Morgunblaðið - 25.10.1947, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 25. okt. 1947
rántiMðMft
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.1
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Stra umh vörí í stjórnmál-
um Evrópu?
ÝMISLEGT bendir til þess að straumhvörf sjeu fvrir
dyrum í stjórnmálum Evrópu.
Fyrst eftir að styrjöldinni lauk og skuggi hennar grúfði
koldimmur yfir þjóðunum sýndu kosningaúrslit í mörg-
um löndum mikla fyigisaukningu kommúnista og sósíal-
istaflokkanna yfirleitl. í nokkrum löndum töpuðu sósíal-
demokratar miklu af fylgi sínu yfir til kommúnista.
En nú virðist þetta vera að breytast. Kommúnistar tapa
nú hverjum kosningunum á fætur öðrum og fylgi sósíal-
demokrata gengur einnig saman enda þótt þeir sjeu að
vinna aftur það, sem þeir töpuðu til kommúnista. Heild-
armyndin er sú að sósíalisminn í Evrópu er að tapa fylgi.
Fyrsta dæmi þess eru kosningarnar, sem fram fóru á
Ítalíu ekki alls fyrir löngu. Þar vann hinn frjálslyndi
borgaráflokkur de Gasperis forsætisráðherra mikinn sig-
ur.'Vinstri menn með kommúnista í broddi fylkingar
höfðu talið sjer þar vísan sigur,
Þá koma bæjarstjórnarkosningarnar í Frakklandi. Þar
íær hrevfing de Gaulle nær fjörutíu af hundraði atkvæða.
Þar með var kommúnistum þokað úr þeim sessi að vera
stærsti flokkur Frakklands. Jafnhliða veikist aðstaða
sósíaldemókrata stórlega.
Seinasta dæmið eru bæjarstjórnarkosningarnar í Nor-
egi. Einnig þar tapa kommúnistar stórlega og verka-
mannaflokkur sósíal-demókrata bíður svipaðan ósigur,
tapar hátt á annað hundrað bæjarfulltrúum og missir
meirihluta í mörgum bæjar- og sveitarstjórnum. Er það
mjög athyglisverð staðreynd þar sem flokkur sósíal-demo-
krata hefur verið mjög sterkur í Noregi.
En á. sama tíma sem vinstri flokkarnir norsku tapa
mjög, eykst hægri flokkunum fylgi.
Þetta fylgistap vinstri flokkanna í Evrópu er ekki ó-
hliðstætt hinum mikla ósigri Demokrataflokksins í Banda-
ríkjunum. Einnig þar liggur straumurinn til hægri.
Hvað má ráða af þessari stefnubreytingu á sviði stjórn-
1 málanna?
Fyrst og fremst það, að þegar almenningur hinna
styrjaldarþreyttu landa sjer rofa örlítið til eftir myrkur
og járnaga heimsstyrjaldaráranna, þverr trú hans á
sósíalismann, ofurvald ríkisvaldsins yfir eignum þess,
iífi og limum.
Trúin á einstaklingsframtak og aukið athafnaífrelsi
glæðist á ný. Á grundvelli þess verður hin mikla endur-
reisnarbarátta háð.
Vetrarsíldin
SÍLDAR er fyrir nokkru orðið vart hjer við Faxaflóa
og vestur í ísafjarðardjúpi er bersýnilega mikil síldar-
gegnd. Hafa þegar veiðst þar nokkur þúsund mál og er
bræðsla síldar hafin í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglu-
firði.
Að sjálfsögðu er ómögulegt að vita það fyrirfram, hve
mikið verður úr vetrarsíldveiði að þessu sinni. En sjálf-
sagt er að gera allt, sem unnt er til þess að hagnýta sjer
þessa haust- og vetrargöngu síldarinnar nú og framvegis.
Við íslendingar höfum ekki mikla reynslu á slíkum
síldveiðum Aðferðin við veiðina er allfrábrugðin því, sem
gerist á sumarvertíð Oftast er síldin fundin með ýmis-
konar lóðunaraðferðum. Er nauðsynlegt að nota þá aðferð
þar sem hún ekki veður í sjóskorpunni.
En hvaða aðferð er öruggust í þessum efnum? Notkun
bergmálsdýptarmælis eða gamla síldarlóðsins?
Koma ekki einnig aðrar aðferðir til greina? Þetta þarf
að athuga eins gaumgæfilega og frekast er kostur á.
