Morgunblaðið - 24.09.1947, Síða 16

Morgunblaðið - 24.09.1947, Síða 16
VEÐURÚTLITÍÐ: Faxaflói: Stinningskaldi vesían eða norð vesían — rigning eða þoku- sú!d. Grænlandsleiðangur Dana Grænlandsleiðangur þeirra Ebbe Munck og Eigi! Knuth er nú kominn aftur til Danrr.erkur eftir förina til Pearylands í sumar. Gekk ferðirí að óskum. Iljer sjást tjaldbúðir leiðangursmanna í Brönlundfirði. Kvöldskemmtun HeimdaSlar í Sjálfstæðishúsinu í kvufd HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, heidur kvöldskemmtun í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. Þetta er fyrsta kvöldskemmtun fjelagsins á þessu hausti. Þar mun Jóhann Hafstein, alþm., flytja ræðu. Sjera Jón Thorarensen lesa upp. Ólafur Magnússon frá Mosfelli synja einsöng. Vig- fús Sigurgeirsson sýna íslenskar kvikmyndir í eðlilegum litum, m.a. frá Heklugosinu og Sigfús Halldórsson leikur einleik á flygel. Fornmanna grafreitur í Kræklingahlíð Heslar og vopn í grafreHnum KRISTJÁN ELDJÁRN fornfræðingur hefir undanfarna daga unnið að rannsókn á fornmannagrafreit, sem fundist hefir í túninu á Sílastöðum í Kræklingahlíð. Telur hann að grafreit- urinn sje frá 9. öld. Er þetta að ýmsu leyti merkilegur fundur. Tveir Danir drnkkna TVEIR ungir Danir, er voru skipverjar á dönsku skipi. er kom til Norðfjarðar, fyrir nokkru síðan, hafa horfið og eru allar líkur til þess að þeir hafi báðir drukknað. Skip það, sem piltarnir voru á heitir Mogens S. frá Svend- horg. Að kvöldi hins 18. þ. m. fóru piltarnir í land úr skip- inu, en það lá úti á firðin- um. Ekki höfðu þeir fengið landgönguleyfi hjá skipstjóra sínum og aðeins einn maður í skipinu vissi um ferðir þeirra, en það var varðmaður skipsins. Þetta var milli kl. 8 og 9 um kvöldið. Veður var þá nokkuð hvasst og mjög misvinda. — Þeim hefur þó gengið vel að landi og bundu bát sinn þar við bryggju. Milli kl. 10 og 11 um kvöldið sáust þeir á ferð í kaup- staðnum, en síðar hefur ekkert til þeirra spurst. Bátur sá er þeir voru á hefur uú fundist í fjöru fyrir utan höfnina. Var hann hálffullur af sjó og hafði hlið bátsins rifnað. Nokkru þar frá fundust árarn- ar. Menn þar eystra hafa leitað þeirra og slætt hefur verið, en án nokkrus árangurs. Norð- firðingar telja, að« piltarnir hafi drukknað er þeir voru á leið út að skipinu. Kýr farþegasalur á Keflavíkurflugvelli NÝR farþegasalur er nú senn fullgerður á Keflavíkurflugvell- inum. Er hann byggður við blið gömlu afgreiðslunnar og er stór og rúmgóður. Afgreiðsluborð eru þar fyrir farmiðasöluna, toll og útlendingaeftirlit og annað, sem að afgreiðslunni lýtur. Stórir gluggar eru út að íiug- vellinum, þar sem þeir, sem komnir eru til að taka á móti farþegum, eða kveðja, geta fylgst með komu og brottför flugvjela. Er þessi salur mjög líkur farþegaafgreiðslunni á Ganderflugvellinum á New Foundland. Mjög batnar allur aðbúnaður á vellinum við þessi nýju sal- arkynni. Byrjað á nýjum byggingum Ameríska flugfjelagið Ameri- can Overseas Airways er nú að byrja að láta byggja ýmsar byggingar, sem rísa eiga á Keílavíkurflugvelli á næstunni. Er þegar byrjað á einu stór- hýsi og verið er að byrja á grunninum að flugstöðinni sjálfri, en það verður all-mikil bygging með góðu útsýni yfir sjálfan völlinn. WASHINGTON: Stassen, sem ef til vill' verður forsetaefni republikana í Bandaríkjunum, hefur lýst sig samþykkan því, að kallað verði saman aukaþing til að ræða tillögur Marshalls um hjálp til handa Evrópu. RANNSÓKN atburðanna að Auraseli heldur enn áfram. I gærkveldi höfðu engar frjettir borist um hvað nenni miðaði áfram. Sýslumaðurinn í Rangárvalla sýslu hefur farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að hann verði aðstoðaður við rann sókn málsins. Hefut ráðuneytið falið Sigurði Magnússyni lög- gæslumanni að fara sýslumanni til aðstoðar og fór hann austur í fyrrakyöid. 