Morgunblaðið - 25.10.1947, Page 5
Laugardagur 25. okt. 1947
MORGUNBL4ÐIÐ
5
BRJEF FRÁ ALÞINGI
Minniiigarorð nm
Ogmimd Bjaraason j
hverja drekkur froken IhorcáÉesi! © Kapphlaup um brennivíns-
ALÞINGI hefur nú setiS að
störum í rúmar þrjár vikur. En
það hefur farið fremur hægt af
stað. Treggengni samstjórnar-
fyrirkomulagsins verður æ
^meira áberandi þótt það sje
eins og flokkaskiptingu er hátt-
að hjer nú, óumflýjanlegt og
nauðsynlegt.
Málþóf stjórnar-
andstöSunnar
Málþóf stjórnarandstöðunnar
hefur sett svip sinn á störf
þingsins það sem af er setu þess.
Það eru fyrst og fremst tvö mál,
sem þeir hafa hafið umræður
um, Keflavíkurflugvöllurinn og
framkvæmd flugvallarsamnings
ins og skömmtunarráðstafanir
þær, sem ríkisstjórnin hefur orð
ið að taka upp.
Umræður um þessi mál hafa
staðið dag eftir dag. Leiðtogar
kommúnista hafa hver af öðrum
flutt tveggja klukkustunda ræð-
ur og ráðherrarnir síðan svarað
þeim.
í svörum ráðherranna, og þá
fyrst og fremst utanríkisráð-
he. ra, Bjarna Benediktssyni,
hr 'a spilin verið lögð á borðið
ur framkvæmd flugvallar-
sa- ningsins. Íslendingar hafa,
síi n flugvöllurinn var afhentur
þc . i s.l. haust, tekið stöðugt
v; :di þátt í stjórn hans og
re ’i eftir því sem föng hafa
sí; ii til. Ádeilur stjórnarand-
st ; nnar í þessum umræðum'
h; á orðið því bragðdar.fari
se æður þeirra urðu lcngri.
5 sætir mikilli furðu að
lei gar kommúnista skuli
ek I ennþá vera búnir að átta
si; í, hversu landráðabrigsl
þe' • i í þessu máli hafa gjör-
sa ’cga misst marks. Öll þjóð-
In I örfáum ofsátrúarmönnum
0! /rrverandi tilvonandi orða-
bó u'höfundum undanteknum,
vei að flugvallarsamningurinn
va / hagstæð, lausn á miklu
va; lamáli.
1 óerverndarsamningurinn var
niourfelldur og hið erlenda her-
lið flutt á brott. Það skipti meg-
inmáli. Keflavíkurflugvöllurinn
er í dag fyrst og fremst alþjóða-
flugstöð, sem flugvjelar frá
mörgum löndum leggja vikulega
og jafnvel daglega leið sína um,
íslendingum og flugsamgöngum
í heiminum yfirleitt til mikils
hagræðis.
ÞingmahnabústaSur
Bernharð Stefánsson, fyrri
þingmaður Eyfirðinga, sem set-
ið hefur manna lengst á þingi,
hefur um nokkurt skeið haft mik
inn áhuga fyrir því að ríkið
reisti hús í Reykjavík, sem þing-
menn gætu hafst við í yfir þing-
tímann. Árið 1943 fjekk hann
setta löggjöf um byggingu slíks
bústaðar og árið 1945 var sam-
þykkt frumvarp frá honum þar
sem ríkisstjórninni var heimilað
að taka lán í þessu skyni.
En allt kom fyrir ekki, þing-
fnannabústaðurinn fjekkst ekki
byggður. Á s.I. vetri var sam-
þykkt þingályktunartillaga frá
sama þingmanni um að ríkis-
stjórnin notaði heimildir þær til
framkvæmda í málinu, sem í
íyrrgreindum lögum fólust.
Og nú flytur Bernharð Stef-
ánsson fyrirspurn til forsætisráð
herra um, hvernig standi á þess-
ari meðferð þingmannabústaðar
ins.
