Morgunblaðið - 31.10.1947, Page 7

Morgunblaðið - 31.10.1947, Page 7
Föstudagur 31. okt. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 ’ „Lýðræði44 kommúnismans Lögin um fjelags- heimili Skugga-Baldri svarað Stjórnarskrá „fyrirmyndarríkisins" vifnar gegn þeim KOMMÚNISTAR gera allt af öðru hvoru tilraunir til að telja þjóðinni trú um, að hið „aust- ræna lý(ðræði“, eins og þeir nefna það, sje hið eina sanna lýðræði í heiminum. Á æskulýðssíðu Þjóðviljans s. 1. laugardag er all-Iöng grein, þar sem reynt er að sanna þetta mál og í því sambandi vitnað í stjórnarskrá Sovjetríkjanna og prentaðar greinar upp úr henni. Hefði mátt vænta að sá er skrifaði greinina hefði til sam- anburðar birt kafla úr íslensku stjórnarskránni, er hann rjeðist harkalega á, en það gerði hann ekki, heldur ljet sjer nægja hug- leiðingar sjálfs sín um hana, sem voru eins og vænta mátti af kommúnista, lítt í samræmi við staðreyndirnar. „AUSTRÆNT LÝÐRÆÐI“ Það er nú vart ómaksins vert að vera að svara slíkum fyrrum sem þessum. Á hverjum degi berast fregnir af framkvæmd hins „austræna lýðræðis“, bæði í Rússlandi og þeim ríkjum, er kommúnistar hafa brotist ti) valda í, þar sem þeir hafa misk- unnarlaust brotið niður stjórn- arandstöðuna, annað hvort drepið andstæðingana eða flæmt þá úr landi. Kommúnistar treystast ekki lengur til að ræða um fram- kvæmd hins „austræna lýðræð- is“, heldur reyna að sanna sitt mál með því að vitna í stjórnar- skrá Sovjetríkjanna í von um, að þeir finni þar einhverja fót- festu á hinum hála ís, er þeir hafa leitt sig út á, í þeim til- gangi að reyna að sanna að þeir sjeu aðrir, en þeir í raun og veru eru. Þó skal hjer sýnt fram á, að þar verður aðstaða þeirra engu betri. STJÓRNARSKRÁIN VITNAR GEGN KOMMÚNISTUM í 11. kafla stjórnarskrár Sovjetríkjanna, 141. gr. segir: „Rjettur til framboðs er tryggður fjelagslegum samtök- um alþýðunnar. Deildum komm- únistaflokksins, verkalýðsfjelög- um, samvinnufjelögum, æsku- lýðsfjelögum og menningarfje- lögum“. Á þessu staklast kommúnist- ar og þykjast með þessu hafa sannað að um fullkomið lýð- ræði sje að ræða í Rússlandi. En hverjir eru það þá er stjórna þessum svonefndu fje- lagssamtökum alþýðunnar, sem einum er leyft að bjóða fram? 1 10. kafla stjórnarskrárinnar, 126. grein segir: Virkustu og þroslcuðustu þegnarnir úr röðum verkalýðs- ins og annárra alþýðustjetta skipa sier í raöir kommúnista- flokks Sovjetríkjanna, sem er brjóstfylking alþýðunnar í bar- áttu hennar fyrir efling og þró- un hins sósíalistiska skipulags og myndar forystuna í öllum samtökum alþýðunnar, jafnt fje lagslegum og opinberum. Þarna er þá rjettvísin. — Það eru bein fyrirmæli um það í stjórnarskránni, að kommúnist- ar skuli hafa forustu í öllum þeim fjelögum og samtökum er leyft er að bjóða fram. Það er nú líklegt að kommún- istar hjer neiti blákalt þessum sannindum, og haldi áfram að fullyrða, að lýðræði ríki í Rúss- landi. STAÐFESTING STALINS En þeim til skilningsauka skal bent á það, að Stalin, á- trúnaðargoð allra kommúnista, viðurkennir fullkomlega að um flokkslegt einræði sje að ræða í Rússlandi. í framsöguræðu sinni fyrir stjórnskrá frumvarpinu segir hann orðrjett: „Jeg viðurkenni það, að stjórn arskráfrumvarpið gerir ráð fyr- ir því, að alræði alþýðustjett- anna haldist og einnig forræðis- aðstaða kommúnistaílokks Sovjetríkjanna. Mjer þykir leitt að hinir heiðruðu gagnrýnendur skuli líta á þetta sem ágalla. Við Bolsevikkar teljum það kost á frumvarpinu". Svo mörg eru þau orð. Skyldu