Morgunblaðið - 25.10.1947, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. okt. 1947
MORGUl\BL4ÐlÐ
11
- RÖKVILLUR SÓSÍALISTA
Me& andfœlum
SÍÐARI skýrsla Fjárhagsráðs
um gjaldeyrishorfur og fleira
hefur orðið til þess, að Þjóð-
viljinn, sem varla rumskaði” við
fyrri skýrslunni, hefur nú hrokk
ið upp með andfælum, og birtir
tvö innlegg, langa grein í þriðju
dagsblaði og forystugrein á mið-
vikudaginn um „falsanir Fjár-
hagsráðs“.
. Sjálfsagt orsaka andfælurnar
eitthvað af því óráðsbulli, sem
blaðið gefur frá sjer, en annars
kemur engUm á óvart, þó að
þeir, sem uppi í skýjunum eru,
fallist ekki á kaldar staðreyndir
þessara tveggja skýrslna Fjár-
hagsráðs.
Myndi sjálfsagt rnargir, og
þar á meðal þeir, er í Fjárhags-
ráði eiga sæti og verða þar að
kljást við erfiðleikana, óska
þess, að tal sósíalista um gull
og græna skóga, væpi satt og
rjett, og að hvergi væri ský á
fjármálahimninum. hvorki nú
nje í vændum. En það hefur
ekki hingað til þótt hyggilegt að
ljúga að sjálfum sjer, og Þjóð-
viljinn fær ekki íslendinga til að
trúa því, að það sje farsælt bú-
skaparlag. Þeir, sem þá stefnu
aðhyllast eru andlega skyldari
einhverjum öðrum en góðum og
gömlum íslendingum.
Tal nagrautur
Öllum hagskýrslum fylgja
þeir ókostir að þær verða að
flytja mikið af tölum, oft háum
og flóknum og erfiðum til lestr-
ar og skilnings.
í skýrslum Fjárhagsráðs hef-
ur að vísu verið reynt mjög að
draga úr þessum örðugleikum,
með því, að setja málin fram á
sem einfaldastan hátt. En þó
hefur ekki heldur í þeim verið
hægt að komast hjá all-miklu af
tölum.
Þetta nota sósíalistar sjer og
leggja allt kapp á að villa um
fyrir mönnum í þessu gjaldeyr-
ismáli. Þeir taka þessar þáu
tölur, sveifla þeim á ýmsa vegu
og gera úr þeim þann hræri-
graut, að enginn botni í þeim.
Er þetta mjög í samræmi við
aðra lýðfræðslu þeirra. Þar sem
almenningi er þörf á leiðbein-
ingum og skýringum gera þeir
gerningaveður og villa um fyrir
mönnum eftir föngum.
Eitt dæmi þess er það, hvern-
ig þeir fara með tölumar 175,8
millj., sem eftir er að greiða eða
gera ráðstafanir til greiðslu á
til ársloka, og svo 173 milljón-
irnar, sem talin var hófleg gjald
eyrisþörf 1. ágúst til ársloka.
„Heldur laglegur sparnaður
það“, segir Þjóðviljinn, ,að fyrri
áætlunin er reiknuð með 170
millj. kr. innflutningi, en síðari
175“.
Hver maður, sem lítur á
skýrslur Fjárhagsráðs sjer, að
hjer eru tvær tölur, sem alls
ekki er unnt að bera saman, af
því að þær eru ekki um sama
efnL.Talan 170 (173) milljónir
var áætlun um íninnstu nýjar
innflutningsþarfir 1. ágúst til
31. des. 1947, en hin talan, 175
milljónir, er það, sem veita þarf
10. okt. til 31. des. 19Jt7, aö viö-
bœttum þeim leyfum, sem t um-
ferö eru.. 1) skrásett 1. ágúst,
2). veitt 1. ágúst til 10. okt. og
Skrif þeirra
3 )væntanleg frá þeim tíma til
ársloka.-
Með svona aðferðum er hægt
að komast að hjer um bil hvaða
niðurstöðu, sem hver óskar.
Sambærilega -talan við 173
milljóna áætlunina 1. ágúst til
31. des. er talan 122,5. sem er
leyfin, veitt og væntanleg á
sama tíma, 1. ágúst til 31. des.
1947. Og munur þeirra talna er,
eins og í skýrslunni segir um 50
milljónir. Þetta vill Þjóðviljinn
fela fyrir mönnum.