Til þess ber brýna nauðsyn að allir möguleikar síldveið-
anna verði sem örugglegast hagnýttir. Þessvegna þarf að
gera sjerstakar ráðstafanir til þess að vetrarsíldinni verði
mætt með sem skjótustum og fullkomnustum viðbúnaði.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Brennivínsberserkir. |
ÞAÐ ERU einhver álög á lög
gjafarsamkomu þjóðarinnar, j
að þar er ekki hægt að þver-
fóta fyrir brennivínsfrumvörp-
um. Á hverju einasta þingi eru
bornar fram meira og minna
vitlaus brennivínsfrumvörp og
það eru nokkrir þingmenn blátt
áfram haldnir ^inhverri brenni
vínsfrumvarpasýki, því þótt
þeir skrifi aldrei undir íillögu
um þjóðmál í þinginu, þá er
það segín saga, að presturinn
hefir ekki sagt amen við þing-
setninguna áður en brennivíns-
frumvörpin eru komni i há-
mæli. Þau eru nú bara fimm
fyrir þihginu núna — og sitt
sýnist hýerjum hvað gera eigi.
Þetta íeru nú meiri brenni-
vínsbersérkirnir og þætti víst
óhóf, efí um óreglumenn væri
að ræða^
•
í
Moldviðrismælgi.
OG SÚ mærð og sú mælgi og
það moldviðri, sem þyrlað er
upp um þesis svokölluðu á-
fengismál. Inn í þingskjölin
komast jafnvel auvirðilegustu
kjaftasögur í sambandi við
þessi áfengismál. Og nú er far-
ið að ræða um það upp á kostn
að skattþegnana, hvort ríkið
eigi að greiða risnuáfengi fullu
útsöluverði til Guðbrandar í
ríkinu til þess að hann sendi
það næsta dag í ríkiskassan, í
stað þess að fá þó kostnaðar-
verð áfengisins greitt hjá þeim
embættismanninum, sem veitir
gestum ríkisins.
Risnuáfengið.
í SKYNSAMLEGU brjefi um
þessi mál, sem „Daglega lífinu“
hefir borist, segir m. a.: „Vit-
að er, að yfirleitt hefir þess-
um risnukaupum embættis-
manna verið stillt í hóf. Upp-
haflega er þessi ráðstöfun af-
leiðing af því að ríkið sá sjer
ekki fært að launa t. d. ráð-
herra það ríflega, eða ætla þeim
það mkiið risnufje, að sann-
gjarnt væri að ríkið græddi á
risnu, sem þessir aðiljar intu
af hendi þjóðfjelagsins vegna.
Eins og komið er verðlagi á-
fengis nú yrðu það engar smá-
fjárhæðir, sem fram kæmu á
landsreikningi fyrir hverja stór
veisluna, sem haldin yrði á veg
uin hins opinbera. En manna á
milli, þegar farið yrði að fleygja
þeim tölum milli sín, myndi þá
ekki á stundum verða gleymt
að mest af þessu fje rennur
aðra leið í ríkissjóð. En kjósi
þingmenn heldur nafnsverð-
leiðina, þá þeir um það.
•
Borgaði sig að
breyta til?
,,Og ÓVÍST er hvort það borg
aði sig í lokin fyrir íöð-
urlandið að breyta til í þessu
efni. Ýmsir opinberir starfs-
menn, einkum þeir, sem mikil
mök hafá þurft að hafa við út-
lendinga á undanförnum árum,
hafa orðið þeim mun ver sett-
ir, sem verðlag áfengis hefir
verið hækkað, en hið opinbera
mun hinsvegar hvorki hafa
viljað fallast á eða veita þeim
undanþágur frá útsöluverði, nje
heldur auka fje þeirra til risnu.
En þegar til þess kæmi að rík-
isstjórnin sjálf færi að kaupa
fullu verði, mundi þá ekki geta
bugsast að einhverjir aðrir írún
aðarmenn yrðu djarfari um til-
kostnað við risnu vegna stofn-
ana, sem þeir veittu forstöðu.
En meðan ríkið rekur áfeng-
isverslun sem eina af aðaltekju
stofnum sínum, verður ekki
sjeð, að kom-ist verði hjá því
að trúnaðarmenn hins opin-
bera hafi áfengi um hönd í
umgengni við menn frá þeim
þjóðum, sem slíku eru vanir og
betur kunna að umgangast á-
fengi en margir okkár“.
•
Efni í sjötta brenni-
vínsfrumvarpið.
OG AÐ lokum kemur brjef-
ritari með uppástungu að sjötta
brennivínsfrumvarpinu, sem
einhver gæti „slegið sjer upp
á“ að bera fram á núverandi
þingi. Hún er þetta:
„Annars kyrini það að þykja
snjallræði, að einhverjir þing-
manna vildu eins og á stendur
bera fram þingsályktunartil-
lögu um, að íslendingar væru
því aðeins samkvæmishæfir, að
þeir neyttu eigi áfengis“.
e
Staurarnir við for-
setaminnismerkið.'
