trjerunna og skrautplöntur, sem ræktaðar eru í görðum Reykvíkinga til prýðis. Eru það þeir Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson, sem hafa tekið þetta að sjer og vinna að því um þessar mundir að ganga í garðana og athuga hvað þar vex og dafnar. „Hekla" hetir flutt 1427 farþega milll landa SlÐAN Loftleiðir h.f. fengu skymaster flugvjelina Heklu og hófu utanlandsflug 17. júm á þessu ári, og fram til 17. sepc. þ. á., hefir fjelagið flutt á milh landa 1427 farþega. Frá íslandi hafa verið fluttir 738 farþegay en til Islands 689 farþegar. Flogið hefir verið til Danmerk ur, Noregs, Svíþjóðarí Bret lands og Frakklands. Loftleiðir h.f. munu halda á- fram reglubundnum flugferð- um fyrir farþega póst og fav- angur til Kaupmannahafnar. 1 ráði er að fjelagið.hefji flugferð ir til Prestvik eða London, þeg- ar leyfi hefir fengist fyrir við- komu á þessum stöðum. Ferðir munu verða á 10 daga fresti næstu 2 mánuði og er fyrsta ferðin frá Reykjavík til Hafnax 2. október. Síðan 13. og 23 okt. Og 2. 14. og 25. nóvember, ?n jafnan snúið heim frá Höfn næsta dag. Komi það í ljós að þörf verði fyrir fleiri ferðir en áætlaðar hafa verið, mun fjelagið sendi „LIeklu“ í aukaferðir. Guðbjörn Jénsson leikur með Nancy GUÐBJÖRN Jónsson, knatt- spyrnumaður úr Knattspyrnu- fjelagi Reykjavíkur, sem nú dvelur í Frakklandi, er byrjað- ur að leika knattspyrnu með fjelaginu Nancy. Svo sem kunnugt er hefur Al- bert Guðmundsson leikið neð þessu fjelagi, og vakið gífurlega eftirtekt knattspyrnuunnenda í Frakklandi. Guðbjörn leitcur með þessu fjelagi sem áhuga- maður. Hann hefur þegar leik- ið einn leik svo vitað sje, en þá keppti Nancy við fjelag í hafn- arborginni Le Havre, ásamt Al- berti, en hvernig sá leikur hef- ur farið og um frammistöðu þeirra er blaðinu ekki kunnugt. Maiarskammtar í þýskalandi minkaður Hanover í gær. MATARSKAMMTUR á her- námssvæði Breta í Þýskalandi hefur enn verið minnkaður og er hann nú 1440 hitaeiningar á dag. Sagt er að það sje af óvið- ráðanlegum orsölcum, en reynt mun verða hið allra bráðasta að hækka hann aftur upp í 1550 hitaeiningar. — Reuter. Ingólfur skýrði blaðinu svo frá á dögunum, að þeir hefðu skrásett um 300 tegundir alls, af trjám, runnum og skraut- plöntum. Er það mikið, þegar tekið er tillit til þess, að allar innlendar plöntur, sem hingað til hafa fundist hjer á landi, eru innan við 500. En mestur hluti af þessum 300 tegundum eru af útlendum uppruna. Þeir fjelagar mæla hæð trjáa, svo fengið verði vitneskja um vöxt þeirra og spyrjast fyrir um aldur þeirra, sem eru hæst. Hæsta trje sem þeir hafa mælt er reyniviður við hús frú Sigrúnar Bjarnason við Tjarn- argötu. Er hann 9 metrar. En birki hafa þeir mælt hæst í „Bæjarfógeta“-garðinum við Aðalitrætþ enda er hann með elstu görðum í bænum. Er það 7,8, metrar á hæð. Hæst mun birki verða hjer á landi 10 metrar. Alm hafa þeir mælt, sem er 8% meter á hæð, og silfurreyni svipaðan. Trjátegundir vaxa hjer í görð um fleiri en flesta grunar, þeg ar allar eru taldar svo sem víði tegundirnar. Og 4 reyniviðar- tegundir eru hjer. Gullregn hafa þeir mælt sem er 5 metr- ar á hæð. Þeir fjelagar hafa hvarvetna sem þeir hafa komið í garða, mætt alúð og lipurð frá garða- eigendum, enda hafa margir notað tækifæri til að fræðast af þeim, um eitt og annað við- víkjandi gróðri í görðunum. M. a. vegna þess hve tíðix? hefir verið stirð og óhagstæð í sumar, tekst þeim ekki að ljúka athugunum sínum fyrri en að sumri. Flugvjelar tl! aS flytja ffóttafólk Dehli í gær. LÍFIÐ í Indlandi er nú orðið rólegra en áður. I Dehli eru öllum skærum lokið, en and- rúmsloftið er samt allþungt. Nýlega hafa stjórnir Indlamk og Pakistan samið um að taka í sameiningu á leigu 26 stórar farþegaflugvjelar og verða þær notaðar til að flytja múhameðs trúarmenn frá Indlandi og Hindúa og Sikha frá Pakistan. Fyrslu skaðabóla- greiðsEur Japana Tokio í gær. FYRSTIJ skaðabótagreiðslur Japana eru nú að byrja. Fara þær þannig fram. að Japanir láta frá sjer ýmiskonar iðnað- arvjelar. Hafa nokkrir skips- farmar verið sendir til Kína, Filippseyja og Hollands. •—Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.