Morgunblaðið - 13.11.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.1947, Qupperneq 2
2 MORGl’ NBLAÐIÐ Fimtudagur 13. nóv. 1947 tJR HFJMAHÖGVM: Hinir ónafn- greindu 200 FYRIR nokkru síðan tók Þjóð viljinn upp á því að stanglast á einhverjum dularfullum 200 Reykvíkingum sem rjeðu öllum stjórnmálum i landinu. Eftir því sem Þjóðviljinn segir ráða þessir 200 menn hjer kosninga úrslitum, blöðum, atvinnufyr- írtækjunum. ráða því hvort hjer er atvinna eða atvinnu- leysi o.s.frv. Eins og gefur að skilja eru Þjóðviljamenn alveg eitraðir gegn þessum dular- fullu 200. Þeir eru að sögn bíaðsins allir forríkir, og nota auð sinn, til þess að ná hinum miklu yfirráðum í biiskap þjóð arinnar. Eins og gefur að skilja eru þessir órar Þjóðviljans um völd þessara „200 ríku“ alveg útí loftið, heilaspuni og ekkert annað. Því hvort sem menn eru ríkir eða fátækir hjer á landi, og hvaða flokki sem menn fylgja, þá liafa menn alveg sama atkvæðisrjett, er til þess kemur að ráða því hver fer með völdin í landinu. Þess- ir 200 sem Þjóðviljinn á við eru 200 kjósendur með 200 at- kvæði. Og húið er. Þjóðviljinn heldur þvi fram, að hann hafi fundið nöfn hinna 200 í opinberum skýrsl- uin. Svo blaðinu væri innan handar að birta nöfn þessara manna, öll í einu lagi. Þá gætu lesendurnir sjeð það svart á bvítu, hvaða menn það eru, sem Þjóðviljinn heldur fram að bafi hin miklu völd sem blaðið talar um, að sjeu í höndum manna þessara, sem sjeu svo mikil, að sjálfstæði annara landsmanna sje hætta búin af yfirgangi þeirra. Er Þjóðviljanum hjer bent a, að færa rök fyrir máli sínu, eftir því sem blaðið sjálft hefir gefið tilefni til. Ætti sú birting eð vera hægðarleikur fyrir blaðið. Þegar nöfn þessara 200 eru komin í ljós, þá geta menn sannprófað hvað fullyrðingar blaðsins hafa við að styðjast. Ef Þjóðviljinn á hinn bóg- inn treystir sjer ekki til þess að ekýra frá því, hvaða menn það eru sem hann á við þegar hann tönnlast á þessum margumtöl- uðu 200, þá fellur alt skrafið Itm þá niður, eins og svo margt annað, sem Þjóðviljinn flytur, þegar farið er að hrófla við því, og kryfja til mergjar. Pakistan viíi aukinn úffiufning London í gær. SENDIFULLTRÚI Pakistan í London sagði í ræðu í dag, að Jand sitt gæti aukið útflutning sinn til Bretlands, ef því yrði sjeð fyrir nægilegum fram- leíðslutækjum. Gat hann þess í þessu sambandi, að ef Pakistan jgæti aflað sjer fleiri dráttar- Vjela og aukins garðáburðar, jriundi það hafa um eina miljón onna af hveiti til útflutnings. — Reuter. Frú Ása Kjartansson MINNINGA R ORÐ : FRÚ ÁSA KJARTANSSON, kona Jóns Kjartanssonar sýslu- manns í Vík, og fyrr ritstjóra þessa blaðs, verður jarðsungin í dag Hún andaðist í Landsspítal- anum þ. 2. þ. m. eins og áður hefur verið skýrt hjer frá. Frú Ása var 45 ára gömul, fædd hjer 1 Reykjavík þ. 14. júní 1902. Foreldrar hennar voru Sigurður Briem fyrv. póst- málastjóri og frú Guðrún Ísleífs dóttir kona hans. Frú Ása ólst upp í föðurgarði, á glaðværu rausnar- og starfsheimili. Gekk hún ung í gagnfræðadeild Hins almenna mentaskóla og lauk gagnfræðaprófi, en hugði ekki á frekara nám. Vann hún síðan um skeið við Landsímann en síð- ar tók hún við starfi á skrif- stoíu póstmálastjóra. Snemma kom i ljós, að hún var tápmikil kona, rösk tii vinnu, áhugasöm, skyldurækin. Hún var fríð kona, glaðvær í vinahóp og varð gott til vina og kunningja. Hún stundaði íþrótt- ir með miklum áhuga, og komst langt á þeirri braut. Hafði hún mesta yndi af útilífi, undi sjer vel á hestbaki og fór stundum í langferðalög með föður sínum, er hann var á eftirlitsferðum, honum til Ijettis, sem væri hún fylgdarmaður hans. Þ. 22. júní 1924 giftist hún eftir lifandi manni sínum Jóni Kjart- anssyni. Hann hafði þá nýlega tekið við ritstjórn Morgunblaðs- ins. Hálfa ævi sína stóð hún við hlið manni sínum í erfiðu og erilsömu starfi hans. Rækti hún heimilisstörf sín með