Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. nóv. 1947 nnfrloftifr Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson • Ritstjórt: Valtýr Stefmsson (ábyrgUarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8, — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura me5 L«*bók. Kommúnistar „heíja sókn(!)“ Skemmtanir unga fólksins. Á ÖLLUM TÍMUM hefir æskan fengið_að heyra það hjá eldra fólkinu að hún sje að fara í hundana — öðruvísi var það í mínu ungdæmi. — Æsk- unni er b.rugðið um, að hún sje vitlaus í skemtanir og hugsi ekki um nema líðandi stund. En einhvern veginn hefir þetta -'allt blessast kynslóð eftir kyn- slóð og þeir, sem áður voru ungir byrja sama sönginn þeg- ar þeir eru komnir til vits og ára. \Jílwerji ábripo ar: UR DAGLEGA LÍFINU ir dansleikjum í þessum bæ. Þegar miðasalan hefst hópast ménn að og standa í biðröðum eins og við kvikmyndahúsin. Það er auðglýst, að dansleik- irnir eigi að hefjast klukkan 9, eða 10. en fáum dettur í hug að koma fyr en kl. 11 og undir hálftólf, þegar húsinu er lokað. Og fyrir framan samkomuhúsin stendur svo hópur, sem ekki hefir náð sjer í aðgöngumiða og hímii' í þeirri von að geta náð sjer í miða, eða komist ein- hvernveginn inn. reglu. en þær eru fáar. Það var þessvegna gleðilegt að koma í Sjálfstteðishúsið í fyrrakvöld og sjá hvernig unga fólkið í þessum bæ getur skemt sjer þegar það fær tækifæri til þess. Það var fjelagjskapur, sem nokkrir íslendingar er verið hafa í Bandaríkjunum, aðallega 1 námsfólk, hefir stofnað með sjer, sem hjelt þarna dansleik. Það var áskilið, áð menn kæmu samkvæmisklæddir og hlýddu því allir. EFTIR ílokksfund kommúnista birti Þjó'ðviljinn í gær eina meiriháttar tilkynningu þar sem segir: ,,Hefjum sókn gegn kreppu og atvinnuleysi“, en sleppir síðari helming setningarinnar, sem hljóðar svo, —, með því að gera ekki neitt. Því sú er meiningin í boðskapnum, og það innihald hans. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja hvbrt plaggið er tilbúið hjer á landi, ellegar það er aðfengið irá miðstjorn kommúnista. En að einhverju ieyti er það orðað eftir íslenskum staðháttum, þó meginlínurnar sjeu aðfengnar og sniðnar eftir hinni allsherjar fyrirskipun, sem allir kommúnistar álfunnar hafa fengið og eiga að leggja höfuð áherslu á: ,;Að láta verðbólguna njóta sín“ eins og kommúnistum er tamt að komast að orði. í þessu fáránlega plaggi er engin hugsun, sem staðist getur, engin setning, svo ekki sje að finna mótsögn henn- ar annarsstaðar í ávarpinu. Það á að halda dauðahaldi í verðbólguna, svo fram- leiðsluvörur landsmanna verði með hverjum nqánuðinum óseljanlegri. En þegar ekki verður hægt að selja það sem framleitt er, þá á að sjá um, að hvert nothæft atvinnutæki sem þjóðin á og aflar sjer sje starfrækt(!) Og vinnuorka þjóðarinnar skynsamlega hagnýtt(!) Sjer er hver skyn- semin (!) Þegar verðbólgan hefir gert vörurnar óseljanlegar, nema með tapi, þá á að „beina vinnuorkunni og fjár- magninu til framleiðslu atvinnuveganna“. Halda menn að Islendingar sem láta svona ,,program“ frá sjer fara, sjeu ipeð fullu viti? Eða ber þetta ekki keim af því, að upp- runalega sje slík „stefnuskrá“ samin, fyrir frumstæða ólesendur einhverstaðar nokkuð langt fyrir austan Úral- ijöU? ' í öðru orðinu halda