Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1947, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. nóv. 1947 MORGVNBL4ÐIÐ 7 R E Y K DauðaslysiS við Heklurannsóhnir UM SÍÐUSTU helgi vildi til svo sviplegt slys í Hekiuhrauni, að vakti alþjóðarhluttekning et gló andi hraunbjarg flaug úr hinu rennandi hrauni, hitti Steinþór Sigurðsson í hjartastað, þar sem hann stóð við myndatöku, svo' hann var í sama vetfangi örend- ur, en hraunglóðin kveikti í föt- um hans. Fóik var orðið því svo vant, að heyra um íslenska náttúru- fræðinga við rar.nsóknir á I-Ieklu gosinu, og myndatökur þeirra, að menn voru, af ókunnugleik sínurn, hættir að hugsa um nokkra lífshættu í því sambandi. Þó það óneitanlega ljeti einkenni lega í eyrum manna í fjariægð, er það t. d. frjettist í surnar, að náttúrufræðingar hefðu farið niour í gíg, sem nýhættur var að gjósa .Eða þegar það vitnað- ist, að Steinþór heitinn hefði t. d. verið svo lengi niðri í einum gígnðm, til að ná í lofttegundir til rannsóknar, að þegar hann kom þaðan, og var á heimieið, datt ferðastakkurinn hans í sundur, vegna þess, að svo mik- ii brennisteinssýra hafði komið upp úr jörðinni, þar sem hann stóð, að sýra þessi hafði, er frá leið, unnið á saumunum eða samskeytunum á fötum hans. Merhilegur þátlur í landfrœðisögunni FRÁ ÖNDVERÐU voru hinir íslensku náttúrufræðingaf stað- ráðnir í því, að gera sjálfir hin- ar fullkomnustu rannsóknir á Heklugosinu. Það sem ynnist fyr ir vísindin, fyrir eldfjaliafræð- ina við gos þetta, það skyldi fyrst og fremst vera þeirra verk. Hjer er um fuilkomna nýjung að ræða í landfræðissögu Islend inga. í hvert sinn, sem hjer hafa gerst merkir náttúruviðbur-ðir, hafa komið hingað erlendir vís- indamenn, til að rannsaka undr- in, og draga af þeim þær álykt- anir, sem di’egnar yrðu, fyrir hin almennu vísindi og þekking- una á náttúru landsins. Svo ein- kennilega vildi til, að okkar á- gæti vísindamaður Þoorvaldtir Thoroddsen fjekk aldrei tæki- færi til þess að virða fyrir sjer eldsumbrot. En eldfjallafræðin var þó einmitt sjergreín hans. Rjett um sama leyti sem Stein þór lieitinn Sigurðsson bíður bana við starf sitt að Heklu- rannsóknunum, er verið að kynna fyrir erlendum vís- indamönnum kvikmynd þá, er hann fyrst og fremst hefur unnið að, síðan gosið hófst. Þar birtist það fyrir hinum áhuga- sömu áhorfendum, að hjer er um að ræða fræðslumynd fyrir náttúruíræðinga um eldgos, sem mun ekki eiga sinn líka í veröld- inni. En það gefur auga leið, að fyrir þá skuld er myndin fræð- andi, og glögg, að menn þeir, sem tóku hana, hafa jafnan ver- ið, ef svo mætti að orði komast, í návígi við atburðina. Því ekki hafa þeir haft svo fullkomin ^æki að glöggar myndir yrðu teknar úr fjarlægð. Eldsteinninn í Hekluhrauni, sem varð hinum ötula og fram- úrskarandi áhugasama vísinda- J A V í manni að bana, opnaði um leið augu vísindamanna um allán heim fyrir því, hvaða þrekvirki það hefur verið, að ná þeim fróð leik af gosinu, sem íslenskir menn hafa náð og þá umfram aðra maðurinn, sem Ijet líf sitt á starfssviði íslenskra visinda sunnudaginn 2. nóvember 1947. ísland á þingi S. þ. UM ÞESSA ftelgi er von á hin- um íslensku fulltrúum heim, er hjeðan fóru til að sitja þing Sameinuðu þjóðánna, þeim Ólafi Thors, Ásgeir Ásgeirssyni og ITermanni Jónassyni. En for- ■maður íslensku