Morgunblaðið - 25.10.1947, Page 10
MORGUNBLAÐfÐ
10
I
Laugardagur 2þ. okt. 1947
Breyting á aksturs-
leiðum áætiunarbílc
VEGNA sívaxandi umferða-
örðugleika og slysahættu á göt-
um þeim, sem liggja að Lækj-
argötu og Bankastræti, og
einnig á nokkrum gatnamótum
í aUsturbænum, hefir lögreglu-
stjórinn í Reykjavík farið þess
á leit við póst- og símamála-
stjórnina, að hún breyti aksturs
leið áætlunarbifreiða á leiðinni
Reykjavík — Hafnarfjörður
þannig, að þeir aki innan
Reykjavíkur sem hjer segir:
Frá Reykjavík: Um Fríkirkju
veg, Sóleyjargötu, Hringbraut,
Miklatorg og Reykjanesbraut.
Til Reykjavíkur- Um Reykja
nesbraut, Miklatorg, Hring-
braut, Laufásveg, Bókhlöðustig
og Lækjargötu.
Nýr báiur ti!
Stykkishóims
Stykkishólmi í gær.
NÝR bátur kom hingað 20. þ.
m. Hann er smíðaður í skipa-
smíðastöð Einars Sigurðssonar,
Fáskrúðsfirði og er um 38 smá-
lestir að stærð. — Báturinn er
eign Lárusar Guðmundssonar og
Kaupfjelags Stykkishólms og
verður notaður Sem flóabátur
við Breiðafjörð.
Báturinn er hinn vandaðasti í
alla staði, með 132 hestafla
Kelvin Diesel vjel og gengur um
9 mílur. Frá Fáskrúðsfirði fór
báturinn norður um land og
reyndist hann traustur og fara
mjög vel í sjó. Skipstjóri verður
Lárus Guðmunds'son.
Málfundafjefag
bifreiðasfjóra
AÐALFUNDUR „Kyndils“,
fræðslu- og málfundafjelags
bifreiðastjóra, var haldinn
þriðjudaginn 21. okt. s.l. að
Hverfisgötu 21.
Fjelagið starfar í tveim deild-
um, málfundaleild og tafldeild.
Formaður fjelagsins frá stofn
un þess hefur verið Tryggvi
Kristjánsson, en sökum annríkis
baðst hann eindregið undan
endurkosningu.
í stjórn fjelagsins voru kosn-
ir:
Formaður: Þorvaldur Jóhann
esson, ritari: Valdimar Lárus-
son, gjaldkeri: Guðlaugur Guð-
mundsson. í varastjórn: vara-
formaður: Ingvar Þórðarson,
vararitari: Magnús Gunnlaugs-
son, varagjldkeri: Magnús Ein-
arsson.
Fiögra hreyfia flug-
vjel fersf
FJÖGRA HREIFLA flutninga-
flugvjel, sem var á flugi frá Los
Angeles til Benever, rakst á
fjallstind um 25. mílum fyrir
sunnan Salt Lake. Flugmaður-
inn tilkynti í kvöld gegnum út-
varp, að stjel flugvjelarinnar
væri brunnið, en hann væri að
reyna að stöðva frekari út-
bfeiðslu eldsins. Flugmálaráðu-
neytið tilkynti seint í kvöld að
stíáðurinn, sem flugvjelin hefði
fárist á, væri á mjög vondum
stað milli tveggja brattra tinda,
o^ væri afar erfitt að komast að
honum. — Reuter,
Nýr barnaskóli í Hveragerði
Á morgun verður þetta nýja og stóra barnaskólahús í Hveragerði vígt, en byggingu þess lauk
í haust.
Tyrkir mótmæla áróð-
ursherferð Rússa
New York í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TYRKLAND hefur snúið sjer til Sameinuðu þjóðanna og farið
þess á leit, að stofnunin grípi til einhverra ráðstafana í sambandi
við áróður Sovjetríkjanna innan Tyrklands. Kom beiðni þessi
íram í stjórnmálanefnd S. þ. í dag, eftir að fulltrúi Rússa í nefnd-
inni hafði borið fram tillögu, þar sem Tyrkland, Grikkland og
Bandaríkin voru sökuð um striðsæsingar.
Þeir ala á sundurlyndi.
