Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. nóv. 1947 MORGUNBL4Ð1Ð 5 Hémæla bensínskamfi Breska stjórnin skar nýlega niður að miklum mun bensínskamt lil einkabila og mótmæitu bílaeigendur því kröftuglega og sendu m. a. nefnd í þingið til að mótmæla. Hjer sjest nefndin er hún kom til Westminster. ^ • Athugasemd frá Vöru- bíistjórafjelaginu Þrótti 18 þús. smáL af erlendum fóðiirbæti flutt til landsins — Truman Framh. af bls. 1 J5. Lög um þyngd á fje á fæti og hænsnum til slátrunar til að spara megi fóður- bæti. • <8. Heimild fyrir landbúnaðar- ! ráðuneytið til að gera ráð- stafanir til þess að spara matvæli og auka matvæla- framleiðsluna i Bandaríkj- unum og erlendis. 7- Heimild fyrir stjórnina til að láta gera birgðakönnun á vörum, sem einkum eru Jíklegar til að auka fram- færslukostnaðinn. 8. Framlengingu og aukið eft- irlit með húsaleigu. 9. Skömtun á nauðsynjum, sem hafa áhrif á fram- færslukostnaðinn. JO. Að tekið verði upp á nýtt verðlagseftirlit á nauðsynja- vörum og kauplag fest. Truman bætti því við, að hann hefði litla trú á að nota þyrfti heimildina til kauplags- festingar. Cíekk lengra en við var búist. í ræðu sinni og ráðstöfunum, sem Truman viíl gera g'ekk hann allmiklu lengra en við var búist og fái hann sínu fram gengt í öllu, eins og hann bið- ur um, þá verða mörg þau höft, sem nauðsynleg þóttu á styrj- aldartímunum endurreist. I ræðu sinni mintist Truman livað eftir annað á sambandið milli aukinnar dýrtíðar heima fyrir og nauðsyninni á aðstoð til Evrópuþjóðanna. ,,Ef við komum ekki í veg fyrir verðbólguna heima fyrir nú þegar,“ sagði forsetinn, „þá gæti svo farið, að við kölluðum yfir okkur þá kreppu, sem nú- verandi fjárhagsfyrirkomulag pkkar myndi ekki þola. Ef við snúum nú baki við þeim þjóðum, sem eru að berj- ast við að ná sjer eftir erfið- leika styrjaldaráranna gæti svo farið, að við fáum aldrei tækifæri til að sjá heim friðar og farsældar, þar sem sjálf- stæðar þjóðir fá að ráða sjer sjálfar. Þjóðir Evrópu eru orðn ar lagþreyttar eftir stríð og Siörmungar og þær verða að fá tækifæri til að ná sjer og standa á eigin fótum. AndúSin gegn aðstoðinni. Án þess að Truman mintist með nafni á Rússland, ræddi hann um andstöðu kommúnista bandalagsins gegn aðstoð Banda ríkjanna við Evrópuþjóðirnar. „Við höfum tekið eftir því, að það eru ekki allar þjóðir, sem eru jafn ánægðar yfir þess ari aðstoð okkar. Okkur þykir fyrir því að það skuli vera flokkar manna til sem eru á' móti aðstoðinni. En við munum ekki láta þenna skoðanamismun hafa áhrif á okkur og þann til- gang okkar að aðstoða vinveítt ar þjóðir, sem eins og við kjós- um frelsið öllu öðru fremur og vilja vinna að friði í heimin- um.“ Áróður gegn Bandaiákjunum PARÍS: — Franskir kommúnistar hafa nú hafið mikinn áróður gegn Bandai’íkjunum. Skora þeir meðal i annars á fólk að sjá ekki banda- rískar kvikmyndir, nje kaupa bæk- lii' og blöð frá Bandaríkjunum. í MORGUNBLAÐINU 15. nóv. er deila sem risið hefur milli vörubílstjóra í Keflavík annars- vegar og Þróttarbílstjóra hins- vegar gerð að umtalsefni á miög óviðeigandi og einhliða hátt, að ekki sie meira sagt. Skrif blaðsins eru.mjög vill- andi i veigamiklum atriðum og er þar eipgöngu túlkað sjónar- mið annars aðila. Fyrir því vill stjórn Þróttar taka þetta fram: * 1. Samkvæmt samningi Þrótt- ar við Vinnuveitendafjelag ís- lands er Þróttarbílstjórum trygð ur forgangsrjettur hjá meðlim- um Vinnuveitendafjelagsins á* vinnusvæði Þróttar og tilheyrir Reykjavíkurhöfn óumdeilanlega því svæði. Hinsvegar telja bílstjórar frá Keflavík og öðrum stöðvum ut- an Reykjavíkur að þeir eigi rjett á að aka þeim vörum sem fara eiga til þeirra heimkynna þótt uppskipun og afgreiðsla þeirra fari fram við Reykjavíkurhöfn. Sjónarmið bílstjóra utan Rvík ur er hið sama og Þróttarbíl- stjóra hvað þeirra vinnusvæði snertir, því oft hafa Þróttarbíl- um verið veittar skráveifur, þeg- ar þeir hafa ætlað að fá af- greiðslu á vörum utan Reyk]a- víkur. 