Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. nóv. 1947 Jó n Blöndal hagfræðingur JÓN BLÖNDAL var fæddur 6. október 1907 í Stafholtsey í Borgarfirði. Minningarorð Foreldrar Jóns voru Jón Blön dal hjeraðslæknir í Stafholtsey, og kona hans, Sigríður Björns- dóttir Blöndal. Faðir Jóns læknis var Páll Blöndal, sem á undan syni sín- um var um langt skeið hjeraðs- læknir í Stafhoitsey, en kona hans og móðir Jóns læknis var Elín, dóttir Jóns sýslumanns Thoroddsens. Sigríður, kona Jóns læknis en móðir Jóns yngra, var dóttir Björns Blön- dals smiðs og sundkennara. Móð ir hennar var Guðrún Sigíús- dótti? prests Jónssonar frá Pevkjahlíð. Bróðir Sigríðar og því móðurbróðir Jóns ypgra er dr. Sigfús Blöndal bókavörður og orðabókarhöfundur í Kaup- mannahöfri. Sku'u ættir Jóns eigi frekar raktar, enda er ljóst af því, sem nú var sagt, að hann átti til góðra að telja í allar áttir. Foreldrar Jóns dóu báðir, er hann var barn að aldri. Móðir * hans andaðist fyrst en faðir hans druknaði fáum árum síðar. Seinni kona hans var Vigdís Gísladóttir frá Stafholti. Frá því að Jón komst nokkuð á legg ólst hann þessvegna upp undir umsjá frú Vigdísar Blöndals, og er mjer kunnugt um þann hlý- hug, sem Jón bar tii hennar, og var hann þess vitni, að Jón kunni að meta umhyggju frú Vigdísar og að hún hafði ekki til einskis unnið, enda er hún síðar þjóðkunn orðiri fyrir kenslu sína og stjórn á stórum barnaheimilum. Jón Blöndal varð stúdent frá Mentaskólanum í Reykjavik 1926 með góðri einkunn. — í fyrstu var hann ekki fastráðinn í, hvaða nám hann skyldi taka sjer fyrir hendur, en afrjeð. þó að íeggja stund ,á hagfræði. Af þeasum sökum varð nokkur dráttur á eiginlegu háskólanámi hans. Mestum töfum varð Jón þó fyrír við nám sitt vegna þess, að á skólaárunum veiktist hann alvarlega af berklaveiki. Vegna sjúkleika síns varð hann að1 dveija langdvölum á sjúkrahús- um í Danmörku og lá þar þung- ar iegur. Þrátt fyrir þráiát veik- indi tók Jón þó hagfræðipróf við háskólann í Kaupmannahöfn á árinu 1936 og lauk hann því námi sem öðru með góðum vitn- isburði. Jón gerðist fulltrúi við Trygg- ingarstofnun ríkisins 1937 og síðar var hann um skeið settur forstjóri hennar. í apríl 1936 varð hann deildarstjóri í sjúkra- tryggingardeiid Tryggingar- stofnunarinnar og var það hans aðaistarf síðan. Jón átti og sæti í stjórn Stríðstrygginga ísl. skipshafna frá því í nóvember 1939. Áhugi Jóns Blöndals fyrir ai- rnanna tryggingum var mjög mikili, og takmarkaðist engan veginn við lausn daglegra sáryldustarfa hans. Mun hans og lengst verða minst fyrir þann þátt, sem hann átti í samning og undirbúningi almannatrygg- ingarlaganna frá 1946. í apríl 1943 var hann af fjelagsmála- ráðuneytinu ráðinn til þess að undirbúa tillögur um f jelagslegt öryggi eftir stríðið, en áður hafði hann verið ritstjóri að riti, sem nefndist Fjelagsmál á íslandi og út var gefið 1942? í beinu framhaldi af þessu var leitað til Jóns Blöndals um samn ing frv. til laga um almanna- tryggingar, er samið hafði ver- ið um það við stjórnarmyndun- ina 1944, að slílc lög skyldu sett. Segja þeir, er gerst mega vita, að Jón Blöndal hafi átt drýgst- an þátt í þeirri lagasamning. Er þau lög. höfðu verið sam- þykt, tók