Morgunblaðið - 12.11.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 12.11.1947, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. nóv. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórl: Valtýr Stefínsson (ábyrgSarm.') Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanland*. kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Leabök. Örlög Póllands ÞANN 16. september 1939 gaf stjórnin í Moskva út svohljóðandi vfirlýsingu í samráði við stjórn Hitlers Þýskalands: „Pólska ríkið er ekki lengur til, pólska ríkisstjórnin hefur verið leyst upp“. Daginn eftir ruddust rússneskar hersveitir yfir landa- mæri Póllands úr austri, kapphlaup var hafið milli Þýska- lands og Rússlands um enn eina skiftingu þessa ógæfu- : ama lands, sem liggur á veðramótum austurs og vesturs. Sagan var að endurtaka sig, þriðja skifting Póllands stóð íyrir dyrum. Við tvær hinar fyrri skiftingar hafði Rúss- land einnig fengið sinn skerf af landi pólska ríkisins. En þá var það Rússland zarsins, sem við var að eiga. Að þriðju skiftingunni stóð stjórn Sovjet-Rússlands. En hver var munurinn? í öll skiftin voru það nágrannarnir í austri og vestri, sem stóðu yfir höfuðsvörðum sundurflakandi lands og sigraðrar þjóðar. Þessi saga er baksvið þeirra atburða, sem undanfarið hafa verið að gerast í Póllandi. Þegar á hana er litið, þarf engan að undra þeirrar staðhæfingar, sem nýlega var sett fram af pólskum landflótta stjórnmálamanni, að ef pólska stjórnin fengi að ganga frjáls að kjörborði myndi kommúnistaflokkurinn, sem nú stjórnar landinu í skjóli rússneska hervalds, ekki fá nema fimm af hundraði at- kvæða. En slíkra kosninga hafa Pólverjar ekki átt völ. Þessvegna ræður nú fylgislaus leppstjórn ríkjum í landi þeirra. Þessvegna hefur aðalforingi stjórnarandstöðunnar, Mikolajczyk, formaður bændaflokksins orðið að flýja land til þess að forðast örlög Nikola Petkoffs, búlgarska bænda foringjans. sem kommúnistar skutu. Þannig er hið austræna /;lýðræði“ í framkvæmd. Hver leiðtogi stjórnarandstöðunnar af öðrum í löndum þeim, sem eru austan við ,,járntjaldið“, er drepinn eða verður að flýja land undan snörunni eða byssuhlaupum vald- hafanna. Öllum er þeim gefið það sama að sök, að mótþrói gegn ráðandi ríkisstjórnum, og að hafa haft „samband við erlend ríki“. Allir hafa þessir menn átt ríkan þátt í baráttu þióða sinna gegn Hitler og nazismanum í styrj- öldinni. Sumir þeirra, eins og Petkoff og Mikolayczyk, urðu ráðherrar í stjórnum þeim, sem tóku við, er kúgun nazista ljetti og viðurkendar voru af ríkisstjórnum banda- manna. Nú eru þessir menn kallaðir nazistar og þeim varpað i fangelsi, eða myrtir, ef til þeirra næst. Á Yalta ráðstefnunni og fleiri fundum, er þeir hitt- ust á Stalin, Roosevelt og Churchill, var öllum þjóðum gefið fyrirbeit um að mega að styrjöldinni lokinni velja sjer stjórnskipulag og stjórnarhætti í frjálsum og óbundn- um kosningum meðal þeirra sjálfra. Hvernig hafa þau fyrirheit verið efnd? Þjóðir Austur-Evrópu hafa fengið að kynnast því. í stað ríkisstiórna, sem hefðu meirihluta fólksins á bak við sig, hafa þessar þjóðir fengið einræðisstjórnir, sem framið hafa hvert rjettarmorðið á fætur öðru. Þjóðirnar hafa orðið æ varnarlausari gegn hinu skefjalausa ofbeldi og tröðkun allra lýðræðisvenja. Þær hafa fengið einræði kommúnismaes í stað einræðis nazisma og fasisma. — Undir þessu oki stynja þessar þjóðir í dag. En hjer á ís- iandi lofsyngja kommúnistar þetta fyrirkomulag. I hvert skifti sem bændaleiðtogi eða annar leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í þessum löndum er flæmdur í útlegð, fangels- aður eða gerður höfðinu