Fyndni og alvara
Einna fyndnast í hinum leið-
inlegu greinum Þjóðviljans, er
þetta, sem hann hampar bæði í
greininni og leiðaranum, að Fjár
hagsráð þykist spara 50 millj.
með því einu að gera tvær á-
ætlanir, með 50 milljón króna
mun, og slær upp því, að Fjár-
hag*sráð geri nú enn eina áætlun
og spari það sem á vantar.
Engin furða er þó að Þjóð-
viijinn mæli svo, því að öll hans
fjármálakennslá er einmitt í
svona löguðum brellum fólgin.
Nógur gjaldeyrir til! segir
hann, og þá á hann að vera
nógur.
Sjálfsagt að halda nýsköpun-
inni áfram í fullum krafti,
kaupa tugi togara, reisa iðjuver
og allt slíkt fyrir tugi og hundr-
uð milljóna, segir hann — og
reyndar fleiri — og þá er þetta
allt auðvelt, þó að niðri á jörð-
inni finnist varla peningur fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum.
Sparnaðurinn, 50 milljónir kr.
á innflutningi 5 síðustu mánaða
ársins, er ekki fólginn í tveim
miðsmunandi áæílunum, 173
milljóna áætlun og 122,5 millj.
áætlun, héldur er œtlast til að
honum verði náö meö óvœgileg-
um niöurskurði innflutnings og
annara gjaldeyrisþarfa.
Þetta er engin fyndni og ekk-
ert skemmtilegt, ekkert til þess
að hafa í fíflskaparmálum eins
og tráðar sósíalista virðast telja
best við eiga.
Og skömmtunin er liður í
þessari sparnaðarviðleitni, því
að þegar takmarkaður er inn-
flutningur, verður jafnframt að
reyna að tryggja sanngjarna
dreifingu þess litla. sem inn er
flutt.
Hálmstráií5
Þó að grein Þjóðviljans sje
löng og margt, sem drepið er á,
er það í raun og veru aðeins eitt,
sem miðar að því, að hnekkja
skýrslu Fjárhagsráðs, ef rjett
væri með farið, enda er á því
kliíað bæði í greininni aftur og
aftur og í forystugreininni.
Má af öllu sjá, að það á að
vera haldreipið, eða rjettara
sagt hálmstráið, sem öll mál-
færsla sósíalista hangir í.
Og þetta haldreipi eða hálm-
strá, er niðurföllnu leyfin, þ.e.
þau gjaldeyrisleyfi, sem ekki
koma til framkvæmda og því
má stryka út, þegar rætt er urn
það, hvaða gjaldeyrisskuldbind-
ingum við þurfum að mæta með
gjaldeyristekjum ársins.
„Til þess að ná þessum ömur-
lega árangri tilfærir Fjárhags-
um reynslu
ráð öll gjaldeyrisleyfi . . . sem
eyddan gjaldeyri. . . . Þetta er
að sjálfsögðu argasta fölsun“,
segir í leiðaranum. Og í grein-
inni stendur: „Veitt innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfi segja
vitanlega ekki nema mjög ó-
nákvæmlega um gjaldeyrisnotk-
unina. All-mikið af leyfum er
aldrei notað“, o. s. frv. Og um
síðari skýrsluna segir: „Hjer er
byggt á sömu skekkjunni og í
fyrri skýrslunni. Öll gjaideyris-
leyfi í umferð eru talin til út-
gjalda, þó að margföld reynsla
sýni, að slíkt kemur ekki fyrir“.
Hjer gæti verið um rök að
tala, og því rjett að ræða þetta
nokkru nánar og sýna, hve ráð-
vendnislega sósíalistar fara með
þetta atriði.
Þess er þá fyrst að geta, að
í báöum skýrslum Fjárhagsráös
er þetta sama skýrt tekiö fram!
1 fyrri skýrslunni segir, einmitt
í sambandi við þann útreikning,
sem í greininni er nefndur:
„Þess ber þó að gæta, að leyfi
þau, sem í umferð eru, koma
ekki öll til framkvæmda, að
minnsta kosti ekki á þessu ári.
Fer nú fram rannsókn á því
máli, og verður ekki sagt, fyrr
en henni er lokið, hve mikið af
þessum leyfum fellur niður. Er
varlegast að áætla sem fæst um
þetta efni . . En þó mun þessi
fjárhæð ekki hafa nein úrslita-
áhrif á gjaldeyrisaðstöðuna“.
