Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 2
I 2 MÓRGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. des. 1947 ^ Breskum fiskimönnum þykir veðrúttun erfið ú íslundsmiðum BJÖRN Thors, fulltrúi í Landssambapdi ísl. útvegs- mar.na hefir verið um tíma í enskum hafnarborgum til þess að kynnast hvernig móttöku togaraaflans er háttað þar. En íslensku skipstjórarnir hafa lijtið svo á, að nokkurs mis munar gætti á útkomu aflans við móttökuna, eftir því í hvaða hafnarborg þeir seldu afla sinn. I borgunum á austurströnd- innf Hull og Grimsby er það sið ur að aflanum er steypt í kassa eða mál og hvert mál, 'eða kitt, sem það er kallað, er vigtað. Taka kittin nokkru meira en hinn tilskylda fiskþunga, sem er 63 kg. Eru það um tvær körfur fiskjar. Mælikassar þessir hafa verið úr trje, og geta því sjálfir ver- ið nokkuð mismunandi þungir, eftir því hvort þeir eru rakir eða burrir, gámlir eða nýir. En nú er byrjað að nota ker úr alunynium, sem eru altaf jafn- þung. Þykir þetta vera vissara fyrir rjetta vigt og að öllu leyti hetitugra. En í Fleetwood komst sá sið- ur á, á stríðsárunum, að vigta ekki fiskinn sem skipað var þar á land, vegna þess að það tafði afgreiðsluna of mikið, þegar mikill afli barst á land, en vinnuafl af skornum skamti. Hefir verið látið nægja að giska á fiskþungann í kittunum. Úthlutun en ekki uppboð. Sá er siður í Englandi, að byríað er að losa aflann í land á miðnætti. Hann á allur að vera kominn í land úr þeim skipum sem afgreidd eru hverju sinni kl. 8 að morgni. Þá byrja fi'skuppboðin er standa yfir næstu klukkustund. — Þ. e. a. s., segir Björn. — Nú er eiginlega ekki um nein uppboð á fiskinum að ræða í orðsins venjulegu merkingu, þa r sem hámarksverð er á fiski. í Englandi er svo mikill og aL mennur skortur á matvælum, að stjórnarfulltrúar þeir, sem þarna eru viðstaddir, úthluta fiskinum á milli fisksalanna, sem sækja þessa markaði. Það er stórfurðulegt fyrir menn, sem ekki hafa komið þarna áður, að sjá hve afgreiðsla á fiskinum til kaupmanna er hröð. Þó á bryggjunni sjeu t.d. 20 búsund kit kl. 8 að morgni, eru þau öll afgreidd til sinna kaupendur að klukkustund lið- inni og farin af plássinu kl. 10. Fiskvigtin í Fleetvvood. En á meðan fiskurinn var ekki vigtaður í Fleetwood vildi það brenna við, að skipstjórum togaranna fyndist að aflinn reyndist ekki eins jpikill við löndun, eins og þeir hefðu reikn að sjer, meðan hann var í skip- inu. En á meðan jeg var í Fleetvvood voru nokkrir ís- lenskir togarar afgreiddir þar, og vigtaður afli þeirra. Varð útkoman þá fullt eins góð og skipstjórar höfðu áætlað. Afgreiðslumenn í Fleetwood töldu að vel væri hægt að koma við vigtun á aflanum, þegar fiskfarmar, sem þangað kæmu, væru ekki miklir. En töldu að stórir farmar, svo sem þegar þeir væru um eða yfir 4000 kit, myndu ekki verða afgreiddir til fulls á einni nóttu, svo af- gangurinn yrði að bíða til næstu nætur. En svo kom þang að Ilaínarfjarðartogarinn Ekki uppboð heldur út- hlutun á fiskinum Bjarni riddari með rúmlega 4400 kit, og afgreiðsla hans gekk eins og í sögu. En aflinn hans reyndist nokkru meiri en skipstjóri hafði áætlað. Um fisksölu íslensku togar- anna, og afla Englendinga nú á tímum, sagði Björn m. a. þetta: Vilja ekki fara á Halann. Afli breskra togara er u.m þesar mundir tiltölulega lítill. Stunda flestir þeirra veiðar við Bjarnarey og í Hvítahafi. En þar hefir afli verið tregur. Koma þeir að landi með þetta 1200—2000 kit. En sá munur er á útgerð þeirra og íslensku togaranna, að útgerð þeirra get ur borið sig, þó aflinn seljist ekki fyrir meira en 4 þús- und pund, þegar íslensku tog*- ararnir þurfa að fá állt að 10 þúsund pund til þess að rekst- ur beirra beri