styttri, fagna kommúnistar um allan heim fullkomnun hins austræna lýðræðis. En vilja íslendingar korna slíku lýðræði á hjer? ' Áreiðanlega ekki. Mat íslendinga á mannrjettindum og lýðfrelsi er í algeru ósamræmi við mat kommúnista á þess- um verðmætum. Þeir fara þar fjarri alfaravegum. Þess- }.egna munu þeir fyrr en varir, verða utan garðs í íslensku þjóðfjelagi. i ___ \ j v ÚR DAGLEGA LÍFINU Skömtun og eyðsla. SKÖMTUN NAUÐSYNJA- VARA ER nauðsynleg. — Það var ekki hjá henni komist og hún mátti ekki koma seinna. Um þetta geta allir verið sam- mála. Það er auðljóst mál, að ef skömtunin hefði ekki verið tekin upp þá hefði farið svo að þurð hefði orðið á ýmsum nauð synjavörum og þeir einir, sem peninga höfðu og aðstöðu, haft í sig og á, er tímar liðu. Hitt er svo annað mál, að það er vandi að framkvæma skömt unina og setja um hana reglur sem duga. Við framkvæmd skömtunarinnar hafa orðið nokkur mistök og þau ber að leiðrjetta, þegar þau koma fram, en ekki halda sig við regl ur af eintómri þrjósku eða ein- trjáningshætti. Skömtunina verður að miða við að það spar ist við hana, en ekki að meira eyðist af nauðsynjavörum en var fyrir skömtun. • Bensínnotkun. KAUPMENN HAFA gert um það samþykt á fundi hjá sjer, að bensín, sem þeim er ætlað til sendiferðabíla dugi þeim ekki. Er það augljóst mál, að sendiferðabílar þurfa meira bensín, en einkabílar af sömu stærð. En í framkvæmd skömt- unarinnar er það svo með bens- ín til smábíla, að ekki er farið eftir því hvort bílinn er notað- ur í atvinnuskyni, eða til einka aksturs heldur fær hann skamt eftir stærð. • Aukin bensíneyðsla. ÞETTA GETUR og leiðir hæglega til aukinnar bensín- eyðslu í mörgum tilfellum. Þeir kaupmenn, sem ekki fá nægj- anlegt bensín á bíla sína, verða að leigja stærri vörubíla til þeirra verka, sem þeir þurfa að láta gera og segir sig sjálft, að stærri bílarnir eyða mun meira bensíni á hvern kílómeter, sem ekið er en þeir litlu. Þannig er það með marga minni bílana. sem notaðir eru í atvinnuskyni. Eigendur þeirra nota meira bensín með því að leigja stærri bíla. Þetta er ekki hagkvæmt og skömtunin nær ekki tilgangi sínum. • Sápan og börnin. ÞÁ ER ÞAD sápan og barna- fólkið. Á barnmörgum heimil- um er kvartað sáran undan því, að sápuskamturinn hrökkvi ekki til, ef gæta á fylsta hrein- lætis, bæði hvað börnin sjálf snertir og föt þeirra. Þá munu verkamenn, sem vinna óþrifa- lega vinnu eiga bágt með að láta sápustykkið endast. Þegar um hægist vérða skömtunaryfirvöldin að vera á verði fyrir því, að auka hrein- lætisvöruskamtinn til barna- fólks og verkamanna. • Brisf frá lausamanni. LAUSAMAÐUR, Ol. Gunn., skrifar um. erfiðleika lausa- mannsins í þessum bæ. Er það æði fróðlegt plagg um áhyggj- ur þessara einstæðinga og er á þessa leið: „Þegar Þvottamiðstöðin tók til starfa, greiddist mjög úr vandræðum þeim, sem verið höfðu með að fá þvegna spjör umtölulítið og hæfilega fljótt afgreitt. Mesti gleðihreimurinn hvarf úr rödd afgreiðslukvenna hinna þvottahúsa borgarinnar, en sá hreimur var all áberandi, er neitað var um alla úrlausn áður og fyrr. Hinsvegar höfðu margir lausamenn vænst þess, að þegar svo stórt fyrirtæki, sem Þvottamiðstöðin er sögð vera, yrði einnig tekin með sú nauðsynlega þjónusta að geta fengið gert við sokk, eða fengið festa tölu á flík, þó ekki væri um meiri viðgerðir að ræða. Hitt má alveg telja víst, að ef slík fyrirgreiðsla væri tekin upp, mundi það ljetta áhyggj- um af mýmörgum, sem ekki eiga þess neinn kost, að fá gert við sokka og nærföt, en verða að fleygja þessum flíkum hálf- slitnum í öskutunnuna. Væri óskandi, að Þvottamiðstöðin sæi sjer fært að geta annast slíkar