Fulltrúi Tyrkja í stjórnmála
nefnd sakaði Rússa um öflug-
an ,,árásar-áróður“ og sagði:
í nafni tyrknesku þjóðarinnar
leyfi jeg mjer að mótmæla form
lega áróðri Rússa Hjelt hann
því fram, að hann stefndi að
því að ala á sundurlyndi meðal
Tyrkja og hveVja til uppreisnar
í tyrkneska hernum.
ÝJa undir óvild nágrannanna.
Tyrkneski fulltrúinn hjelt
því og fram, að Rússar hefðu
með þessu afskipti af innan-
landsmálum Tyrklands, auk
þess sem þeir ynnu að því leynt
og ljóst að örva og auka óvin-
áttu nágrannaríkjanna.
Bók seld til égóða
fyrir sjúkiinga á
Yífilssiöðum
„HEINIR í STORKAHREIÐRI"
heitir ný bók, sem gefin hefur
verið út, en mun þó ekki koma í
bókabúðir fyrst um sinn, þar
sem gengið verður með hana í
hús og mönnum boðin hún til
kaups.
Það er bókasafn sjúklinganna
á Vífilsstöðum, sem gefur bók-
ina út, en ágóði af sölunni renn-
ur til safnsins. Bók þessi var val
in til útgáfu af alþjóðaþingi upp
eldisfræðinga, en Sigurður heit-
inn Thorlacíus, skólastjóri, ís-
lenskaði hana.
Það ættu allir að kaupa þessa
bók, sem er hin vandaðasta, og
styrkja um leið gott málefni.
Flotinn á æfingum
WASHINGTON: — Samkvæmt
i tilkynningu bandaríska flotamála-
ráðuneytisins, mun Atlantshafs-
floti Bandaríkjanna verða á æf-
ingum á svæðinu frá Rermudaeyj-
i um til Nýfundnalands dagana 29.
^ okt. til 26. nóvember.
Bandaríkin senda
meðöl til varnar
Kóierufaraidrinum
Lake Succes í gærkvöldi.
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna tilkynti í dag, að
fimm hundruð pund af ýmis-
konar meðulum yrðu send með
flugvjelum frá New York til
Egyptalands. Þessi meðöl á að
nota til að stöðva frekari út-
breiðslu kólerufaraldursins. —
Heilbrígðismálaráðuneyti Eng-
lands gerir ráð fyrir, að þessi
meðöl verði komin í notkun á
þriðjudag. — Reuter.
9 farasf í skó§are!dum í
New England
New York í gærkvöldi.
NÍU menn hafa nú látið lífið
í New England, Bandaríkjunum,
og mörg hundruð hafa særst í
skógareldum þeim, sem geisa í
fylkinu. Hefur þótt nauðsyniegt
að flytja fólk á brott úr nokkr-
um fylkjum.
Tjón er metið á 6V2 miljón
sterlingspund. -— Reuter.
Nýr rússneskur sendiherra
í Bandaríkjunum
Washington í gærkvöldi.
UTANRlKISRÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna tilkynti í dag,
að nýr rússneskur sendiherra
hefði verið skipaður í Banda-
ríkjunum. Hinn nýi sendiherra
heitir Alexander Panyushkin. ■—
Fyrrverandi sendiherra Rússa í
Bandaríkjunum hefur veriff veik
ur um tíma og liggur á spítala,
og getur því ekki gegnt starfi
sínu áfram. — Reuter.
Sfefna Brefa í Þýska-
landi gagnrýnd
London í gærkvöldi.
Á MÁNUDAGINN, þegar neðri
málstofan kemur saman til fund
ar, er gert ráð fyrir, að stefna
bresku stjórnarinnar í Þýska-
landsmálunum og þó sjer í lagi
varðandi niðurrif hinna mörgu
þýsku verksmiðja, verði fyrir
mjög mikilli gagnrýni. bæði af
hálfu íhaldsmanna og Frjáls-
lynda flokksins.
Gert er ráð fyrir, að íhalds-
menn beri fram mikilvægar
breytingatillögur varðandi þessi
mál. Þeir álíta að niðurrifsstefna
bresku stjórnarinnar í Þýska-
landi sje vítaverð, og muni draga
mjög úr endurreisn Evrópu.
Uianríkisráðherra
ifala vænfanlegur
filLondon
London í gærkveidi.
