Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. nóv. 1947 MORGINBLAÐIÐ* 9 ELIZABETH OG MOUNTBATTEN Elísabet. Prinsessan varð 21 árs hinn 21. apríl. Hún ér 163 cm á hæð, skolhærð og bláeyg og skiftir vel litum. Hún notar púður og varalit, en aldrei naglalakk. Hún býr með konungsfjöl- skyldunni í Buckinghamhöll, Windsorkastala og Balmoral í Skotlandi. í bernsku var hún til skiftist í Glamiskastala, ætt arsetri móður hennar, eða Strathmore House í Walden Bury, Herts, þangað til foreldr ar hennar fluttust í Piccadilly 145. Kenslukona hennar, Miss Marion Crawford, hefur að mestu leyti annast kennslu íiennar. Hún hafði aldrei ekið í sporvagni, neðanjarðarjárn- brautarlest eða komið í kvik- myndahús fyr en árið 1945. — Hún fer venjulega eínu sinni í viku í kvikmyndahús og er eins og margt kvenfólk, hrifin af Gary Cooper og David Niven. Hún hefir sjeríbúð á annari hæð í Buckinghamhöll. Ein- ungis nánir vinir hennar vita um símanúmer hennar á skifti- borði hallarinnar. Hún fer á fætur 15. mín. fyrir 8 á hverj- um morgni. Hvað tónlist víðvíkur þá er prinsessan mikill aðdáandi Bings Crossbys og Andrew systra. Uppáhaldslögin hennar eru: „Night and Day“, , Senti- mental Journey“ og „Sur Le Pont D’Avignon". Hún og Phil- ip hafa gaman af að dansa, teikna, tónlist og íþróttum. — Hún hefur kent honum marga skozka dansa og einu sinni sýndi hún Ike Eisenhower, hers höfðingja, hvernig dansa ætti skozkan stökkdans. Hún er kölluð Lilybet heima hjá sjer. Hún byrjaði að læra að leika á píanó árið 1940 og leikur nú vel, en kennari henn- ar hefur verið Miss Mabel Land er, sem enn kemur til hallar- innnar. Henni þykir gaman að leika Káta bóndann eftir Schu- 'mann, Fimtu symfóníuna eftir Beethoven og Jarðarfararmarz eftir Chopin. Uppáhalsbækur Elísabetar eru eftir Somerset Maugham, E. M. Forster, John Stenbeck, J. B. Priestly, Errest Heming- way, Conan Doyle, Alexander Woolcott, P. G. Woodehouse og H. G. Wells. f rúminu les hún helst leynilögreglusögur eftir Agatha Christie. Mountbatten. Philip er sonur Andrews Grikkjaprins, afkomandi W dönsku konungsættarínnar, sem er af Gluckborgarættinni. Fað- ír móður hans, Alice prinsessu, var Louis, prins af Battenberg, aðmíráll. Þegar enski flötinn lenti í sjóorustu árið 1914, var honum þakkað það, hve vel hann var útbúinn tæknilega. Móðurbróðir Philips er Mount batten, varakonungur Indlands, en Phlip tók sjer nafn hans; þegar hann varð breskur rík- isborgari síðastliðinn desem- ber. Það er Battenberg, snúið á ensku. Philip prins fæddist í Corfu, 10. júní ’21. Ungur að aldri var hann sendur til Englands, og Louis Mountbatten, lávarður, Sitt af hverju um prinsinn og prinsessuna, sem gifta sig á fimtudag Gtftingin. Leyfisbrjefið var gefið út af skrifstofu erkibiskupsins af Kantaraborg. Það er 26 x 22 þumlungar að stærð og er með 5 sterlingspunda frímerki. UM allan heim er nú mikið rætt og ritað um fyrirhug- að brúðkaup Elísabetar Engíandsprinsessu og Pþilips Mountbattens prins, sem fram á að fara í Westminster Abbey næstkomandi fimtudag. — Fjöldi tiginna gesta er kominn til London til að sitja brúökaupið og er talið að tugþúsundir manna komi til Englands til að vera þar við þetta tækifæri. Morgunblaðið birtir hjer í dag fyrstu greinina um prinsinn og prinsessuna. Ymsar upp- lýsingar um þau og brúðkaupið. Onnur grein um þau birtist á morgun. deild þrjú ítölsk beitiskip í bardaga, sem stóð í firrim mín- útur Mountbattens var getið í skýrslunum fyrir verk sitt. Eftir frekari þjálfun var hann gerður að undirliðsfor- ingja snemma á árinu 1942. — Hið nýja skip hans var her- skipið „Wallace". Seinna á ár- inu hækkaði hann í tign og varð liðsforingi og varð nú 2. liðsforingi á ,,Wallace“. Nokkr um mánuðum síðar, þegar staða fyrsta liðsforingja losn- aði, fjekk hann þá stöðu sam- kvæmt ósk skipstjórans. Hann var 21 árs, þegar hann bar á- byrgð á öllu innanborðs og skipshöfninni. Hann var yngsti liðsforinginn, sem hafði á hendi þetta starf á skipum af sömu gerða og „Wallace“ í öllum flotanum. Philip