kommúnistar því stíft fram, að þéir sjeu algerlega andvígir öllum ríkislánum. En eitt megin- bjargráð þeirra, samkvæmt „Línunni“, er birt er í Þjóð- viljanum, er það, að ríkissjóður beri áframhaldandi ábyrgð á ákveðnu verði fýrir fiskaflann, alveg án tillits til þess nvað söluverð hans er og hve hátt kommúnistum tekst að koma framleiðslukostnaðinum, eða gera þær krónur verðlitlar sem menn vinna sjer inn. , Kommúnistar hafa kvartað yfir því, að skortur sje á íje í landinu til þess að leggja í framkvæmdir og fram- leiðslu. Ráðið sem þeir eru látnir gefa, samkvæmt línunni, við þeim ágöllum er það, að lækka vexti og lengja lána- tímann. Þá á nægilegt fje-að fást(!) Og svo þarf að lækka viðgerðarkostnað skipa, segja þeir, sem setið hafa hið „austræna“ flokksþing. Lækkun á kostnaði þessum sem fellur á útgerðina hugsa komm- únistar sjer að fá með því að framleigja járnsmíðaverk- fallið, sem nú stendur yfir. Og heimta að kaupið við þá vinnu hækki. Segja að eigendur smiðjanna vilji ólmir hækka kaup járnsmiðanna, en það sje ríkisstjórnin sem haldi uppi verkfallinu(í) Einsog allir vita, er sannleikurinn sá, pð ríkisstjórnin skiftir sjer ekki af verkfalli járnsmiðanna. En verðlags- yfirvöldin vilja ekki að viðgerðarkostnaður skiþanna verði hækkaður. Samkvæmt yfirlýsingum frá kommúnistaþinginu, og óðrum afskiftum kommúnista af járnsmiðunum, verður ekki annað skilið, en að forystumenn hins fjarstýrða fiokks hugsi sjer, að lækka viðgerðarkostnað skipanna með því að hækka kaup mannanna sem að viðgerðunum vinna(!) Svona mætti lengi telja öfugmælin, endaleysurnar í „línu“ þeirri sem kommúnistar birta þjóðinni nú, í fyrsta sinn, eftir að þeir hafa opinberlega tekið að sjer, að „varðveita verðbólguna11 til bölvunar fyrir einstaklinga og þjóðfjelag. • Dansleikir eða skröll. AÐUR FYR voru dansleikir hátíðisstundir, sem sjaldan voru haldnir. en unga fólkið hlakk- aði til í margar vikur. Við slík tækifæri klæddu menn sig í sín bestu spariföt og svo var talað um dansleikinn lengi á eftir. Nú er þetta breytt. Á hverju kvöldi er dansað í einhverju samkomuhúsi í fcænum og um helgar eru böll í hverjum sal. Meira að segja mjólkurstöðvar eru orðnar að danshöllum. Og það er ekert sjerstakt íilstand þótt unga fólkið fari á ball. Menn koma eins og þeir eru klædir af götunni. Árangurinn af öllu þessu er að dansleikirnir verða skröll. o * Biðraðir. OG ÞAÐ hlýtur að vera arð- vænleg atvinna að standa fyr- Eins og síld í tunnu. OG SVO dunar dansrnn, oft framundir morgun. En þetta er ekki dans, heldur eitt alls- herjar stopp á- gólfinu, því í flestum tilfellum hefir verið selt svo mikið af miðum, að það er ekkert rúm á dansgólfinu. Stundum hafa fjelögiri, sem böllin halda, tryggt sjer vín- veitingaleyfi. En sje það ekki fyrir hendi koma kavalerarnir með svartadauðan í bakvasan- um og ef þurð verður á pytl- unni er venjulega leynivínsáli til staðar til að bæta úr. Þetta er nú stutt lýsing á dansleikjunum í þessum bæ, eins og þeir eru algengastir og gétur hver sem vill láð eldra fólkinu, að það skuli hafa á- hyggur af framferði unga fólks ins. • Undaníekningar. ÞAÐ ERU vitanlega undan- tekninga’r frá þessari almennu „Aldrei sjeð svona margt fallegt fólk“. ÚTLENDUR maður sem víða hefir farið um heiminn og kynnst ýmsu, bæði