Morgunblaðið - 03.10.1947, Side 8

Morgunblaðið - 03.10.1947, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. okt. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.l Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. I kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura me8 Lesbók. Átökin á þingi Sameinuðu þjóðanna ÞEGAR styrjöldinni lauk og samtök Sameinuðu þjóð- anna höfðu verið stofnuð, gætti mikillar bjartsýni um gildi þessara nýju samtaka fyrir friðsamlega sambúð þjóðanna í framtíðinni. Almenningur um víða veröld setti á þau traust sitt. Reynslutími þessara alþjóðasamtaka er ennþá skamm- ur. Hann er samt nægilega langur til þess að ýmis konar gallar hafa komið í ljós á uppbyggingu þeirra. Allsherjarþing samtakanna stendur nú yfir. A því hef- ur komið til mikilla átaka milli meðlima þeirra og þá fyrst og fremst þeirra sterkustu, Rússa og Bandaríkja- manna. En þessi átök hafa sýnt það greinilega, hversu ólík eru viðhorf lýðræðisþjóðanna annarsvegar og Rússa hinsveg- ar til hinna ungu alþjóðasamtaka. Rússar hafa í skjóli neitunarvalds síns, þráfaldlega komið í veg fyrir að vilji vfirgnæfandi meirihluta þjóða þeirra, sem samtökin fylla, næði fram að ganga. Störf Sameinuðu þjóðanna hafa fyrir atbeina þeirra orðið að flækju, sem lítt mögulegt hefur reynst að greiða úr. Svo virðist sem lýðræðisþjóðirnar hafi ásett sjer að fá úr því skorið á þessu allsherjar þingi, hvort málunum skuli fram haldið á þennan veg, hvort Rússum eigi að hajdast það uppi að gera samtökin óstarfhæf ár eftir ár. Enda þótt ástæða sje til þess að harma þennan ágrein- ing fer þó áreiðanlega best á því, að úr því fáist skorið, fyrr en síðar, hvort það er yfirleitt hægt að samræma viðhorf og stjórnmálaaðferðir Rússa við stefnumið lýð- ræðisríkjanna. Það væri að blekkja sjálfan sig að gera ekki í tæka tíð tilraun til þess að gera það dæmi upp. Friði og öryggi í heiminum væri enginn greiði gerr með slíkri sjálfsblekkingu. Heimurinn hefur nægilega beiska reynslu af skollaleik þeim, sem leiðtogar nazismans ljeku um mörg ár með alltof miklum árangri. — Sú saga má ekki endurtaka sig. Aldarafmæli Prestaskólans PRESTASKÓLINN á um þessar mundir aldarafmæli. Hafa íslenskir kennimenn og Háskóli íslands minnst þess afmælis með hátíðahöldum Þetta afmæli er merkilegra en margir gera sjer í hug- arlund. Guðfræðin er fyrsta háskólanámsgreinin, sem kennsla er tekin upp í hjer á landi. Stofnun Prestaskól- ans var fyrsta sporið í þá átt að íslenskur háskóli yrði til. En það er fyrst á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 1911. sem Háskóli íslands er stofnaður. Kennsla og menntun guðfræðinga hjer á landi á sjer þó miklu lengri sögu en sjálfur Prestaskólinn, sem nú er verið að minnast. Á hinum fornu biskupssetrum var haldið uppi slíkri fræðslu af mörgum ágætum lærdóms- mönnum. Og íslensku kirkjunni og kristnihaldi í landinu var ekki aðeins mikil stoð að þessari skólastarfsemi. Þjóð- in öll sótti þangað menntun. Það var íslendingum til mikillar gæfu að kirkja hennar var þjóðlegri stofnun en í mörgum öðrum löndum. íslenska kirkjan stóð jafnvel um skeið framarlega í baráttunni gegn erlendri ásælni bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Forystumenn hennar voru í senn pólitískir og kirkjulegir léiðtogar. Þess má gjarnan minnast nú. Breyttar þjóðlífsaðstæð- ur hafa að vísu valdið því að áhrifavald kirkjunnar hefur þorrið. Kirkjan hefur ekki lengur forystu um menntun landsmanna. En marga ágæta fræðimenn hennar og kennimenn frá liðnum öldum mun jafnan bera hátt í ,sögu íslenskra menningarmála. Við þá stendur íslensk þjóð í mikilli þakkarskuld. DAGLEGA LÍFINU Auraselsmálið. ÞAÐ SLÓ ÓHUG á almenn- ing er það frjettist, að ræningj- ar hefðu ráðist inn á afskektan bæ austur í Rangárvallasýslu, hrætt börn, er voru ein heima á bænum, brotið og bramlað húsmuni og stolið fje. Hjer var alvarlegt mál á ferð inni og má nærri geta, að fólk á afskektum sveitabæjum ann- arsstaðar á landinu hefir orðið hrætt og hugsað með sjer, að slíkri heimsókn mætti það eiga von á á meðan dólgar þessir gengju lausir. Það var því sjálf sögð krafa, að lögreglan gerði gangskör að því að finna ræn- ingjana og koma þeim undir manna hendur. Það varð og úr, að sýslumað- urinn í Rangárvallasýslu fjekk sjer til aðstoðar löggæslumann hjeðan úr Reykjavík til að rann saka málið. • Hvað gerðist í Aura- seli? BLÖÐIN FYLGDUST af mikl um áhuga með Auraselsmálinu svokallaða. Rán eru sem betur fer sjaldgæf hjer á landi og því ekki nema eðlilegt, að þeg-t ar slíkar fregnir berast um land, ið vilji menn fá sem glegstar upplýsingar. En löggæslumaðurinn vildi ekki segja blöðunum neitt um hvers_hann hefði*orðið vísari í rar.nsóknarför sinni eystra, heldur kvaðst hann hafa gefið skýrslu um málið til yfirvalda sinna og það væri undir þeim komið hvað gert yrði í málinu. Öll þfessi leynd hefir orðið til þess, að sögur eru farnar að ganga um, að það sje eitthvað bogið við þetta rán. Það færi betur að það yrði' upplýst hið fyrsta hvað gerðist í raun og veru í Auraseli, Kostnaðarlítil landkynning. HRAFN skriíar brjef, um það, sem hann kallar kostnað- arlitla landkynningu á Kefla- víkurflugvelli, en það væri að setja þar upp á góðum stað úr- valsljósmyndir frá íslandi, eða álíka sýningu og Ferðafjelagið hafði hjer í bænum á dögunum. Það er nú einmitt það, sem oft hefir verið minst á í þessum dálkum að gera ætti. Fyrst var á þetta drepið sumarið 1945 og síðan altaf verið að hamra á því við og við síðan. Og það hefir einnig verið stungið upp á því að þar væru til sýnis málverk og kvikmynda sýningar fyrir flugfarþega, sem þurfa að bíða þar suður frá. En enginn árangur hefir orð- ið ennþá. • Löng og leiðinleg bið. EINS OG sagt var frá hjer i þriðjudagsblaðinu kemur það þráfaldlega fyrir, að flugvjelar koma við á Keflavíkurflugvelli. Um síðustu helgi voru ekki færri en 16 vjelar, sem komu þar við og flestar voru'rneð far- |þega. Það var löng og leiðinleg bið hiá þessum farþegum. Sumir biðu alt að því 4 klukkutíma og höfðu ekki við neitt að vera. Menn gátu ekki einu sinni lagt sig út sf. Geta má nærri, að þetta fólk hefði tekið því með þökkum að fá að sjá kvikmyndir frá ís- landi, Ijósmyndasýningu, eða eitthvað annað til að eyða tím- anum. Það eru mörg tækifæri, sem fara til einskis þarna suður frá og raunar óskiljanleg deyfð, sem ríkir í því að kynna landið útávið. Næturaksturinn. AFNÁM NÆTURAKSTURS leigubíla kemur illa við marga og á eftir að verða mörgum til óhagræSis. Rjett er það og satt, að næturakstur bíla mátti sann- arlega minka frá því sem verið he-íir. Því oft var eytt tíma og bensíni til lítt þarflegra hluta með næturgöltinu. Og fegnir verða þeir, sem eiga crfitt ;neð sveín, að losna við bílskröltið að næturlagi. En það er nú einu sinni svo, að margt getur komið fyrir að næturlagi og það blátt áfram veri3 lífsnauðsyn að ná í öku- tæki. Afnám næturakstursins verð ur hinsvegar til þess. að fólk kemst fyr í bólið og líkindi til að gestir verði ekki eins þaul- sætnir á næstunni. • Slysastöð. EN ÞAÐ sem gera mætti og ætti til að bæta úr þeim óþæg- indum, sem' stafa af því að ekki er hægt að ná í bíl að nætur- lagi, er að koma upp nætur- vakt með 2—3. bíla, sem ein- göngu tækju að sjer að flytja fólk, sem nauðsynlega þarf á ökutæki að halda að næturlagi. Það þarf bara að finna ráð til að kcma því