Morgunblaðið - 25.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGL' NBLAÐIÐ Laugardagur 25. okt. 1947 BarátÆan fyrir verslunar- freSsi gegn einokun j Cli HEMAHÖGVM: Eíreppusmiiir iijer og þar VESTRÆNAR þjóðir hafa reynt, að best sje og affara- .sælast að kommúnistar sjeu út af fyrir sig. Hvernig á líka annað að vera. Kommúnistar hafa sagt skilið við þjóð sína. í*eir eru útlendingar hver í sínu ættlandi. í engu landi Evrópu vestan við Járntjaldið, hafa kommún- jstar náð eins miklu fylgi eins og í Frakklandi. Lýðræðisflokk ar þar litu svo á, að þeir yrðu að kaupa sjer frið með því, að hafa samstarf við erindreka híns austræna einræðis. Kom- rnúnistar launuðu þann trúnað, með því að efna til sífelldra verkfalla, tefja framleiðslu þjóðarinnar, auka verðbólguna, og koma atvinnulífi og fjárhag Frakka á kaldan klaka. Þeir, sem hafa vinnu í Frakk landi, fá æðimarga franka í kaup. En hver franki er svo sem 4 aura virði. Til þess að halda hungurvofunni frá dyr- ura almennings, verða Frakkar að taka stórfeld lán. — Þessi mikla menningarþjóð, er að verða öreiga. Við þurfum ekki að leita til Frakklands til þess að sjá, að samstarf við kommnnista er ó- mögulegt. Þeir eru í þjónustu erlends ríkis, jafnt í Frakk- landi sem hjer. Þeir vilja, að viðreisn landanna verði sem erfiðust. — Þeir hafa verið að „búa til kreppu11 \ Frakklandi. Þeim hefur tekist það svo, að þjóðin er nú að heita má komin á heljarþröm. íslensku fiokksdeildinni er sagt, að vinna að 'hinu sama hjer. Hinir íslensku forsprakk- ar kommúnista fyígja þeirri fyrirskipun eftir fremstu getu. Aðrir flokkar sjá greinilega hvert þeir stefna. Og neita allri samvinnu við þessa skemd arverkamenn. Hver tillaga, sem frá komm- vnistum kemur, verður að skoðast í þvi ljósi, að hún sje flutt af mönnum, sem hafa tek- *ð það að sjer að vinna gegn velferð íslenskrar alþýðu, vinna #egn þjóð sinni, í þeirri von að J>eim megi takast að leiða ís- lendinga undir ánauðarok kom tnúnismans. Kommúnistar hjer á landi hugsa sjer, að beita sömu vopn- um hjer eins og þeir hafa beitt í Frakklandi og annarsstaðar, þar sem þeim hefur tekist að ,,búa til kreppu“, efna til verk- falla, stöðvun framleiðslu svo hinar vinnandi stjcttir í land- inu, verði fyrir hinu stórfeld- osta tjóni. Vel má vera að þeim takist að einhveiju leyti að lioma skemdaverkum sínum í framkvræmd. En það breytir <?ngu í þeim fasta ásetningi annara flokka að byggja upp rjettlátt þjóðfjelag með farsæld jalrnennings fyrir augum. SÁ reipdráttur, sem verið hefur um innflutningsverslun okkar síðastiiðna nærfelt tvo áratugi, hefur aldrei leitt gott af sjer fyrir landsmenn. — Þeir tímar eru nú næstum gleymdir, þegar innflutningur og útflutn- ingur gátu farið fram hindrun- arlítið og ekki bar á því, að einn aðili notfærði sjer vald þess opinbera til að sigrast á keppi- ' nautum sínum, eins og siðar kom á áaginn. Eftir styrjöldina 1914—1918 hafði íslenska verslunarstjettin frjálsar hendur til að vinna að viðskiptum um allan heim. Sú mikla ver.siun, sem verið hafði við Ameríku 'á styrjaldarárun- um, lagðist niður og varð það nú hlutverk verslunarstjettar- innar að leita að nýjum leiðum, bæði um inn- og útflutning og endurvekja gömul viðskipti. — Þetta tókst vel og á tiltölulega skömmum tíma, svo að á næsta áratugnum eftir styrjöldina urðu sambönd ísienskra kaup- sýslumanna við erlenda útflytj- endur margþættari og víðtækari en nokkru sinni fyr í sögu lands- ins. Á þessum tíma störfuðu stórkaupmenn og samvinnufje- lög að inn- og útflutningi án nokkurra árekstra, sem teljandi sjeu, en meðan þetta verslunar- frelsi ríkti eða rjett áður en höftin voru sett á höfðu aðrir aðilar en samvinnufjelögin megníð af innflutningsverslun- inni með höndum eða nálægt því 90%, að því er talið er. ★ Svo kom krcjrpan og innjlutn- ingshöftin 1931. Þá gerbreyttist fljótiega sá frjálslegi svipur, sem