nefndarinnar, Thor Thors sendiherra, situr að sjálfsögðu þingið áfram. Um síöustu helgi sendu hinir íslensku fulltrúar ræður hingað heim, til flutnings í útvarp, en ræða Ólaís Thors var ekki send fyrir mistök í afgreiðslu vestra. Sendihe'rrann gerði grein fyr- ir því í ræðu sinni, hve nauðsyn- legt það er íslendingum, að vera þátttakandi í samstarfi hinna Sameinuou þjóða, hvernig að- i staða okkar í augum heimsins hefur við það breyst og hvernig hún gerir sjálfstæði hins ís- lenska lýðveldis tvímælalaust í augum heimsins. Svo miklar viðsjár eru nú með heimsþjóðum, að mikils er um ‘vert, að „Einbúinn í Atlants- hafi“ geti gert sjer hina fyllstu grein fyrir því, hvað er að ger- ast á bak við tjöldin í viðskift- um þjóðanna. Svo menn geti reynt með nokkrum líkum, að geta sjer þess- til, hvað muni vera í vændum. En hvergi ér að- gengilegri fróðleik á því sviði en á þingi hinna Sameinuðu þjóða. / Hvalfir&i HIN MIKLA síldarganga í Hval- firði er tvímælalaust einn merk- asti atburður síðustu tíma, er gerst hefur viðvíkj^idi íslensk- um atvinnumegum. Þegar Kolla fjörður fyltist af síld í fyrra, var það talin tilviljun, sem menn gátu eins vel ímyndað sjer, að væri einstök að kalla. Menn rendu blint í sjóinn með það, hvort búast mætti við nokkurri slíkri á næstu árum. En þegar síldarganga kemur nú í Hvalf jörð í ár og það máske stórfeldari en gangan í Kolla- firði í fyrra, þá er viðhorfið breytt. Þá er eðlilegt orðið, að búast við, að framvegis verði þessu „silfri hafsins“ tvisvar á ári ausið upp með herpinótum. Nú er síldveiðin það álitlegri en hún var í fyrra, að Hvalfjarðar- síldin hefur undanfarna daga verið svo stór, að hægt hefur verið að veiða hana í herpinætur af sömu gerð, og þær, sem not- aðar eru við Noi'ðui’land á sumr in. Fitumagnið er sagt vera alt að því 18%, eða eins mikið og það oft er framanaf sumarver- I tíðinni. Síldarmannagötur NÚ FÆST eðlileg skýring á ör- nefninu „Síldarmannagötum“ en það er íjallaleið upp úr Botnsdal frá botni Hvalfjarðar og upp í Skorradalinn. Þar hefur fyrr á öldum verið leið lestamanna frá Hvalfirði, er fjörðurinn hefur K U R B verið ,,síldarkista“ eins og hann hefur verið síðustu daga. En ekki er mjer kunnugt um, að menn hafi gei't sjer nokkra grein fyrir því, frá hvaða öld eða öldum nafnið er á fjallvegi þessum. ITaldist síldveiðin hjer um slóðir um tíma, og verði gæftir til veiðanna, er mikils um vert, að vel grciðist úr flutning- um á aflanum á hræðslustaði. Og meiri áhugi verður á því en nokkru sinni áður, að teknar verði upp merkingar á síld, svo vonir sjeu til, að eitthvað fari að rætast úr með vitneskju- um aualdi'ætti í göngum síldarinnar hjer um Norðurhafið. far&hitinn í Mosfellsdal MJÖG ER ÞAÐ gleðilegt, hve vel heíur tekist með öflun hita- vatns í Mosfellsdalnum. En þar hefur Rej'kjavíkurbær aflað sjer víðtækra rjettinda til afnota af heitu vatni, sem kann að aflast þar með borunum. Upp á síð- kastið heíur fremur litil við- bót fengist við boranir á Reykj- um og í landi Reykjahvols. Svo líklegt er, að þaðan fáist ekki öllu meira vatn en þegar er feng ið. Enda mikið komið. Því var leitað norður fyrir hálsinn til jarðanna í sjálfum Mosfellsdalnum. En þar eru all- miklar heitar uppsprettur frá náttúrunnar hendi sem kunnugt er. Ekkert verður á þessu stigi málsins um það