AUSTURV ÖLLUR er einn
fegursti blettur í bænum. Þar
hefir minnismerki Jóns Sig-
urðssonar verið valinn staður,
mjög svo smekklega. Þar leik-
ur Lúðrasveit Reykjavíkur fyr-
ir bæjarbúa á góðviðriskvöld-
um og tyllidögum, en bæjarbú-
ar ganga í kring um völlinn
og hlusta misjafnlega hugfangn
ir eins og gengur.
Á Eskihlíð og víðar í út-
hverfum _ bæjarins voru fisk-
trönur miklar til að hengja á
fisk, sem verið var að herða.
Þessar trönur eru að að hverfa
að mestu. Hvað orðið hefir urri
alt það timbur, sem í írönurn-
ar fór, skal ósagt látið, en hitt
er víst, að tveir staurar úr fisk-
trönunum lentu á Austurvelli
við sitt hvora hlið forsetaminn-
ísmerkisins. Og eru þar enn. .
•
Til lítillar prýði.
NÚ ER það svo að fisktrönu-
trje þykja heldur ljót, að minsta
kosti ef ekki hangir á þeim
fiskur. Og þegar staurum þess-
um var stungið niður á Aust-
urvelli fyrir einum tveimur ár-
um, stungu menn saman nefj-
um um, að nær hefði verið að
koma fyrir rafmagnsleiðslum
þeim, sem staurarnir halda
uppi, neðan jarðar, einkum þar
sem svo stóð á, að skömmu áð-
ur hafði völlurinn allur verið
grafinn upp. En þá var full-
yrt að trjen væru þarna aðeins
til bráðabirgða til þess að lúðra
blásarnir gætu sjeð nóturnar
sínar.
Herra bæjarverkfræðingur.
Þarf jeg að segja meira?
| M EDAL~ ANNARA QRDA . . . .
—■—-—-—-—■—■■ [ Eftir G. J. Á. | ———‘ 1 ■" ■—*
Undirþjéðir eru éúú lengur í tísku
Enn eru nokkrar þjóð-
ir, sem balcla að það sje
fínt að hafa nýlendur.
ALLT frá því að steinaldar-
maðurinn tók upp kylfu sína og
barði á nábúanum og flæmdi
hann úr hellisskúta sínum,
hafa einstaklingarnir og loks
þjóðirnar rekið sig æ betur á
það. að það er auðveldara að
taka en halda. Jafnvel stór-
þjóðirnar og heimsveldin hafa
að lokum orðið að klóra sjer
vandræðalega bak við krúnuna
og játa hið margbrotna grund-
vallaratriði lýðræðiskenningar-
innar, að allir menn sjeU jafn
rjettháir komnir í þennan heim,
hvort sem sveipað hefur verið
um þá í vöggunni dýru silki
eða, — ja, eða þá alls ekki
neinu.
Ekki svo að skilja, að þetta hafi
ekki tekið langan tíma: jafnvel
ítalir hanga enn í nýlendu-
draumum sínum og eru tregir
til að þurka yfirdrotnunarstír-
ur Mussolinis úr augunum. En
þetta er á leiðinni og þetta er
það, sem koma skal.
Litlu „stórveldin“.
Einna nærtækustu. dæmin
um þrjósku á þessu Sviði .herra
þjóðar og þjónsþjóðar, ef svo
mætti að orði komast, er þó að
finna hjá þjóðum þeim, sem
í engu eru ,,stórar“ nema fornri
frægð. Portugaíar, sem enn oru
ekki nær allir læsir og skrif-
Gandhi barðist fyrir sjálfstæði
Indlasds — cg sigraði.
andi, þykjast þess um komnir
að stjórna mannfólki austur í
Asíu; Spánverjar, sem allt frá
spánsk-ameríska stríðinu hafa
verið næsta áhrifalitlir í heims
málum, benda hreyknir yfir til
stranda Norður Afríku og
hrópa: Þetta eigum við og eng-
inn gnnar. Jafnvel smáríkin í
Suður Ameríku, sem hafa bylt-
ingar sem nokkurskonar
,,hobby“, kútveltast hvert yfir
annað í kröfukapphlaupi sínu
til yfirráða yfir ísauðnum, sem
enginn mennskur maður veit
ennþá, hvort eru meira virði en
ísinn hjerna á tjörninni þegar
vetrarfrostin ganga í garð.
• o
Ekki dautt hjó
Dönum.
Danmörk, þykir mjer leitt að
þurfa að segja, elur enn að
mínu áliti þessa margþvældu
stefnu í brjósti sjer. Fjærri
væri mjer að vísu að vilja halda
því fram, að Danir sjeu ekki
læsir og skrifandi. Jafnfjærri
væri það mjer að vilja á nokk-
urn hátt setja blett á hið ó-
(Framhald á bls. 12)