Morgunblaðið - 03.10.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 03.10.1947, Síða 6
6 MORGV TS BLAÐIÐ Föstudagur 3. okt. 1947 Tryggvi Oíeigsson: Þýskalandsmarkaður- inn fiyrir stríð Þess sksl gefið, sem gert er Brjef: JVý/o síidarverksmiSjurnar: Tuttngu miljón króna óætlunin hefiir aldrei verið til ÞEIR, sem sjóinn stunduðu kreppuánn fyrir stríðið, muna vel hvernig ástatt var þá. Saltfiskverð fjeU í botnleysu 1930, rjetti aldrei við til fulls eftir það meðan friður stóð. Isfiskmarkaðurinn fjell frá ári til árs og þrengdist. Þar á ofan bætúst 10% tollur í mikils verðu markaðslandi. Það var þvi mikið gleðiefni öUum útgerðarmönnum og ekki síður öllum togarasjómönnum þegar Þýskalandsmarkaðurinn opnaðist Islendingum. Að öll um öðrum markaði ólöstuðum á þeim árum, var Þýskalands- markaðurinn okkur hagstæðast ur á vissan hátt. Ástæðan er öll um þeim, er td þekkja kunn. Þýskalandsmarkaðurinn gat tek ið við, fyrir mjög hagstætt verð þeim fisktegundum, sem lítt eða ekki voru seljanlegar á öðr um markaði: Þessar fisktegund ir voru þar að auki tiltölulega auðfengnar á íslenskum miðum. Jeg held að ekki sje ofsagt þótt talið væri, að á árunum fyrir síðustu styrjöld hefði tog araútgerð á Islandi verið sjálf- hætt, hefði Þýskalandsmarkaðs ins ekki notið við. Að fá að landa í Þýskalandi haustmánuð ina, það þóttu og voru stórkost leg hlunnhidi. Okkur, sem fylgdust með þess um málum, var það fyllilega ljóst, að erfitt var að komast að þýska markaðinum, því að Þjóðverjar voru þá orðnir sjálf um sjer nógir með öflun fiskjar. Sá maður, sem kom okkur að á umræddum markaði þeg- ar í harðbakka sló, var Jóhann Þ. Jósefsson núverandi fjánnála ráðherra. Hann var þá lang- reyndur útgerðarmaður. Vestmannaeyjar höfðu verið um 3—4 áratugi sá staður á Is landi, sem þýsku togararnir komu oftast til vegna sjósóknar sinnar að suðurströnd Islands. Lengst af þeim tíma hafði Jó- hann Þ. Jósefsson verið umboðs maður þýskra togaraeigenda og um langt skeið konsúll Þjóð- verja í Vestmannaeyjum. Það var því ekki að undra þótt væn legt þætti að beita honum fyrir okkar málefni gegn fyrirstöðu þýskra útgerðarmanna, sem voru á móti löndun íslenskra togara á þýskum markaði, af ofur skiljanlegum ástæðum. Þó voru þar góðar undantekningar. Tilefni þess, að þetta er rifj að upp hjer, eru greinar, sem birtust í Þjóðviljanum undan- farna daga, m. a. um frásögn Jóhanns Þ. Jósefssonar af verk legum framförum í Þýskalandi á fyrri hluta Hitlerstimabilsins þ.e. árið 1935, og hann fyrir það kallaður ,,Nasistaagent“, „Hitlersaðdáandi“ og fleira þess háttar. Ef alhr islenskir sjómenn, sem dáðust að fallegu þýsku togurunum, sem voru afsprengi þessa sama tímabils hlytu sömu brigslyrði, þá myndu fáir vdja vera við slíka nafngift riðnir. Þetta er þó fullkomlega hlið- stætt. Jóhann heldur fram fram förum Þýskalands og miðar við landbúnaðarsýningu og bdasýn ingu. Sjómennirnir sáu togar- ana og viðurkenndu þá fylli- lega. Enda myndi engum til hugar koma brigslyrði í sam- bandi við það. Hvort heldur það er kolamok arinn, hásetinn, skipstjórnar- menn eða togaraeigendur, þá er þeim góður markaður lífs- nauðsyn. Undir markaðinum eiga þeir og þeirra nánustu sína lífsafkomu. Fátt í atvinnulífinu er vonbrigðafyllra e« að sjá tor sóttan afla verða lítils virði á slæmum markaði. Þessvegna geta þeir, sem nutu góðs af hirrum þarfa þýska markaði, ekki annað en viðurkennt hið mikla þjóðþrifastarf, sem Jó- hann Þ. Jósefsson vann eins og áður er sagt, um 10 ára skeið í sambandi við þann markað. Hann fjekk því til leiðar komið að stórveldi gæfi eftir sinn lög- festa innflutningstoil, til smá- þjóðar. Sá tollur var svo hár, að án efhrgjafar hans var sala á þýskum markaði óhugsanleg Islendingum. Sumarið, sem er að líða, hef ir berlega sannað þörf okkar fyrir hinn þýska markað enn á ný. Þá gæti svo farið, að Jó- hann Þ. Jósefsson ætti eftir að verða