2. \ örubílstóraf jelagið Þrótt- ur heiur aldrei fyrirskipað eða staðið fyrir neinum „skæruhern- aði“, eða hindrunum á af- greiðslu utanbæjarbíla hjer við höfnina, þrátt fvrir þó við tfelj- um að Þróttarbílstjórarnir eigi að hafa forgangsrjett að þeirri vinnu. En þeir árekstrar sem kunna að hafa orðið milli bílstjóra munu engu að síður hafa átt sjer rtað utan Reykjavíkur. Hinsvegar hefur stjórn Þrótt- ar gert ítrekaðar tilraunir til samkomulags og snúið sjer til stjórnar Alþýðusambandsins og farið þess á leit að það miðlaði mglum, en árangur af því heíur enn enginn orð'ið. 3. Hvað viðvíkur vörubílum ut gerðarmanna, þá er stjórn Þrótt- ar það ljóst, að samkvæmt samn ingi eiga þeir bjett á að aka ó- hindrað eigin vörum og vitum við ekki til að neinir árekstrar hafi orðið í því tilíelli. 4. Morgunblaðið segir að Keflvíkingar eigi kröfu um vernd ríkisvaldsins gegn „slík- um árásum og ofbeldi". Við lítum svo á að ckki sje hægt að gera kröfur til handa Keflvíkingum einum, heldur njóti allir aðilar þeirrar vernd- ar, sem kann að vera nauðsyn- leg í þessu tilfelli. 5. Stjórn Þróttar er þeirrar skoðunar að slík skrif, sem um- rædd Morgunblaðsgrein sje ekki til þess fallin að greiða fyrir lausn þessa deilumáls, nerfia síð ur sje og eigum við ekki aðra ósk betri í þessum efnum en að deilan ley.sist sem íyrst' með fullu samkomulagi beggja aðila. F. h. Vörubílstjórafjelagsins Þróttur Ásgr. Gíslason formaður. Sveinbj. Guðlaugsson ritari. Sinásöpsafn eftlr (onan Doyle komlð út „SÍÐASTA galeiðan og fleiri sög ur“, heitir safn áf þýddum smá- sögum eftir Arthur Conan Doy- le, sem nýlega er komið út: Eru sjö sögur í þessu safni, og munu þær ekki áður hafa verið þýddar á íslensku. Þær eru úr smásagnasafni, er höfundur nefnir „Sögur frá liðnum öld- um“. Conan Doyle er einn af kunn- ustu rithöfundum Breta, og hef- ur hlotið mesta frægð fyrir leyni lögreglusögur sínar: Ævintýri Sherlock Holrhes. EINS og venja hefir verið undanfarin ár sneri landbún- aðarráðuneytið sjer til Búnað- arfjelags Islands fyrir miðjan ágúst- í sumar og óskaði tillagna fjelagsins um síldarmjöl(sþörf landbúnaðarins á komandi vetri. Búnaðarfjelagið taldi þörfina 10 þúsund smálestir af 1. flokks mjöli, (Segir í til- kynningu frá landbúnaðarráðu neytinu). Þessi niðurstaða var tilkynnt samninganefnd utanríkisvið- skifta 14. ágúst og nefndin beðin að sjá um að þetta síld- armjölsmagn yrði til ráðstöf- unar innanlands og að það yrði alt ógölluð 1. fl. vara. Frestur til að panta síldar- mjöl til innanlandsnotkunar, er útrunninn 1. okt. Þann 15. okt. var rannsakað hve mikið væri selt fram að þeim tíma. Reynd- ist salan 6189 smálestir og hafði tekið fyrir beiðnir og sölu eftir 1. okt. Ríkisverksmiðjurnar áttu þá óseldar 1463 smáh af 1. fl. mjöli. Með tilliti til tíðar- fars og annara aðstæðna var ákveðið 29. okt. að halda eftir þessu magni, en um leið fallist á að öðrum óseldum síldar- mjölsbyrgðum væri ráðstafað til útflutnings. Er því þessi ^yaraforði af 1. fl. síldarmjöli, 1463 smálestir, fyrir hendi. Erlendur fóðurbætir. Að fengnum tillögum Bún- aðarfjelags Islands bar ráðu- neytið hinn 23. ágúst fram þá ákveðnu ósk við viðskiptamála ráðuneytið, að gerðar ju'ðu þá þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að 