sagt með vissu, hvaða leið verður farin, til þess að tengja uppspretturnar í Mos- fellssdalnum, við núvei'andi Hita veitu, eða hvernig þessi viðbót af hitavatni verður leidd til bæj- arinsl Breyllur Tími BREYTT var um svip og brot Tímans á fötudaginn, vegna þess að utgefendurnir hafa fengið önnur og hentugri tæki til prent unar, en 'þeir áður hofa haft. Svo nú er blaðið komið í sama brot'og hin dagblöð bæjarins. Það þykir dálítið einkennileg tilviljun, (eða hvað?), að þessi breyting. á blaðinu skuli hafa borið upp á afmæli Sovjetríkj- anna, en hvorki verið látin eiga sjer stað, um viku- eða mánaða- mót. , Tíminn er nú rúmlega þrítug- ur. Er ekki nema gott um- það ao segja að blaðið hafi stækk- að. Því þeim mun meira lesmál sem íslensk blöð geta flutt, þeim mun íleiri mál geta þau túlkað fyrir lesendum sínum, og þeim mun betur sint öðru en beinum deilumálum flokkanna. Svo er að skilja á forystugrein í hinufn breytta Tíma, að breyt- ingin sje m. a. gerð í þeim til- gangi, að línurnar verði skýrari í hinum íslensku stjórnmálum. Einkennilegt ef útgef. blaðs- ins telja að þeim hafi ekki tekist að marka línur sínar, þau rúm 30 ár sem blaðið hefur komið út. Kommúnistar á fundi KOMMÚNISTAFLOKKURINN hefur haldið þing sitt undan- farna daga. Vafalaust ekki van- þörf á því fyrir foringja flokks- ins, að haía tal af liðsmönnum R JEF eftir hið breytta viðhorf, sem orðið er í málefnum flokksins. í rúmlega 4 ár hafa kommún- istar allra landa átt að vinna eins og flokksdeildirnar væru nokkuð sjálfstæðar hver í sínu landi. En síðan samþyktin var gerð í Varsjá um dagir.n, og aug lýst, að alþjóðabandalag komm- únista væri framvegis starfandi, er það opinbert gert, að enginn kommúnistaflokku.r í vercldinni innan vjebanda neinnar þjóðar er sjálfstæð samtök, heldur er hjer um að ræða eina starfs- heild ijjxdir einni alvaldri stjórn, sem að nafninu til er látin heita að sje í Belgrad, en er að sjálf- sögðu hvergi annarsstaðar en í Moskva. Hin alþjó&lega stefnuskrá UM LEIÐ og það var opinbert gert, að upplausn alþjóðabanda- iags kommúnista 1943 hefði í raun rjettri aldrei verio annað en blekking, var kommúnistum allra landa boðuð sú stefnuskrá, sem þeir ættu að fylgja í fram- tíðinni. Fyrst ’Og fremst að útrýma jafnaðarmönnum þeim, sem að- hyllast lýðræði, eins og það hef- ur verið túlkað. Og sporna gegn fjárhagslegri viðreisn Vestur- Evrópuþjóða. Maður gerir ráð fyrir að hinir íslensku kömmúnistar geri ekki annað með fyrra stefnuskrár- atriðið, sém þeim hefur verið fengið og hjer er nefnt, en þeir hafa gert að undanförnu, að reyna eftir fremsta megni að draga úr áhrifum Alþýðuflokks ins. Að leitast við að útrýma áhrifum þessa flokks. En við- horfið í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar hefur brgyst fyrir kommúnista eftir að þeir hafa fengið hina nýju fyrirskipun. — Því á meðan þeir voru t. d. í ríkisstjórn hjer, þá gátu þeir um tíma látið líta svo út, sem þeir vildu vinna að bættum efnahag landsmanna og að umbótum í atvinnumálum landsins, með það fyrir augum að afkoma al- mennings yrði tryggð og bætt. Illutverkið hjer á landi EN NÚ ER þessu ekki lengur til að dreifa. Með hinum dag- lega vitnisburði er Þjóðviljinn flytur um undirgefni hinna ís- lensku kommúnista undir al- þjóðasamtökin, verður ekki um vilst, að Brynjólfur