Morgunblaðið - 24.09.1947, Page 9

Morgunblaðið - 24.09.1947, Page 9
Miðvikudagur 24. sept. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 9 AF HVERJU FLUGSLYSIN STAFA Á HINUM föstu farþegaflug- leiðum í Bandaríkjunum urðu 11 alvarleg slys í fyrra, þar sem 149 menn biðu brma. í öðru flugi -^wwpnjjgutningai'lugi og óreglubundnum flugferðum — urðu 8 meiri háttar slys, þar sem 79 menn fórust. Þessi slys spurðust um allan heim og gerðu menn svo hrædda, að margir þorðu ekki framar að fara upp í flugvjeL í samanburði við þann kíló- metrafjölda, sem amerískar flugvjelar flugu 1946, urðu það ár færri slys en nokkurri sinni fyrr í sögu flugferðanna. Ef maður flaug með amerískri á- ætlunarflugvjel, voru 113,000 líkur á móti einni fyrir því, að hann kæmist heilu og höldnu leiðar sinnar. í 2474,000 flug- ferðum biðu aðeins 8 farþegar bana. (I þremur öðrum flug- slysum fórust aðeins menn úr áhöfninni). En fyrirsagnir blað anna og ljósmyndirnar festust mönnum í minni. Ekki getiö orsaka Orsakir flugslysanna var ekki getið í fyrirsögnunum. — Þær frjettust ekki fyrr en mörg um mánuðum seinna í óljósum, opinberum skýrslum, sem al- menningur las sjaldan. Sann- leikurinn er sá, að mistök af manna völdum voru mjög oft orsök þessarra slysa, mistök, sem hægt hefði verið að komast hjá og flugstjóminni var mjög oft að kenna. Það má ganga út frá því sem vísu, að hin nýju, tæknilegu hjálpartæki, sem svo mjög hafa verið auglýst, hefðu í mesta lagi getað afstýrt 16% af dauðaslysunum á amerísku flugleiðunum árið 1946. Þó að radar og radiomiðun hefði verið notað við lendingu, hefði hvorki það nje nokkur önnur töfratæki geta komið í veg fyrir hin slys- in. Við skulum til dæmis athuga, hvað fyrirsögnin „flugvjel rekst á fjall” þýðir, en slíkt slys vildi til fimm sinnum árið, sem leið, og 110 menn ljetu lífið af völd- um þeirra. Hinn 31. janúar 1946 flaug flugvjel með 18 farþega og þriggja manna áhöfn gegnum breitt skarð, sem er í fjöllunum milli Rock Springs og Laramie. Nóttin var björt, skyggni gott og eítir síðustu útvarpstilkynn- ingu að dæma, hafði flugið gengið eftir áætlim, ef flugvjel- in hafði ekki flogið af leið. — Tæpum tíu mínútum seinna flaug flugvjelin beint á snar- brattar fjallshlíðar Elk Mount- ains og brann til kaldra kola. Næsta morgun birtust gleið- letraðar fyrirsagnir í blöðun- um: „Áætlunarflugvjel rekst á f jall — 21 farast“. I hinum opinberu skýrslum, sem birtust mörgum mánuðum síðar, stóð, að flugmaðurinn hefði „flogið af leið og reynt að stytta sjer leið“. Óhlýönast fyrirski'punum Flugleiðirnar eru ekki ákveðn ar af handahófi. Þegar ákveðið hafði verið að leggja lykkju á leiðina og fljúga 142 km. i stað- inn fyrir að fljúga 126 km. í beinni línu, var það einmitt af því, að Elk Mountain gnæíir [ftir Francis og Katharine Drake upp á þessu svæði. Flugmaður- inn óhlýðnaðist fyrirmælunum, flaug úr leið og inn í skýja- þykknið umhverfis Elk Mount- ain og rakst á fjallið tæpum hundrað metrum neðan við fjailstindinn. Hefði hann kom- ist leiðar sinnar heilu og höldnu hefði hann verið tæpum fjórum mínútum fljótari. Hjer eru nokkrar aðrar fyrir- sagnir frá 1946: San Diego, Kaliforníu, 3. mars: „Flugvjel rekst á fjall — 27 farast”. Lebec, Kaliforníu, 13. nóv.: „Flugvjel rekst