verið hafði lengst Um á verslunarmálum okkar, áratug- inn á undan. í stað þess olnboga rúms, sem verið hafði komu nú höft, fjármálakerfið innanlands komst á ringulreið, landbúnað- urinn og nokkur hluti sjávar- útvegsins urðu að gera eins- konar nauðasamninga við skuldunauta sína. Nú kom það líka til sögunnar í fyrsta sinn að ákveðinn stjórn- málaflokkur tæki til þess bragðs að notfæra sjer kreppuráðstaf- anir sjálfum sjer til framdrátt- ar. Þessi flokkur var Fram- sóknarflokkurinn, sem á þéss- um tíma fór með mest völd í landinu. Þessi flokkur beitti stjórn sinni á viðskiptamálunum á þann hátt að samvinnuf jelög- unum var stórlega ívilnað um innflutning. í Reykjavík hafði ekkert kaupf jelag getað dafnað, meðan verslunin var frjáls. en með tilstyrk Framsóknarflokks- ins reis þar fljótlega upp all- stórt kaupfjelag í skjóli haft- anna. Það er svo önnur saga að Framsóknarmenn misstu fyrir atburðanna rás, tökin á þessu fjelagi og er því nú stjórnað af kommúnistum. Framsóknarmenn fundu á hafta-tímabilinu að almenningi blöskraði meðferð þeirra á versl uninni. Þeir reyndu þess vegna að finna upp afsakanir og var hin svonefnda „höfðatöluregla“ ein af þeim. Framsóknarflokkur inn taldi rjett að samvinnufje- lögin fengju innflutning í hlut- falli við það hve fjelagsmenn væru margir og töldu fram mjög háa tölu fjelagsmanna. Sú tala og síðari tölur um „fjelags- menn kaupfjelaganna“ hafa aldrei verið rökstuddar af hálfu kaupfjelaganna. Og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir og áskor- anir hafa aldrei fengist neinar skýringar á því hvernig „fje- lagsmannatalan“ er fengin. Það er satt best að segja að almennt er það haft fyrir satt, að hjer sje óhreint mjöl í pokanum og þess vegna þegi Framsóknar- menn og blöð þeirra. Þegar styrjöldin skall á 1939 höfðu samvinnuíjelögin unnið verulega á í ýmsum greinum innflutningsverslunar í skjóli haftanna, en nú hófst nýr þáttur í viðskiptasögu landsins. ★ Síðasta styrjöld kollvarpaði enn á ný grundvelli þeim, sem verið hafði undir viðskiptum landsins og enn varð að fara inn á nýjar brautir. Sú saga er öll- um kunn. Landsmenn skorti mjög nauðsynjavörur eftir langt hafta-tímabil, kaupgetan jókst stórkostlega og möguleikar til innflutnings urðu greiðari því mikill gjaldeyrir barst í hendur landsmanna. En öll verslun fór fram undir eftirliti þess opin- bera. Eins og kunnugt er varð árið 1946 mesta innflutningsár lands manna og var miklum hluta gjaldeyrisins beint til nýsköpun- ar atvinnuveganna. Auk þess þurftu landsmenn einnig annan almennan varning og verðlag á innflutningsvörum okkar fór hækkar.di erlendis. Gjaldeyris- sjóðir landsmanna gengu því ört til þurðar og hefur þess vegna orðið að -taka upp skömmtun á mörgum aðfluttúm nauðsynja- vörum og innflutningshömlur gerðar mjög víðtækar. Þetta er í fáum orðum sagan til dagsins í dag. ★ Og síðan skeöur þaö, sem bú- ast mátti við. — Framsóknar- flokkurinn hefur nú fullan hug á að reyna að nota gjaldeyris- vandræðin kaupfjelögunum og S.Í.S. til framdráttar; eins og þeim tókst á gjaldeyriskreppu- unni 1931—1939. Nú hafa þeir búið til nýja „reglu“, sem í ,,Tímanum“ er ætíð kennd við Hermann og Sigtrygg. — Þessi ,,regla“ er sett fram til að gera kaupfjelögunum auðveldara að einoka verslunina á fjelags- svæðum samvinnufjelaganna. Og í sömu andránni og þessi nýja herferð er hafin rita Framsóknarmenn mjög um það ,sem þeir kalla „hættuna á svörtum markaði“. Er ekki sjáanlegt annað en að þau skrif sjeu gerð í þeim til- gangi að hræða sem flesta neyt- endur til að moka skömtunar- seðlum sínum inn í kaupfjelög- in og nota síðan seðlamagnið, sem fengið er með ýmsum að- ferðum, sem beinar ávísanir á gjaldeyri landsmanna, eins og gert er ráð fyrir í hinni nýju „reglu“. En Framsóknarmenn gá ekki að því að tvöfeldni þeirra og brögð í sambandi við verslunar- málin eru orðin öllum