Morgunblaðið - 01.11.1947, Page 2

Morgunblaðið - 01.11.1947, Page 2
2 MORGUKBLAÐIÐ Laugardagur 1. nóv. 1947; CR HEMAHÖGUM: iympsieikarnir e Þetta er í fyrsta sinn, sem ísíenskir íþróttamenn undirbúa þátítöku í Olympsleikjum, í þeirri von, að íslenski fáninn kunni að verða drcginn að hún, fyrir íslenskum sigurvregara í einhverri íþrótt á þeim miklu afþjóðaleikjum. Áður hafa íslendingar aðal- lega leitað þátttöku í þessu al- þjóöamóti, með það íyrir aug- um. að láta sín getið, láta af því vita, fyrir augliíi hinna rnörgu gesta, að hjer sje sjálf- stæð eyþjóð úti í hafinu. Vonir um að eiga sigurvegara á því rnóti, hafa vérið næsta litiar. í tvö ár hefur í. S. í. unnið að því, að undirbúningurinn undir þátttöku íslenskra íþróttamanna undir alþjóðamót þetta verði sera bestur. Sjerstök nefnd hefu-r rnálið með höndum. í henni eru jTtenn, sem hafa sjerþekkingu í öllum þeim íþróttagreinum, sem þarna er um að ræða. Sjer- stakur þjálfari vinnur að því að þjálfa þá menn, sem líklegastir eru, til þess að verða valdir til «Iþjóðakepninnar. Eftir mánuð verður gengið frá því til fulls, hverjir af hinum fræknustu íþróttamanna verði fyrir valinu. ★ Áhugi íþróttamannanna á því oð hjer megi sem best takast er hinn mesti. En hjer er um að ræða'málefni, sem snertir ekki aðeins íþróttamennina, heldur alla þjóðina. Þetta verður I fyrsta sinn, sem íslenska lýðvéldið sendir íþrótta menn til alþjóðakeppninnar. Það myndi reynast okkur til mikils gengis og álitsauka, ef fulltrúar hins nýstofnaða lýðveldis gætu í einhverri íþróttagrein á þessu inóti komist í fremstu röð og í töhi sigurvegara, eða orðið með- nl þeirra, sem væru hinir þrír fræknustu í einhverri íþrótta- greininni. Þegar allar aðstæður eru at- hugaðar og sjerstaklega hve mik álsvert það er einmitt að þessu Binni að íslenskum íþróttamönn- tim tækist að sýna, að með þjóð vorri sje til hinn fremsti frækn- leiki í íþróttum, þá verður mönn tirp ljóst að þátttaka íþrótta- írianna vorra í Olympsleikjunum einkum í sumarleikjunum, er tnálefni alþjóðar. Allir verða að leggjast á eitt um það, að greiða götu þeirra manna, er til greina homa til þeirrar farar. Þeir í- þróttamenn okkar, sem veljast til leikjanna verða að sjá og finna, að á bak við þá stendur samstiltur vilji þjóðarinnar, og einlægar óskir, um sem mestan frama þeim til handa, ásamt vissu um það, aú hver. sem að undirbúningnum vinnur, gerir fllt sitt besta. PjóSvérjar stjórna jyrir- tækjum sjálfir, BFJIÍLÍN: — Yfirherstjórn Banda ríkjanna í Þýskalandi hefur til- bynt nýlega, að hún muni fá Þjóð- verjum í hendur stjórn allra þeirra þýshra fvrirtækja, þar sem hluta- f jeð er meir en að helmingi í eigxi J>jóðverja, Starfsfólk VjelsmiÖjunnar IJjeöinn. FYRIR aldarfjórðungi síðan voru tvcir menn samtíða í ,,Hamri“ er áttu eftir að marka mikil spor í atvinnulífi íslend- inga. Annar var þar fulltrúi framkvæmdastjórans, hinn vjel- stjóri. Báðir voru óvenjulegir menn, áræðnir með brennandi áhuga fyrir því að vinna þjóð sinni gagn með framtaki sínu. Markús ívarsson var vjelstjór- inn, Bjarni Þorstemsson fulltrú- inn. Dugnaðurir.n var þeirra höf uðstóll. Bjarni var fyrir skömmu kom inn frá námi 25 ára gamall, stór- huga, samvinnuþýður, fylginn sjer. Markús 