Morgunblaðið - 07.11.1947, Blaðsíða 5
í Föstudagui' 7. nóv. 1947
MORGVNBL4ÐIÐ
Breytingar á ferðum
strætisvagnanna
Teknar verða upp hraðterðir um bæinn
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR voru til umræöu á
iundi bæjarstjórnar í gær. Láu fyrir fundinum tillögur til
foreytinga á ferðum strætisvagnanna á innanbæjarleiðum og
utan, auk nokkurra nýmæla. Tillögur þessar voru fram komn-
&r frá bæjarráði, er ræddi málið á fundi sínum í fyrradag
og eru þær í samræmi við tillögur Strætisvagnanefndarinnar
er fyrir nokkru síðan skilaði áliti.
Bæjarstjórnin samþykkti þess^
ar tillögur. Fulltrúar flokkana
lýstu ánægju sinni yfir þeim
o^töldu þær til mikilla bóta.
Brcytingarnar.
Breytingarnar á leiðunum og
nýmæli eru þessi:
Að vagnar verði látnir aka
'1. og 2. leið (Njálsgata—Sól-
vellir), á 10—12 mín. fresti,
a. m. k. vetrarmánuðina. Jafn-
framt verði annar hvor vagn
látinn aka um Hringbraut.
Að hefja hraðferðir, með fá-
um viðkomustöðuro, frá Vestur-
bænum inn í Langholtið, sem
næst 2 ferðir á ldst.
Að hefja ferðir um nýja leið,
um Háteigs— Hlíðahverfi.
Að gefa út leiðarbók, með
áætlun vagnanna og uppdrætti
af leiðunum.
Að láta ,nú þegar reisa far-
þegaskýli við Sunnutorg.
Að vagnana skuli auðkenna
gr. inilega, þannig að sjá- megi
ök: íeiðina, bæði framan á vögn
ur.jm og á hliðunum.
í i 'arstjórn.
. : ’iann Hafstein bæjarfull-
tr. j hafði framsögu í málinu
fy ?r hönd bæjarráðs, en þaðan
k( 1 tillögur þessar sem fyrr
se ;.
j . j ;ti hann fyrst nokkuð rekst
ur strætisvagnanna og þá
ga;;;: ■ ýni, er stofnunin hefði orð
ið ívrir. Síðan vjek hann að
varx akosti fjelagsins, eins og
hai n er nú.
! ; gði Jóhann Hafstein, að alls
vr: u nú ínotkun 20 vagnar og
þa • með innifalin tala vara-
va; :ia. Þrettán þeirra eru gaml-
ir, en 7 nýir. í smíðum eru nú
6 vagnar og verða þeir vænt-
anloga teknir í notkun í lok þ.
m. Þá verða væntanlega
fullgerðir um mánaðamót febr.
og mars 4 nýir vagnar. í mars-
mánuði 1948 ættu því að vera í
umferð 30 vagnar og verða þá
17 þeirra nýir. Þá hafa Stræt-
isvagnar sótt um innflutnings-
leyfi fyrir fjórum nýjum vagn-
grindum sem enn hefur ekki
borist svar við.
Þessu næst gerði Jóhann Haf-
stein grein fyrir tillögunum og
vjek um leið að áliti Strætis-
vagnanefndarinnar.
Næstur tók til máls Sigfús
Sigurhjartarson og lýsti hann
ánægju sinni yfir þessum tillög-
urti, sem hann taldi mjög til
bóta. Þá talaði Helgi Sæmunds-
son og sagði hann tillögur bæj-
arráðs og Strætisvagnanefndar-
innar væru mjög á tvo vegu.
Jónas Haraldz tók einnig til
máls og taldi, að nauðsyn bæri
til að vagnarnir á innanbæjar-
leiðunum ækju um Lækjartorg
án þess að hafa þar nokkra bið.
Bar hann fram svohljóðandi til-
lögu er samþykt var og kemur
hún til viðbótar við tillögur bæj
arráðs. Tillagan liljóðar svo:
Að gerðar verði tilraunir með
að láta vagnana á innanbæjar
leiðunurn Njálsgata og Sólvellir
aka án biðar á Lækjartorgi og
breyta fyrirkomulaginu í þao
horf er reynslan sýndi að það
gæfist vel.
Jónas taldi einnig nauðsyn-
legt að forstjóri strætisvagn-
anna hefði náið samband við
blöðin og skýrði þeim frá starf-
seminni á hverjum tírna.
Jóhann Hafstein tók þá aftur
til mals og benti Helga Sæ-
mundssyni á að framkomnar til
lögur bæjarráðs og Strætis-
vagnanefndar hjeldust alveg i
hendur. Einnig svaraði hann
Jónasi Haraldz, er mjög hafði
deilt á framkvæmdastjóra Stræt
isvagnanna.
