Morgunblaðið - 01.11.1947, Qupperneq 11
Laugardagur 1. nóv. 1947
MORGUNBLAÐ l Ð
11
£U
men
tir:
Magnús Jónsson:
Hallgrímur Pjetursson I-II
Mánaðarblaðið Akranes
Magnús Jónsson: Hall-
grímur Pjetursson I—-
II. Leiftur h.f.
LOKS ER þá komið út mikið
rit um sálmaskáldið Hallgrím
Pjetursson, æfi hans og starf.
Ritið er í 2 bindum í Skírnis-
broti, samtals 44 arkir að stærð,
þar í 24 myndasíður.
Hallgrímur Pjetursson hefur
nú verið samtíðarmaður ísl.
kynslóða um nær þriggja
alda skeið, og óumdeilt talinn
einn hinna mestu manna, sem
íslenska þjóðin hefur alið. Þess
vegna er þjóð hans fús að lesa
og hugsa um hann. En þess
vegna er líka vandi að rita bók
um hann.
Nú hefur dr. Magnús Jónsson
leyst þennan vanda með þeim
hætti, er bók hans ber með sjer.
Hún verður af mörgum lesin.
Og það er satt hpt að segja, að
í henni er eitthvað handa öllum
lesendum, jafnvel þeim, sem
gera þá kröfu til fræðirita, að
þau sjeu skemmtilega skrifuð.
Uppistaðan í þessari bók er að
vísu heilög alvara, eins og sam-
boðið er minningu Hallgríms. En
sumsstaðar er ívafið hnittnar
smásögur og smellnar athuga-
semdir, sem krydda frásögnina.
Höf. hefur ekki úr miklum sögu-
legum heimildum að vinna, um
æfi Hallgríms, því að þær eru
ekki til, nema af mjög skornum
skammti, þótt slíkur maður sem
Hallgrímur eigi hlut að máli.
Of^þarf því að geta í eyður, og
má nærri geta, að hófsamur
fræðimaður fer varlega í það.
En til er all-mikill fjöldi munn-
mæia og þjóðsagna um Hall-
grím, eins og kunnugt er. Hefur
dr. M. J. talið sjer skylt, enda
sjálfsagt, að gera einhver skil
þessum sögusögnum alþýðu og
virðist honum takast vel að
vinsa þar úr það fáa, sem senni-
legt má meta, en láta hitt fara
í ruslakistuna, sem enginn flugu
fótur er fyrir. Úr því brotasilfri,
sem fyrir hendi er, steypir svo
höf. æfisögu Hallgríms Pjeturs-
sonar, og má ætia, að ekki verði
neitt verulegt fundið um æfi
Hallgríms, sem ekki er þar.
En æfisagan er ekki nema
lítill hluti þessa mikla ritverks.
Enda er aðaltilgangur höf. ekki
sá að rita æfisöguna aðeins. —
Sjálfur segir hann um þetta at-
riði í formála, þar sem hann
lýsir starfi sínu að riti þessu,
sem er ávöxtur margra ára at-
hugana og rannsókna:
„Eftir langar umþenkingar
ákvað jeg að gera úr þessu það,
sem jeg kallaði ,Jfállgrímsbók“.
Átti hún að f jalla um Hallgrím
og ritverk hans í bundnu máli
og óbundnu. í þessari Hallgríms
bók átti að vera mikið úrval af
verkum •Hallgríms, en þó ekki
svo, að þau væru prentuð sjer
og „inngangur" framan við,
heldur allt ofið saman í eina
heild. Var tilgangur minn með
þessari tilhögun sá, að reyna að
laða menn til þess að lesa verk
Hallgríms sjálfs".
Prófessor Magnús Jónsson.
