Morgunblaðið - 03.10.1947, Síða 16

Morgunblaðið - 03.10.1947, Síða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: SUÐVESTAN eða sunnan- kaldi. — Rigning öðru hvoru. ÍSLENSKAN gagnlcgust fyí ir germönsk fræði. Sjá samtal við próf. Jolivet á bls. 9. 224. tW. — Fösíudagur 3. októher 1947 samem- í GÆR fór fram kosning for- Seta sameinaðs Alþingis og for- seta neSri deildar. Frestað var kosningu forseta efri deildar, þar til í dag. 1 sameinuðu þingi, Forseti sameinaðs Alþingis var kosinn Jón Pálmason með 25 atkv., auðir seðlar voru 23. 1. varaforseti var kosinn Bemharð Stefánsson með 21 atkv. Finnur Jónsson hlaut 1 atkv., en auðir seðiar vru 26. 2. varaforseti var kosinn Finnur Jónsson með 23 atkv., 22 seðlar voru auðir. Skrifarar vo'ru kjörnir Sig- urður Kristjánsson og Skúli Guðmundsson. í kjörbrjefanefnd: Lárus Jó- hannesson, Þorsteinn Þorsteins son, Asgeir Asgeirsson, Herm. Jónasson og Sigurður Guð- Rrundsson. HSkð barátía í neðri deiid. í neðri deild varð forseta- kosningin allhörð, og stóð bar- áttan milli Barða Guðmunds- Æonar og Jörundar Brynjólfs- eonar. Varð að endurtaka kosning- una þrisvar sinnum. I fyrstu umferð hlaut Barði 14 atkvæði, Jörundur 11, Sigf. Sigurhjartarson 6 og 1 seðill var auður. . Þar sem enginn hafði fengið helming greiddra atkvæða, varð að endurtaka kosninguna. Fór sú kosning á sömu leið, jiema Jörundur fekk nú 10 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Varð nú kjósa bundinni kosningu milli Barða og Jör- undar. Urslit urðu þau, að Barði Guðmundsson var kosinn með 15 atkv., Jörundur fjekk 10, en 6 seðlar voru auðir. Nýir þingmenn. Tveir nýir þingmenn hafa tekið sæti á Alþingi, þeir Ste- fán Stefánsson frá Fagraskógi í stað Garðars heit. Þorsteins- mikla í sumar, og Jón Gíslason, sonar, er fórst í flugslyieinu hinn nýi þingmaður Vgstur- Skaftfellinga, Nýja Goða- oss hleypt af stokkuninn Ilaupmannahöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. IIINU nýja skipi Eimskipa- fjelagsins var hleypt hjer af stokkunum í dag hjá skipasmíða stöð Burmeister og Wain. — Skýrði kona Guðmundar Vil- hjálmssonar skipið Goðafoss. Margt gesta var viðstatt at- höfnina, meðal annars Jakob Mölier sendiherra, Krabbe sendi ráðsritari, Guðrnundur Vil- hjálmsson og Halfdan Hendrik- Saina fræi í Alaska Páll Sveinsson og Vigfús Jakobsson, sem eru í Alaska til að safna þar fræi, sem á að sá á Islandi. (Ljósm. Pan American World Airways). Heilbrigðissamþyklin afgreidd á næsta bæjarstjórnarrundi FRUMVARP að heilbrigðissamþyítt Reykjavíkurbæjar verður endanlega afgreitt á næsta fundi bæjarstjómar. — Málið átti að kcma fyrir fund bæjarstjórnar í gær, en af óviðráðanlegum orsökum gat hjeraðslæknir ekki mætt. Borgarstjóri skýrði svo frá/^~ að hjeraðslæknir hefði verið boðaður til fundarins, ásamt heilbrigðisfulltrúa, en vegna anna við barnaskólana hafi hjer aðslæknir ekki geta mætt. Lagði borgarstjóri til, að umræðum yrði frestað til næsta bæjar- stjórnarfundar. Ennfremur gat hann þess, að sýnt þætti að smá- vægilegar- breytingar þyrlti að gera. Hefði það komið í ljós, við lögfræðilega athugun á samþykt inni. Borgarstjóri lauk máli sínu með því, að ýtreka það, að af- greiðsla málsins hefði ekki taf- ist í höndum bæjarstjórnar. Katrín Pálsdóttir tók þessu næst til máls. Sagðist frúin vera mjög óánægð með að ekki skyldi vera hægt að taka máli fyrir á þessum fundi. Borgarstjóri svaraði , frú Katrínu. Sagði hann að víst væri, að þýðingarmikið væri að málið fengi skjóta afgreiðslu. En ekki sagðist borgarstjóri sjá fram á neinar hættur, þó af- greiðsla þess myndi ekki geta fram farið fyr en á næsta fundi. Mjólkurskcmtun hefci í dag EINS og sagt var i blaðinu í gær, verður skömtun á mjólk tekin hjer upp í dag. Tilhögun hennar er hin sama og sagt var í blaðinu í gær, að frá kl. 8 til 2 fær maður \'> pott af mjólk gegn afhendingu skömmtunár- miða frá kl. 8 til 2. Eftir þáð fc'en. — Páll. er engin skömtun á mjólkinni. Ifsir íslendingar við Pá! 1 Sveinsson UM ÞESSAR. mundir eru þeir vestur í Alaska Vigfús Jakobsson skógfræðingur og Páll Sveinsson sandgræðslu- maður. Hefur blaðinu borist meðfylgjandi mynd af þeim, er þeir komu til Alaska með Pan American flugvjel. Þeir komu þangað norður eítir þ. 22. sept. Vigfús Jakobsson á að safna fræi af Sitkagreni og fjallaþöll fyrir Skógrækt ríkisins, en fræ- ár er gott að þessu sinní vestra. Safnar hann fræinu aðallega ná lægt Prins Williamsflóa. - En Páll svipast eftir plöntum, sem líklegt er að komi að gagni við sandgræðslu hjer á landi og við hefting sandfoks, en í Alaska eru margar tegundir sem liklegt er að geti komið sandgræðslunni hjer að gagni. Verður Páll að- allega í hjeraðinu Yakutat, en þar er loftslag talið vera mjög svipað eins og í Mýrdalnum. Fraláar auka seðla- velfuna Frakklandsbanlá tilkynti í dag að seðlavelta Frakklands yrði aukin um 1.500 milljón franka. Nú er seðlaveltan meiri en nokkru sinni fyrr, eða 852. 