í annað sinn besti samn ingamaður Islands, sem fáir stóðu jafnfætis, en enginn fram ar. 2./10. ’47. Vilja fresfa ráð- herrafundi f jór • veldanna London í gær. BRETAR hafa gert það að tillögu sinni við stjórnir Banda ríkjanna, Frakklands og Rúss- lands, að utanríkisráðherrar fjórveldanna komi saman til fundar í London seint í nóv. Hafði upphaflega verið gert ráð fyrir, að ráðherrarnir kæmu saman 3. október næstkomandi, en tillaga Breta mun fram kom- in til þess að koma í veg fyrir það, að utanríkisráðherrafund- urinn og fundir allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna rekist á. I sambandi við ofangreinda tillögu bresku stjórnarinnar, hafa Bandaríkjamenn og Frakk ar farið fram á það, að fyrir- huguðum fundi fulltrúa utan- ríkisráðherranna verði frestað þar til snemma í nóvember. Rússar hafa enn ekki látið í ljós skoðun sina á málinu. 1 HEIÐRUÐU blaði yðar hef ir því margsinnis verið haldið fram, að byggingarkostnaður nýju sildarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd, hafi verið áætlaður 20 milj. kr. Jafnframt hcfir þvi óspart ver ið hampað, að byggingarnefnd in hafi með óhófseyðslu og c- stjórn komið byggingarkostnað inum upp í 38—40 milj. kr., og nú, eftir að stjórn S.R. hefir htekið vió verksmiðjunum, er jafnvel farið að tala um að þær muni kosta 50 milj. kr. En svo að skilja, að byggingarnefndin (eða Áki Jakobsson) eigi einn ig að bera ábyrð á seintustu 10 miljónunum, sem fárir munu geta gert sjer hguynd um, til hvers nota eigi. Þó að byggingarnefndin hefði helst kosið að hirða ekki að svo stöddu, eða meðan endurskoð un reikninga er ekki lokið, um það, sem sagt kann að veca um byggingarkostnað verk- smiðjanna, tel jeg þó rjetr, vegna þeirra, sem kynnu að vilja vita hið rjetta i þessu máli sem öðrum, að gefa eftirfarandi upplýsingar: Það er eiritómur hugarburð ur, að gerð hafi verið nokkur áætlun um það, að umræddai. verksmiðjur mundu kosta 20 milj. kr. Þegar byggingarnefnd in var skipuð vorið 1945, þann ig að tveir nefndarmenn voru tilnefndir af verksmiðjustjórn en tveir af atvinnumálaráð- herra, hafði stjórn S.R. enga áætlun gert. Byggingarnefnd hafði fyrirmæli um það, að gera allt se munnt væri til þess að verksmiðjurnar gætu tekið til starfa sumarið 1946 og var því augljóst, að hún gat ekki eytt löngum tíma í það að gera áætlanir, enda er vafasamt, hvert gagn er að áætlunum sem sjaldan virðast geta staðið heima. Eru nærtæk dæmi um það hjer í höfuðstaðnum og ná grenni hans, þó að flest blöðin hjer virðist hafa haft 'sjerstals an áhuga á því að ræða um byggingarkostnað hinna norð- lensku síldarverksmiðja og hafi haft þar sem frumteksta 20 milj. kr. áætlun, sem aldrei hefir verið gerð. En hvernig er þá þessi saga um 20 milj. kr. áætlunina til komin? Það mun vera á þá leið að ruglað hefir verið saman á- ætlun um byggingarkestnað verksmiðjanna og beiðni verk smiðjustjórnarinnar um það að hækka lántökuheimild til bygg inga nýrra síldarverksmðija. samkv. lögum nr. 93/1942, úr 10 milj. upp í 20 milj. kr. sbr. lög 46/1945. öllum má vera ljóst, að þetta er tvennt ólíkt. Það skal ósagt látið, hvaði hugmyndir verksmiðjustjórn'n hefir gert sjer um bygginga r kostnað hinna nýju verksmiðja þegar hún bað um 20 milj. kr. heimildina en hit er víst, að um, sem hún sannanlega hafði í höndum, gert sjer von um að byggja 10 þús. mála verk- smiðju á Siglufirði og 5 þús. mála verksm. á Skagaströnd fyrir þessa upphæð. Þar ekki annað en fletta upp i skýrsln verksmoiðjustjórnarinnar fyrir árið 1944 og láta hana sjálfi bera vitni í málinu. Þar sternl ur svo á bls. 3—4: „1 ársbyrjun 1945 var svo komið, að stjórn sildarverk- smiðja rikisins taldi varhugi- vert fyrir SR að ráðast í það á eigin spýtur að reisa hin i fyrirhuguðu 10 þúsund mála verksmiðju í Siglufirði, sökum þess að byggingarkostnaður hafði hækkað mjög síðan 1942. Á hinn bóginn var þjóðarnauð syn að auka verksmiðjuafköst in í landinu. Með brjefi dags. 20. jan. 1944 leitaði verk- smiðjustjórnin því eftir 6 mili. króna styrk úr rikissjóði til byiggingar hinnar nýju verk- smiðju. En byggingarkostnað ur verksmiðjunnar var áætlað ur kr. 15.570. 