í síðari skýrslunni er einn
kaflinn beinlínis tilraun til að
reikna þetta út eftir skrásetn-
ingunni í ágúst, og hvarvetna í
skýrslunum er þessu atriði
gaumur gefinn.
Af þesu má sjá, að það er
fjarri sanni, þegar sósíalistar
vilja láta líta svo út, sem þeir
sjeu hjer með einhvern nýjan
vísdóm. Allir menn, sem um
þessi mál hafa fjallað, vita vel,
að útgefin leyfi eru í sjálfu sjer
ekki fullkominn mælikvarði á
gjaldeyrisþörfina, og er fullt til-
lit til þess tekið í báðum skýrsl-
um Fjárhagsráðs.
liandaskol og
rökvillur
En þegar sósíalistar svo fara
að útfæra þetta, 1 sjálfu sjer
rjetta og alkunna atriði, sem
Fjárhagsráð alltaf reiknaði með,
fer allt í handaskol og rökvillur,
og það svo, að fullsæmandi er
óvitrasta og óhlutvandasta blaði
landsins.
Höfuð málflutningurinn í
báðum áminnstum greinum er
þessi:
Á árinu 1946 voru leyfi gefin
yfir 800 milljónir króna, en inn-
flutningurinn varð 4”43 milljónir.
Þetta sýnir, að mismunurinn,
357 milljónir leyfa komu ekki
til borgunar á áririu. Og svo
segir: „Ef reikningsspeki Fjár-
hagsráðs hefði verið hagnýtt það
árið, hefði þjóðin átt að skulda
97,6 milljónir í árslok, en þá
átti hún reyndar 223,1 milljón.
Tölvísi Fjárhagsráðs hefur þann
ig falsað ástandið til hins verra
um 330 milljónir".
Já, hvona hefði það verið, ef
nokkur heil brú væri í röksemda
færslunni. En hjer fór sem oft-
Fjárhagsráðs
ar, að því vitlausari sem for-
sendurnar eru, því merkilegri
verður nioursiaðan.
Eftir „reikningsspeki“ sósíal-
ista og „tölvísi", ættu þá af 500
milljóna leyfum yfirstandandi
árs til 1. ágúst að vera fallnar
niður eða falla niður um 223
milljónir, sem ekid kæmu til út-
borgunar á þessu ári og ekki
knýðu á um gjaldeyri.. En ef svo
væri, þá væri hjer allt vaðandi í
erlendum gjaldeyri. bankarnir
með um það bil 150 milljónir í
erlendum gjaldeyri í stað þess
standa með 70—80 milljónir í
kröfum, sem ekkert er til fyrir,
og miklar kröfur fram undan.
En sósíalistar hirða ekki um
slíkar staðreyndir.
ReiknaS meS röngum
töhim
Ógæfan stafar af þeirri ein-
földu staðreynd, að sósíalistar
reikna hjer sem oftar með röng-
um tölum.
Gjaldeyrisleyfi í sambandi við
innflutning 1946 voru alls ekki
neinar 800 milljónir króna, held
ur um 557,5 milljónir. Hitt voru
gjaldeyrisleyfi án innflutnings
og yfirfærslur án levfa (og náðu
þó aldrei samtals 800 milljón-
um), sem ekki koma við sjálfum
innflutningnum, og má því ekki
bera saman við hann.
En með þessu er öíll „rök-
semlarfærslan“ hrunin til
grunna.
Heldur nær hefði verið að bera
saman gjaldeyrisleyfin til inn-
flutnings 557,5 milljónir og inn-
flutninginn sjálfan, 443 millj.,
en þó nægir það engan veginn
til þess að sjá, hvað niður hafi
fallið að leyfum- og álykta að
114,5 milljónir hefðu fallið nið-
ur, því að þar kemur fleira til
greina. Má vísa hjer til 2. kafla
í síðari skýrslu Fjárhagsráðs til
þess að sýna, hve mörg atriði
koma til greina ef finna skal
niðurfallin leyfi.
En þessi samanburður viö
19J/6, þessi regin vitleysa, þessi
botnslausa fjarstœöa, byggö á
alröngum forsendum, er svo mik
iö megin atriði í málfærslu sósíal
ista, aö þetta veröur megin uppi
staöan í allri árás sósíalista á
skýrslur fjárhaasráös.