Bjarnason og samstarfsmenn hans, ætla sjer að reyna hvað þeir geta, til þess að þær .130 þúsundir manna, sem lifa hjer á landi og eru minsta sjálfstæða þjóð álf- unnar eigi sem allra erfiðast með að bjarga atvinnuvegum og fjárhag frá eyðileggingu verð- bólgunnar. Samanborið við hin meirihátt- ar verkefni kommúnistaflokks- ins í Evrópu, er verkefnið hjer á landi ekki mikið. En nóg til þess, að hinir íslensku komm- únistaforingjar hafa heitið því við yfirmenn sína að vinna a? alúð að þessu skemdarverki, og sýna með því að verkefnið er þeim samboðið. Hjeðan í frá er það með öllu tilgangslaust fyrir kommúnista ILaugardagur 8. pévember að reyna að dylja það að þeir vinni, samkvæmt skipun, að því að koma atvinnu- og f jármálura landsmanna í kaldakol. Hvert orð sem þeir segja, hver grein sem þeir skrifa, hvað sem þessi ,,fjarstýrði“ flokkur aðhefst, verður litið svo á, að í öllu sje stefnt að hinu fyrirskipaða marki: Að gera íslenskri þjóð sem erfiöast fyrir að bjarga sjer, og halda fjárhagslegu og stjórnmálnlegu sjálfstæði sínu. Kommúnistar þykjast vilja tryggja atvinnu handa öllurn. Alþýða manna hefur sjeð, að kommúnistar steína í alveg gagnstæða átt. ■ Að þeir vilja, með því að viðhalda verðbólg- unni sem mestri, gera fram- Mðsluna svo dýra, að hún veröi ekki seljanleg,~ eins og. nú er komið á daginn. Að atvinnan stöðvist, og atvinnuleysi skélli hjer á, geigvænlegra en nokkt u sinni fyr. I’á kastar tólfunum þegar kommúnistar þykjast standa vörð um sjálfstæði landsins. — ITvernig skyldi sú varðstaöa vera starfrælct, af mönnum eins og kommúnistum sem frá morgni til kvölds vinna sam- kvæmt fyrirmælum frá alþjóðn- samtökunum, að því að tor- velda alla efnahagsstarfsemi I landinu. Það eru dálaglegir fréls isvinir og þjóðræknishetjur, sera hafa heitið því að helga líf sitt hagsmur.um erlendrar yfir- drottnunarstefnu og eru til þess boðnir og -búnir, hvaða stund sem er, að þjóna hinum erlendu yfirboðurum sír.um gegn hags- munum íslendinga. Það er kommúnistum helsti, ef ekki einasti styrkur í dag við frarnkvæmd myrkraverka sinna gagnvart þjóðirmi, að ýmsir menn eru enn ekki farnii að geta sætt sig við þá tilhugsun, að til sjeu mannskrípi með is- lenskt blóð í æðum, er geti hag- að sjer eins og kommúnistum er uppálagt að gera, og þeir hafa fyrir erlend tilmæli tekið að sjer. Alþýðuríki'5“ og a! þý&an í AFMÆLISBLAÐI Þjóðviljans þ. 7. nóvember er farið mörgum orðum um liið þrítuga „alþýðu-' ríki“ í austrinu. En þar er ekki fjölyrt um kjör verkalýösins. Hver eru kjör hans, borið sam- an við t. d. kjör hinna vinnandi stjetta á íslandi? Menn skyklu halda að það væri áhugamál Þjóðviljans, að auglýsa þetta fyrir lesendum sínum. Því er um þetta þagað? „Út með sprokið", Brynjólfur. Ilver eru kjör hins austræna verkalýðs í hinu þrítuga alþýðu- ríki ? Hver eru þau í samanburði við kjör hinnar ísíensku alþýðu? Þegar kommúnistar allra landa standa afhjúpaðir sem þjónar og undirlægjur þeirra er stjórna alþjóðasamtökunum, j*í er jafnah þrautalendingin sú, að reyna að telja fólki trú um, að þeir sjeu að vinna að bættum kjörum hinna bágstöddu í þjóð- fjelaginu. Hvernig skyldi það haía tek- ist „þar sem alþýðan hefur far- ið með völd í 30 ár“, eins og Þjóðviljinn kemst að orði. (Framhald af bls. 7)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.