viðgerðir. • Fatapressun. „SVO MÁ MINNAST á fata- pressurnar. Það er eins og að biðja skollann um sál, ef minst er á að fá festá tölu á jakka eða buxur, sem komið er með til hreinsunar eða til pressun- ar aðeins. Jeg er jafnan spurð- ur að því, hvort ekki eigi að hreinsa, því að þar í liggur skildingurinn. Jeg vil í lengstu lög kcmast hjá því að þurfa að láta breinsa mín föt yfirleitt. Eftir minni reynslu, sem er nokkuð löng hvað þetta snertir, virðist mjer sem fötin aflagist við hreinsuriina, verði lúpuleg og nái jafnvel aldrei sinni upp- haflegu mynd. o Oheppileg herðatrje. EINNIG hafa sumar fata- pressur gjörsamlega ónothæf herðatrje til að geyma á fötin. Þau eru úr mjóum samansnún- um vír, sem óhjákvæmilega af- laga jakkann og mynda skarpt brot þvert yfir buxnaskálmarn ar, sem heldur sjer snöggt- um lengur, en brot þau, sem borgað var fyrir að pressa á skálmarnar. Fyrir utan þessa vankanta eru föt viðskiftavinanna geymd varnarlaus fyrir ryki, í mesta lagi breidd rýja yfir þau, um nokkurnveginn rykhelda skápa er ekki að ræða. Það má auðvitað svara því til, að fötin beri að sækja strax, en eitt og annað getur valdið því, að slíkt sje ekki hægt, og hvað sem því líður, ætti maður ekki að fá fatnað sinn ver út- leikinn frá pressunum, en þeg- ar komið var með hann“. Þannig eru áhyggjur þessa lausamanns. Það munu ekki allir vera sammála honum hvað fatapressunum viðvíkur, því flestar slíkar stofnanir vinna vel, en hann mun hafa lent á verri stöðunum. MEÐAL ANNARA 'oRÐA'.T. . j ------------| Eftir G. J. Á. |----------------------------------—-------Í Innftutningur erlendra blaða er naitfsynlegur Á KÁPU bandaríska viku- blaðsins Life (alþjóðaútgáf- unni) er ísland meðal þeirra seytján landa, sem þar eru, skráð, sem fastir innflytjendur blaðsins. Meðal annara landa, sem talin eru, eru Belgía, Dan- mörk, Frakkland, Ítalía, Hol- land, Svíþjóð og Svissland. Fyrir aftan nafn hvers lands er verð ritsins, eins og til dæmis Iceland 2 krónur 25 aurar, Polland 30 zlotys og Portúgal 7,50 esendos. o o Verður strikað yfir okkur? Ef við ekki gætum að, eru allar líkur fyrir því, að nafn ís- lands hverfi af þessari skrá. Svo er nú komið, að óvenju- langt er síðan erlend blöð og tímarit hafa sjest hjer að ráði í bókabúðum, og tveir kunn- ugir menn, sem jeg hefi rætt þetta við, segja mjer, að með öllu sje óvíst, hvenær eða hve oft við fáum að sjá þau í fram- tíðinni. Það kann með öðrum orðum i vel svo að fara, að lokað verði fyrir innflutning erlendra bóka, blaða og tímarita — ef ekki að öllu, þá að minsta kosti að miklu leyti. Það á að spara gjaldeyri. o o Menn eru andvígir þessu. Þar sem jeg hefi orðið þess Við verðum að fá að Icsa þau var, að mál þetta hefir vakið alveg óvenjulega mikla athygli, hefi jeg gert mjer far um und- anfarna daga að kynna mjer af- stöðu manna til þess. Og alveg undantekningarlaust hafa þeir verið þeirrar skoðunar, að hjer sje illa komið — verið and- vígir því, að lokað verði fyrir innflutning bresku og banda- rísku og hinna erlendu blað- anna, sem hjer hafa nú verið á boðstólum í nokkur ár. o • Sum mega fara. Ekki svo að skilja, að þeim þyki ekki sum þessara blaða mega missa sig. Enginn sökn- uður væri í því að sjá á bak hazarblaðanna svokölluðu. En meginþorri erlendu ritanna hef ir þó verið að sínu leyti fræð- andi, og það þótt tekið sje tillit til þess eins, að þau hafa gefið okkur kost á að fylgjast með því, hvernig heimurinn í kring um okkur lifir og hugsar; og það er ekki hægt, án þess að fá að lesa það, sem hinar ýmsu þjóðir ætla lesendum sínum, (Framhald á bls. 8)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.