á fjall — 11 farast‘“. San Diego, Kaliforníu, 24. des.: „Flugvjel rekst á fjall — 12 farast“. Það kom í ljós, að enginn þessarra flugvjela hafði hlýðn- ast amerísku flugreglunum, sem fyrirskipa, að flugmennirnir verði að fljuga að minnsta kosti 300 metrum hærra en hæsti punktur á leiðinni, en flugmenn irnir þrír, sem fórust, höfðu flogið 350—1000 metrum undir lágmarkshæð. Ef vjelabilun á sjér stað, getur vitanlega verið, að flugmennirnir verði að lækka flugið. En þrátt fyrir nákvæm- ar rannsóknir, fundu sjerfræð- ingar ekkert, sem benti til þess, að vjelarnar hefðu bilað. Önnur skýring, sem oft heyrist, er sú, að flugvjelin hafi lent í „fall- vindi“. Fyira San Diego-slysið varð í 1485 metra hæð, á leið, þar sem lágmarkshæðin átti að vera 2450 metrar. í -kýrslu rannsóknarnefndarinnar stóð meðal annars: Það er óhugs- andi, að við þau veðurskilyrði, sem voru, er slysið vildi til, hafi getað verið svo mikill fall- vindur, að flugvjelin hefoi orð- ið að lækka flugið um 1000 metra“. Það er miklu algengara en menn halda, að flugmennirnir stytti sjer leið. Áður fyrr var áhald í farþegaflugvjelum, sem kallað var „þefari“. Það teikn- aði sjálfkrafa leið, tíma og hæð á sjerstakt eyðublað, sem var svo athugað eftir hverja ferð. I stríðinu var hætt við þetta, af því að ekki var hægt að afla nauðsynlegra varahluta. Ann- ars hörðu sumir flugmenn allt- af ýmigust á þessu áhaldi og það hefur ekki verið tekið að fullu í notkun aftur. Fávlsleg fyrirskijmn Hinn S. október 1946 rakst flugvjel á fjall hjá Stephens- ville á Nýfundnalandi. Þetta var fimmta slysið þessarrar teg undar og hið alvarlegasta — 39 menn fórust. Kvöldið, sem slys- ’ð varð, ók flugmaðurinn flug- vjeiinni út á braut'nr. 300, sem venjulega var notuð til flutn- 'nga fyrir herinn (hermaður- 'nn hafði gegnt þeim stövfum í stríðinu). En varðmaourinn 1 flugturninum, sem var nýbyrj- aður að vinna þar, gaf honum fyrirskipun um að hefja rig til flugs af sjöundu flugbraut. -— Þetta var skipun, sem enginn reyndur ílugmaður hefði farið eítir án þess að gera fyrst gagn gerar breytingar á áæt.lunum sínum um, hvernig hann ætti að hefja sig til flugs. En flug- maðurinn gerði engar breyting- ar á áætlun sinni og mótmælti heldur ekki skipuninni. Hann háf sig til flugs, flugvjelin Ijet vel að stjórn, hann var 1500 metrum fyrir neðan skýin, skyggni var 16 kílómetrar, en tveim mínútum síðar rakst hann á fjallgarðinn, sem var beint fram undan brautinni. — Ógurlegur hávaði heyrðist, og allir í fiugvjeiinni fórust. — Tlvorki fjelagar flugmannsins, flugfjelagiö nje rannsóknar- nefndin geta nokkurn tíma skil ið, hvers vegna hann fór svona fávíslega að ráði sínu. Samtals 72% flugslysa á amerískum flugleiðum í fyrra, voru af þessum orsökum, bæði innan lands og utan, og sjer- fræðingar gátu aldrei fundið minnstu sönnun þess, að eitt- hvað hafi verið að stýrisútbún- aði eða vjelum flugvjelanna. Að meðtöldu slysinu í Connecticut 18. janúar, þegar flugvjel brann vegna galla í vjelinni, sem síð- an hefur verið lagaður á öilum vjelum sömu tegundar, eru flugslysin orðin 84%, sem hin marglofuðu radar- og radiomið- unar-lendingartæki hefðu ekki getað afstýrt. Slys í lendingu Slysin, sem þessar tvær upp- finningar hefðu getað afstýrt, eru samtals