Jón sjer frí frá skyldu störfum sínum hjer á landi og dvaldi rúmlega árs skeið í Dan- mörku að nokkru sjer til heilsu- bótar, en vann þar þó jafnframt að störfur\ fyrir Tryggingar- stofuna íslensku. Jón Blöndal hafði ætíð mik- inn áhuga fyrir stjórnmálum og gerðist á 'háskólaárum sínum í Kaupmannahöfn eindreginn jafn aðarmaður. Rjeði það miklu um hugsanaferil hans, að honum virtist sem frjálst frámtak væri þá þegar búið að hefta svo mjög að það gæti eigi lengur talist aflvaki þjóðfjelagsins. Væri þess vegna tómt mál að tala um slíkt og byggja þjóðfjelagið á þeim grundvelli, sem eigi væri leng- ur til, og taldi hann rökrjetta afleiðing þessa vera þá, að taka vísvitandi upp skipulagðan þjóð- arbúskap. Skoðanir Jóns mótuðust þann ig fyrst og fremst af því, sem honum virtist vera rökrjett hugs un. En þó gætti í huga hans þegar á skólaárunum ýmist ríkr ar samúðar með eða andúðar gegn mönnum og málefnum sem stundum rjeði harla miklu um afstöðu hans, e. t. v. meira en hann gerði sjer sjálfur ljóst. Þegar Jón settist að hjer í Reykjavík að loknu námi, tók brátt ap honum að kveða í stjórn málum. Ritaði hann um þau f jöimargar blaðagreinar og gerð ist hann á skammri stundu einn af forystumönnum Alþýðu- flokksins. Flokksmenn hans kvöddu hann og til úrlausnar ýmissa meirihátíar mála, einkum þar sem ætla mátti að hagfræðiþekk ing hans kæmi að góðu haldi. Jón átti þannig sæti A milli- þinganefnd í skatta- og tolla- málum 1938—1942 og í kaup- Iagsnefnd sat hann frá 1939 sem fulltrúi Alþýðusambands ís- lands. Auk þess var honum íalið að semja eða eiga þátt að samn- ingu ýmissa lagaírumvarpa x dýrtíðarmálum og um trygging- ar og skatta. Þá átti hann einnig nokkur ár sæti í s.tjórn Aiþýðu- flokksins. En bæjarfulltrúi hjer í Revkjavík var hann kosinn 1946, en hafði verið varafull- trúi næsta kjörtímabil áður. 1 bæjarstjórn sat hann þó aðeins skamma hríð vegna dvalar sinn- ar erlendis lengst af síðan. Þegar íhugað er hversu miklu, og að ýmsu leyti eftirminnilegu, starfi Jón Blöndal hefur lokið á þeim stutta tíma, er hans naut við, hljóta menn að undrast, að hann f jekk svo miklu áorkað, er þeir muna, að hann gekk í raun- inni aidrei heill til skógar. Hinn langvarandi sjúkdómur, sem lamaði hann á skólaárunum, leyndist ætíö með honurn sem falinn eldur og gerði það að verk um, að kann haföi aldrei fulla starfskrafta nje gat notið sín sem skyldi og hugur hans stóð til. En þó hygg jeg, að einmitt sjúkdómurinn hafi á stundum orðið til þess að kveikja undir áhuga Jóns og hvetja hann til enn»meiri tiltekta'um ýmis mál en orðið hefði, ef alt hefði verið með feidu um heilsu lians. Sýn- ir það hver dugur bjó með Jóni, að sjúkleiki. sá, sem flestir aðr- ir hefðu fyrir löngu brotnað und an, varð honum hvatning til erin meiri stai’fa. Árið 1936 giftist Jón heit- inn Viktoríu Guðmundsdóttur, eftirlifandi konu sinni. Hefur hún verið manni sínum stoð og stytta í veikindum hans og vá eflaust mikinn þátt í hversu vel Jóni tókst að notá sinn stutta starfstíma. Frú Viktoría bjó Jóni gott heimili, hjúkraði Ixon- um og var honum tryggur föru- nautur til síðustu stundar. Mega allir þeir, er mætur höfðu á Jóni eua meta kunna starf hans, vera henni þakklátir. Jeg