í samræmi við þennan til- nokkra kafla úr Diario Hall-
gang ritsins hefur höf. skipt
efni ritsins niður, svo sem nú
skal greint: Fyrst er stuttur
kafli um öld Hallgríms, 17. öld-
ina. Þá er tvískiptur kafli er
nefnist Maöurinn, og flytur
æfisögu Hallgríms og lýsingu á
útliti hans og ytri háttum, skap-
ferli, hjónabandi og heimilislífi,
efnahag og báskap, lærdómi
og prestsstarfi. Þá kemur lengsti
kafli og aðalkafli ritsins: Skáld-
ið. Segir þar fyrst af rímnakveð-
skap Hallgríms, þá öðrum skáld
skap hans utan Passíusálmanna,
þá Passíusálmunum, þá ritum
Hallgríms í óbundnu máli, og rit
höfundarferli hans. Þá er að end
ingu lokaþáttur, síðan myndir af
stöðum þeim er við sögu Hall-
gríms koma, rithönd hans o. fl.
En ávallt er leitast við að láta
verk Hallgríms sjálfs lýsa hon-
um og ævi hans.
Höf. getur þess í formála, að
hann hafi með bók þessari viljað
bera Hallgrím og verk hans
enn einu sinni fram fyrir ís-
lenska lesendur, og telur að það
gríms, sem sýnishorn af ræðu-
mennsku hans, að þá komu
ýmsir hlustendur á mál við mig,
og töldu illa farið, að þetta rit
sálmaskáldsins mikla væri ekki
til í aðgengilegri útgáfu handa
nútímamönnum. Jeg skil það
vel, að vegna eðlilegs hlutfalls
og jafnvægis innan rits síns hafi
dr. M. J. fundist óhugsandi að
sleppa Passíusálmunum. En,
eins og höf. segir, munu þeir
til „á hverju því heimili, þar sem
þessi bók kemur“. Og jeg fyrir
mitt leyti sakna þess, að fá ekki
Diarium og Eintal með. Kaflar
þeir úr ritum þessum, sem höf.
birtir vekja löngun í meira. Því
að þótt þessi rit beri með sjer
ýms þau þekkingar- og fræðslu-
atriði, svo og trúfræðiskoðanir,
sem varla ná til fólks á vorum
tímum, þá er sama um það að
segja sem Passíusálmana og
annan andlegan og trúarlegan
skáldskap Hállgríms, að skáld-
snilld og trúarinnileiki hans
reisir Guði það musteri, sem
rúmar allar stefnur og mismun-
sem menn græði á lestri bókar- an<^' skoðanir enn í dag. Því
hefði jeg kosið mjer að fá rit
Hallgríms í óbundnu máli prent-
uð í þessari merku „Hallgríms-
bók“. Þetta segi jeg vitanlega
aðeins fyrir mína eigin hönd.
Síðast í lokaþætti ritsins dreg
ur dr. M. J. saman nokkur sýn-
ishorn þeirra d&ma, sem kveðnir
hafa verið upp af merkustu
mönnum um skáldið Hallgrím
Pjetursson, fyrr og síðar. Byrjar
höf. á dómi síra Jóns Jónssonar
á Melum, 1661, og lýkur með
dómi dr. Guðmundar Finnboga-
sonar, 1933. Eru allir þeir dóm-
ar, sem höf. telur, hinir athyglis
verðustu, og sýna það ljóst, sem
hinar mörgu útgáfur Passíu-
sálmanna sýna enn betur, að
Hallgrími Pjeturssyni hefur tek-
ist að vera lifandi samtíðarmað-
ur og andlegur leiðtogi íslend-
inga frá seytjándu öld til hinnar
tuttugustu. Og í raun og veru er
það mjög athyglisvert, hve
(Framhald á bls. 12)
innar, muni fremur sótt í and-
ans fjársjóði Hallgríms, en sína
„fátæklegu umgerð“. Þó að
tekið verði undir þessi hógværu
orð höfundar, skal hins þó ekki
dulist, að hann hefur sjálfur,
með því sem hann leggur til
málanna, opnað fjölmörgum les-
endum dyr til fyllra skilnings
á því, sem Hallgrímur Pjeturs-
son hefur orkt og ritað og um
leið á skáldinu sjálfu. Auk þess
sem höf. hefur vendilega athug-
að aðferð Hallgríms við samn-
ing síns höfuðverks, Passíusálm
anna, og gert margar og oft
mjög snjallar og ágætar at-
hugasemdir um einstaka sálma,
hefur hann og með þessari bók
kynnt íslenskum lesendum hin
merkilegu rit Hallgríms í ó-
bundnu máli, m.a. Diarium og
Eintal, sem .bæði bera snillingn-
um, er samdi þau, ósvikið vitni.
