Morgunblaðið - 07.11.1947, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.11.1947, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. nóv 1947 — Meðal annara erða Framh. af bls. 8 tala nú ekki um þegar það var hæstmóðins að kvenþjóðin væri alsett örum. En þær ko'must smámsaman yfir þetta, lærðu af reynslunni, að þótt það væri skolli smart, var þó hreint ekki svo þægilegt fyrir fimmtugan kvenmann að hafa jafn stóra fætur og eins árs krakkabarn. • • Og altaf batnaði það. Þegar líða tók á sautjándu öld, er því óhætt að fullyrða, að það hafi ekki verið nema pínu agnar lítíð sárt að fylgjast með tískunni. Óþægilegt var það að vísu á tímum Voltaires að þurfa að rogast daginn inn og dag- inn út með þriggja feta háa hárkollu, en kvenfólkið við Ev- rópuhirðirnar gat þó huggað sig við það, að það þótti nú ekki lengur einu sinni fínt meðal hvíta fólksins að ganga með íílabeinshring í miðsnesinu. Örlar fyrir brosi. - Þess vegna var eiginlega svo komið í kringum 1900, að þær rjettklæddu gátu byi'jað að brosa að þessu öllu saman — að minsta kosti þegar búið var að losa þær úr spennitreyjun- um á kvöldih. Eins og oft vill verða, höfðu öll þessi þægindi að vísu það í för með sjer, að stúlkurnar urðu hálf reikular í ráði sínu — virtust í raun- inni ekki vita hvað þær vildu. En þetta var ekkert alvarlegt og enginn tók það neitt sjer- lega nærri sjer, þó mittin á stúlkunum á næstu árum mintu einna helst á jo-jo: jeg á við, stundum dumpuðu þau næstum niður að hnjám, en aðeins örfá- um mánuðum seinna, var mitt- islínan eiginlega komin allt upp í hálsmál. • • Og svo .... En svo kom byltingin mikla. Vísindin gerðu bandalag við tískufræðingana og á einu and- artaki var kvenþjóðin horfin þúsundir og aftur þúsundir ára aftur í tímann. Pyndingartæk- in hjeldu innreið sína í snyrti- klefana og þúsund ára friði var lokið. Og við það situr. Það er að vísu ekki enn orðin tíska á ný að rista rúnir í líkama kven- fólksins, en eftir að hafa sjeð myndir af fegrunartækjum nú- tímans, óar mjer við að reyna að spá um framtíðina. Jeg læt mjer nægja að birta myndina hjerna af vesalings konunni, sem er að þjóna tísku- guðinum (model 1947). ASaHundur Slysa- vamadeildarinnar „Sígurvon" í Sandgerði AÐALFUNDUR Slysavarna- deildarinnar „Sigurvon“ í Sand gerði var haldinn síðastliðinn sunnudag. Rúmlega 60 nýir fjel agar bættust í deildina á fund- inum. I stjórn deildarinnar voru kjörnir Magnús Sigurðsson Geirlandi formaður, en hann hefur verið umsjónarmaður björgunartækja fjelagsins þar á staðnum um mörg ár. Gjald- keri deildarinnar var kjörinn Ólafur Vilhjálmsson og ritari Björgvin Pálsson. Varastjórn skipa Rósa Magnúsdóttir, Mar- grjet Pálsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Hinn nýji mótorbjörgunarbát ur Slysavarnafjelagsins í Sand- gerði þykir hin besta fleyta. Björgunarsveitin sótti hann til Keflavíkur og sigldu honum til Sandgerðis, fengu þeir barning á leiðinni er komið var fyrir Garðskaga, og reyndist bátur og vjel hið besta. Með þess&ri fyrstu reynsluför bátsins voru Guðbjartur Ólafsson forseti Slysavarnafjelags íslands og Lúther Grímsson vjelstjóri