Ósamhærilegt við
1946
Eftir að þessi talnafölsun eða
vanþekking sósíalist a hefur ver-
ið afhjúpuð, og sýnt fram á, að
niðurstaða þeirra um niðurfall-
in leyfi 1946 er alveg út í bláinn,
þarf í raun og veru ekki vitn-
anna við frekar.
En þó er rjett að láta það
koma fram, að samanburöur í
þessu efni milli útkomunnar
19Jf6 og skýrslu Fjárhagsráös,
er gersamlega út i hött.
Þó að búið væri að reikna ná-
kvæmlega út, hve mikið af leyf-
um ársins 1946 fjell niður, væri
það alls ekki sambærilegt við
skýrslur Fjárhagsráðs, einkum
hina síðari.
Og það stafar af því, að sú
skýrsla byggir á skráningu leyf-
anna í ágústmánuði í sumar.
Skráning þessi var fullkom-
inn hreinsunareldur á leyfin. - -
Þaö sem ekki kom fram af leyf-
um er úr sögunni. Eftir það
koma aðeins ný leyfi. Og á
þeim leyfum, sem þá voru skráö
og þeim leyfum, sem síöan hafa
veriö veitt, má ekki vænta
neinna affalla, sem máli skipta.
Eitthvaö af þeim dregst að
vísu fram að áramótum og er
þá niðurfallið, en mest af þeim
verður vafalaust að endurnýja,
vegna þess, að nú cru leyfisveit-
ingarnar miklu takrnarlcaöri en
áiöur, og varla til leyfi nema fyr-
ir slíkum nauösynjum, sem leyfa
veröur.
Meö þessu eru því allar tylíi-
vonir um bcetta afkomu vegna
niöurfaUinna leyfa f ullkomlega
úr sögunni, þ. e. a. s. í raunveru-
leikanum, en vafalaust ekki í
draumórum sósíalista.
Ef menn þyrftu nokkrar frek-
ari sannanir fyrir því, að það
eru skýrslur og áætlanir Fjár-
hagsráðs, en ekki draumsýnir
sósíalista, sem eru í samræmi við
veruleikann, ætti að nægja að
líta á gjaldeyrisástandið eins og
það lýsir sjer í afkomu bank-
anna.
Bankarnir eru gjaldeyris-
lausir, um. það þýðir ekkj. að
þrefa. Og einfalt dæmi má
setja upi^ til þess að sýna,
hvort nokkur von sje um
margra tuga miljóna niður-
fellingu ieyfa:
milj. kr.
Gjaldeyrisleyfin voru .. .
1. sept. .:................ 216.5
Veitt leyfi. 1. sept. til. .
10. október .............. 32,0
Samt. 248.5
Greitt eða geíin ábyrgð
fvrir ................ 145,0
Ógreidd leyfi ........ 103.5
í bönkunum eru á sama
tíma ógreidd leyfi um 68,0
Afgangurinn, um . . 35.5
milj. króna, er þá þau leyfi,
sem í umferð eru. búið að veita,
en ekki farið að sýna í banka.
Þetta mun vera nærri sanni.
Og vðrla má gera ráð fyrir, að
mikið yfir 10—12 miljónir sje
í leyfum, sem ekki ber að greiða
fyrr en eftir áramót.
THkostnaður og
gjaldeyrir
Það er auðvitað mým^'t
fleira í þessum kyndugu skiíf-
um sósíalisía, sem rangfærir
skýrslur Fjárhagsráðs. En varla
mun borga sig að elta ólar við
það, enda sýna þessar rang-
færslur það helst, hve vel þessar
skýrslur Fjárhagsráðs standast
heilbrigða og sannorða gagn-
rýni.
En eitt er þó það atriði, sem
æ ofan í æ heíur sjest í skrifum
þessara manna og það er sú reg-
in firra, að kaupgjald hjer inn-
anlands geti engin áhrif haít á
gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
Kaupgjaldið er vitanlega'einn
megin kostnaðarliður framleiðsl
unnari, þó að þar sje vafalaust
fleira sem lagfæra þarf til þess
að framleiðslan beri sig.
En þaö mun seint takast uð
samfæra menn um, aö tilkostn-
aður við framleiðsluna skipti
(Framhald á bls. 12)