fjögur, og þau slys urðu öll við lendingu. Alvarleg- asta slysið varð við Shannon í írlandi. Ilinn 27. des. höfðu farþegar stigið upp í spánýja fjögra-hreyfla Locheed Con- stellation-flugvjel í París, og allt virtist benda til, að þeir gætu setið nýársfagnað í New 7ork. í Shannon, þar sem flug- vjelin þurfti að lenda til að taka bensin, voru veðurskilyrði vond — skýin voru alveg niður í 125 metra hæð, sumsstaðar meira að segj^ í 75 metra hæð. Flug- maðurinn ákvað að lenda, þó að veðrið væri vont, heldur en að fara til Prestwick í Skollanöi, þar sem hann hefði alveg eins getað tekið bensín. Vjeiarcar voru á fullri ferð og hæðamæl- arnir sýndu 150 m. þegar flug- vjelin rakst allt í einu á jörðina og gjöreyðilagðist. .Jlakst á jörðina — 13 farast", stóð dag- inn eftir með stóru letri í biöð- unum. Seinna kom það í ljás, að hæðarmælirinn hafði verið í ólagi vegna vanræksiu þeirra manna, sem áttu að hafa eítir- lit með vjelinni. Ilann hafði sýnt 150 metra, þegar vjelin var í raun og veru alveg niður við jörðu. Af þessum völdum fórust 20 menn, eða 13% af þeim, sem fórust af völdum flugslysa á amerískum flugleiðum árið sem leið. Það er augljóst, að radar- og radiomiðunartækin geta aðeins komið að gagni við blindlend- ingar — en þar befur þeirra líka iengi verið þörf. En bæði tækin hafa sinar takmarkanir. Hvorugt þeirra getur „sjeð“ yf- ir fjöll eða fyrir horn, og í þrumuveðri er ekki hægt að nota þau. Radartækin eru enn ótrygg í snjó, en bá er einmitt mest þörf fyrir þau. Það er eft- irtektarvert , að fiugvjelar hers og flota Bandaríkjanna sem eru útbúnar með radar, hafá^á síð- ustu árum orðið fyrir rex oða níu sinnum fleiri dauðaslysum heldur en orðið hafa á hinum föstu flugleiðum. Óaðgætni veldur slysum Svo mörg slys verða vegna óaðgætni manna, að nauðsyn- legt er, að það sje rannsakað til hlítar. Flestir þeirra flugmanna sem fljúga á hinum föstu ílug- leiðum, eru mjög vel færir í starfi sínu, og vita vel um á- byrgð þá, sem hvíiir á herðum þeirra. En til eru menn, sem fara í kringum reglugerðir, geta sjer til, hvar þeir sjeu staddir treysta gæfunni í vondu veðri, og í 99 af hverjum 100 skiptum gengur ait. vel. Orfáir svona menn geta eyðilagt það álit, sem mörg þusund flug- menn, sem hafa rika ábyrgðar- tilfinningu, hafa reynt að skapa sjer. Það hefur heldur ekki bætt úr skák, að flugfjelögin hafa sett fyrverandi hernaöarflugmenn sem fiugmenn á farþegaflug- vjelum. Margir þessara manna eru ágætir flugmenn, en í stríð- inu höfðu þeir lært að t.efla á tæpasta vaðið. Seint og snemma var það brýnt fyrir þeim, að um fram alt yrðu þeir að fylgja á- ætlun, hvað sem það kostaði, jafnvel þó að lif þeirra væri í veði. En í farþegaflugi er reglan alveg öfug. Það á aldrei að fijúga þar, sem einhver hætta er á ferðum, sem hægt er að komast hjá. Aganum í flugmannsklefun- um er stundum svo ábótavant, að maður getur orðið höggöofa af undrun. Þeir f'iugmenn eru til, sem hafa fuli Ijós 5 flug- mannsklefanum, en þá geta þeir vitaniega ekki sjeð vel, þegar þeir eiga að lenda í myrkri. Sumir sökkva sjer nið- ur í fcók e'ða tímarit, en láta fiuevjelina um að stjóina sjer sjálfri. Aðrir hafa fæturna á stýrisfcorðinu, svo að ekki er hægt að lesa á það. Þessir menn eru mjög hættulegir áliti