Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 14
14
MORGUISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. nóv. 1947
MÁNADALUR
^>bálcliaqa eptir JJcicL cJ.ondon
58. dagur
„Jæja“,-sagði hann brosandi,
„skilið kveðju til mannsins yðar
og segið honum að fara vel með
sig. Hann muni þurfa á öllu sínu
að halda þegar við reynurn okk-
ur. Verið þjer sælar“.
„Þjer megið ekki fara í hend
urnar á honum“, sagði hún.
„Þjér megið ekki gera það. Þjer
hafið ekkert við honum“.
„Þetta líkar mjer að heyra“,
sagði hann. „Þannig eiga konur |
.að trúa á menn sína, Ef þjer
væruð væskilskona, þá munduð
þjer vera dauðhrædd um að (
maðurinn yðar fengi slæma út
reið“.
„Jeg er ekki hrædd — —
hans vegna. Jeg er hrædd yðar
vegna. Billy er bardagamaður,
og þjer hafið ekkert að gera í
hendurnar á honum. Þjer skul
uð vara yður á honum. Og nú
verð jeg að fara. Verið þjer
sælir og þakka yður fyrir það
livað þjer voruð vingjarnleg-
ur“.
Hún gekk eftir gangstjett-
inni og var að hugsa um þenn-
an mann. Hún varð að viður-
kenna það að hann var góður
— og þó var hann einn af þess-
um stóru, sem Billy sagði að
bæri ábyrgð á allri rangsleitn-
inni gegn verkamönnum. Að
lians áliti var það þessum manni
að kenna hvað konur verka-
manna áttu bágt. Það var hon-
um að kenna að verkfallsmönn
um var varpað í fangelsi og-
þeir dæmdir til dauða. Og saint
var þessi ungi maður ástúðleg-
ur, kurteis og góður. Hún sá
það á svip hans og framkomu.
Hverið gat það átt sjer stað að
hann bæri ábyrgð á öllu því
jlla, sem nú skeði? Henni var
þetta alveg óskiljaniegt,
Hún var svo sem ekki undr-
andi út af því að hún skyldi
hafa vilst út í þetta borgar-
hverfi, inn á milli skrauthýs-
anna. Það var svo sem ekki
meira en margt annað, sem hún
gerði óafvitandi og í leiðslu
þessa dagana. En hún sagði við
sjálfa sig að þetta yrði hún að
varast. Þá var betra að fara
niður að höfn eða út á Rock
Wall.
Best var að fara út að Rock
Wall. Þar var hún komin í
skaut náttúrunnar og þar var
hún frjáls. Þar var hún komin
út úr þessum bandvitlausa
heimi inn í annan betri heim.
Enda þótt garðurinn þangað út
væri gerður af mannahöndum,
þá tók maðtfr ekki eftir öðru
en að hann væri náttúrunnar
smíð. Og þar var ekkert fólk.
Engin lög, ekkert stríð nje úlf
úð. Hafið hækkaði og lækkaði
með flóði og fjöru. Sólin kom
upp og gekk til viðar aftur. Á
hverju kvöldi kom hafrænan
dansandi inn um Gullna hlið-
ið, ýfði sjóinn svo að hann
varð dökkblár og gaf bátunum
byr í seglin. Þar var friður og
kyrð yfir öllu, engir árekstr-
ar nje uppsteitur. Þar mátti
hver haga sjef eins og hann
vildi. Þar var nógur eldiviður
og^hver maður mátti taka eins
og~hann vildi. Þar var engin til
að verðlegggja. Litlir drengir
sátu á klöppunum og veiddu
fisk og enginn bannaði þeim
það. Þarna sátu þeir líka einu
sinni Billy og Hutchins og
veiddu eins og þessir drengir.
Þá grunaði Billy það ekki að
hann mundi verða hneptur í
fa'ngelsi á besta aldri.
Og hjer var nógur matur.