sig. En þó afli sje tregur þar sem þeir stunda nú veiðar, fara þeir fáir á íslandsmið um þetta leyti árs, vegna þess að sjómennirn- ir telja, að þar sje óverandi vegna harðviðra. Nýlega risu málaferli milli útgerðarfjelags og íslenskrar togaraskipshafn- ar, vegna þess að skipshöfnin neitaði að fara á íslandsmið, og gekk af skipinu þegar það vitn aðist, að ferðinni væri heitið hingað. íslensku togararnir fyrirmynd. Togaraútgerð Breta er mik- ið minni nú, en hún var fyrir stríð. T- d. hefir Helyers út- gerðin ekki nema 14 togara nú, en hafði 40 áður en styrjöldin braust út. Breskum útgerðar- mönnum þótti byggingarverð togaranna of hátt, sem skipa- smíðastöðvarnar heimtuðu, þeg ar togarabyggingar hófust að nýju eftir stríðið. En nú þykir þeim súrt í broti mörgum, að þeir skyldu ekki hafa pantað skip fyrir sig um það leyti sem við íslendingar gerðum smíða- samninginn við skipasmíða- stöðvarnár. Jeg heyrði menn segja að nýsköpunartogararnir sem við höfum fengið, myndu verða fyrirmynd þeirra, þegar þeir ljetu byggja togara fyr- ir sig. Gott heilsufar í matarskorti. — Hvernig virtist þjer líð- an almennings vera í Bret- landi? — Matarskömmtun er þar enn allknöpp. Almenningur lif ir mikið á kartöflum og káli, að bví er mjer virtist. Kjöt- matur hefir nú verið lengi svo lítill á borðum almen'nings, að mjci var sagt að mörg 6—7 ára gömul börn hefðu aldrei vanist þeirri fæðu, og vildu hana helst ekki. Og egg hafa breskir borgarar á þeim aldri margir hverjir varla sjeð enn. Enn fullyrt er, að þrátt fyrir hið breytta og knappa fæði, þá sje heilsufar alveg eins gott og bað áður var.. Þingi Sambands bmdindlsfjeiaga SEXTÁNDA þing Sambands bindindisfjelaga í skólum var háð í Reykjavík dagana 6. og 7. þ. m. Sátu þingið 85 fulltrú- ar frá 12 skólum, en þrír nýir skólar bættust nú við í sam- bandið: Mentaskólinn í Rvík, Iðnskólinn og Gagnfræðaskól- inn í Reykjavík. - Lýsti þingið ánægju sinni yf- ir framkomnum frumvörpum á Alþingi, er miðuðu að mink- andi áfengisneyslu landsmanna og skorar á Alþi.ngi að sam- þykkja þau. Þá skoraði þing S. B. S. á Alþingi að koma á fullkomn- ari bindindisfræðslu í landinu, að komið verði í veg fyrir leyni vínsölu og að ölfrumvarpið verði felt. Ennfremur lagði þingið til að hafin verði samvinna við bind- indissambönd skóla á Norður- löndum. Stjórn sambandsins skipa nú Ingólfur A. Þorkelsson úr Kenn araskólanum, forseti, Björn Guðmundsson úr Iðnskólanum, ritari, Jón Norðdahl úr Gagn- fræðasóólanum í Reykjavík, gjaldkeri og meðstjórnendur, Jón Böðvarsson úr Gagnfræða- skóla Reykvíkinga og Kristín Nanna Ámlín, úr Kvennaskól- anum. JárniSnaíarpróf PRÓF í járniönaði fór fram í Reykjavík í októbermánuði s.l. Gengu 25 prófsveinar undir próf ið og hlutu 24 þeirra þessar eink anir. Einn stóðst ekki prófið. Módclsmtöi: Guðm. Gestsson, Járnsteypan h.f., ág. eink. Eirsmíöi: Símon Þorgrímsson, Hamar h.f., 1. eink. Guðm. R. Einarsson, Hamar h.f., 2. eink. Málmsteypa: Benjamín Gríms son, Vjelsm. Bjarg h.f., 1. eink. Ketil og plötusmíöi: Guðmund ur Jónsson, Stálsmiðjan h.f., 1. eink. Jón Þ. Bergsson, Stálsm., 1. eink. Björn G. Gíslason, Stál- sm. 1. eink. Hörður Hafliðason, Stálsm. 