Morgunblaðið - 25.10.1947, Page 12

Morgunblaðið - 25.10.1947, Page 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 25. okt. 1947 Fimm mínútna krossgáian SKÝRINGAR Lárjett: — 1 veiðarfæri — 6 loka — 8 eins — 10 tími — 11 innheimturnaður — 12 fjelag — 13 hreyfing — 14 elska — 16 ílát. Lóðrjett: — 2 sund — 3 blað ið — 4 ríki — 5 hreysti — 7 verja — 9 óhreinindi — 10 púki — 14 tvíhljóða — 15 á- nefndur. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 koddi — 6 krá — 8 ræ — 10 fá — 11 klunnar •— 12 aa — 13 ra — 14 tef — 16 meira. Lóðrjett: — 2 ok — 3 Drang ey — 4 dá — 5 arkar — 7 sár- ar — 9 æla — 10 far — 14 te — 15 fr. Frá Hollandi og Belgiu E.s. Spaarnesfroom Einmenningskeppni Bridgefjeiagsins hefsf á morgun EINMENNINGSKEPNI Bridge- fjelags Reykjavíkur hefst í Breiðfirðingabúð mánud. 27. okt kl. 8,15 e. h. stundvíslega. Aðsókn að kepninni er með eindæmum og eru þátttakendur alls 80, enda starfar fjelagið nú af miklu lífi. Keppendum er skift í fimm 16 manna riðla. Komast 6 efstu úr hverjum riðli í undanrásar- úrslit og auk þeirra 2 af þeim 5 er verða sjöundu, en dregið verð ur milli þeirra. Undanrásin verð ur í tveim riðlum, og keppa átta efstu úr hvorum riðli til úrslita. Tekur keppnin því 3 kvöld fyrir þá, sem komast í gegnum alla keppnina. Um nánari tilhögun og fleira er birt á keppnisstaðnum. Mánudagskvöldið 27. október keppa þessir menn í fyrsta riðli: Ársæll Júlíusson, Árni M. Jóns son, Benedikt Jóhannss., Brand- ur Brynjólfsson, Guðlaugur Guð mundsson, Gunnar Jónsson, Egg ert Hannah, Jóhann Jóhanns- son, Klemens Björnsson, Magn- ús Ásmundsson, Baldur Möller, Víglundur Möller, Oddur Rögn- valdsson, Rútur Jónsson, Stefán E. Guðjohnsen, Árni Þorvalds- son. Keppendur eru vinsamlega beðnir að mæta laust fyrir kl. 8 til að keppnin geti hafist stund- víslega. Keppnisstjórn: Pjetur Sigurðs son keppnisstjóri, Gunnar Möll- er og Ingólfur Ásmundsson. Kom í veg fyrir árás Japana - Síða S. U. S. (Framhald af bls. 7) bandsstjórnin gangast fyrir stjórnmálanámskeiði á Akur- eyri og er þegar vitað um mikla þáttöku á námskeiðinu. Það má segja, að'ungir Sjálf- stæðismenn á Norðurlandi hafi almennt fagnað stjórnarmynd- un lýðræðisflokkanna. Samkv. málefnasamningi stjórnarflokk- anna verður nýsköpun atvinnu veganna haldið áfram eftir því, sem efni og aðstæður levfa, en það er það mál, er ungir Sjálf- stæðismenn bera mest fyrir brjósti. í því starfi gengu kom- múnistar aldrei heilir tií verks og er því eigi stór skaði skeður, þótt þeir verði framvegis ut- angarðs. Ungir Sjálfstæðismenn treysta því, að þjóðin verði samtaka við að leysa þau verkefni, er framundan eru, þegar allt kem- ur til alls, hefur þjóðin aldrei átt yfir jafn miklum verðmæt- um að ráða, sem nú, og ætti því að vera fær í flestan sjó, ef farið er að með skynsemi og forsjálni. Framh. af bls. 11 ekki máli um gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Allir menn, sem hugsa eins og skynsemi gæddar verur, hljóta þó að játa, að því aðeins fáum við gjaldeyri, að við framleiðum og seljum vörur á erlendum markaði. Og jafnvíst er hitt, að enginn rekur framleiðslutækin, nema þá skamma stund, nema þau skili tilkostnaði til þess, sem þau rekur. Þetta á jafnt við um einstaklinga sem bæjarf jelög eða ríkið, því að ekkert getur til lengdar staðið undir tilkostnað- inum annað en afraksturinn. — Beri þessi framleiðslutæki sig ekki, hætta þau eitt eftir annað og fara ekki af stað fyrr en ein- hverjir fást til þess að reka þau fyrir kostnaðarverð. Jafnvel sósíalistar vita, að þetta er hverjum manni ljóst, og þess vegna hafa þeir búið til æfintýrin um sölumöguleika í austrinu, þessi æfintýri, sem nú eru hrunin og jafnast meira og meira við jörðu. Á hinn bóginn eru hjer ágœtir afkomumöguleikar fyrir öll landsins börn, ef þau vildu, og Ijetu ekki pólitísk villuljós skemma fyrir sjer atvinnumögu leikana í þágu pólitískra draum- óra lítils hóps manna. frá Amsterdam 27. þ. m., frá Antwerpen 29. þ. m. EINARSSON, ZOÉGA & Co. hf Hafnarhúsinu, Símar: 6697 & 7797 WASHINGTON: — Forrestal, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur látið svo um mælt, að hern- aðaraðgerðir Bandaríkjamanna á Iíyrrahafi, hafi sennilega valdið því, að Japanir rjeðust ekki á Rússa. *<§X^<§x^<$><$x$X$><$><£<^3>^<^<^<$X$><$X^<$K§X$k3x^<^^x$XSx$><$X$><$X§«$X§X$X§k$X§K$K$X^<^^<$X$>3>^ Rafvirkjasveinar Okkur vantar nú þegar nokkra rafvirkjasveina. Trygg ing fyrir langri vinnu. Raftækjaverslun Lúðvíks Guðmundssonar Laugaveg 46. Sími 5858. BEST AÐ AVGLÝSA I MORCVNBLAÐIIW — Meðal annara crla Framh. af bls. 8 flekkaða menningarvottorð Dana. En þegar Danakonungur leysir upp lögþingið færeyska — eins og hann gerði 24. sept- ember 1946 — og ógildir úr- slit þjóðaratkvæðagreiðslu Fær eyinga, er það ekki einungis að hin margbrptna meginregla lýðræðishugsjónarinnar Sje ennþá einu sinni brotin, heldur hafa dönsku stjórnarvöldin af veikum mætti lyft andartak á loft gulnuðum fána herraþjóð- arstefnunnar. Um það má deila fram í andlátið, hvorar eigi meiri framtíð, Færeyjar sjálf- stæðar eða Færeyjar í sambandi við Danmörku, en það er ,ó- neitanlega eitthvað rykkennt stolt, sem liggur á bak við yfir- lýsingu Danakonungs frá sept- ember 1946. Það er eins og hahn segi: Við erum yfirþjóðin og þið Undirþjóðin, og geri sjer ekki ljóst, að einmitt 1 dag er róið að því öllum árum, að þessi setning heyri fortíðinni til. — ’ • • Úr móð. Því þetta er að verða fortíð- in og ekkert annað. Indland og Pakistan eru alfrjáls ríki. Burma verður það um árambt- in. Philipseyjar eiga, sem sjálf stæð þjóð/fulltrúa á þingi Sam. þjóðanna. Já, og vel á minnst, við* íslendingar lýstum yfir sjálfstæði okkar fyrir tæpum þremur og hálfu ári síðan. Það er að hætta að vera tíska að hafa nýlendur, og aðeins ríkin, sem ekki fylgjast með tískunni, halda að undirþjóðir sjeu enn- þá „í móð“. Önnumst kaup og §ðlu FASTEIGNA BSálflutningsskrifstofa Garðars Þorsteíiissonav og Vagns E. Jónssonar Oddfellowhúsinu Símar 4400, 3442, 5147. SKI PAÚTtifcRC RIKISINS M.s. Björg til Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjarðar. Vörumóttaka fram til hádegis í dag. — Brjef frá Álþingi Framh. af bls. 5 menn hafa síðustu árin rætt þessi mál. Er fjarri sanni að fulltrúar á riokkru þjóðþingi meðal skyldf-a þjóða gætu leyft sjer slíkt framferði án þess að hljóta fyrir, ekki aðeins verð- skuldaða fyrirlitningu þing- bræðra sinna, heldur og alls al- mennings. Það skal tekið fram, að þessum ummælum er engan- veginn stefnt að öllum þeim mönnum, sem standa að fyrr-, nefndum tillögum. Flestir þeirra eru einlægir bindindísmenn og vilja vel í þessum málum. Þeir menn flytja mál sitt. af féstu og hófsemd. En sumir þessara tillögu- manna, að vísu fáir, vaða aur- inn í hnje og skeyta í engu hverjir verða fyrir slettum þeirra og sóðaskap. Slíkir menn kenna engum hófsemi, af til- lögum þeirra standa engin þrif, þeir spilla jafnan fyrir hverju máli. Fjárlagafrumvarp í nœstu viku Fjárlagafrumvarpið er nú í prentun. Má vænta þess að því verði útbýtt í næstu viku. Mun fjárveitinganefnd þá þegar taka til starfa. Bíður hennar ærið .verkefni nú eins og oftast áður. Alþingi, 24./10.1947. S. Bj. IIIIIIlllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIl!H>f rr»T»<IIIIIIIIIMIIIIIIIIII I BíSamiðlunin | \ Bankastræti 7. Sími 7324. | i er miðstöð bifreiðakaupa. | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin<'iiiiiiiiin|iiiiii*"i"**i'® H.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 31. október til Færeyja og Reykja- víkur. Flutningur tilkynnist sem fyrst til skrifstofu Sameinaða fjelagsins I Kaupmannahöfn. SJKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN Erlendur Pjetursson ----------------------------------------------r ^ ^ Eftir Roberi Storm Kalli: Jæja þá. Að við skildum hittast aftur eftir öll þessi ár! — Plazdik: Já, það er skrítið. — Kalli: Hvað kom þjer til að fela þig hjerna í þessari eyðimörk. — Plazdik: Það er hálf-einmannalegt hjerna ... — Kalli: Hvað er að? —- Plazdik: Það cru þrír lögreglumenn að koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.