I-Ijer skal ekkert um það full-
yrt, hvort eðlilegt sje að ríkið
sjái utanbæjarþingmönnum fyr-
ir sæmilegu húsnæði yfir þing-
íímann. En það er víst að hús-
næðisvandræði síðustu ára hafa
áreiðanlega bitnað á þingmönn-
um utan af landi ekki síður en
öðrum. Og þeir þeirra, sem búið
hafa á Hótel Borg, hafa sannar-
lega ekki verið öfundsverðir. ■—
Vinnuskilyrði á slíkum stað eru
áreiðanlega allt annað en ákjós-
anleg. Og eitt er víst, engir af
embættismönnum ríkisins
mundu sætta sig við slíkan að-
búnað meginhluta árs fjarri
heimilum sínum.
Drekkur fröken
Thoroddsen kaffi úr
krystallvasa?
Katrín Thoroddsen hefur haft
orð fyrir stjórnarandstöðinni í
árásum hennar á skömmtunar-
fyrirkomulagið.
í einni ræðu sinni komst hún
m.a. þannig að orði, að skömmt-
un búsáhalda væri svo naum að
sumt fólk yrði nú að stötra kaffi
sopann úr krystallsvösum og
keramikskálum!!
Viðskiptamálaráðherra kvað
þetta mundi orðum aukið og
sagði: Jeg þekki ekki slík dæmi,
það getur verið að báttvirtur 2.
landkjörinn (K. Th.) þekki þau.
Hefur hún kannske orðið að
drekka kaffið sitt úr krystalls-
vasa?
Það mál hefur ekki fengist
upplýst til fullnustu ennþá, en
upplýsinga í því er beðið með ó-
þreyju. Ef svo væri er von að 2.
landkjörinn þykist liart leikin
af skömrrttunarreglunum.
Um skömmtunarfyrirkomu-
lagið er annars það að segja, að
á því hafa komið í ljós ýmis-
konar byrjunargaliar. Var það
að vonum. Úr sumum þeirra hef
ur þegar verið bætt, aðrir verða
vafalaust lagfærðir síðar. — En
framhjá því verður ekki komist,
að skömmtunin er nauðsyn og
það skilur allur almenningur og
sættir sig við.
Kapphlaup um
brennivínstillögur
Fátt sýnir betur málefnafá-
tækt þessara 3ja þingvikna en
mál þau, sem þegar eru komin
fram. Af rúmum 40 málum, sem
flutt hafa verið, fjalla 5 um
brennivín, beint eða óbeint.
Það er ' sannarlega' góðra
gjalda vert að til sjeu menn á
þingi, sem stuðla vilja að þverr-
andi áfengisnautn í landinu. En
ósköp virðast þessar 5 tillögur
ná skammt í áttina að því marki.
Sú fyrsta er um hjeraðabönn
og skömmtun áfengis, önnur
um afnám vínveitinga á kostnað
ríkisins, þriðja um afriám verð-
ívilnana ráðherra, þingforseta o.
fl. í áfengiskaupum, fjórða er
fyrirspurn um hvaða embættis-
menn njóti þessara ívilnana og
sú fimmta um bann gegn því að
einstakir trúnaðarmenn þjóðf je-
lagsins fái tóbak, áfengi og bif-
reiðar með afslætti.
Einn flutningsmaður þessara
tillagna lætur þess getið í grein-
argerð tillögu sinnar að til mála
hafi komið að „bar“ yrði settur
upp í þinghúsinu, en sú „hug-
sjón“ hafi verið drepin af for-
seta sameinaðs þings.
Jeg hefi aflað mjer upplýsinga
um það hjá forsetum, hvað hæft
sje í þessari staðhæfingu. Kom
það þá í ljós, sem raunar var
fyrirfram vitað, að slíkt hafði
aldrei komið til tals.
Það er Alþingi til mikillar
vanvirðu, hvernig einstakir þing
(Framhald á bls. 12)
Viðskiftamálaráðherra: „Drekkur háttvirtur 2. landkjörinn,
Katrín Thoroddsen, kaffið sitt úr krystallsvasa?“
í FEGURÐ vorsins lítum við
hið vaknandi líf. 1 húmi hausts
ins sjáum við uppskeruna og
þroskann í náttúrunni og i
djúpi sálarinnar. Þetta minnir
á þig og lif þitt meðal vor. 1
þvi bjó fegurð og þroski. Nú
uppsker þú laun dygðarinnar
í æðra heimi.