Minnist jeg þess, er jeg fyrir
mörgum árum las í útvarp
JEG saknaði þess að hafa
ekki sjeð blaðið síðan í jánúar
s.l. En svo kom það og þá held
ur myndarléga, fjórfalt og með
nýju og sjálegu andliti.
Þetta hlje, sem varð á út-
komu blaðsins, orsakaðist af því
að ritstjórinn og útgefandinn,
Ólafur B. Björnsson, var að
koma upp prentsmiðju á Akra-
nesi. Það er mikið lán hverri
byggð, að eíga slika áhuga- og
athafnamenn, sem Ólafur er.
Jeg ræðst ekki í að telja upp
hans helstu viðfangsefni, hvað
þá meira. Það er ekki neinn
smáræðis vinningur fyrir kaup
staðinn Akranes, að þar er gef
ið út slíkt myndarblað, sem
Akranes er, blað sem ber út
sögu og hróður kauptúnsins
fyrr og síðar, elur seint og
snemma á öllu, sem til fram-
fara horfir, vandar um, leið-
beinir og ávítar, alt af einskær
um menningarlegum áhuga.
En svo er Ólafur líka með tíma
ritið Verðandi og nokkra bóka-
útgáfu, mjög nytsama. Ættu
allir þeir landsmenn, sem horfa
kviðafullir á, hvílik áhrif slæm
ar kvikmyndir og sorprit hafa
á æskulýð landsins og menn-
ingu þjóðar yfirleitt, að styðja
sem best alla góða viðleitni
manna til þess að hamla upp á
móti slíkri óhollustu. Þjóðhollir
menn þurfa að standa saman
um að kaupa og útbreiða bestu
biöð og rit þjóðarinnar og bóka
val hennar.
Það er ekkert smáræðis les-
mál í þessu síðasta hefti Akra
ness. Þar eru greinar til /róð-
leiks og skémtunar. Tungan á
tuttugustu öldinni, eftir Friðrik
Hjartar skólastjóra. Hollustu-
hættir, eftir Árna Árnason
læknir. Vilhjálmur Finsen
sendiherra. Nú þarf valinn
mann í hvert rúm. Prestur bless
ar Bakkus. Hversu Akranes
byggSist. Úr dagbókum Sveins
Guðmundssonar. Til sjómanna.
Endurskoðun sálmabókarinnar.
Ásgeir Sigurðsson konsúll.
Starfsárin III. eftir sjera Frið-
rik Friðriksson. Mikill og nyt-
samur greinabálkur: Heima og
heiman, og margar aðrar grein-
ar. Þarna er að finna hið ágæt-
asta og þarfasta lesmál. Hafi
Akranes þökk fyrir.
Þegar jeg las kaflan: Sókn og
stundvísi, i skólaræðu Magnús
ar Jónssonar, skólastjóra Iðn-
skólans á Akranesi, þar sem
þess er getið, að tveir nemend
ur hafi fallið við próf, sökum
óstundvísi og ljelegrar sóknar
á kenslustundum, þá datt mjer
í hug það sem Þorsteinn M.