frábærri alúð og umhyggju, og það jaint þó hún væri ekki heil heilsu. Varð hún að ganga undir upp- skurð árið áður en þau giftust, og varð þá fyrir áfalli sem lengi dróg úr heilsu hennar og kröft- um. Frú Ása ól manni sínum þrjú börn. Sigurður er þeirra eþitur, fæddur árið 1925. Hann stundar nú laganám. Þá er dóttirin Guð- rún fædd árið 1928. Hún er unn usta._Jóns Pálssonar flugvjela- virkja ísólfssonar. En yngst er Halla Oddný 12 ára gömul. Frú Ása var alúðleg og stjórn söm húsmóðir, gestrisin mjög. Oft tók hún sjúklinga á heimili sitt, úr fjarlægum sveitum, er biðu hjer eftir spítalavist eða höfðu ekki fengið heilsu, til þess að hverfa heim til sín, fyrri en þeir höfðu notið umhyggju henn ar og hjúkrunar. Taldi hún al- drei eftir sjer neina þá fyrirhöfn sem af slíkum kærleiksverkum hlaust. Hún var góðum gáfum gædd, trygglynd kona og vinföst, hæ- versk og skemtileg í umgengni, kát og glöð og stilti gleði sinni i hóf. Nokkuð gat hún verið dul í skapi. Þegar á 'því bar að hún segði ekki hug sinn, kom greini- legast í ljós, að hún bjó yfir sjaldgæfri innsýn til mannþekk- ingar. Hún var kona draumspök, eins og sumar þær konur eru, sem búa yfir miklum sálrænum hæfileikum. í septemberbyrjun veiktist hún skyndilega, og var þá sýnt að skjótrar læknisaðgerðar þýrfti við. Maður henr.ar var Frú Ása Kjartansson. þá nýlega farinn í þingaferð í Austur-Skaftafeilssýslu og hafði skilið við konu sína glaða og hressa fyrir stuttu. Þau höfðu búist við að reisa sjer nýtt heim- ili á æskustöðvum hans á næsta ári, en þar í sveit hafði hún jafnan unað vel hag sínum ekki síður en hjer í Reykjavík. En sviplega hefur hjer skip- ast um fyrir manni hennar og börnum og öðrum ættingjum og ástvinum. Önnur vistferli voru hinni ungu konu huguð. Svo maður hennar er sviftur ástríkri eig- inkonu og börnin móðurforsjá, þegar þau stofna sitt nýja heim- ili. Við samstarfsmenn Jóns Kjartanssonar vottum honum og börnum hans innilega samúð og hluttekning í harmi þeirra. V. st: FRÚ ÁSA KJARTANSSON, var á miðjum og besta aldri, er hún Ijest eftir langvinnan og þreytandi heilsubrest. Langvinn an og þreytandi heilsubrest! Samt umvafði hana yndisþokki og fjör geislaði út frá henni — einurð og skýrleikur auðkendi tal hennar og viðmót, — glettni, gamansemi — og góðvild. Svona var hún fljótt á að finna — svona var hún heim að sækja og á að hitta. Og innilega áhuga söm var hún um hagsæld og hamingju náungans. Full af lífi og meðlíðan. Það var dans og veisla og gleðihátíð að vera með henni. Það lyfti og ljetti og hlýj- aði um hjartarætur. Það gerði mann frjálsari að vera með henni, því hún elskaði heitt alt, sem er satt og trútt, — elskaði eins og konur gera, sem bera höfðingjahjar.ta í brjósti. Sjálf bar hún höfuðið æ hátt, því hún elskaði Ijósið, — og þeim, sem með henni voru, varð það þá ósjálfrátt að hækka einnig sinn höfuðburð og treysta sannleika þeim, sem gerir frjálsan. Því einurðin og höfðingshátturinn, fjörið og yndisþokkinn, það var alt reist á kletti sannleikans — þess, sem er heilt og óveilt, af því það er sjálfu sjer samkvæmt og kannast afdráttarlaust við s.jálft sig, eins og það er, -—■ og þá einnig, með helgri feimni, við sma eigin hugsjón, — það hvíldi á klöpp heilinda. Þess vegna gladdi það svo innilega, lyfti og Ijetti með mjúkum en traustum þrótti. Þess vegna bil- aði það ekki, þegar eitthvað reyndi raunverulega á það, held- ur skein þá skærast, líkt og gull sem 'í eldi prófast. Þegar náung- inn var verulega hjálpar þurfi, — þegar sorg og sárasti söknuð- ur svarf að honum, þá sýndi það sig best af hverjum toga yndis- þokkinn og fjörið og hið djarfa tal var sprottið, — að það var ekki neinn hrævareldur, heldur útgeislun trausts persónuleika, er í djúpum einlægni sinnar stóð í sambandi við Sannleikann og Lífið. P.t. Reykjavík 11. nóv. 1947. Björn O. Björnsson. Fjölmenn útlör Hagn úsar