Morgunblaðið - 24.09.1947, Síða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. sept. 1947
MÁNADALUR
Sí d ícliacja eftir Jfa c L JonJo
n
10. dagur
,,Hlustið þið nú öll á mig“,
sagði Bert. „Nóttin er löng. Við
skulum nota tímann. Fyrst
förum við á kaffistofu Pabst, og
síðan eitthvað annað. Hvað
segirðu um það, Billy? Hvað
segir þú, Saxon? Mary vill
þetta“.
Saxon svaraði engu en hún
beið þess með éftirvæntingu,
hvað Billy mundi segja.
„Nei, jeg vil það ekki“, sagði
hann. „Jeg þarf að fara snemma
á fætur á morgun og vinna
allan daginn. Jeg býst við að
stúlkurnar þurfi líka að vinna
á morgun“.
Saxon fyrirgaf honum það að
hann gat ekki sungið. Svona
áttu menn að vera. Slíkum
manni hafði hana lengi lang-
að til að kynnast. Hún var nú
22 ára að aldri og í fyrsta
skifti hafði hennar verið beð-
ið þegar hún var 16 ára — það
var umsjónarmaður þvottahúss
ins, gegn og góður maður, en
nokkuð við aldur. En sá sem
sat þarna hjá henni var góð-
ur, glæsilegur og ungur. Æsk-
an leitar helst æsku. Hefði
hún tekið umsjónarmanninn
hefði hún verið laus við vinn-
una, en um enga ást hefði ver-
ið að ræða. En þessi maður. —
— — Hún gat á seinustu
stundu stillt sig um það að
þrýsta hönd hans.
„Hann hefir rjett að mæla og
þú mátt ekki freista okkar,
Bert“, sagði Mary. „Við verð-
um að fá svefn og hvíld. Við
verðum að standa við borðið
allan daginn á morgun“.
Allt í einu datt Saxon það í
hug að hún væri eldri en Billy,
og sú hugsun skelfdi hana. Hún
gaf honum hornauga. Jú, hann
var drengur ennþá. Auðvitað
mundi hann velja sjer konu,
sem væri yngri en hann, og
yngri en hún. Hvað skyldi hann
vera gamall? Var það nú víst
að hann væri of ungur fyrir
hana? Það var eins og þessar
hugleiðingar drægi hana enn
fastar að honum. Hann var svo
hraustur og góður. Hún rifjaði
upp allt sem skeð hafði um
daginn. Enginn minsti ljóður
var á framkomu hans. Altaf
hafði hann verið kurteis og
nærgætinn við þær Mary. Og
hann hafði rifið danskortið
hennar í sundur til sanninda-
merkis um það að hann vildi
ekki dansa við neina aðra en
hana. Honum geðjaðist vel að
henni. Það var að minsta kosti
alveg víst.
Hún hreyfði ofurlítið hönd-
ina, sem hann hjelt um, og
fann þá hvað hönd hans var
hrjúf. Það var undarleg til-
kenning og dásamleg. Nú
hreyfði hann höndina líka svo-
lítið, eins og til að laga sig eft-
ir hönd hennar. Hún beið í of-
væni þess sem næst gerðist. Hún
óskaði þess innilega að hann
hagaði sjer ékki eins og aðrir
karlmenn, og hún mundi hafa
reiðst ef hann hefði dirfst að
taka utan um hana. Hann gerði
það ekki, og það var eins og
henni hlýnaði allri vegna þess.
Þetta sýndi hvað hann var nær
gætin og siðsamur. Hann var
Ólíkur Bert og öllum öðrum
'mönnum, sem hún hafði kynst.
hafði kynst mönnum,,sem
engin gleði var að minnast. Hún
hafði aldrei kynst virðingu fyr
ir göfgi og mannkostum kon-
unnar.
Og þetta var hnefaleikamað-
ur. En hvað hann gat verið ó-
líkur því, sem hún hafði hugs-
að sjer hnefaleikamenn. Að
vísu var hann orðinn leiður á
þeirri íþrótt. Það hafði hann
sagt henni. Hún afrjeð með
sjálfri sjer að spyrja hann um
hvernig á því stæ'ði — ef þau
skyldi hittast aftur. Og þau
hlutu að hittast aftur. Maður,
sem dansaði við sömu stúlkuna
alian daginn, og vildi ekki sjá
neina aðra, var ekki líklegur
til að sleppa sjónum af henni.
Það væri nú annars gaman ef
hann hjeldi áfram að vera
hnefaleikari. Það var eitthvað
dularfullt og kitlandi við hnefa
leikamenn. Þeir voru ekki eins
og aðrir menn — ekki eins og
verkamenn og smiðir og múr-
arar. Það var æfintýraljómi yf
ir þeim. Þeir voru ímynd hins
sterka. Þeir voru ekki- annara
þrælar. Þeir gengu fram sem
hetjur, þeir börðust sjálfs sín
vegna og fengu aðra til að
borga sjer fyrir það stórfje.