gú "u og slæmu, hjer sem annar: stað- ar, sagði við mig: „J.g hefi aldrei sjeð svona margt fallegt fólk á einum stað“. Einn þjón- anna sagði: „Svona eiga böll að vera. Það er éinhver mun- ur“. Þarna voru vínveitingar. en enginn notaði áfengið í "óhófi, enda skemmtu menn sjer svo vel, að það var óþarfi að „hressa upp á sig með víni“. Þarna var sáma hljómsveit- in, sömu skemmtiatriðin og að sumu leyti sama fólkið, eða jafn aldrar þess, sem skröllin sækja. En það var fyrirkomulagið og umgörðin á dansleiknum, sem gerði hann gleðistund, — sann- kallaða hátíð. Það má taka undir með þjón inum og segja: „Svona eiga böll að vera“. MEÐAL ANNARA ORÐA . ... 1 r/#.*». r , / 1 1 JL/Jllr lr. J • Æ* 1 Kasmir og „lilla alsherjarþingið" greiðslu, en Jinnah og-Múha- meðstrúarmenn aðrir halda því fram, að atkvæðagreiðsla sje þýðingarlaus, þar sem hún muni verða ófrjáls, meðan Ind- land hefur her í Kasmír. e • ■ Litla allsherjar- þingið. Önnur athyglisverðasta frjett vikunnar er sjálfsagt samþykt „litla allsherjarþingsins“ í stjórnmálanefnd Sameinuðu þjóðanna. Tillagan um nefnd- arskipunina kom frá Banda- ríkjamönnum, og hún var sam- þykkt með 43 atkvæðum. Sex þjóðir — Rússar og leppríki þeirra —■ greiddu atkvæði gegn henni, en sex sátu hjá. „Litla alsherjarþingið“, eins og þessi milliþinganefnd er kölluð, á að starfa allt árið og taka til með ferðar deilumál þau, sem upp kunna að koma meðan alsherj- arþing S. Þ. starfar ekki. Allar meðlimaþjóðir Sam. þjóðanna eiga sæti í nefndinni, og vald- svið hennar verður all víðtækt — meðal annars á hún að geta kvatt allsherjarþingið saman, ef mikið liggur við. • • Afstaða Rússa. Rússar eru milliþinganefnd- inni mjög andvígir — segjnst engin afskipti muna hafa af henni. Leppríkin elta eins og endranær; en nú er ekki að vita nema mál þetta leiði til þess, að Sameinuðu -þjóðirnar taki afstöðu til þess, hversu lengi meðlimaþjóðir geti haft Framh. á bls. 9 ÞEGAR sjálfstæði Indlands fyrst kom til umræðu í neðri málstofu breska þingins, eft- ir styrjöldina, hjelt Chur- chill, leiðtcgi stjórnarandstöð- unnar, því fram, að brottköll- un Breta frá landinu mundi hafa í för með sjer blóðsút- hellingar og jafnvel styrjöld. Churchill taldi Indverja ekki enn tilbúna til að taka í sínar hendur algera stjórn mála sinna, og benti meðal annars á deilu Ilindúa og Múhameðstrú- armanna. í vikunni sem leið leit út fyrir að spádómur Churchills væri að rætast. Enda þótt stjórn ir Indlands og Pakistan reyndu að láta líta svo út sem allt væri sátt og samlyndi, vissi heim- urinn þó, að Múhameðstrúar- menn og Hindúar börðust í Kasmír, og að hjer væri 'um engar venjulegar smáskærur að ræða, mátti marka af því, að báðir deiluaðilar beittu nýtísku vopnum — Ilindúar jafnvel flugvjelum. ® • Krefjast fursta- dæmisins. Bæði Indland ■—• ríki Hindúa -—• og Pakistan (ríki Múha- meðstrúarmanna) gera kröfu til Kasmír. Stjórnarherrar furstadæmisins munu flestir vera Hindúar, en mikill meiri hluti íbúanna er Múhameðs- trúar. — Múhameðstrúarmenn vilja að Kasmír sameinist Pak istan, Hindúar krefjast þess að furstadæmið verði hluti af Ind landi. Hvernig fer, er enn með öllu óvíst. Nehru, Hindúaleið- toginn, heimtar þjóðaratkvæða- Churchill spáði ófriði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.