Stykkishólmi, miðvikud. Frá frjettaritara vorum. ÚTFÖR Magnúsar hrepp- stjóra Friðrikssonar fór fram frá Staðarfelli s. 1. mánudag að viðstöddum fjölda manns víðs- vegar að þrátt fyrir mjög óhag- stætt veður. Formaður skólanefndar Stað arfellsskóla, Halldór Sigurðs- son, flutti nokkur kveðjuorð í anddyri skólans. Þaðan var haldið til kirkju og töluðu þar sjera Sigurður Ó. Lárusson, Stykkishólmi og sr. Pjetur T. Oddssön, Hvammi, er einnig las upp minningarljóð, er bor- ist höfðu frá Richarði Jóns- syni, myndhöggvara og Guð- mundi Einarssyr.i, fulltrúa, Reykjavík. í kirkjugarði flutti Ólafur Jónsson frá Elliðaey kveðjuorð frá Stykkishólmsbú- um, en þar hafði-Magnús starf- að yfir 20 ár. Margir silfur- skildir, blóm, kransar og minn- ingargjafir bárust. Daginn áð- ur fór fram minningarathöfn á heimili Magnúsar heitins í Stykkishólmi og eins í Stykkis hólmskirkju að viðstöddu fjöl-» menni. m.s. „Fanneyjar" AÐ GEFNU tilefni vil jeg taka fram, að það var samkvæmt tillögu minni til útgerðarstjórn- ar m.s. Fanneyjar, að eldri síld- arnót skipsins var skipt í tvær jafnstórar grunnnætur í haust og önnur þeirra seld. M.s. Fanney á því tvær herpi- nætur ennþá. Er önnur nótin 176 faðma löng og 30 faðma. djúp og veiddi skipið aðallega. með þeirri nót s.l. sumar. Hin nót m.s. Fanneyjar, grunnnótin, var, eins og áður segir, búin til úr eldri nót skipsins, er reynst hafði óhentug. Stærð grunnnót- arinnar er 110 faðmar að lengd og 22 faðrnar á dýpt og er hún ætluð til notkunar fyrir m.s. Fanney. M.s. Fanney fór til ísafjarðar til síldarflutninga 22. okt. Þessi grunnnót var í lok okt. s.l. leigð m.s. Rifsnesi og m. s. Victoriu til síldveiða í 2ja—• þriggja vikna tíma, eða þar til síldarnót m.s. Rifsness væri til- búin, en efni í hana kom til landsins með m.s. Vatnajökli, Mun ætlun útgerðarmanna þess-. ara skipa hafa verið að nota. nótina til síldveiða við ísafjarð- ardjúp, en það breyttist þegar m.s. Rifsnes fann síldina í Hval- I firði og veiddi fyrstu herpinóta- síldina, sem þar fjekst í þessa nót hinn 1. nóv. s.l. Nót ms. Rifs- ness mun tilbúin eftir 4 daga. Stærri síldarnót m.s. Fanneyj ar er með stórriðnum poka og verður að skipta um poka í nót- inni til þess að hægt sje að nota hana til síldveiða hjer. En hent ugt efni í poka var ófáanlegt þangað til það kom með m.s. Vatnajökli frá Ameríku nú fyrir skömmu og verður það tilbúið úr litun um næstu helgi. M.s. Fanney byrjar væntan- lega síldveiðar með þessari nót í næstu viku, því að hún hentar betur heldur en grunnnótin, þar sem hægt er að kasta henni frá skipinu sjálfu, en við grunnnót- ina verður að nota herpinóta- báta, eins og almennt gerist. Ingvar Einarsson, skipstj. á m.s. Fanney. Erlent lierveldi ógiiar öryggi Frakklands Ræða De Gaulle í gær. París í gær. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. DE GAULLE hershöfðingi, flutti í dag ræðu fyrir stuðnings- mönnum sínum í París. Vjek hann meðal annars nokkuð að málefnum Rússa og Bandaríkjanna, og sagði í því sambandi, að ýmsir litu nú á lönd þessi sem tvær óvinveittar herbúðir. En hann bætti því við, að Frakkland væri í raun og veru þriðju herbúðirnar, og ekki í minstri hættunni, þar sem vitað væri, að sjálfstæði landsins væri ógnað af erlendu veldi, sem væri valdameira en jafnvel Þýskaland Hitlers. Stuðningsmenn í Frakklandi. De Gaulle sagði, að það ágerði ekki síst hættuna, að vit- að væri, að þetta erlenda her- veldi hefði stuðningsmenn inn- an Frakklands. Það væri því eitt af stefnumálum flokks síns, að taka forustuna í bar- áttunni gegn þessum samtök- um. Bjartsýnn á framtíðina. Hershöfðinginn sagði áheyr- endum sínum einnig, að hanu efaðist ekki um, að sá tími mundi koma, að flokkur hans — sameiningarflokkur frönsku þjóðarinnar — mundi taka við völdum í Frakklandi. Kvaðst hann vera hinn bjartsýnasti á framtíð flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.