Sumir þeirra áttu bíl og ferð-
uðust um og höfðu um sig hóp
þjóna og æfingameistara. Það
gat sv'o sem verið að Billy hefði
sagt það af yfirlætisleysi að
hann væri hættur að berjast.
En — siggið í lófunum á hon-
um benti þó til þess að hann
segði það satt.
VI. KAFLI
Þau kvöddust við garðshliðið.
Billy fór hjá sjer og Saxon var
feimin líka. Hann var ekki einn
af þessum ungu mönnum, sem
hjeldu að kvenfólkið væri til
fyrir karlmennina. Þau stóðu
þarna nokkra stund þegjandi.
Saxon átti að fara inn, en hún
beið þess með eftirvæntingu að
hann segði eitthvað.
„Hvenær eigum við að hitt-
ast aftur?“ sagði hann og hjelt
enn í hendina á henni.
Hún hló ofurlítið til að láta
í ljós að hún vildi hitta hann
aftur.
„Jeg á heima í Austurbæn-
um“, sagði hann. „Þar er hest-
húsið, og við höfum mest að
gera í þeim bæjarhluta. Jeg á
því sjaldan leið hjer fram hjá.
En við skulum nú samt dansa
saman aftur. Á miðvikudaginn
er dansleikur í Orindore klúbbn
um. Og ef þjer eigið ekki við-
bundið —- eigið þjer nokkuð
viðbundið þá?“ Hann tók fast-
ara í hönd hennar.
„Nei“, sagði hún.
„Við hittumst þá aftur á mið
vikudagskvöldið. Hvenær má
jeg koma að sækja yður?“
spurði hann;
Þegar það var afgert og hún
hafði sett það skilyrði að hún
mætti dansa við fleiri en hann
einan, þá kvöddust þau enn
einu sinni. Hann tók þjett í
hönd hennar og dró hana að
sjer. Hún stritaði á móti. Það
var nú siðurinn — en helst
hefði hún kosið að gera það
ekki. En þá hefði hann máske
misskilið hana. Hana sárlang-
aði til að kyssa hana. Aldrei
hafði hana langað svo mjög til
þess að kyssa karlmann. Og
svo kysti hann hana mjúkt og
innilega. Þetta var saklaus koss,
þaö fan,i> hún. Þar bjó ekkert
undir. Hann var svo feiminn og
drengjalegur að það var auð-
fundið að hann hafði enga æf-
ingu í því að kyssa kvenfólk.
Hann var ekki annað eins dýr
og allir aðrir karlmenn.
„Góða nótt“, mælti hún lágt.
Það ískraði í hliðargrindinni
þegar hún opnaði hana og hún
flýtti sjer heim að húsinu.
„Á miðvikudagskvöldið“,
kallaði hann á eftir henni.
„Á miðvikudagskvö'ldið“,
svaraði hún.
Þegar hún var komin á hvarf
staðnæmdist hún og hlustaði
með hjartslætti á fótatak hans
á gangstjettinni. Hún fór ekki
inn fyr en hún heyrði ekki leng
ur til hans. Hún læddist,inn
í eldhúsið og inn í herbergi
sitt. Hamingjunni sje lof að
Sara var háttuð.
Hún kveikti gasljósið og tók
' af sjer flauelshattinn. Hún fann
■ enn hvernig koss hans brann
á vörum sjer. En þessi koss var
þýðingarlaus. Allir ungir karl-
menn vildu kyssa. Slíkan koss
hafði hún þó aldrei fengið fyr.
Hann hafði farið sem rafstraum
ur um hana alla. Hvernig stóð
á því?
J Hún leit í spegilinn. Hún ætl
aði varla að þekkja í sjer aug-
un sem voru svo skær og tindr
andi. Og hún var kafrjóð. Hún
var sannarlega falleg á þessari
' stundu og hún fann það sjálf
! og brosti, svo að sá í tvær skín-
1 andi raðir af snjóhvítum tönn-
um. Hví skyldi Billy ekki lít-
ast á þetta andlit, sagði hún
við sjálfa sig. Öðrum mönnum
þótti það fagurt. Jafnvel stúlk
urnar viðurkenndu það að hún
væri falleg. Og ekki leist Char-
ley Long illa á hapa, hann
mundi annars ekki elta hana
á röndum og hálfgert gera út
j af við hana með áleitni sinni.
Hún gaf speglinum hornauga.
Þar var mynd af honum. Hún
j gretti sig af viðbjóði þegar hún
J leit á myndina. Það var grimd
og villidýrsæði í þessu augna-
| ráði. Hann var óþokki. í heilt
ár hafði hann gert henni lífið
að kvöl. Aðrir ungir menn voru
j hræddir við að láta sjá sig með
henni. Hann fældi þá frá henni.
, Hann fór með hana eins og
| ambátt sína. Hvernig fór með
bókarann hjá þvottahúsinu, lag
j legasta rnann með hvítar hend
J ur og mjúkan málróm. Hann
j hafði einu sinni boðið henni í
leikhúsið. En þá kom Charley
I og rjeðist á hann úti á götu.