Að lokum tók borogarstjóri
til máls og þakkaði hann Stræt-
isvagnanefnd fyrir vel unnin
störf, að vísu hefði starf henn-
ar og tillögur engin áhrif haft
á hina miklu fjölgun strætis-
vagna á þessu ári, þar sem all-
ar niðurstöður þar að lútandi
hafi verið gerðar áður en nefnd
in var skipuð.
Uppspuni, segir
Mikolajczyk
London í gærkveldi.
MIKOLAJCZYK, pólski bænda
leiðtoginn, sem nú er landflótta
í Bretlandi, sagði frjettamönn-
um í - dag, að sú yfirlýsing
pólsku stjórnarvaldanna, að þrír
fjelaga hans, sem reynt hefðu
að flýja frá Póllandi með hon-
um, hefðu verið handteknir,
væri helber uppspuni. Þá neit-
aði hann og afdráttarlaust þeirri
staðhæfingu, að erlend sendi-
sveit í Varsjá hefði hjálpað sjer
til að komast undan. — Reuter.
liærsfi flugvje!
New York.
HOWARD HUGHES, flug-
maður og kvikmvndaframleið-
andinn bandaríski, hefur nú
reynt hinn nýja 200 tonna flug-
bát sinn.
Þetta er stærsta flugvjel, sem
nokkru sinni hefir verið smíðuð.
Hafði Hughes fyrst hugsað sjer
að taka hana ekki á loft í fyrstu
reynsluförinni, en snerist svo
hugur og flaug flugbátnum í um
75 feta hæð.
Fyrir nekkru var skýrt frá því
hjer í blaðini!, aS í ráði væri að
reisa í Vesímannaeyjum minnis
merki yfir drukknaða sjómenn
og irsenn, sem lirapað hafa í
björgum. Hjer er líkan af
minnismerkinu.
ar meyt-
gðissampyiKna
SIGFÚS Sigurhjartarson
gerði þá fyrirspurn til borgar-
stjóra í gær, hvað liði afgreiðslu
hinnar nýju heilbrigðissam-
þykktar.
Borgarstjóri svaraði því, að
frá því fyrir síðasta bæjarstjórn
arfund, hafa þeir, samkvæmt
tilmælum bæjarráðs dr. Einar
Arnórsson og Jón Sigurðsson
heilbrigðisíulltrúi unnið að
breytingartillögum við sam-
þyktina. Hafa þeir starfað að
þessu á hverjum virkum degii,
síðan. Eru þeir nú langt komn-
ir með -álit sitt. En borgarstjóri
kvaðst búast. við, sð brevting-
artillögur þeirra yrðu nokkuð
margar.
París í gær.
ÞAÐ VAR tilkynt hjer í dag,
að Rússar sæju sjer ekki fært
að senda Frökkum eins rnikið
af hveiti og talað- hafði verið
um og Frakkar höfðu farið
fram á. Segir í íilkynningu frá
Rússum, að þeir verði að sjá
Tjekkóslóvakíu, Finnlandi og
j Póllandi fyrir hveiti á þessu
ári. — Reuter.
Skcmmu fyrii’ bæjarstjorn-
arkosningarnar í Frakklandi í
haust var það tilkynt frá
Moskva, að Rússar myndu sjá
Frökkum fyrir 1500 þúsund
I tonnum af hveiti á þessum
I vetri. En nú eru kosningarnar
( um garð gengnar og fóru ekki
eins og Rússar ætluðust til.
5 1
Menn verða ekki þving-
aðir til siðgæðis í áfeng-
ismálum
—-— i
Reynsis snnars þjóða af frsmlelðslu öls
Frá umræSunum á AlþingS um bjórfrv.
FRUMVARPIÐ UM ölgerð og
sölumeðferð öls kom til fyrstu
umræðu í neðri deild í gær. —
Frv. þetta fer, eins og kunnugt
er, fram á að levfð verði hjer
bruggun Ijetts áfengs öls (4ý ).
Fyrsti flutningsmaður, Sig-
urður Rjarnason, fylgdi frum-
varpinu úr hlaði með ýtarlegri
framsöguræðu.
REYNSLA
ANNARA ÞJÖÐA
Kvað hann tilgang frumvarps
ins tvíþættan: að skapa nýjan
tekjuiið fyrir ríkissjóð til nauð-
synlegra framkvæmda í heil-
brigðismálum þjóðarinnar, og 1
öðru lagi að gera tilraun til að
draga úr hinni miklu neyslu
sterkra drykkja.
Væri í því tilliti stuðst við
reynslu annara þjóða, sem um
langan aldur hafa leyft brugg-
un Ijetts áíengs öls. Meðal þess-
ara þjóða eru Norðurlandaþjóð-
irnar, sem taldar væru til þrosk-
uðustu menningarþjóða heims-
ins. Gætum við íslendingar met-
ið nokkuð reynslu þessara þjóða
í þessu efni.