BRESKA utanríkisráðuneyt-
ið tilkynnti í kvöld, að Sforza,
utanríkisráðherra Ítalíu, sem
væntanlegur er til London í
hæstu viku,, muni ræða v'ið
Bevin utanríkisráðherra, á
þriðjudag og föstudag. Búist er
við því, að ráðherrarnir ræði
meðal annars framtíð ítölsku
nýlendnanna og flotans, en sam
kvæmt friðarsamningunum við
ítali, eiga Bretar að fá hluta af
honum. — Reuter.
Fjelag bifreiðaeffir-
litsmanna sfofnaö
ÞANN 11. október síðastlið-
inn var stofnað hjer í Reykjavík
Fjelag íslenskra bifreiðaeftirlits
manna og eru allir fastráðnir
bifreiðaeftirlitsmenn á landinu
skipaðir af dómsmálaráðuneyt-
inu stofnendur þess.
Tilgangur þess er að efla sam-
tök f jelagsmanna og koma á sam
ræmi í eftirlits- og umferðamál-
um.
Stjórn f jelagsins skipa: Hauk-
ur Hrómundarson, Reykjavík,
form., Bergur Arnbjarnarson,
Akranesi, ritari, Sverrir Sam-
úelsson, Reykjavík, gjaldkeri. —
Meðstjórnendur: Viggó Eyjólfs-
son, Reykjavík, og Snæbjörn
Þorleifsson, Akureyri.
Brottför Breta
LONDON: — Samkvæmt óstaðfest
um frjettum, sem hjer hafa verið
birtar, munu Bretar fara með all-
an her sinn frá Palestínu í mars
1949.
Áfflee og kona hans
í heimsókn í
Hollandi
London í gærkvöldi.
ÞAÐ VAR opinberlega tilkynt
hjer í dag, að Attiee forsætisráð
herra og kona hans mundu fara
flugleiðis hinn 3. nóv. til Walc-
heren eyju, sem er á Ermásunds
strönd Hollands, en þar munu
þau verða viðstödd minningar-
athöfn, sem haldin er til minn-
ingar um hollenska og franska
hermenn, sem fjellu þar í stríð-
inu.
Gert er ráð fyrir, að Attlee
muni eiga viðræður við Júlíönu
Hollandsprinsessu í þessari för
sinni.
Þann 4. nóvember mun Attlee
fara til Flushing, en þar mun
hann hlýða á minningarathöfn
sem er til minningar um þá her-
menn, er fjellu þar 1940. Sama
dag mun hann einnig leggja
minnisvarða á leiði hermanna,
sem f jellu þar í stríðinu. Attlee
og kona hans munu síðan snæða
kvöldverð sem gestir Hollands-
stjórnar, en daginn eftir munu
þau halda til Englands aftur.
■— Reuter.
462 miljónir barna
lifa við sulf
New York í gærkvöldi.
FORMAÐUR þeirrar stofnunar
Sameinuðu þjóðanna, er sjer um
aðstoð til hjálparþurfandi börn-
um í heiminum, skýrði frá því
í gær, að um helmingur allra
íbúa veraldar lifði í raun og veru
við sult.
Að minsta kosti 40 prósent
þessa fólks eru börn, bætti hann
við, og 462 miljónir barna þarfn
ast svo skjótrar aðstoðar, að
fjöldi þeirra mun deyja, þrátt
fyrir allar tilraunir okkar til að
hjálps beim. — Reuter.
Skoska násnuverkíðilið
London í gærkvöldi.
IIELDUR er að d.raga úr verk
falli kolanámumanna í Skot-
landi, en þó eru verkfallsmenn
ennþá um 20,000. Vinna hefur
lagst niður með öllu eða að
nokkru leyti í 86 námum, en í
gær voru þær 93.
Menn gera sjer vonir um, að
verkfallinu ljúki innan fárra
daga.
Til viðbótar ofangreindu lögðu
1600 kolanámumenn í Wales
niður vinnu í dag, vegna ósam-'
komulags við kolaframleiðslu-
ráð stjórnarinnar. — Reuter.
t
Álök milli Haganna
og ofbeldismanna
í Palestínu
Tel Aviv í gærkvöidi.
í DAG kom hjer til átaka milli
meðlima úr Haganna, leynifje-
lagsskap Gyðinga, og ofbeldis-
manna. Tveir af meðlimum Hag
anna særðust, en óeirðirnar byrj
uðu er nokkrir meðlimir úr Hag
annaflokknum komu að ofbeldis
' mör.nunum er þeir voru að
hengja upp áróðurslýsingar uni
10 mílum fyrir sunnan Tel Aviv.
| — Reuter,