Hún gat ekkert gert við því.
En síðan hafði hún altaf af-
þakkað öll boð bókarans, að-
eins af umhyggju fyrir hon-
um sjálfum.
-
-VOiVX?
Auglýsendur
athugið!
| að ísafold og Vörður er
! vinsælasta og fjölbreytt-
| asta blaðið í sveitum lands
: ins. Kemur út einu sinni
:
! í viku — 16 síður.
GULLNi SPORINN
95
Þetta var ákaflega sterklegur náungi, berhöfðaður og
rjóður í andliti eftir hlaupin, en ósærður, að því jeg best
fekk sjeð. Hann hefði hæglega getað gengið að mjer dauð-
um, og í fyrstu bjóst jeg raunar við, að þetta mundi ske,
en þegar hann kom auga á mig, kinkaði hann vingjarn-
lega kolli, settist svo á steinahrúgu skammt frá dyrunum
og fór úr öðru stígvjelinu til að leita að flís, sem hann
hafði fengið í fótinn.
„Þetta var harður leikur þarna yfir frá“, sagði hann
rólega og benti með þumalfingrinum.
Jeg gat heyrt á honum, að hann hafði þegar sjeð, að
jeg var í liði konungsmanna, en það virtist ekki hafa hin
minnstu áhrif á hann.
„Hvað skeði?“ spurði jeg
„Nú“, sagði hann og starði á fótinn á sjer, ,við höfðum
komið okkur fyrir á allra ákjósanlegustu hæð, en menn
konungsins rjeðust samt beint til atlögu og hröktu okk-
ur á flótta. Það er það, sem skeði, og svo tóku þeir heil-
mikið af föngum“. Hann fann flísina, dró hana úr fæt-
inum, klæddi sig í stígvjelið og spurði svo:
„Ertu konungsmaður?“
Jeg kinkaði kolli.
„Já, í dag getið þið hlegið. Vertu blessaður!“
Og með það hljóp hann af stað, eins hratt og hann
hafði komið.
Nú leið um klukkustund, og þá kom annar þjótandi að
kofanum. En í þetta skifti var þetta horaður og illúð-
legur náungi, með tvö slæm sár, annað á enninu og hitt
á fæti. Andlit hans var þakið blóði, og á öxlinni bar hann
byssu.
„Vatn, vatn!“ stundi hann. „Jeg er að dauða kominn!“
Hann ætlaði að fara að haltra fram hjá mjer inn í eld-
húsið, þegar hann allt í einu nam staðar og hrópaði:
„Þarna er þá einn af þessum erkidjöflum konungsins!“
Og áður en mjer gæfist tími til að svara, hafði hann lyft
byssunni, og jeg þóttist þess fullviss, að dagar mínir væru
taldir.
fi/nii
a mSsL ZTZl
— Aha, svona lít jeg út þeg-
ar það er búið að stoppa mig
út cg hengja mig upp á vegg.
★
— Á hverju lifir þú?
— Jeg lifi á brjefdúfu.
— Brjefdúfu?
— Já, jeg sel hana á hverj-
um morgni.
★
— Heyrið þjer, læknir. Jeg
vil að þjer segið mjer sann-
leikann eins og hann er, útúr-
dúralaust. Haldið þjer að jeg
lifi uppskurðinn af?
— Já, yður mun batna,
skýrslur sýna, að af hverjum
hundrað hefur einn það af.
— Nú?
— Og þjer eruð einmitt sá
hundraðasti, sem jeg sker upp
við þessu og enginn hinna lifði
það af.
I febrúar og mars 1947 gáfu
hernámsyfirvöldin út frímerki
til notkunar í Saarhjeraðinu.
Á frímerltjum að verðgildi 15,
16,20 og 24 pfennig var mynd
af tveimur verkamönnum, sem
eru að vinnu í stálbræðslu.
Nú hafa menn tekið eftir að
á þessari teikningu er felumynd
af Hitler. Má segja, að frímerk
ið sje einskonar felumynd, því
að ef því er snúið á höfuð, sjást
greinilega andlitsdrættir Hitl-
ers milli fóta ananrs manns-
ins. Teiknarinn, sem teiknaði
merkið hefur verið tekinn fast-
ur, ásakaður um nasisma, en
frí merkin er ekki hægt að taka
aftur, þau eru fyrir löngu upp
seld.
★
Sem betur fer er það sjald-
gæft að kýr drukni í vatns-
tunnum. Þó vildi þetta nýlega
til á bæ einum í Dölunum í
Svíþjóð í þurkunum í sumar.
Kýrin hlýtur að hafa verið
mjög þyrst og hún sá tunnuna
og stakk hausnum ofan í hana.
Vatnið var ekki mikið og hún
varð að teygja sig langt nið-
ur, en við það festi hún ann-
að hornið og gat ekki losað
sig og druknaði í lögginni.
BEST AÐ AVGLÝSA
/ MORGVISBLAÐIÍSV