000,00. Var þá reiknað með vísitölu 256,25 og farmgjöld eins og þau voru vor ið 1944 áður en þau voru hækk uð. Styrkbeiðning fjekk daufar undirtektir hjá ríkisstjórn og Alþingi og strandaði í þing- nefndum. Frestaði stjórn Síld arverksmiðjp ríkisins þá frekari aðgerðum út af byggingu hinn ar nýju verksmiðju, fram á haustið 1944, en hugðist auki afköst verksmiðjanna nokkuð með því að bæta við vjelum í tvær verksmiðjanna i Siglufirði eins og síðar mun að vikið“ Svo mörg eru þau orð. F.n samkv. því, sem hjer segir var byggingarkostnaður 10 þús. mála verksmiðju i Siglufirði á- ætlaður um 16 milj. kr. (senni lega í ársbyrjun 1944). Þessa áætlun mun Jón Guin arsson, þáverandi framkvstj. SR, hafa gert. Hún sýnir að verksmiðjur þær, sem stjórn SR hafði í huga. þegar 20 milj. kr. lánsheimildin var fengin, hlutu að kosta að minsta kosti 25 milj. kr., með þvi að ge \r þó ráð fyrir því einstæða fyrlr brigði, að áætlunin stæðist. Má segja, að ekki sje hægt að full yrða neitt um, hvernig þessu hefði reitt af í höndum Jóns Gunnarssonar, en hins vegar værí mjög svo fróðlegt að fá vitneskju um, hve mikið mum kosta aukning sú um 3500— 4000 mál, sem verksmiðju- stjórnin hugðist láta fram- kvæma, en hún var áætluð af Jóni Gunnarssyni á 1.518.000, 00 kr., samtímis því sem 10 þús. mála verksmiðja var áætl uð á h. u. b. 16. milj. I nóv. 1946 taldi byggingar- nefnd ekki ráðlegt að reikna byggingarkostnað verksmiðj- anna minna en allt að 38 milj. kr. Er þá þess að gæta, að allt bendir til þes að verksmiðjan allt að 12 þús. málurn á sólar- hring, þegar starfsmenn hata fengið næga æfingu i meðferð og samstillingu vjelanna, og ennfremur að Skagastrandar- verksmiðjan er þannig byggð að með tiltölulega litlum kostn aði má gera hana jafn afkasta- mikla og Siglufjarðarverksm. þannig að báðar kæmust upp i allt að 24 þús. mála a.köst á sólarhring. Þó að slíkar verk- smiðjur hefðu kostað um 40 milj. kr., er það ekki nema því sem næst í samræmi við fyrnefnda áætlun Jóns Gunn- arssonar, enda þótt ekki sje tek ið tillit til hækkunar grunn- kaups og visitölu frá þvi að sú áætlun var gerð. Má þvi segja, að byggingarnefndinni hafi tekist merkilega vel að halda á- ætlun þess manns, sem meiri hluti stjórnar SR að minsta kosti, og margir fleiri, hafa tal ið afbragð annara manna á því sviði, sem hjer er um að ræða. Jeg vænti þess, að þjer sjáið yður fært að birta framan greindar upplýsingar við fyrstu hentugleika. Virðingarfjdlst Trausti Ólafsson. Fyrsta blómaverslun Hafnarfjarðar í GÆRDAG var opnuð í Hafn arfirði ný blómaverslun. Heitir hún Blómaverslunin Pálminn og er hún til húsa í Lækjargötu 10. — Þessi nýja verslun mun hafa á boðstólum margskonar skraut blóm og jurtir og annað, sem slíkri verslun tilheyrir. Hafa Hafnfiröingar undanfarin ár orðið að sækja allar slíkar vör- ur til Reykjavíkur og mikill bagi þar að verið. Nú hefur þá verið bætt úr því. Eigandi verslunarinnar er Magnús Guðmundsson. —Reuter. hún gat ekki, eftir þeim gögnSiglufirði muni geta afkast ið Verklýðskonur Ireysfa bresku sljórn mm London í gær. STRACHEY, matvælaráðherra Breta, hjelt í dag ræðu á fundi verklýðskvenna, sem haldinn var í London. Skýrði hann fund inum frá því, að breska stjórn- in hefði í hyggju að skipa nefnd, sem rannsaka ætti möguleik- ana á bættri dreifingu matvæla. Að ræðu ráðherrans lokinni, samþykti fundurinn ályktun þess efnis, að hann bæri fyllsta traust til eftirlits og skömtUnar- fyrirkomulags stjómarinnar, auk þess sem fundarmenn litu svo á, að breskur verkalýður hefði aldrei áður haft jafn mik- ið að bíta og brenna og nú. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.