195 milljón frankar. Bæjarstjórn vill auka- skammt af mjólk fyrir börn, sjúka og gama menni Verður mjélk keypt víðar að! MJÓLKURSKÖMMTUNIN, sem kemur til framkvæmda í dag, kom til umræðu á fundi -bæjarstjórnar í gær. Var þar samþykt, að bæjaryfirvöldin skuli beita sjer fyrir því, að born og sjúklingar fái sjerstakan skammt. Ennfremur að athuga, bærj þá möguleika, að fá mjólk víðar’að, eh nú er, ef með því mætti bæta úr hinum fyrirsjáanlega skorti á mjólk, sem hjer verður í bænum nú í haust og í vetur. Skammturinn ófullnægjandi. ^ Bæjarfulltrúarnir frú Auður Auðuns og Katrín Pálsdóttir, töldu skammt þann, er börnum væri ætlaður við mjólkur- skömmtunina, væri allsendis ófullnægjandi. Frú Auður Auð- uns sagði, að nauðsyn bæri fil, að mjólkurseðlar fyrir börnin bæri að viðurkenna. Væri ofur einfalt að hafa á þeim annan lit. Ekki verk bæjarins. Borgarstjóri tók næstur tii máls. Sagði hann, að eins og bæjarfulltrúunum væri kunn- ugt, þá hefði bærinn ekkert með skömmtunarákvæðin að gera, hinsvegar væri ekkert því til fyrirstöðu að ræða málið. Las hann því næst upp brjef frá forstjóra Mjólkursamsölunn ar, til viðskiftamáiaráðuneytis- ins, en í því leggur forstjór- inn áherslu á að verði börnum ætlaður sjerstakur skammtur, þá beri að merkja seðlana. Sagði borgarstjóri, að vissu- lega væri æskilegt, að börn fengju sjerstakan skammt. Borg arstjóri ræddi einnig um þá möguleika, hvort ekki væri æskilegt, að eins og nú horfði í mjólkurmálunúm, að fá mjólk víðar að. Það mætti ef til vill bæta eitthvað úr mjólkurskort- inum. I þessu sambandi ræddi hann um þá anr.marka á þess- um löngu mjólkurflutningum, að vera mætti, að mjólkin myndi hækka í verði og hætt væri við að hún myndi ekki vera góð vara, þegar hún kæmi á markað hjer. v. Stöðva 3. og 4. flokks mjólk. Frú Guðrún Jónasson tók einnig til máls. Lagði hún sjer- staka áherslu á, að mjólkur- fræðingum bæri að stöðva alla sölu á þriðja og fjórða fiokks mjólk og að hún verði ekki seld til barna. Lagði hún mikla áhersla á að börnum yrði ekki seld mjólk undir 2. flokki. — Einnig bæri að taka tillit til barnshafandi kvenna, sjúkl- inga og gamalmenna. Borgarstjóri tók þá til máls að nýju og sagði, að lög mældu svo fyrir, að ef mjólkurfræð- ingar telji mjólk sem fara á á markað ekki söluhæfa, þá ber þeim að stöðva hana. Tillaga bæjarstjtórnar. Jóhann Hafstein hafði fram- sögu fyrir tillögu þeirri er full- trúar Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Sósíalista báru fram. Tillagan er svo- hljóðandi: „Bæjarstjórnin samþykkir, að fela baejarstjórn að leita sam komulags við skömmtunarskrif stofu ríkisins, varðandi fyrir- komulag mjólkurskömmtunar í bænum, er tryggi þeim auka- skammt, er mesta þörf hafa fyrir mjólk, svo sem börn, barnshafandi konur, sjúklingar og gamalt fólk. Og að mjólk- urskömmtunin komi sem rjett- látlegast niður og fyrirkomulag hennar með þeim hætti, að borg urunum sje sem minnst óhag- ræði af“. Borgarstjóri bar fram viðauka tillögu svohljóðandi: „Ennfremur felur bæjar- stjórn,- bæjarráði og borgar- stjóra, a? athuga í samráði við framleiðsluráð, hvort ekki sje unnt að auka við það mjólk- urmagn sem til bæjarins kem- ur, samanber 27. grr. laga um framleiðsluráð.“ Báðar þessar tiilögur voru samþyktar með öllum greiddum atkvæðum. Fulllrúaráð Hdit; lieldur fund í Sjálfstæðis-" húsinu í kvöld kl. 8,30. Áríðantli er að fulhrúar mæti. Sumarstarfseml Tivoli hætl TIVOLI, skemmtistað Reyk- víkinga, hefur nú verið lokað, Sumarstarfseminni er lokið. í sumar var Tivoli starfandi í rúma fjóra mánuði og sóttu skemmtistaðinn 102,579 manns. Þessi tala skiptist þannig, að 81081 fullorðinn korn og 21498 börn. Mest aðsókn á einum degi voru 7000 manns og var það um verslunarmannahelgina. í fyrra, sem var fyrsta sum- arið sem Tivoli starfaði komu þangað um 74 þús. manns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.