prins varð fyrsti liðs- foringi á nýjum tundurspilli, sem kallaður vár Whelp, árið 1944 og gegndi nokkra mánaða erfiðri herþjónustu í Kyrra- hafi. Þegar uppgjafai'skilmál- arnir voru undirritaðir í Tokio -flóa, var skip hans viðstatt. — Hann var valinn til sjerstakrar þjálfunar og fór á herskipið j,Glendower“ í Pullheli. — Því næst fór hann á herskipið Roy- al Arthur í Corsham, en þar undirbýr hann menn undir und irforingjatign. I öllu starfi sínu í flotanum hefur Mountbatten reynst góð- urur foringi og mikils virtur liðsforingi. Hann er afbragðs- sjóliði, eins og hann á kyn til. Erkibiskupinn af Kantara- borg framkvæmir vígsluna, yf- irpresturinn í Westminster að- stoðar, en forsöngvari verður síra C. M. Armitage. Erskibisk- upinn af York heldur ræðuna. Elísabet mun nota orðin a<5 „elska, styðja og hlýða“. Þetta hefur vakið æsingu meðal kvenrjetindakvenna í Englandi sem finst, að enga konu eigi að látá segja „að hlýða“. En í lög- um stgndur, að það orð veröi að nota. Brúðarkakan, sem prinsess- an hefir saroþykt, verður í 4 röðum, hverri upp af annari. Fyrsta röðin verður prýdd skjaldarmerki brúðarinnar, skjaldarmerki brúðgumans og merkjum Windsorkastala, Bal- moralkastala og Buckingham- hallar. Á aðra röð verður Elísa- bet máluð sem ofursti, nætur- orusta við Matapanhöfða, tón- listarnákrimyndir og myndir af tennisleik, cricket og kapp- reiðum, sem sýna liti konungs. Á þriðju röðinni yerða skildir með upphafsstöfum brúðarinn- ar og brúðgumans, merki tlot- ans, hjálparsvdtanna, skáta- stúlkna og mynd af herskipinu Valiant. Brúðkaupsmorguninn, hinn 20. nóvember, ei dagskráin þannig; '11,15: Brúðguminn gengur í kirkju. 11,16: Konungur og prins- essan fara frá Buckinghamhöll og vérður fylgt af riddaraliði. 11,25: Biskuparnir og fylgcl- arlið þeírra ganga inn 1 kór. 11,28: Konungur og prins- essan koma til kirkju og yfir- presturinn tekur á móti þeim. 11.30: Brúðurin, við arm föð- ur síns, gengur, ásamt brúðar- sveinunum, Michael prins af Kent og William prins af Glou- chester, og brúðarmeyjum upp kirkjugólfið. Eftir ræðu og blessun érki- biskups fara brúðurin og brúð'- guminn upp að háaltari ásamt Framh. á bls. 10 Elísabet prinsessa og Mountbatten prins. ól hann upp. Um hríð var hann í skóla í París, en árið 1930 fór hann í Cheam, einn af elstu einkaskólum í Englandi. V Hann var enginn sjerstakur námsmaður, þó að hann fengi verðlaun í frönsku. Hann var vinsæll meðal fjelaga sinna, góð ur knattspyrnumaður og ágæt- ur cricketleikari.. Árið 1933 fór Philip í skóla Kurts Kuhns í Salem í Þýska- landi. Á stjórnarárum nasista \rarð Hahn að flýja land. Hann settist að í Skotlandi. Philip aðhyltist mjög þá skoðun Hahns, að menn ættu að leit- ast við að kynnast nærliggj- andi borgum og sveitum — að kynnast fólki í sínu eign um- hverfi. Honum var í blóð borið ást á hafinu og hann var eini pilt- urinn, sem leyft var að fara á opnum báti í Moray firði, án þess að nokkur fullorðinn væri um borð. Áður en hann fór úr skóla, var hann orðinn foringi hockey- og cricketleikara. ■— Hann framkvæmdi öll skyldu- störf sín sem formaður skólans með mestu ágætum. Foringja- hæfileikar hans voru frábærir. Þar sem svo margir ættingj- ar hans hafa verið í flotanum, var það eðlilegt. að hann veldi sjer þar æfistarf. Átján ára gamall gekk hann í flotann og var þjálfaður á venjulegan hátt. Hann fetaði í fótspor móð urbróðir síns og fóstra, afa síns og frænda, Milfords Hav- ens, lávarðar. Hann hefði vafa- laust orðið breskur rikisborgari þá, ef ófriðurinn hefði ekki skollið á. Hann er mikill íþróttamaður og hlaut verðlaun fyrir iþrótt- ir, meðan hann var sjóliði. Að afloknu námi fór hann á herskipið , Ramilles“, í Mið- jarðarhafsflotanum, sem sjó- liðsforingjaefni. Síðan fór hann á beitiskipið ,.Kent“ og svo á „Shropshire". í orustunni við Matapanhöfða var hann á or- ustuskipinu „Valiant“. í þessari orustu eyðilagði bresk flota- Systurnár Elísabet og Margaret Rose, í hallargarðinum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.