Einhvern daginn, þegar hún
hafði hvorki bragðað vott nje
þurt; kom Jiún þar að drengj-
um sem voru að safna skelj-
um á klettunum, af því að þá
var háfjara. Þeir fengu hana
til þess að kveikja upp eld fyr-
ir sig og svo steiktu þeir skel-
fiskinn. Þetta var afbragðs mat
ur. Og nú lærði hún að safna
skeljum og ostrum. Einu sinni
fann hún nokkra fiska, sem
einhver drengjanna hafði skil-
ið. eftir.
En þrátt fyrir friðinn þarr.a
bárust þangað sannindamerki
um vonsku mannanna •—
vonsku mannanna í borgunum.
Einhverju sinni um flóð var
röst af melónum á floti. Þær
voru þar þúsundum saman og
þær skolaði í hrannir upp á
leirurnar. Það var hægt að ná
í þær, sem voru á floti rjett við
klettana. En þær voru allar ó-
nýtar. I hverja melónu hafði
verið ristur djúpur skurður svo
að sjávarvatnið hafði farið inn
í þær. Saxon vissi ekki hvern-
ig á þessu stóð. Gömul portu-
gölsk kona var að safna elds-
neyti þarna. Saxon spurði hana.
hvernig á því stæði að melón-
urnar voru svona.
„Þetta gera þeir, sem haía.
ofnægtir“, sagði gamla konan
og eldur brann úr augum henn
ar. „Þeir sem hafa ofnægtir.
Þeir gera það til þess að verð-
ið lækki ekki. Það eru þeir í
San Fransisco sem fleygja þeim
í sjóinn“. . j
„Hvers vegna gefa þeir þær
ekki heldur- fátæklingum?“,
spurði Saxon.
.J’eir vilja halda verðinu
háa“.
„Þeir -gætu það eins fyrir
því. Fátæklingarnir geta hvort
sem er ekki keypt melónur.
Það mundi því ekki hafa nein
áhrif á verðlagið þótt þeir fengi
þær ókeypis“, sagði Saxon.
Gamla konan ypti öxlum.
„Jeg veit það ekki. En jeg
veit að svona fara þeir að því.
Þeir rista djúpan skurð í hverja
einustu melónu svo að fátækl-
ingarnir geti ekki lagt þær sjer
til munns, ef þeir fyndu þær
reknar. Eins fara þeir með epli
og appelsínur. Og svo er það
fiskurinn. Það er fiskliringur í
San Francisko. Og þegar bát-
arnir veiða of mikið, þá læt-
ur hringurinn fleygja fiskin-
um í sjóinn, heilum bátsförm-
um af fiski. Þar sekkur fisk-
urinn til botns og verður eng-
um að notum. Fiskur er góð-
ur matuc“.
Þetta skildi Saxon ekki. Hún
skildi ekki þann heim, þar sem
sumir höfðu þær ofnægtir að
þeir urðu að leigja menn til
þes að eyðileggja þær, en sam
tímis sultu þúsundir manna og
börnin dóu af því að mæðurn-
ar höfðu ekki mjólk í brjóst-
um, en ungir menn börðust
eins og villidýr um vinnu, og
gamla fólkið varð að þræla 1
fátækrastofnunum, vegna þess
að aðstandendur þess höfðu
ekki neitt að bíta og .brenna.
Skyldi það vera svona um all-
an heim? hugsaði hún og mint-
ist þá þess, sem Mercedes hafði
sagt henni. Jú, það var víst
svona um allan heim. Merced-
es hafði horft upp á þúsundir
deyja úr hungri í Indlandi, en
hún hafði borið á sjer svo dýr-
mæta gimsteina, að ef þeir
hefðu verið seldir, þá hefði þeir
getað bjarga’ð öllu þessu fólki.
Hún var ein af þeim heismku.
Allt benti til þess. Að minsta
kosti var hún í þeirra hópi.