Ögmundur Bjarnason and-
aðist á Landakotsspítala 14. þ.
m. I dag verður hann jarðsung
inn að Borg í Grimsnesi.
Ögmundur var fæddur; i
Arnarbæli í Grímsnesi 5. júlí
1871. Foreldrar hans voru
Bjarni Ögmundsson og Sigrið-|
ur Stefánsdóttir er bjuggu lengi
í Arnarbæli. Voru þau bæði af
traustum stofni og heimili
þeirra þekkt að myndarbrag.
Ólst Ögmundur upp hjá foreldr
um sínum og vandist snemma
allri vinnu eins og þá var títt.
Eftir andlát móður sinnar
hætti faðir hans búskap, en
við tók Stefán sonur Sigríðar,
af fyrra hjónabandi. Gerðist
Ögmundur þá vinnumaður hjá
bróður sinum og dvaldi hjá
honum langa hrið.
Fyrir h.u.b. 40 árum fluttist
ögm.. hingað til bæjarins, en
undi hjer ekki lengi og fluttist
aftur í Grímsnesið og helgaði
því alla krafta sina upp frá þvi,
enda mun liann vart hafa get
að fest tryggð eða yndi við ann
að bygðarlag. Eftir að Sigríður
systir hans liafði mist mann
sinn stóð ögmundur fyrir búi
með henni í Miðengi, uns hún
hætti búskap og flutti hingað.
Fór vel á því, enda þau systkin
mjög samrýmd alla tíð og á-
þekk að góðleik og höfðinglegri
tryggð. Eftir það dvaldi Ög-
mundur aðallega á ýmsum bæj
uin i Grímsnesinu og sóttust
allir eftir að, njóta vinnu hans.
Hann var mjög laginn við alla
vinnu og fann fegurð i hverju
verki. Lundin var góð og hverj
um góðum dreng unun að vera
í nálægð hans, enda trölltrygg
ur sem kyn hans stóð til. Harm
var sannur sonur Grímsnessins
góða og samsvaraði þeim jarö-
vegi sem hann var sprottinn af,
Síðustu mánuðirnir voru
honum erfiðir, en honum var
þá styrkur og huggun að frænd
fólki sínu hjer, einkum systur-
inni elskulegu sem stytti marga
erfiða stur.d hjá jhonum. Geo
prýði og Irógvær glaðværð Ög
mundar mun lengi lifa í hug
um samferðamanna hans. Sæl
ir eru hógværir því þeir munu
guð sjá. Slikur varst þú, ágæti
vinur.
Við hefðum óskað að njóta
samvista þinna lengur, en hinu
er líka gott að taka, þegar heim
vonin er góð.
Steindór Gunnlaugsson.
Fulltrúi í
Versluriarfyrirtæki óskar eftir fulltrúa með góða og
alhliða menntun á verslunarsviðinu. Viðskiftafræðingur
eða lögfræðingur koma einnig til greina. Staðan er vel
launuð og býður upp á mikla framtiðarmöguleika.
Umsóknir merktar: „Góð staða" sendist blaðinu fyru y
28. þ. m. 4
Íbi askipl
Vil skipta á 3ja herbergja íbiið með eldhúsi og geymslu
sem'er í nýju húsi á einum fegursta stað i bænum, fyrir
4 eða 5 herbergja ibúð, með eldhúsi og geymslu. Vænt
anleg milligjöf verður staðgreidd. Tilboð sendist Morg-
unblaðinu fyrir 30. þ.m. merkt: „Il;úðaskipti“.
<Í>3x&3>^<&'®<&3><$>'$«&<§xSx®3x$*®*S>-®'®"$><^$x®«><3><S><S><$"$><Í*4>,$><®><S>®-S><?x&<®<Í*e*$*$»?>Í><S‘
Við viljum kaupa nýja eða lítið notaða „combineraða“
trjesmíðavjel. Uppl. á skrifstofmmi.
in Cj a^je íacji^ Í3nt h
Simi 629,8.