Morgunblaðið - 01.11.1947, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 1. nóv» 1947.
Ilmandi oy litauðug ástarsaga
Litbrigði
jarðarinnarj
ÓLfJá. j
Layin SLícfit ivfóó.
Með þessum fallega róman leggur Ólafur Jóhann upp
frá nýjum áfangastað. Þessi stutta, og litauðuga ástar-
saga er full af ilmandi rómantík og stillinn er hnit-
miðaður og áferðafallegur.
Falleg gjöf handa ungu fólki.
I Udeija^eíi i3ox 263(jarLarótrœtL / 7
Laugavegi 100, Laugav. 38, Aðalstræti 18, Njálsg. 64,
Baldursgötu 11.
Platínuminkar
hreinn Ameríkustofn eru til sölu. Sömuleiðis amerískir
svartminkar. Búr geta fylgt. Verð sanngjamt.
KRISTINN P. BRIEM
Sauðárkrók.
Snið-kennsla
Teikningar frá Dagmar Mikkelsen, Kaupmannahöfn.
Einnig nýjar amerískar tískuteikningar. Eitt námskeið
enn fyrir jól. ..^ulteaSkl
UJerdtá Jdnjnfóljfá
Laugaveg 68 — Sími 2460.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
ddrú Jjjórunn \JlLar
Píanötónleika
í'Austurbæjarbíó næstk. miðvikudag kl. 7.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Blöndal og Bækur og
ritföng, Austurstræti 1.
BATUR
hentugur til flutninga, óskast til léigú í eitt ár eða
skemmri tíma. Tilhoð er greini skilmála, óskast sent
J blaðinu fyrir 5. nóv. merkt: „Flutningur“.
Stjómarfnimvarp um
að reisa semeuts-
verksmiðju
í GÆR VAR útbýtt á Alþingi
frumvarpi til laga um sements-!
verksmiðju. Er það stjórnar-
frumvarp.
Er lagt til að ríkisstjórninni
sje heimilt að láta reisa við Ön-
undarfjörð sementsverksmiðju
með vinnslugetu, sem miðist við
75 þús. smál. afköst á 300 dög-
um.
Til að standast kostnað að
framkvæmdum þessum, er ríkis-
stjórninni heimilt að taka allt
að 15 millj. kr. lán.
I stjórn verksmiðjunnar skal
atvinnumálaráðherra skipa 3
menn til 4 ára og skal hún hafa
á hendi yfirstjórn verksmiðjunn
ar.
Verksmiðjustjórn ræður síðan
framkvæmdarstjóra með verk-
fræðilegri menntun til að annast
daglega stjórn verksmiðjunnar.
í 7. gr. segir, að verksmiðjan
skuli greiða y2% af kostnaðar-
verði framleiðslunnar ár hvert
til þess sveitarfjelags, sem hún
er rekin í.
Forsaga þessa máls
í ýtarlegri greinargerð með
frumvarpinu er skýrt frá for-
sögu og aðdraganda þessa máls.
Var það fyrst 1935 að samþykkt
var þingsályktunartillaga um
rannsókn á möguleikum til fram
leiðslu á sementi hjer á landi,
flutt af Bergi Jóns'syni og
Bjarna Ásgeirssyni. Sömuleiðis
má minna á þingályktunartil-
lögu Jóns Pálmasonar og Þor-
steinS Þorsteinssonar 1942 um
að skora á ríkisstjórnina að
reisa sementsverksmiðju og á-
burðarverksmiðju.
En verulegur skriður á þessi
mál komst ekki fyrr en 1945, er
Haraldi Ásgeirssyni, verkfræð-
ingi, sem lagt hafði sjerstaka
stund á sementsiðnað, var falið
að rannsaka möguleika á því að
stofna til sementsiðnaðar hjer á
landi.
Sumarið 1946 rannsökuðu þeir
Haraldur og Tómas Tryggvason,
jarðfræðingur, skeljasanda og
leirlög þau, er líklegust væru til
þessa iðnaðar og komust að
þeirri niðurstöðu að sements-
verksmiðjan væri best sett við
Önundarfjörð.
1 greinargerðinni segir, að
hægt sje að fá hjer öll hráefni
til sementsframleiðslu á sama
stað nema gips, en af því þarf
um 3% af þunga sémentsins.
llf Y-
Kostnaðurinn
Samkvæmt fylgiskjali með
frumvarpinu er stofnkostnaður
sementsverksmiðjunnar áætlað-
ur 15 millj. kr., en rekstrarkostn i
aður er áætlaður 9 millj. kr.
Samanlagður framleiðslu-
kostnaður reiknast vera kr. 108,
00 pr. tonn af sementi og er það
talið fremur um of heldur en
van reiknað.
í greinargerðinni er ennfrem-
ur bent á, að hefðum við fram-
leitt allt það sement, er við flutt
um inn 1946, hefði það sparað
okkur gjaldeyrir, sem nemur
8,55 millj. kr.
★
Með greinargerðinni fylgja
margir skipulagsuppdrættir og
útreikningar á hir.ni fyrirhug-
uðu sementsverksmiðju.
lAnnað líf
Ný bók
Steingrím Matthíasson
um alít niilli himins og jarðar.
Steingrímur Matthíasson er alltaf jafnungur í anda,
alltaf fullur af áhuga og honum er ekkert óviðkomandi
i víðri veröld.
„Annað líf í þessu lífi“ gevmir ýmislegt af því besta
sem Steingrímur hefir skrifað, en allt, sem hann tekur
sjer fyrir hendur að lýsa stendur bráðlifandi fyrir sjón
um lesandans.
Hver er sá að hann ekki vilji sjá og lifa
Annað líf í þessu lífi.
I ^Jdeíjajfefl, Uox 263\ (jartfaró trœ ti / 7 |
| Laugavegi 100, Laugav. 38, Aðalstræti 18, Njálsg. 64,
Baldursgötu 11.
Til sölu splunkunýr
I Chrysler Windsor 1947 !
^ ljós blár að lit með dökkbláu áklæði. Nánari uppl. gefur J>
Bílamí ðl unin
Bankastræti 7. sími 7324.
STILKA
óskast til afgreiðslustarfa fram að nýári og ef til vill
lengur. Einungis rösk og prúð stúlka, sem hefur áhuga
fyrir verslunarstörfum, kemur til greina. Eiginhandar-
umsókn, merkt: „Vefnaðarvöruverslun“, sendist af-
greiðslu Morgunblaðsins fyrir 5. nóvember. Æskilegt er
að meðmæli og mynd af umsækjanda fylgi, sem hvort-
tveggja verður afhent til baka.
TILKYNIMIIMG:
Frá og með deginum í dag hætta öll lánsviðskifti fram
reiðslumanna til gesta, og ber því 'gestum að greiða
við móttöku varanna.
Virðingarfyllst.
Reykjavík 1. nóv. 1947.
Stjórn Matsveina og veitingaþjónafjelags íslands.
«»>