sam- viskusamra flugmanna, svo að ekki sje minst á farþegana, sem eiga sjer einskis iRs von. Eiginleikar góös flugmanns Nú á dö'gum verður fyrsta flokks flugmaður að hafa til að bera svo marga mismunandi eiginleika, að aðems sjerstak- lega vel gerðir menn geta í raun og veru orðið flugmenn. Það er ekki :ióg, að hann geti stýrt vjelinni. Hann þarf lika að geta skihð allar þær uppiýs- ingar, sem hann fær gegnum simann og stýrisborðið. Hann verður að geta hugsað skýrt og sjálfstætt, þegar tæknitækin bila í blindbil, iofttruflunum eða af einhverjum öðrum or- sökum. Hann verður að hafa svo mikla karlmennsku til að bera, að ábyrgðartilfinningin lamist aldrei, og hann verður að fara eftir reglum og fyrir- skipunum. Flugfjelögin ættu að hætta við hin hættulegu launakjör, sem nú eru. Það er alveg óverj- andi, að flugmaður skuli aðeins fá lágt grunnkaup, sem svo er bætt upp með kílómetrapening- um. í hvert skipti. sem reyndur og veðurglöggur flugmaður sjer að hættulegt er að hefja sig til flugs, verður hann um leið af miklum peningum. Það er mikil ábyrgð, sem hvíl ir á flugstjórninni. Stórkostleg- ar nýungar í flugvielaiðnaðin- um opna nýjar leiðir, sem hafa mikla framtíð fyrir sjer. En hversu mjög, sem ílugvjelunum er hrósað, mun almenningup ekki telja þær hvei sdagsleg og sjálfsögð samgöngutæki, ef slys unum fækkar ekki, svo að þær verði ekki hættulegri en hvert annað samgöngutæki. Kúabólufara!dur JEG hefi orðið þess var, að sum blöðin í Rvík (Þjóðv. og Vísir), hafa gert að umtalsefni á miður heppilegan hátt, kúa- bólufaraldur er kom upp á nafngreindu heimili á Kjalar- nesi og álykta tilfelli þetta „ó- verjandi“ og einnig að mikið „ófremdarástand riki í mjólk- urmálunum. Reykvíkingum er boðið upp á mjólkurgutl, víta- minslaust'1 o. s. frv. Satt er það, að kýr veiktust á heimilinu, og dýralæknir var fljótlega sóttur, en nokkur drátt ur var á, að fullvíst yrð.i hvaða veiki væri í kúnum. Hirði jeg eigi að segja þá sögu hjer, en strax og yfirdýralæknirinn kom á vettvang og úrskurðaði að kúabóla væri í kúnum, var engin mjólk send af heimilinu. En áður var mjólkin send til Rvíkur og þar gerilsneydd í mjólkurstöðinni. Hvað hefði verið mælt, ef mjólkin hefði eigi hlotið ger- ilsneyðingu. Nú drekka Reykvíkingar ó- gerilsneydda mjólk framleidda á bæjarlandi Rvík og telja þá mjólk þá bestu mjólk, sem hægt sje að fá. Vitanlega er þó, að allskonar pestir sem og þessi og jafnvel verri, geta komið fyrir í mjólk- urkúm og af því stafar mikil hætta. En gerilsneyðing mjólk- ur er ætíð öryggi. Það er engin sanngirni í sam bandi við þetta tilrelli, er hjer hefir átt sjer stað, — því miður, að áfelia bóndann og aðra mjólk urframleiðendur fyrir hirðu- leysi í mjólkurframleiðslunni og tala um mjólku’gutl og vita mínslausa mjólk, sem neytend- um sje boðið til drykkjar, þvi á umræddu heimili var eigi til staðar kæruleysi í meðferð mjólkur, heldur hefir orðið slyá eða óhapp, er viðkomendur skilja eigi enn hvernig hefir átt sjer stað, er nýbólusett börn smita kýrnar. Lík tilfelli hafa þó þekkst áður og komið fyrir á fyrir- myndar heimilum, en það er jafn illt, fyrir því, og ölum til ama og tjóns, og eigi síst fólkinu, sem veikin kemur upp hjá. Olafur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.