Hvernig stóð á því? Ekki hafði
móðir hennar verið heimsk og I
ekki fyrstu landnemarnir. En
þó hlaut þetta að vera þannig. j
Annars mundi hún ekki vera j
bjargarlaus, annars mundi
ekki manninum, sem hún elsk- 1
aði hafa verið breytt í villidýr _
í fangaklefa, annars hefði hún
ekki mist barnið sitt.
Hún þjáðist af því að hugsa
um þetta. Hvers vegna — hvers
vegna var heimurinn svona?
Og samt skein sólin svo yndis-
lega, hafrænan ljek við vanga
hennar og loftið var dásam-
legt. Himininn var heiður og
blár og víður og dásamlegur.
Oll náttúran var dásamleg.
Heimurinn, sem guð hafði skap
að, var dásamlegur. En heim-
urinn, sem mennirnir höfðu
skapað.-var andstyggilegur, ör-
yita, hræðilegur. Hvers vegna
voru þeir heimsku heimskir?
Var það eitt a'f lögmálum guðs?
Nei, það gat ekki átt sjer stað.
Guð hafði skapað heiminn fagr
an, himininn og sólina. Menn-
irnir höfðu skapað sjer annan
heim, og hann var viðbjóðs-
legur.
Saxon sat lengi í þessum dap
urlegu þönkum. En smám sam
an vaknaði hjá henni uppreisn-
arandi gegn ástandinu. Hvers
vegna hafði guð látið alt þetta
dynja yfir hana? Hvað hafði
hún gert að hún ætti slíka með
ferð skilið? Hún renndi hug-
anum yfir æviferil sinn og at-
hugaði hvort hún hefði fram-
ið nokkrar dauðasyndir, en var
engu nær. Hún hafði verið móð
ur sinni hlýðin og hún hafði
verið hlýðin þeim Cady hjón-
unum, hún hafði verið hlýðin
á barnaheimilinu og reynt að
vera góð við hin börnin. Hún
hafði verið Tom auðsveip eftir
að hún kom til hans og aldrei
rápað á götunum af því að hann
vildi það ekki. í skólanum
hafði hún jafnan fengið besta
vitnisburð fyrir ástundun og
góða hegðun. Hún hafði unnið
á hverjum einasta degi frá því
að hún kom úr skóla og þang-
að til hún gifti sig. Og hún
hafði verið dugleg. Gyðingur-
inn litli, sem átti pappaverk-
smiðjuna var nærri því farinn
að gráta þegar hún fór frá hon
um. Eins hafði hennar verið
saknað þegar hún fór úr niður-
suðuverksmiðjunni. í hampiðj
unni hafði henni verið borgað
hærra kaup en nokkurri ann-
ari stúlku. Hún hafði orðið fyr-
ir mörgum freistingum af því
hvað hún var lagleg. Ungu
mennirnir höfðu verið vitlaus-
ir eftir henni. Þeir höfðu elt
hana á röndum og barist út af
henni, svo að hver önnur stúlka
hefði tapað sjer. En hún hafði
gætt hreinleikans. Og svo hafði
hún fengið Billy. Það voru laun
in fyrir allt saman. Hún hafði
reynt að vera honum góð kona,
hún hafði stjanað við hann og
fyrir hann frá morgni til
kvölds, af því að hún elskaði
hann. Og nú var svona komið
að þau Billy voru að sökkva
niður í boínlaust forað volæð-
is og örvæntingar í þessum
GULLNI SPORINN
134.
„Æ já — þú ert karlmaður; heimurinn er fullur af
heimsku. En sjáðu þá um hana, þá skal jeg sjá um þig.
Ef uppreisnarmennirnir finna ykkur ekki hjerna, skuluð
þið fara upp í leyniherbergið, sem þú veist hvar er, Jack, •
cg bíða mín þar.“
Hún sveipaði um sig skikkjunni, tók byssur mínar og
gekk út. Um leið gekk sólin til viðar, og það var eins og
dökk slæða var breidd yfir alla heiðina.