Jónsson, skólastjóri 'Gagnfræða
skólans á Akureyri, sagði við
okkur sjera Þorgrím Jónsson
fyrir nokkru, er hann var að
sýna okkur hinn nýja og mynd
arlega gagnfi-æðaskóla þar. Þor
steinn M. Jónsson er maður
þjettur á velli og þjettur í lund
fullur áhuga um menningu og
fagra siði, hirðumaður mikill
og kastar því ekki höndunum
að skólastjórn sinni. 1 skóla
hans safnast nemendur saman
í hinum rúmgóðu forstofum og
stigum til morgunsöngs. Þegar
söngurinn hefst, er dyrum lok
að og duglegir verðir settir að
gæta þeirra. Enginn fær að
koma inn fyrr en söng er lokið,
en þeir, sem þá koma, koma
1 auðvitað of seint og eru settir
á skrá. Fá svo að standa and-
spænis óstundvísi sinni við
einkanagjöf i vorprófi. Þegar
skemtanir eru i skólanum, þá
er dyrum lokað á tilteknum
tíma og fær enginn að koma
inn eftir það, þótt hann hafi
keypt aðgöngumiða.
Gott er það, að einírverjir
taka föstum tökum á þessum
mikilvæga uppeldisþætti, sturni
vísinni. Betri öllitm fróðleik er
manndómur, en manndcms-
rækt getur ekki þrifist í losi og
hirðulevsi. Vonandi er, að skól
ar landsins skilji í framtíðinni
uppeldishlutverk sitt og skili
þjóðinni, ekki aðeins frómúm
æskulýð, heldur líka sanmnem
uðum æskulýð, búnum hinum
bestu mannkostinn.
Pjetur Sigurðsson.
Miimísvarði Sig. Sig-
urðssonar búnaðar-
málastjóra
FYRIR fáum árum tókum
við undirritaðir að oss að-efna
til samskota meðal vina' Sigtirð
ar Sigurðssonar, búnaðarmála-
stjóra, í þeim tilgangi að hon-
um væri reistur minnisvarðiA
gróðrarstöð Ræktunarfjelag*
Norðuilands á Akureyri.
Fjöldi manns brást vel \Nið
þessari málaleitan, en þó eínk
um bændur viðs vegar Unr-kmiá
og fjelagssamtök þeirra. Þnr
sem of langt. yrði að tilgreina
hvern einstakan gefanda, er
hjer látið nægja að sýna skila-
grein yfir tekjur og gjöM'Ttð
söfnunina og kostnaðinatr við
uppsetningu og gerð minnis-
merkisins. En samskotalisti og
reikningar eru hjá • Gimma
Árnasyni, fjehirði Búnaðarfje
lags Islands, og geta þeir, se:m
vilja, fengið að líta á þá hjá
honum.
Minnisvarðinn er nú komi-rm
upp, og er það brjóstlikan úr
eiri, sem stendur á fægðri gror*
ítsúlu sunnan við hús Rætkn«
arfjelagsins á Ákureyri. Af-
hjúpunin fór fram hinn 5.
ágúst í sumar, á 76. fæðingar-
degi Sigurðar.
Kunnum vjer öllum,- sem
lagt hafa fram fje til þessa
minnisvarða hinar bestu þakk-
ir vorar.
Gunnlaugur Kristmundsson,
Jónas Jónsson frá Hriflu,
Ólafur Jónsson, . . ..
Hákon Bjarnason,
Sigurður E. Hlíðar,
Kristján Karlsson,
Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson,
Valtýr Stefánsson.
Norðmenn fá vjelar
og fleíra frá Banda-
ríkjunum
Washingíon.
HERMÁ LA RÁ-ÐUNEV'M
Bandaríkjanna hefur tilkjmt tFV
ákveðið hafi verið að Norðmörm
Um yrði látin í tje ýms verðmætl
svo sem vjelar, bílar og fleir-a.
sem verið hefur notaðLEvróp«
í stríðinu, en Bandaríkjaher- m»
fkki þarfna