Þar er öl vinsæl neysluvara
og mjög þýðingarmikil útflutn-
ingsvara, sem skapar mikið út-
flutningsverðmæti. Að áliti öfga
lausra manna hefur þessi öl-
bruggun ekki leitt til aukins
drykkjuskapar þar, heldur þvert
á móti dregið úr neyslu hinna
sterku, brendu drykkja.
IIVAÐ
DREKKUR FÓLK NÚ?
Sumir segja, að áfengi ölið
myndi leiða til aukins drykkju-
skapar meðal ungs fólks. Nú er
það staðreynd að mikill fjöldi
ungs fólks drekkur. En hvað
drekkur það? Það drekkur þann
drykk, sem er ódýrastur og ís-
lenska ríkið heldur mest að því,
þ. e. brennivínið. Þetta fólk á
ekki kost á ljettum bjór, en er
í staðinp bent á brennivínið.
Er og auðsætt, að heilsti
manna er minni hætta búin af
öldrykkju en neyslu sterkra
drykkja, sem það neytir nú.
GÖÐ SKILYRÐI
TIL ÖLGERÐAR
Flm. benti á að hjer væru
sjerstaklega góð skilyrði til öl-
gerðar, að áliti kunnáttumanna,
vegna þess hve íslenska drykkj-
aþvatnið væri gerlalítið. Væru
því miklar líkur til að nýr veru-
legur liður myndi bætast við út-
flutningsverslun þjóðarinnar. —
Minti hann á hve íslenskt sóda-
vatn hefði verið vinsælt, er það
var flutt út fyrir stríð.
ÁLIT LÆKNANNA
Sumir halda því fram að öl
sje jafnvel skaðlegra fyrir heilsu
manna en sterkir drykkir. Jeg
vil svara þessu með því að vitna
til margra lækna, sem segja:
Áfengiö er því skaðminna, setn
það : er þynnra. Jeg hygg a<?
þessi röksemd verði þung á rnet-
unum um það, að í rjetta átt sje
stefnt með því að leyfa þjóð-
inni neyslu Ijetts áfengs öls, í
staðinn fyrir að halda að henni
brennivíni í stöðugt ríkari mæli.
Og jeg mun leggja meira upp ur
þessari skoðun læknanna en því
sem haldið er fram úr öðrum
áttum um þetta atriði.
SPOR BANNÁRANNA
' HRÆÐA
Neysla áfengis er eitt flc.kn-
asta viðíangsefni mannlegs sam
fjelags. Hafa margar tilraunir
verið gerðar til að draga úr
þessari r?.utn, en sú tiiraun að
íækna meivjsemdina með því að
útrýma áfenginu hefur alger-
lega mistekist. Bæði við og að'r-
ar þjóðir hafa reynt bann, en
árangurinn jafnan orðið nei-
kvæður. Spilling, sem ekki hef-
ur átt sinn líkan, hefur siglt I
kjclfar þess.
Hjer var á bannárunum hafin
bruggun áfengis í svo að segja
hverri sveit, og fólk drakk sig
örvita af allskonar ólyfjan. ís-
lenska þjóðin setti á stofn hjá
sjer bann, og þjóðin sjálf af-
nam það. Að fenginni reynsiu -
þess kvað þjóðin upp sinn dóm.
Þeir sem vilja drekka, þeir
drekka. Ef bann er, þá heiia þeir
í sig aliskonar ólyfjan.
¥
MENN VERÐA EKKI «
ÞVINGAÐIR TIL SIÐ-
GÆÐIS
Kjarni málsins er, að menn
verða ekki þvingaðir t'l siðgæð-
is i umgengninni við áfengi með
lagaboðum: Þar verður að koma
til sigur einstaklingsins yíir
sjálfum sjer, en löggjafinn getur
hjálpað mönnum inn á rjettar
leiðir. Gerir hann það nú í þessu
landi á sviði áfengismálanna?
Jú, það fólk, sem vill drekka,
fær helst ekki annað en brenni-
vín á þriggja pela flöskum.
Á-
Að svo komnu máli kvaðst
flm. ekki fara nánar út í að lýsa
því ófremdarástandi og siðleysi,
sem hjer ríkti í þessum mál-
um.'
SANNFÆRING ÞING-
MANNA — EKKI' FYRIR- ,
MÆLI FRÁ KJÓSENDUM
Það er þegar farið að senda
Alþingi mótmæli gegn þessu
frv. Þau eru .eflaust samin af
góðum hug, sagði flrn., en rök
þeirra 'hafa ekki sannfært mig.
Það er sannfæring mín og okk-
ar flm. þessa frv. að sú leið, sem
þar er stungið upp á sje spor í
rjetta átt til úrbóta í þessu
mikla vandamáli. Engin fyrir-
mæli, hvorki frá mínum eig'm
Framh. á bls. 1» j
t