„Jóhanna!" hrópaði jeg, því jeg sá nú, hvað hún hafði
í huga, og hljóp út til að stöðva hana. En hún var þegar
komin á bak hesti mínum. „Snúðu við,“ sagði hún lágt
og blíðlega — „mjer hæfir betur að vera karlmaður en
kvenmaður.11 Þvínæst- keyrði hún hestinn af stað og þeysti
burt frá kofanum og í áttina að þjóðveginum.
Varla hafði mínúta liðið, er jeg heyrðj, að uppreisnar-
mennirnir riðu að kcíanum. Delía og jeg vorum komin
upp á loft og höfðum dregið stigann upp á eftir okkur.
„Nú er bann búinn að vera,“ heyrði jeg einn riddaranna
segja, „því jeg sá greinilega að hann beygði aftur í áttina
til Launceston!“
„En hver skollinn varð að stelpunni?" sagði annar.
„Hann var aðeins einn á hestinum.“
„Já, þú segir nokkuð! Sam, farðu inn þarna og reyndu
að finna hana“.
• Fjelagar hans þeystu af stað, og rjett á eftir heyrði jeg,
að sá, sem þeir kölluðu Sam, fór af baki og gekk inn. Jeg
læddist að glugga, sem þarna var í þekjunni, renndi stig-
anum hljóðlega út um hann og ga£ Delíu merki um að
koma til mín. Að því loknu hvíslaði jeg að henni að klifra
út um gluggann og niður stigann.
En hún var vart komin hálfa leið, þegar jeg heyrði
ægilegt hljóð úr eldhúsinu og þvínæst rödd Sams, sem
hrópaði:
„Hjálp — hjálp! Guð hjálpi mjer — þetta er svartur
köttur — þetta er galdranorn! Stelpan er enginn kven-
maður heldur galdranorn!“
'r%
' í 9
— Hann var rændur aðal
djásninu.
Blaðamaður var að ræða við
Thomas Edison.
— Voruð það ekki þjer, sem
funduð, upp fyrstu talvjelina?
spurði hann.
— Nei, nei, svaraði Edison,
fyrsta talvjelin var búin til úr
mannsrifi löngu fyrir mína
daga.
★
Eiginmaðurinn: — Það gleð
ur mig að kynnast yður, ung-
frút konan mín hefir talað svo
illa um yður.
★
— Það gengur eiginlega ekk-
ert að yður, sagði læknirinn
við sjúkling sinn, þjer eruð bara
dálítið slappur og skulið taka
yður frí í nokkurn tíma.
Sjúklingurinn: — En jeg hefi
alls ekki gert neitt í heilt ár.
Læknirinn: — Byrjið þjer þá
að vinna þegar á morgun.
— Jeg skil þetta ekki, mjer
finnst brennivínið vera daufara
núna í seinni tíð.
— Það stafar af því vinur
minn, að þegar þú færð snaf§
kemur vatn upp 1 munninn á
þjer og þynnir það.
★
Hann: — Það er alveg sann-
að mál, að kvenfólk er orðið
svo stórt upp á sig að það vill
alls ekki giftast.
Hún: — Hvernig veistu það?
Hann: — Þú ert sú sjötta,
sem neitar mjer.
★
Húsmóðirin: — Yður er hjer
með sagt upp. Þjer voruð staðn
ar að því í gær að-kyssa mann-
inn minn.
Vinnukonan: ■— Því segið
þjer manninum yðar ekki frek
ar upp. Það er orðið miklu auð
veldara að ná í eiginmenn en
vinnukonur.
Gæfa fylgir
trúlofunar
hringunum
frá
SIGURÞÖR
Hafnarstr. 4
Reykjavik.
Margar gerdir.
Sendir gegn póstkröfu hveit
á land sem er.
—- SendSS nákvœmt mál —