ung-kommúnistar leyí'a sjer að rengja sjálfan Stalin? Það er því þýðingarlítið fyrir kommúnista að ætla að sanna að lýðræði ríki í Rússlandi með því að vitna í stjórnarskrá þess. Því þar er flokkseinrœði komm- únista lögleitt og staðfest af Stalin í framsögurœðu hans fyrir frumvarpinu. Um hið efnahagslega lýðræði er kommúnistar eru allt af að tala og skrifa um og segja að ekki sje til hjá lýðræðisþjóðum, er það að segja að hvergi í heiminum er jafn mikið mis- rjetti á því sviði og í Rússlandi. Þar sem einráð lögvernduð em- .bættismannastjett fjefljettir fá- tæka alþýðuna og neytir for- rjettinda er hvergi eiga nje hafa sinn líka, jafnvel ekki hjá nasistunum í Þýskalandi. En á það atriði verður ef til vill minnst á síðar hjer á síðunni. ••iiiiimtiiMtiiiiMiitmtitimitiiiiiMiiimMmmiim | Almenna fasteignasalan | Bankastræti 7, sími 7324 i i er miðstöð fasteignakaupa. I IIMMMIMIIMIIIIIIMIIMMMMIMMMMMMMMMMIMMMMMMMM VAFASAMT er hvort nokkur maður hefur um langan tíma gert sig að öðru eins fífli á op- inberum vettvangi eins og Daniel Ágústínusson hefur gert sig að af sínum fáranlegu skrif- um í Tímann um lögin um fje- lagsheimih. Hann hefur þar í grein eftir grein haldið uppi þeirri von- lausu iðju, að telja fólki trú um að Framsóknarmenn hafi átt frumkvæðið að setningu lag- anna um fjelagsheimili. Blekkingum hans hefur verið hnekkt lið fyrir lið hjer á síð- unni, í greinum, er skrifaðar eru um þetta mál, 10. ágúst og 14. sept. s.l. og er þar leitt fram hið sanna í málinu. En þessum útbreiðslupostula framsóknar er sýnilega sama um allar stað- reyndir og sannleika, enda sennilega óvanur því að taka tillit til slíkra hluta - í áróðri jsínum og hefur því alls ekki áf ástæðulasU gerst vikapiltur Hermanns Jónassonar. Er greini lega tilgangslaust að ræða mál í alvöru við slíkan mann sem hann. Það skal þó hjer enn einu sinni tekið fram, að það voru ungir Sjálfstœðismenn, er fyrst- ir hófu baráttu fyrir þessu máli, nálega tveimur árum áður en að Framsóknarmcnn uppgötvuðu nauðsy?* þess. Þessu getur eng- inn neitað, jafnvel ekki Daniel Ágútsínusson. Og því verður heldur ekki á móti mœlt, að þaö voru Sjálfstæðismenn, er fluttu þetta mál fyrstir á Alþingi, í því formi, er hugsanlegt var að það yrði samþykkt, enda var frumvarp stjórnarinnar sniðið að mestu leyti eftir frumvarpi Sjálfstœðismanna. Um þetta vitna þingskjölin svo óvjeféngj- anlegt er. Það er því eins og sagt var í grein um þetta mál hjer á síð- unni eigi alls fyrir löngu. Fram- sóknarmenn fengu fyrst veru- legan áhuga á málinu eftir að Sjálfstæðismenn höfðu fengið það samþykkt á Alþingi. „AÐALSTEINN" Æskulýðs- fylkingarinuar hóf aftur upp raust sína í barnadálki Þjóðvilj- ans. Hann gerði að vísu enga til- raun til að verjá gerðir komm- únista, heldur tyggur upp sömu ósannindin ;>g áður, en kryddar þau með þýddum blaðagreinum, sem lýsa á áíakanlegan hátt Ije- legri kjörsókn negra í Missi- sippi-fylki í Bandaríkjunum. — Honum til fróðleiks skal þess getið, að íslenskir Sjálfstæðis- menn hafa á engan hátt latt negra þess að kjósa og þeim stendur hjartanlega á sama hvort allir negrar eða enginn negri kýs. En ef „Aðalsteinn" ber hag þeirra svo nri'je fyrir ■ ---- brjosti, • skal honum ráoiagt að leita annara landa, því ísland ei fremur óheppilegur staður til að berjast á fyrir mannrjettind- um negra. Þessi drengilegi maður ásakar mig fyrir nufnleysi. Karlmann- legra hefði þá verið fyrir hann að skrifa siálfur ur.dir fullu nafni, en því er ekki að heilsa, hann