íyrir hver á að standast útgjöld af þesshátt- ar. — • Svo er það „rúnt- urinn“. OG SVO er það ,,rúnturinn“ og veiðarnar á honum, sem hefir farið í taugarnar á mörg- um. Það má gera ráð fyrir, að rúnt-veiðar í bilum eftir Aust urstræti leggist niður m^ð bensínskömtuninni. Og sjá víst fæstir eftir því. í I ! I + MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ! i Þurkað höfuð írá Nýju Guineu GAMALL bandarískur kristni boði, að nafni James Wetherby var búinn að vera lengi á Nýju Guineu. Þá fann hann það út, að innfædda- fólkiþ þar væri mikið betra fólk en heima í fæðingarborg hans, Chicago. Hann ákvað þess vegna að snúa heim og reyna heldur að kristna glæpamennina í Chicago og fá þá til að lifa heiðarlegu lífi. Og honum fylgdi einn ungur maður frá Nýju Guineu, sem var kallaður Moki. Moki hafði raunar ekki mikla trú á fræðum herra Wetherby, því að töframennirnir heima á Nýju Guineu voru öllu leiknari, en hann virti grá hár húsbónda síns og hjelt mikið upp á hann. Svo hófst krossferð Wetherbys móti glæpamönnunum í Chi- cago. En svo vildi það til, að einn bófinn, Louey að nafni, sem Wetherby hafði reynt að tala um fyrir reiddist og um nótt eina kom hann heim til trú- boðans, læddist inn í svefnher- bergi hans og skaut á trúboð- ann úr skammbyssu sinni og særði hann alvarlega. Þegar þetta skeði sat Moki uppi í trje í garðinum. Það var ekkert undarlegt, því að heima í Nýju Guineu sitja menn uppi í trjánum á næturnar til þess að forðast eiturslöngur og önn- ur hættuleg kvikindi. Moki gat ekki hindrað bófann í ódseðis- verki sínu, en hann virti bóf- ann vandlega fyrir sjer. Og meðan Wetherby lá á sjúkra- húsinu notaði Moki tímann til að grennslast um neðri heima Chicago borgar. Hann komst að því hvað glæpamaðurinn 'hjet og alt um hann. Eina nótt var flokkur Louey að ræna veitingahús í útjaðri borgarinnar. Louey var á verði fyrir utan húsið, en þegar hinir fjelagar hans komu út fundu þeir hann dauðan fyrir utan, og það sem var undarlegt. — Höfuðið vantaði á hann. Það var horfið burt. Vakti þetta mikinn ótta í und irheimum borgarinnar og hafði sjaldan heyrst um slíkt morð. En það var Moki, sem þessa nótt kom heim til sín með feng sinn í tágakörfu. Nú hafði hann fengið tækifæri til að sýna hvað hann gat. Þetta var hinn mikli sigur í lífi hans og hefnd fyrir húsbóndann. Nokkrir mánuðir liðu og þá tók Moki höfuðið fram. Hann hafði þurkað það eins og höfð- ingjar á Nýju Guineu þurka höfuðin af dauðum fjandmönn- um sínum.. Andlitið hafði að vísu breytt um lit og var orðið kolsvart, en víst var, að svip- urinn var alveg sá sami og áð- ur, sömu hörkudrættirnir kring um munninn og hryllingssvip- ur í augnatóftunum. Það fór að lokum svo, að gripur þessi komst á safnið í Detroit og var talinn minjagrip ur frá Nýju Guineu. En skömmu eftir að höfðinu hafði verið stillt þar upp í hillu tók safnvcrðurinn eftir því, að und arlega mikið af skuggalegum mönnum úr undirheimum Chí- cago borgar fóru að venjá"kom- ur sínar til safnsins og stað- næmdust allir fyrir framan höf uðið frá Nýju Guineu. Loks kom einn voldugasti bófi allrar borgarinnar á safnið með fríðu föruneyti. Hann fór til safnvarðarins og spurði hann, hvaðan þetta höfuð væri | komið. - Höfuðið, sagoi safnvörðurinn er gjöf til saínsins frá herra Wetherby. sem dvaldist lengi á Nýju Guineu. Hann er maður, sem hefir upplifað margt og það'hefir vissulega þurft mik- inn styrk til að lifa eins lengi í frumskógunum og hann. Eftir þetta fjekk Wetherby að lifa í friði og sú saga barst u'm undirheima Chicago að það væri betra að eiga ekki illdeil- ur við hann. (Eftir Readers Digest).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.