fyr- ir hönd þeirra er seldu vjelina. Fögnuðu menn í Sandgerði komu bátsins og hjálpuðust all- ir við að setja bátinn upp í hið nýja björgunarskýii Slysavarna fjelagsins á staðnum. Sóknar- presturinn sjera Valdimar J. Eylands vígði bátinn til björg- unarstarfsins með mjög sköru- legri ræðu. Formaður á björgunarbátn- um er Gunnlaugur Einarsson Lækjarmóti, aðrir skipverjar á bátnum eru Arnaldur Einars- son bróðir hans, Páll Ó. Pálsson Lágafelli, vjelstj., Sigurbjörn Metusalemsson, Stafnesi, Einár Gíslason, Setbergi og Guðjón Eyleyfsson, Stafnesi. — Minningarorð Framh. af bls. 11 harmur. En huggun má það vera öllum vinum Önnu, að hún fjekk að hverfa svo að segja beint frá starfi sínu í fullu fjöri. Við þökkum henni í dag fyrir alt, sem hún hefur fyrir okkur gert. Friðúr sje með henni. Sigurkarl Stefánsson. Molciov talar um nyja lyðræðis- legund Moskva í gær. MOLOTOV utanríkisráðherra, flutti ræðu hjer í Moskva í dag í tilefni 30 ára afmælis rússnesku byltingarinnar. — Hjelt hann mjög á lofti fram- förum þeim, sem hann taldi að orðið hefðu i landinu á þessu tímabili, auk þess sem hann talaði um nýtt „lýðræðisfyrir- komulag“, sem átt hefði upp tök sin í Rússlandi og nú' verið tekið upp hjá nokkrum öðrum þjóðum Austur Evrópu. Molotov hjelt því einnig fram að stefna Rússa væri sú að hafa engin afskipti af innanlands- málum annara ríkja. — Reuter Þoka í Breflasidi veldar margskonar erfiðieikum London í gær. MIKIL þoka var í Bretlandi ,í dag, og lá þokubakkinn yfir 200 mílna svæði, eða allt frá London til Lincolnshire. Þokan orsakaði miklar tafir á öllum flutningaleiðum, auk þess sem fregnir hafá borist af nokkr- um slysum. Breska veðurþjónustan spáir áframhaldandi þoku á morgun (föstudag). — Reuter. ífalskar þingkosningar í mars Rómaborg í gærkveldi. MARIO SCELBA, innanríkis ráðherra Ítalíu, tilkynnti í dag, að fyrstu þingkosningarnar síð- an landið varð lýðveldi, yrðu látnar fara fram í ítalíu fyrsta sunnudag í mars, 1948. — Reuter. — Á Dælamýrum Framh. af bls. 11 Það er vel viðeigandi að höf- undurinn ljúki bók sinni með þessum tæru, ljóðrænu línum, því að ást hans á ljóssæknu lífi, fegurð og hreinleik, skín hvarvetna úr skýjarofi atburð- anna í bók hans. Og það er ein mitt einn af bestu kostum henn ar. Hún ýtir undir þrá lesand- ans eftir hreinu, sönnu og drengilegu mannlífi. Jakob Kristinsson. Aukin viðskipH Bret- iands og Eire London í gærkveldi. SAMKOMULAG hefir náðst milli Bi-etlands og Eire um að aúka viðskipti þessara landa. Munu Bretar meðal annars selja írlendingum kol eftir áramótin, auk þess sem þeir munu fá fleiri landbúnaðarvjelar og önn ur framleiðslutæki. Endurskoðað verður verð það, sem írlendingar nú fá fyr- ir landbúnaðarafurðirnar, sem þeir selja Bretum, — Reuter. Dynamo keppir s Oslo n.k. sunnudag ÁKVEÐIÐ hefir verið að Dynamo frá Moskva, sem keppt hefir tvo leiki í Svíþjóð, keppi næstkomandi sunnudag í Oslo við Noregsmeistarana Skeid. Kepnin hefst kl. 13,15 (11,15 eftir ísl. tíma) og verður- lýs- ingu leiksins útvarpað. í Svíþjóð vann Dynamio báða sína leiki með 5:1, og má gera ráð fyrir að Norðmennirnir sleppi síst betur út úr