38 ára, hafði byrj- að sem trjesmiður austur í sveit- um, verið vjelstjóri á togara, var víðfrægur fyrir hagsýni við störf, jafnvel þau, sem hann hafði lært af reynslunni einni. ★ Þessir tveir menn komu sjer saman um að kaupa járnsmíða- verkstæði Bjarnhjeðins Jónsson- ar við Aðalstræti, er það var til sölu. Þar hófu þeir staffrækslu sina. Aðalverk þeirra fyrsta sprettinn voru viðgerðir á tog- urum. En þeir höfðu skamma hríð rekið fyrirtæki sitt, er þessi iðja fullnægði ekki framkvæmdahug þeirra og framfaraþrá. Vinna þessi var ekki skapandi. Hjer var ekki unnið að varanlegum umbótum. Að gera við gömul skip. Alt gat staðið í sömu spor- um meðan ekki voru tekin stærri og veglegri verkefni. Auka þurfti tæknina í fiskút- gerðinni. Til þess þurfti að smíða heil vjelakerfi. Byrjað var á umbótum í lýsisvinnslunni. —' Smíðuð ný tæki, uppfundin áf íslenskum mönnum. — Með því varð vinnslan bætt, meira lýsi f jekkst úr lifrinni en áður. Sýnt var að hjer voru að verki ný- sköpunarmenn, sem unnu ekki síður að hagsbótum fyrir við- skiftamenn sína sem eigin hags- munum. Hjeðinn reisti nú hverja lýsisvinnslustöðina af annari í verstöðvunum. Jafnframt voru gerð ný lýsisvinnslutæki og sett í togarana. Næst komu fiskmjölsverk- smiðjurnar. Hjeðinn smíðaði í þær nýjar. vjelar. Hóf smíði á tækjum í litlar síldarverksmiðj- ur. Tók að sjer vjelsmíði í hrað- frystihúsin, er þau komu til sög- unnar. Og á stríðsárunum kom það til Hjeðins kasta að smíða vjelar í hinar stærstu síldarverk smiðjur. Þá var þar smíðuð síld- arpressa sem talin er hin stærsta í heimi. ★ Norskur útgerðarmaður og kunnáttumaður á sviði vjeltækn- innar, sem hjer var í sumar, skýröi blöðum svo frá, er heim kom, að hjer á landi væru vinnslustöðvar útgerðarinnat einhverjar hinar béstu, sem til væru. Það er óvíst hvernig að- staða íslenskrar útgerðar hofði verið í dag á þessu sviði, ef Hjeðins hefði ekki notið við. En lýsisvinnslutæki þau, sem Hjeðinn setur í Nýsköpunartog- arana eru fullkomnari en annars staðar þekkist og auka lýsis- magnið sem fæst úr hverri lifr- artunnu um 20—24 litra. En þetta samsvarar því að úr hverri veiðiför þessara skipa fáist um 5 tonnum meira lýsi en ella. Stofnendur vjelsmiS B j a r uiJÞo rs tein sso n Rekstuf- Vjelsmiðjunnar Hjeð- ins hefur verið snar þáttur í þróun hins íslenska fiskiðnaðar síðasta aldarfjórðunginn. Hefur það verið styrkur fyrirtækisins, að forráðamennirnir hafa frá öndveiðu lagt megináherslu á að efla vjela- og húsakost sinn, og hafa öll tæki sín sem fullkomn- ust, eftir því sem frekast hefur verið kostur á. í hvert sinn sem Hjeðinn hefur tekið að sjer stærra verkefni en áður, hefur verið leitast við að bæta tæki og vjelar, svo komist yrði skref af skrefi lengra áleiðis í vjeltækn- inni. Hefur þetta skapað sífelda þróun í rekstrinum. Altof lengi varð fyrirtækið þó að kúldrast í hinum gömlu húsa- kynnum sínum við Aðalstræti. En á síðustu árum hefur Hjeð- inn byggt stóra vinnuskála á samt öðrum húsakynnum, sem nauðsynleg eru fyrir hinn mikla rekstur. ★ Vjelsmiðjan Hjeðinr, er í dag fyrir 25 árum hljóp af stokkun- um, sem lítið fyrirtæki, efnalít- illa manna, hefur nú um og yfir 200 manns í þjónustu sinni að staðaldri. Verl:stöð fyrirtækis- ins