kyntist Jóni.Blöndal bet- ur en flestum mönnum öðrum á æskuskeiði okkar. Við vorum bekkjarbræður í skóla, en þekt- umst þó heldur lítið fyrr en við vorum við heimspekinám á fyrsta stúdentsári okkar. Eftir það hef jeg ætíð taiið Jón meðal bestu vina minna, þó að leiöir okkar hafi stundum síðan fjar- lægst meir, en við áður hefðum ætlað, og margt hafi þá borið í milli. Þó að við værum sjaldan til hlítar sammála, bar okkur á stúdentsárunum ekki meira en svo í milli, að við höfðum báðir mikla ánægju af því að bera sam an ráð okkar og ræða það sem hugum beggja var þá þegar næst, sem sje stjórnmál,. inn- iend og úticnd. Mun jeg ætíð minnast óteljandi viðræðufunda okkar um þessi efni, hjer í Rvík, í Berlín og Kaupmannahöín. Og fjörmestar voru viðræðurnar á þeim árum, er stjórnmálaskoð- anir okkar beggja voru að mót- ast. Aðrir þeklíja betur en jeg önn ur hugðarefni Jóns heitins, svo sem listhneigð hans, músikgáfu og þessháttar-. En þó að jeg heíði aðeins náin kynni af Jóni heitnum um tiltölulega fárra ára bil og gerþekti aðeihs einn þátt skapíerlis hans og viðfangs efna, þá voru kynni mín af hon- um slík, að nú við leiðarlok er mjér ljóst, að fáum mönnum mundi jeg síður hafa viljað missa af að kynnast en einmitt honum. 1 síöasta skipti, er jeg lalaði við Jón Biöndal, hittumst við í flugvjelinni Ileklu á heimleið frá Kaupmannahöfn nú í ágúst- lok, og var hann þá að koma heim ásamt konu sinni eítir rúm lega ársdvöl erlendis, sem m. a. hafði verið ætluð tii heilsubót- arr Ljet Jón þá bærliega yfir heilsu sinni, en þó ekki meir. Skildist mjer á honum, að hann gerði lítt ráð fyrir að hafa skipti af stjórnmálum nú um sinn. Brá hann og til gletni og kvað sig ekki fýsa að taka sæti sitt í bæj- arstjórn Reykjavíkur á ný úr því að hann gæti ekki lengur deilt þar við eða á mig. _Skooanir Jóns voru þá enn hinar sömu og áður. Rótgróin trú á jaínaðarstefnunni, en rík andstaða í senn gegn hinni vest- rænu einstakiingshyggju og hinu austræna einræði. Eftir þetta sá jeg Jóni aðeins bregða íyrir á götu einu sinni eða tvisvar, en las síðan mjer mjög að óvörum lát hans. Sakn- aði jeg þar vinar í stað og mun svo flestum hafa farið, sem þektu hann vel, því að þeir mátu hann mest, sem þektu hann best. Bjarni Benediktsson. Þai'léls! að bjarga Bárunn! EINS OG SKÝRT hefur verið frá hjer í blaðinu í gær, strand- aði vjelbáturinn Báran . frá Grindavík á Hnausaskeri i Hval- firði. Litlar líkur voru taldar til þess, að takast mætti að draga skipið í höfn, eftir að það losn- aöi af skerinu. En með því að skipverjar allir voru við dælur og austur, tókst að haida bátn- um á floti, alia leið til Reykja- víkuriiafnar. En það var ms. Stefnir frá Haínarfii’ði er dró bátinn hingað. Bárunni var lagt vjð eina af Verbúðabryggjun- um. Skipverjar urðu að halda austri áfram til þess, að skipið ekki sykki. Undir morgun höfðu þeir ekki lengur við lekanum og lagðist skipið á hliðina. Voru í gærmorgun settar kraftmiklar dælur út í bátinn og tókst að ljetta hann svo að hann flaut upp. Var báturinn þá dreginn upp í skipasmíðast. Daníels Þor- steinssonar, en*þar fer viðgerð fram á bátnum. Stjórnborðssíða hefur skemst talsvert við strand iö, ennfremur hefur kjölurinn laskast mjög