7 tenriiffdufl gsrð ðvirk SAMKVÆMT skýrslum frá Árna Sigurjónssyni, Vík, Mýr- dal, til Skipaútgcrðar ríkisins, hefur Árni frá því semt í ágúst ogrþar til um miðjan reptember gert óvirk tundurdufl á eftir- greindum stöðum: 3 á Höfðafjöru, Mýrdal, 1 á Bolhraunsfjöru, Álftaveri, 1 á Skógafjöru, Austur-Eyjafjöll- um, 1 á Bakkafjöru, Austur- Landeyjum, 1 á Þykkvabæjar- fjöru í Holtum. Heimdallur er nú að hefja vetrarstarfsemi sína, en eins og kunnugt er, þá er hún með allt öðru sniði en sumarstarfsemin þar sem þá er megin áhersla lögð á kynnis- og skemmtiferð- ir og hefur f jelagið í sumar efnt til margra ferða víðsvegar um land, er ailar hafa verið mjög ánægjulegar og aukið kynningu og treyst samstarf ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík og annarra staða á landinu. í vetur verður aftur á móti lögð áhersla á fundahöld, par sem rædd verða stjórnmál, kvöldskemmtanir með fjölbreytt um skemmtiatriðum og svo mun fjelagið efna til stjórn- málanámskeiðs í nóvember. Skemmtunin í kvöld er að- eins fyrir Heimdellinga og gesti þeirra. Og verða aðgöngu- miðar seldir á skrifstoíu Sjálf- stæðisflokksins í dag og kosta 15 krónur. Húsið verður opnað kl. 8,30 og lokað kl. 10. Er sennilegt að mikil aðsókn verði að skemmtifundinum og er því vissara fyrir þá, er hugsa sjer að vera á skemmtuninni að tryggja sjer aðgöngumiða í tíma. LANGVINN SKÖMMTUN. LONDON: — Breska stjórnin er þeirrar skoðunar, að matarskömmt- unimii í Englandi ljúki ekki fyr en í fyrsta lagi 1952. Varð varf í vor. Menn urðu þess varir í vor sem leið, að þarna kynnu að vera einhverjar fornleifar í jörðu. Verið var að jafna lún- skak með jarðýtu þar sem hól- kollur nokkur stóð upp úr tún- inu. Átti að jafna úr honum. Var þá komið niður á manna- bein, sem ýtan rótaði til. En síðan var verkinu hætt, til þess að minjar spilltust ekki, áður en rannsókn gæti farið fram. Kristján Eldjárn kom þaina fyrir helgina, og hóf rannsokn- ir á þeim. Þeim er ekki lokil. 5 grafir. Fundist hafa þarna 5 grafir. Eru beinagrindur manna í tveim þeirra, en önnur rótaðist til er grafreiturinn fannst. Hin liggur óhögguð í sinni gröf. hefur ekki verið tekin upp. í gröfum þessum hafa fundist tvær axir, tvö spjót, eitt sverð og skjöldur. Perlur finnast. í þriðju gröfinni var ekiiert nema hauskúpa. En með haus- kúpunni voru all-margar perlur, sem verið hafa á einhverjum skartgrip. Perla ein nokkru stærri en þessar, fannst í ann- arri gröf með mannabeinunum. í tveim gröfunum, sem fund-' ist hafa, voru hrossabein, og menjar þess, að hestarnir hafi verið dysjaðir með reiðtýgjum, því þar fundust naglar úr hnökkum, og leifar af kjafta- meljum úr beislum. Nokkuð af hólnum er enn ó- grafið, svo fleira getur fundist þarna, sem merkilegt reymst, áður en lýkur. Haiisfmól Tailfjel- agsins halió HAUSTMÓT Taflfjelags Reykjavíkur hófst. s. 1. sunnu- dag. Þátttakendur í mótinu eru 43. Keppt er í meistaraflokki, fyrsta og öðrum flokki. Mótið fer fram í húsi Aiþýðubrauð- gerðaVinnar. Fyrsta umferð var tefld s. 1. sunnudag og fóru leikar svo í meistaraflokki, að Steingrímur Guðmundsson sigraði Gilfer, Guðjón M. Sigurðsson vann Sigurgeir Gíslason. — Hitt urðu biðskákir. í kvöld verður önnur umferð tefld. SAKARUPPGJÖF • BOÐIN AÞENA: — Flugvjelar grísku stjórnarinnar varpa nú flugmið um yfir hjeruð í Norður-Grikk- landi, og er skæruliðum boðin sakaruppgjöf, ef þeir gefist upp innan 30 daga. Aðeins fáir hafa gefist upp til þessa. 70 metra gos úr gufuborliolu Hverageríi i VirkjunarmöguleSkar ialdir mjög góölr Frá frjettaritara vorum í Hveragerði. EITT allra mesta vatnsgos, sem sjest hefur í Hveragerði varð í gærdag. Gosið varð í gufuborholu hjá ríkisjörðinm. Reykjakot. Telja kunnugir menn, að vatnssúlan muni hafa verið því sem næst 70 metra há. Rafmagnseftirlit ríkisins hef^ ur látið bora þessa holu, með það fyrir augum að virkja hana til raforku, en holan er skammt frá gufurafstöðinni. í gær er tveir menn er vinna við borun holunnar, voru að taka upp úr henni borstangir, braust upp úr holunni feikna vatnssúla og munaði minstu að annar mannanna skaðbrendist. Vatnssúlan hækkaði fljótlega og er gosið hafði náð hámarki, var súlan, eftir því sem næst verður komist, um 70 metra há. Fyrst í stað var vatnið úr holunni óhreint, eins og við vs búist, en síðar meir hreinsac holan sig og vatnsgosið hjaðn aði niður. Þegar frjettaritari blaðsir símaði þessa frjett, sagði hani að feikna kraftur hefði veri á gufunni er lagði upp úr hol unni. Sagði hann menn ger sjer miklar vonir um virkjun armöguleika. Og að sennileg ætti kraftur gufunnar eftir a aukast, þegar bcrstangirna hafa verið teknar upp úr hol unni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.