kunn fyr- ir löngu. Og loks athuga þeir ekki að almenningur kæiir sig ekkert um að verslunin dragist meir til kaupf jelaganna en orðið er. Almenningur vilí sem fjöl- breyttasta verslun, en engar ein- okanir, hvorki af hálfu þess op- inbera eða samvinnufjelaganna. í grundvallarreglum þeim, sem settar hafa verið fyrir hið núverandi Fjárhagsráð, er svo fyrirmælt, að þeir innflytjendur, sem geta boðið bestar vörur fyr- ir hagstæðast verð, eigi að sitja fyrir innflutningnum. Almenningur vill, að farið verði eftir þessari reglu, eftir því sem frekast er unt. —- En hvorki Framsóknarmenn nje aðrir, geta nokkurntíma fært sönnur á, að farið sje eftir þess- ari grundvallarreglu, ef ekki er um það hirt, hvernig vörurnar eru, sem til landsins flytjast, en sá sem með einhverju móti getur komist yfir skömmtunarseðla, hvernig sem vörurnar eru, er hann hefur á boðstólum, éigi að geta skammíað sjer sjálfur innflutninsleyfin. ísfiskur fyrir rúmieg^ 100 þús. kr, SÍÐAST liðna viku seldu fimm togarar og einn vjelbátur ísfisk- afla sinn á markað í Bretlandi. Samanlagt söluverð voru kr. 107.945.318. Togarinn Ingólfur Arnarson hjeðan frá Reykjavík er afla- og söluhæstur þessara fimm skipa. - Vörður seldi í Fleetwood 4940 vættir fyrir 10.058 sterlingspund Helgafell frá Vestmannaeyjum seldi í Grimsby 2814 vættir fyr- ir 7573 pund. Skutull seldi í Fleetwood 2600 kit fyrir 7481 pund og í Fleetwocd seldi Júní 690 vættir fyrir 2991 pund. Ing- ólfur Arnarson seldi 4471 vætt fyrir 11.318 sterlingspund. Vjelbáturinn er Ingólfur Arn- arson frá Reykjavík, er seldi 556 vættir fyrir 1746. Þáttur í endurreisninni. WASHINGTON: — Síðan í stríðs lok hafa 1,012 olíu- og vöruflutn- ingaskip verið flutt frá Amertku til annara landa. Einnig hafa verið flutt út á sama tíma um 8,000,000 tonn af ýmsum matvælum. B Verður aukabensín- skamtur seldur lil einkabifreiða með hækkuðu verðil TILLAGA Ingólfs Jónssonar og Sigurðar Bjarnasonar um fyrirkomulag bensínskömmtun- ar og söluskatt af bensíni til einkabifreiða kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Eins og áður er skýrt frá fer tillaga þessi fram á, að einka- bifreiðum verði gefin kostur á að fá aukinn skammt af bensíni tneð hækkuðu verði. Ingólfur Jónsson gerði grein fyrir tilögunni með stuttrí ræðu. Kvað hann tillögu þessa fram borna fyrst og fremst til að afla ríkisjóð tekna. —• Vegna sköihmtunarinnar hlytu tekjur ríkissjóðs mjög að minnka og; væri því full þörf að benda á nýjar leiðir. í þessu sambandi minnti ræðumaður á tekjur rík- issjóðs af tóbaki og áfengi. —• Mundu þær verða um 50 millj á þesu ári. Fyrir okkur flm. vakir einnig að tillögu þessari að reyna að láta ríkissjóð ekki vera eins háð an sölu þessara vörutegunda og nú. — Það væri ólíkt hollara að géfa fólki kost áað kaupa dýrt. bensín til skemmtiferða, en að troða upp á það tóbaki og brennivíni. Tekjurnar Við teljum eðlilegast að fram- kvæma þetta þannig að olíufje- lögin seldu áfram líterinn á 6S aura, en gefnir yrðu út sjerstak- ir bensínmiðar, sem seldir yrðu hjá lögreglustjórum eða öðrum embættismanni. Hæfilegt þykir að hækka lit- erinn upp í 2 kr., en það er auö- vita matsatriði. Með þessu telst okkur til að aukin sala verði 500—600 lítrar á rnánuði og' mun það kosta um 100 þús. kr„ í erlendum gjaldeyri. En tekjurnar af þessari hækk un munu þá nema 10—12 millj, kr. á ári fyrir ríkissjóð. Ræðumaður tók það fram að ekki kæmi til greina að selja bifreiðaeigendum, sem ynnu í þágu framleiðslunnar -eða hafa bifreiðaakstur að aðalatvinnu. bensín við slíku verði. •— Hins vegar yrði að gera allt, sem unnt væri, til að tryggja þeim bensín með rjettu verði. Tillögunni var vísað til fjár- veitinganefndar með samhljóða atkvæðum. Auslurbæjarbíó Þetta glæsilcga hús er Austurbæjarbíó, scm tekur til starfa i kvöld. (Ljósm. Mbl.: Ól. Magn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.