18 þúsund smálestir af erlendum korntegundum, maís, heilum kurluðum og möluðum, klíði og rúgmjöli verði fluttar til landsins á komandi vetri, og um leið var bent á að brýna nauðsyn bæri til að helmingur. þessa fóðurbætis væri fluttur inn í september og október mánuði. » Með brjefi dags. 20. okt. fer Fjárhagsráýi fram á við Bún- aðarfjelag íslands, að það end- urskoði áætlun sína um inn- flutning á fóðurbæti, þar sem vöntun á gjaldeyri geri erfitt að kaupa eins mikinn fóður- bæti og sú áætlun geri ráð fyr- ir. Ennfremur fer Fjárhagsráð fram á að fjelagið geri tillögur um skömmtun á fóðurbæti. Búnaðarfjelag íslands tók mál þetta til nýrrar athugunar og í ályktun fjelagsins um það 6. nóv. er komist svo að orði: „Samkvæmt athugun, sem ráðunautarnir hafa gjört að nýju, hefur komið í ljós að um 6000 smálestir af fóðurbæti eru nú komnar til landsinS'til notk- unar í vetur, ennfremur er bú- ið að festa kaup á um-4000 smá- lestum, sem væntanle'fea verða komnar til landsins fyrir eða um næstu áramót. Vantar því samkvæmt áðurnefndri áætlun um 5000 smálestir af kúafóðri. Auk þessara 15000 smálesta, sem hjer hefir verið um rætt, var í áætlun þeirra, sem gjörð var í ágúst s. 1. 3000 tonn af hænsnafóðri. Samkvæmt þeirri endurskoðun, sem nú hefur ver ið gerð á fyrri athugun um * fóðurbætisþörfina, hefur kom- ið í Ijós, að eigi er hægt að draga neitt úr hir.ni upphaflegu áætlun um fóðurbætisþörfina. Þannig að eigi verður hjá því komist að fá til- landsins 5000 tonn af kúafóðri til viðbótar því, sem fyrir var og nú er bú- ið að festa kaup ó, samkvæmt framansögðu. Þá viljum við tr.ka fram, að í áætlun um þetta efni hefir aldrei verið gjört ráð fyrir ó- venjulegri fóðurþörf, sem staf- aði af vetrarbarðindum. Skömtun fóðurbætis. Hvað hænsnafóðrið áhrærir um 3000 tonn, getum við ekkj gefið tæmandi upplýsingar um hvað mikið nú er búið að flytja til landsins eða festa kaup á, en ganga verður út frá að all- mikið vanti enn til þeás a?> fullnægt verði þessari þörf. Hvað skömmtun -þeirri við- * víkur, sem um ræðir í brjefi yðar skal þess getið, að Bún- aðarfjelag Islands og At.vinnu- málaráðuneytið gjörðu þegar í haust ráðstaíanir í samrá'ði vitf innflytjendur fóðurbætis i.ii þess að: í fyrsta lagi að beina fóður- bætinum aðallega inn á óþurrka svæðin? og í öðru lagi að skifta fóðurbætinum milli gripaeig- enda í samræmi við gripafjölda þeirra og fóðurþörf. Virðist okkur að þessi miðlun hafi bor- ið góðan árangur og muni nægja svo framarlega sem hægt reynist að ílytja inn það foð- urmagn, sem að framan grein- ir“. Fjárhagsráð hefir nú þegar gert ráðstafanir tii að áfrarn- hald geti orðið á ’innflutningi hins áætlaða og nauðsynlega fóðurbætis og mun ráðuneytið leggja á það áherslu að svo geti orðið, og að fóðurbætir.inn fáist fluttur tíl landsins í tæka tíð, eftir því sem á honum þarf að halda. Kvökhrökur Vershra- armannafjetagsins ; hefjast á ný KVÖLDVÖKUR. Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur hofj ast á ný í Sjálfstæðishúsinu á fimtudaginn kemur og verður þar margt til skemtunar. Ræða, gamanþáttur úr fjárhagsráði, leikrit, einsöngur, einleikur á píanó og að lokum dans. I fyrravetur hjelt V. R. eina kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu við feikna aðsókn og þótti þessi kvöldvaka svo góð, að á þriðja hundrað áskoranir bárust fje- laginu um að endurtaka kvöld- vökuna, en á því voru ekki tök þá. Það eru eingöngu fjelags- menn sem skemta og hafa und- irbúið kvöldvökuna að öllu leyti. Munu fjelagar í V. R. hugsa gott til þessarar nýjn kvöldvöku. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.