mikið. Kunnugir menn telja að skip- verjar á Bárunni hafi sýnt mik- inn dugngð, við að takast að halda skipinu á floti jafn hrip- lekt og það var oröið. .7—-------------- „Komtö þiö meíS sönnuiiar- gögnin“. NEW YOIíK. — Frú Roosevelt hcfur déilt á fulltrúa. Ukxaníu og Ilvíta-Rússlands fyrir þær full- yrðing-ar þeirra, að ýmsir föður- landssvilcarar dveíji í flóttamanna búðum. „Ifomið þið með sönnunar- gögnin", sagði frúin í þessu sam- bandi, „látið ekki sitja við eintómt tal“. Ólafs Thðfs Framh. af bls. 1 í’jettur, sem hinum stærstu og voldugustu. Auðvitað er raun- verulegt vald stærsta ríkisins meira en hins smæsta. En samt sem áður: atkvæði beggja er jafngilt. Og þegar stórveldin hafa leitt síman hesta sína í sókn og vörn, þá er það afl atkvæða, sem að leikslokum ræður úi’slitum. Þá hafa íslend- ingar jafnt atkvæði þeim þjóð- um, sem eru nokkur þúsund eða fimmtán hundruð sinnum f.íölmennari. ----------—— Því er veitt eftirtekt hvernig með atkvæðið er farið — mikil eftirtekt. I smáu og stóru fylgj- ast smáir og stórir með því af mestu nákvæmni. Og þegar til lengdar lætur fá ailir — ein- staklingar og þjóðir — sína einkun, fá á sig orð — eða óorð. Leppar, taglhnýtingar, smeikir, hikandi, einarðir, sjálfstæðir o. s. frv. Sjerhver sú smáþjóð, sem ber gæfu til að greiða atkvæði eft- ir sannfæringu sinni einni, öðl- ast. smátt og smátt virðingu allra, líka þeirra, sem atkvæðið er greitt gegn í þetta skipið eða hitt. Slíkur orðstýr verð- ur aldrei metinn til fjár, hvorki beint nje óbeint. En því má treysta, að heiðarleg, sjálfstæð smáþjóð, sem færir sönnur á sjálísvirðingu sína með því að þora í augum alheims rið fylgja sannf-æringu sinni, að undan- genginni málefnalegri athugun. skapar sjer án alls efa virðingu og samúð, er vel má vera að síðar greiði götu hennar til hag kvæmra viðskipta. Við fjórmenningarnir, sem höfum verið fulltrúar íslands á þcjssu þingi S. Þ., höfum reynt að hafa heiður^ velferð og virð- ingu fósturjarðarinnar að leiðar ljósi. Sjálfir erum við ekki dóm bærir um hversu okkur hefir tekist að þjóna því göfuga hlut- verki. En tvennt má vera okk- ur gleðiefni. Við höfum alltaf vei’ið á einu máli í öllum aðal- efnum, og okkur hefir- víða að borist til eyrna, að við þykjum’ greiða atkvæði eftir sannfær- ingu okkar sjálfra, en ekki ann- ara. . Auk þessa er jeg nú hefi sagt, og sem jeg tel aðalatriðið, vil jeg geta þess; að persónu- lega tel jeg mjér mikinn feng’ að því að hafa átt þess kost að kynnast málefnum og mönnum — þ. á. m. ýmsuimheimskunn- um skörungum — hjer á þingi Sarrreinuðu 'þjóðanna. Jeg hefi með því öðlast nýja innsýn í margt, sem miklu skiptir, og jeg geri mjer vonir um, að við- kynning okkar fjórmenning- anna við áhrifamenn annai’a þjóða, geti ef til vill síðar orð- ið íslandi til gagns. Ao lokum vil jeg aðeins segja það, að þyki einhverjum, sem jeg hefði- þarfari störfum að gegna heima en hjer, svara jeg því til, að oft dvelur hugurinn við þá öi’ðugleika, sem fram- undan eru í stjórnmála- og at- vinnulífi. íslendinga. Af því leið ir, að þættist jeg ekki eiga hjer nokkurt erindi, myndi jeg löngu kominn til starfs heima í átt-. högunum. í Guðs friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.