er að grunr.fleti 2,500 íer-' metrpr, en góifflötur þeirra húsakynna allur nál. 6,000 fer- metrar eða tæpar tvær dagslátt- ur. Ef gera ætti grein fyrir þróun þessa mikla fyriitækis þau 25 ár, sem það heíur starfað, þyrfti til þess langt mál. Eitt er víst og augljóst öllum þeim sem hafa nokkur kynni af útgerðarmálum íslendinga að þetta innlenda fyr- irtæki, sem frá öndverðu hefur verið borið uppi af stórhug stofnendanna og s tjórnendanna, hefur verið og verður ein hin öflugasta lyftistöng aðalatvinnu vegi landsmanna. junnar HcSins: Markús Ivarsson Stofnendurnir tveir, eru, sem kunnugt er, báðir fallnir í val- inn. En tengdasonur Markúsar heitins, Sveinn Guðmundsson, hefur fyrir nokkru tekið þar við forstöðu allri. Eigendur Hjeðins, ekkjur stofnendanna, og fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins, hafa staðfastlega haldið sömu stefnu og upphaflega var mörk- uð þessu fyrirtæki. Að vera brautryðjandi nýjunga á sviði vjeltækninnar í þágu íslenskrar fiskútgerðar. Af þeirri stefnu og því starfi hefur margt gagnlegt hlotist fyrir innlenda fram- leiðslu á liðnum árum. Er þess að vænta, að enn megi vjelsmiðj an Hjeðinn um langá framtíð verða eitt þeirra einkafyrirtækja í landinu, sem skapar fjölda manna og þjóðarheild vaxandi gongi. ★ Þess er að vænta að við- skiftavinir fyrirtækisins sendi stjórnendum Héðins kveðjur í dag, eða heimsæki þá í hinum miklu húsakynnum fyrirtækis- ins í ‘Ananaustum. V. St. Nefnd athugar heppi legan s!að fyrir pósf- hús PÓST- og símamálastjórl skýrði frá því í gær, að nefnci manna, sem skipuð væri full- trúum frá ríki og bæ ynni nú að athugunum á, hvar heppi- legt væri að reisa nýtt póst- hús hjer í bænum. Á sínum tíma stóð til að hið nýja pósthús yrði bygt við suð- urenda Landssímahússins, við Thorvaldsensstræti, og vestur með Kirkjustræti. Vegna fyrir- hugaðra skipulagsbreytinga á Miðbænum, varð að hverfa frá þessum áætlunum, Ný bókaversiun og nýmæli í Ausiur- sfræfi BÓKABÚÐIN Austurstræti 1 hefir nú tekið stakkaskiftum, er þar nú líf og birta. Búðinní liefir verið gjörbreytt á þessutn fáu dögum sem henni var lok: að og öll máluð og lýst svo að maður fær nærri ofbirtu í aug un af hinum sterku litum og ljósi. Bækur og ritföng heitir nýja hlutafjelagið sem hefir keypt verslunina og segir nafnið til um það hvað þarna á að selja. Framan á húsinu hefir á ný verið komið fyrir ljósum og í fimm kössum sem þar eru eru auk auglýsinga frá tveim bíó- unum sem eru utan miðbæjar ins, Austurbæjarhíó og Trípoli bíó, nýjustu bækumar á hverj um tíma og í fjórða kassanum er algert nýmæli hjer: Hvað er til skemmtunar. Verða þarna auglýstir konsertar og hverskonar skemmtanir og neðst í kassanum er hægt að sjá hvað er til skemmtunar í bænum, hvaða myndir eru í öllum bíóum bæjarins og hvaða skemmtanir aðrar fara fram í samkomuhúsunum. Mun öll- um sem efna til skemmtana verða gefinn kostur á að koma þar fyrir smekklegri auglýs- ingu eða orðsendingu ókeypis. Eru að því mikil þægindi að geta á einum stað í miðbæn- um sjeð hvað er til skemmtunt ar í bænum og ákveðið þar sitt eigið prófgramm fyrir kvöldið. Aðgöngumiðasala að konsert- um o.fl. mun einnig fara þarna fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.