felur sig undir dulnefni. Jeg skal þó gera honum þann greiða að riia nú undir fullu nafni, en ætlast þá líka til, að ef hann svarar grein minni, þá geri hann það undir fullu nafni. Jeg vil skora á „Aðalstein“ að upplýsa, hvar kynþátta„hat- ur“ birtist í grein minni. Ef það að kalla kynþættina sínum rjettu nöfnum, sem var það eina sem jeg gerði, er kynþáttahatur, þá er það einhver ný útskýring á því hugtaki, og kannast jeg ekki við hana. Hann er fremur seinheppinn í hvað viðvikur Komitern. Að vísu var það „lagt niður 1941, en er nú afturgengið í allri sinni clýrð. Og hvað það snertir að Sósíalistaflokkurinn á íslandi hafi aldrei verið í því, þá var Kommúnistafl. íslenski í því, og Sósíalistafl. er aðeins nýtt nafn á Kommúnisrafl. Hann minnist á kvislinga. Er hann búinn að gleyma því, að' fyrsti frægi föðurlandssvikar- inn í þessu stríði var finski kommúnistinn Kunsinen? Og mikið er hugmyndaflug og í- myndunarafl þessa manns, ef hinn föðurlandslausi kommún- isti Dimitrov verður ,rföðurlands vinur“ í hars augum, en hinn vinsæli foringi búlgarska bænda flokksins að „fasista“ og „föður landssvikara“. Hann spyr mig hvort jeg kannist við nöfnin Sacco og 5 Vanzetti? Já, það geri jeg, og | jeg þekki mörg fleiri. Hvað varð aí verklýðs’eiðtoganum Trot- sky? Hvað voru margir þýskir verkalýðsleiðtogar myrtir í fangelsum hjá skoðanabræðrum sínum í Rússlandi? Hvers vegna voru þeir drepnir? Svaraðu, ef þú ert maður til. „Aðalsteinn“ virðist hafa les- ið grein mina álíka vel og sá gamli biblíana. Ein ,,rúsínan“, sem hann þykist finna, er, aíl stjettabarátta sje það sama og kynþáttaofsóknir. Hvar stendur þetta?. „Aðalst.“ heíur þama rangfært og aflagað ummæli mín. Jeg sagði, að stjettabarátta leiddi til hins sama og kynþátta- ofsókn, eins og líka hefur sýnt sig að hún gerir. Barátta, ’ í hverri mvnd sem er, hlýtur alt- af leiða til niðurrifs. Hann brigslar mjer bæði um að flýja af íslenskum vettvangi og kvartar undan því, að jeg skuli ekki skrifa um amerísk lán til annara þjóða. Mjer þætti gott, ef hapn reyndi að vera sjálf um sjer samkvæmari í næsta skifti, sem hann tekur sjer penna í hönd. Hann segir, alveg rjettilega, að ummæli þau, sem jeg tók upp fjekk jeg úr „Islensk endur- reisn“. Jeg fæ á engan hátt sjeð, hvernig það rýrir gildi þeirra, að þau skuli vera tekin þaðan. Og ef „Aðalsteini“ er mjög í mun að fá að vita, hvenær þess- ir „kommúnistar“ (hví gæsa- lappirnar) hafa látið þau frá sjer fara, munu aðstandendur þess blaðs áreiðanlega geta sagt honum það. Hvað snertir ísL kommúnista skal jeg nefna tvenn ummæli. Önnur eftir Björn Sigurðsson frá Veðramóti „Hver sá, sem stendur upp eða tekur ofan fyrir ísl. þjóðsöngn- um er þýlynt yfirstjettar-ele- ment“, hin eftir Ásgeir Blöndal Magnússon: „Þjóðfáninn er her- merki auðvaldsins?“ Lýsir þetta mikilli ættjarðarást? Hvar eru glamuryrði ykkar um „föður- landssvikara“ og „hina 32“. „Aðalsteinn“ er einn af þeim mönnum, sem ekkert þýðir að deila við. Hann kvartar um lítil rök hjá andstæðingum, en notar engin rök sjálfur. Hann endur- tekur það sama aftur og aftur, hversu oft sem það er rekið of- an í hann. Hann heimtar and- stæðing sinn fram í dagsljósið, en sjálfur vill hann vega úr laun sátri. Slíkt er innræti hans. — Slíkum mönnum þýðir ekki að svara með blaðagreinum. Auglýsendur athugið! að ísafold og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið I sveitum lands ins. Kemur út einu sinni \ í viku — 16 síður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.