1. eink. Guðm. E. Krist- jánsson, Stálsm., 1. eink. Rennismíði: Lárus Óskarsson Hjeðinn h.f., 1. eink. Sveinn Bjarnar, Hjeðinn h.f., 1. eink. Jón Þorláksson, Hjeðinn h.f., 1. eink. Magnús Jón Smith, Hamar h.f., 1. eink. Vjelvirkjun: Kári Húnfj. Guð laugss., Hjeðinn h.f. .1. eink. Björn Óskarsson, Hjeðinn h.f., 2. eink., Marteinn Guðjónsson, Hjeðinn h.f., 3. eink., Helgi Jóns- son, Jötunn h.f. 1. eink. Grímur Jónsson, Jötunn h.f. 1. eink., Benny Magnússon, Hamar h.f., 2. eink. Þorst. H. Björnsson, Steðja, 1. eink., Erlendur Guð- mundsson, B. Frederiksen, 1. eink., Kristbjörn M. Magnússon, Neisti h.f., 2. eink. Gunnar Hinz Landsmiðjan, 2. eink., Hilmar Guðmundsson, Einar Guðm.s., 2. eink. ÞAÐ VAKTI ATHYGLI í París fyrir skömmu, er sendinefnd frá kvcnfjelaginu „Franskir friSarvinir“ mættu við gröf óþekta lier- mannsins við Sigurbogan í París og báru friðardúfur á prikum, Hjer sjest mynd af þeim viðburði. r Aróðursfillögti kommún- ista verði vísað frá S J A L D A N hefur skrípaleikur® —- og ábyrgðarleysi kommúnista Verið afhjúpað á eftirminnilegri hátt en í umræðunum um tillögu Áka Jakobssonar og Lúðvíks Jós- essonar um „viðstöðulausa" lönd- un á síld hjer í Reykjavík, er þeir fluttu eftir að Áki hafði feijgið upplýsingar um framkvæmdir S.R. Það sem vakti mesta athygli í þessum umræðum var hve ræki- lega sjávarútvegsmálaráðherra sannaði hið glæfralega ábyrgðar- leysi kommúnista í þessum mál- um. Fulltrúi kommúnista í stjórn S.R. tekur sjer frí frá störfum og segir að sig varði ekkert um þjóðarhag, en Áki Jakobsson brigslar ráðherra á Alþingi um kæruleysi og trassaskap! Á Alþingi í gær lögðu þeir Gísli Jónsson, Finnur Jónsson og Björn Kristjánsson fram svohljóð andi rökstudda dagskrá um að Vísa tillögunni frá: „Með því ao upplýst hefur ver- ið að stjórn S.R. hafi þegar áður en þingsályktunartillaga þessi kom fram á Alþingi gert rá’5- stafanir til að leggja síld á land hjer syðra til þess að greiða fyrir veiðiskipum, og framkvæmd þessi er þegar hafin, lítur Alþingi svo, á, að tillagan sje að ófyrirsynju fram borin og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Umræðum var frestað. Ottawa í gærkv. SKÝRT var frá pví hjer í dag, að matvælaumræður Bret- lands og Kanada hefðu að segja má með öllu farið út um þúfur, og leggur breska samn- inganefndin af stað heimleiðis frá Halifax 17. þ m. Samkvæmt góðum heimild- um, gera rnenn sjer þó ennþá nokkrar vonir um, að hægt verði að hefja umræðurnar ao nýju, en að því er sagt er, strönduðu þær í þetta skifti á þeirri staðreynd, að Kanada krefst hækkandi verðs, fyrir landbúnaðarafurðir sínar, sam- tímis því, sem Bretar liafa ekki einu sinni næga dollara til að halda áfram að greiða núver- andi verð. •—Reuter. irefsr greii minna esi 2® présenS af her- námstosfnaSi í Þýskalandi ÁBYRGIR menn hjer í borg vilja vita, að samkomulag hafi náðst milli samninganefnda Breta og Bandaríkjamanna um hvernig skifta skuli hernáms- kostnaði hernámssvæðanna í Þýskalandi. Segja þeir að sam- komulag hafi orðið um, að Bret ar greiði minan en 20% her- námskostnaðar. Bandaríkja- menn táki að sjer allar greiðsl- ur, sem fram fara í dollurum, en Bretar greiði einungis 1 ster lingr^undum. Þá er fullyrt, að litlar sem engar breytingar sjeu fyrirhug- aðar á núverandi stjórnarfyr- irkomulagi hernámssvæðanna og áð þeim verði stjórnað á- fram í fjelagi af Bretum og Bandaríkjunum, þannig, að báð ir aðiljar hafi jafnan rjett. At- kvæoarjettur í hinni sameigin- legu mnflutnings- og útflutn- ingsnefnd fari í hvert skifti eft ir því, hvor þjóðin leggi meira af mörkum í hverju einstökn tilfelli. — Reuter. Heiðbjöri — saga ffrir imgar sfiibr HEIÐBJÖRT heitir saga eftir Frances Duncombe, sem þeir Jónas og Halldór Rafnar á Akur- eyri hafa gefið út. Sagan af Heiðbjörtu er fyrir ungar stúlkur, en hún brallaði margt og i’enti í mörgum æfin- týrum með ieiksystkinum sín- um, dýrunmn. Bókin skiftist í sjö kafla, og eru þeir þessir: Heiðbjört og and- arungarnir, Héiðbjört og bitvarg ur skjaldbaka, Keiðbjört og Brúða, Heiðbjört fer á næturrölt, Heiðbjört og múrmeldýrin, Heið björt og skjaldbökuungarnir og Heiðbjört hleypur að heiman. Þórunn Rafnar hefur þýtt bók-> ina,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.