viðureign sinni við Rússana en Svíarnir. Rússnesku knattspyrnumenn- irnir komu til Oslo í gær, 23 að tölu. Keppnin fer fram á Bislet. khumacher boðlð fi! Svíþióðar Berlín í gærkvöldi. SÆNSKIR jafnaðarmenn hafa boðið dr. Kurt Schumacher, leið- toga þýskra jafnaðarmanna, í heimsókn til Svíþjóðar. Hefur Schumacher þegar þegið boðið, og er talið líklegt, að hann muni fara um miðjan næsta mánuð. Nokkrir aðrir leiðtogar jafn- aðarmanna í Þýskalandi verða í för með honum. — Reuter. — Bjórfrumvarpið Framh. af bls. 5 kjósendum nje öðrum, munu hindra mig í að fara þær leiðir, sem sannfæring min býður mjer. Jeg vona að sú raun verði einn- ig á um aðra háttvirta þm. Pjetur Ottesen og Sigfús Sig- urhjartarson töluðu gegn frum- varpinu, og töldu að því mejr sem drukkið yröi aí sterku öli, því meir yrði drukkið at sterk- um diykkjum. Umræðum var ekki lokið, er fundartímanum var lokið. Fimm mínúfna hrossgáfan Lárjeít: —- 1 á hesti — 6 er -—- 8 fjell — 10 hljóðstafir — 11 frítt — 12 fangamark — 13 leikur — 14 fim — 16 hætta við. Lóðrjeít: — 2 endir — 3 lek — 4 forsetning -— 5 hús — 7 falla — 9 bók — 10 stórn — 14 hvað — 15 fyrir utan. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 þústa — 6 R. K. O. — 8 aa — 10 fá — 11 stirn- ir — 12 la — 13 mi — 14 mun — 16 kárna. Lóðrjett: — 2 úr — 3 skerm ur — 4 to — 5 basla — 7 hár- ið — 9 ata — 10 fim — 14 má — 15 N. N. Vínarborg í gærkvöldi. SAMKVÆMT góðum heimild um, er Zolton Pfeiffer, einn af leiðtogum ungversku stjórnar andstöðunnar, sem kom til Vín arborgar í gær eftir að hafa flúið frá Ungverjalandi nú far inn frá Austurríki. Ekki er enn vitað hvernig eða hvenær Pfeiffer fór frá Vin arborg og Austurríki. nje held ur hvert hann hefur farið. — Reuter. — Milliþinganefmi Framh. af bls. 1 Moskvamálaferlum hefði byggt ákærur sínar á eins lítilfjörlegum sönnunargögn- um og jafn mörgum fullyrð- ingum og hann hefur hjer. Getur maður ekki ímyndað sjer Vishinsky, þar sem hann ávarpar dómarana og segir: „Heiðruðu dómarar! Þessi maður er Sekur. Pravda seg- ir að hann sje sekur. — Tass segir að hann sje sekur! Jeg hefi engar skriflegar sannan- ir, en jeg segi að hann sjo sekur! Hálshöggvið hann! Sendið hann til Síberíu!“ ' Ef!Ir Roberi Slorm vou can! vou'vg egr toí 'íuezb'o ENcuen GRAVV P0R ALL 0FU5! L-F.T Þ NOT OCRIVVlAði: A0A!N, EKCEPT ON A FOOT0ALL FíEU?.,. L£T'$ >TAKE OUR COACWUú FRO/M 'Prlt CL0UD5 — TUE BE$T 516NAU& IN TH2 WÓ'RLD K ORIÖINATED TNERE— W wow PEAŒrUL IT 15 UP WERE f AMONð 4LLTHESE CLOUPS- THREE TH0U5AND FEET ABOVEA kA.40PEFUL W0RLD 1 WHV CAN'T VOU g>Uö4>, POWN THERE, G£T V ALQN6 TOöETHtR^- V (Lopr 1946. Kin.c Fcuurcs S>ndicatc. In<. r,.,!.r-r'$ FLAV THE NEV.T WCRlO 5-ERIEíV IM A BALL TABK, i!U.'7r- OF iNTHE F0XHCLL5 — AlD HLY — 1 IV A u?' RÓfi i ? T OU 1 WON'T THROW U& 0FF T^IA* " ' C'/HON! Phil: Skelfing er friðsamlegt hjerna uppi. Hvers- vegna geta mannskepnurnar þarna niður á jörðinni eiginlega ekki látið sjer koma saman? Þær geta það og verða. Það er nóg til handa öllum. — í þessu kall ar flugmaðurinn til hans og býður honum að sitja frammí hjá sjer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.