Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 12. des. 1947 Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. ,,Hugsjónir“ Tímans AUÐVELDASTA ráðið til þess að komast að raun um ihn- ræti og eðli stjórnmálaforingja og flokka þeirra er að kynna sjer, hvaða hugsjónum þeir berjast fyrir. Þetta er tiltölulega auðvelt. Stjórnmálaflokkar og málgögn þeirra láta áhuga- mál sín sjaldnast liggja í láginni. Þeir reyna að kynna þau almenningi með öllum tiltækilegum aðferðum. Ef athugað er, hver hafi á undanförnum þremur árum verið æðsta hugsjón Framsóknarflokksins, þarf ekki lengi að leita hennar. Hún hefur fram til þessa dags verið sú að geta gert Islendingum það skiljanlegt, hversu mikið böl ný- sköpunarstefna ríkisstjórnar Ólafs Thors, hafi leitt yfir ís- lensku þjóðina, hversu óskynsamlegt hafi verið að semja haustið 1944 um smíði rúmlega 30 nýtísku togara og verja gjaldeyrisinneign þjóðarinnar til þess að kaupa ný og full- komin tæki inn í landið. Svo eldheitur var Tíminn í baráttunni fyrir þessari „hug- sjón“ að hann gat ekki stillt sig um að hlakka yfir því, þegar eitt af skipum þeim, sem keypt var til landsins á vegum Nýbyggingarráðs sökk á hafi úti. Var því þá jafnvel spáð að svo kynni að fara um fleiri nýsköpunarskip. Nú mætti ætla að nokkrum fölskva hefði slegið á „hug- sjónina" þegar að ríkisstjórn Ólafs Thors fór frá völdum og hin nýju skip tóku að streyma til Islands og síðan út á mið. En sú varð ekki raunin á. Hún var enn í fullu gildi, eldmóður Tímans var hinn sami og áður. Islendingar urðu að skilja það að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu lagt grund- völlinn að öllum örðugleikum, sem mættu þeim, nú og fram- vegis. Það var að áliti Tímans kjarni málsins og um þann kjarna snýst stefna hans að verulegu leyti enn þann dag í dag. Tímann varðaði lítið um hina harðnandi baráttu milli hinna miklu andstæðna, hins vestræna lýðræðis og alþjóð- lega austræna einræðis og ofbeldis. Að hans áliti var það mest áríðandi í íslenskri stjórnmálabaráttu að sanna bænd- um að Pjetur Magnússon hataði landbúnaðinn eins og pest- ina og sjómönnum og útgerðarmönnum að Ólafur Thors og Jóhann Þ. Jósefsson eyddu gjaldeyrir þjóðarinnar í að kaupa skip, sem sykkju á leiðinni til landsins. Síðasti boðandi orðsins, þ. e. ,,hugsjónarinnar“ gengur fram fyrir skjöldu í Tímanum fyrir nokkrum dögum. Er þar kominn fyrrverandi frambjóðandi Tímamanna í Vestmanna- eyjum og skrifar um „falsávísanir" Nýbyggingarráðs. Skal ekki dregið í efa að hann kunni eins vel skil á ýmsum teg- undum ávísana og aðrir, eða jafnvel betur. En hversvegna er þessi fallni framsóknarengill að skrifa um þessi mál? Frumorsök þess er sú sama og hjá öðrum rithöfundum Tímans. Maðurinn er að berjast fyrir „hugsjóninni" og ef til vill að bera sig upp undan því að Nýbyggingarráð og lán- stofnanir landsins hafa orðið að meta nokkuð allar aðstæður í úthlutun stuðnings við nýsköpunarframkvæmdir. Þetta mat hefur trúlega orðið þessum athafnasama „hugsjóna- manni“ í óhag. En árás hans á Nýbyggingarráð er engu að síður ómakleg. Það vann það merkilega starf að framkvæma að verulegu leyti umbótastefnu ríkisstjórnar þeirrar, sem fór með völd í landinu. Það veitti meðmæli með lánbeiðnum þeim, sem því bárust til láristofnunar þeirrar, sem með lögum hafði verið falin varsla lánsfjárins. Það starfaði að því að leggja grundvöll að stórfelldum þjóðlífsumbótum. Það var hugsjón þess og þeirrar stjórnarstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn mótaði. Sjálfstæðisflokkurinn má vel una samanburðinum á hug- sjónum hans og Tímans. Árangurinn af baráttu hans fyrir henni munu Islendingar sjá þegar ný og fullkomin skip halda á mið, þegar vjelknúin jarðyrkjuverkfæri breyta móum í ræktað larid, þegar framleiðsla þjóðarinnar eykst og verður arðgæfari. En „hugsjón“ Tímans, hvað verður um hana? Núlifandi kynslóð mun minnast hennar til viðvörunar. En síðan mun leggja yfir hana harðfenni gleymskunnar. ÚR DAGLEGA LÍFINU Gömul regla broíin. REYKVÍKINGAR, sem nú eru rúmlega þrítugir og þar undir muna víst ekki eftir nein um iólum svo að ekki væri jóla trje með marglitum Ijósaperum við flaggstöngina á Haraldar- búð í Austurstræti. Jólatrje á þessum stað hefir um margra ára skeið verið svo föst venja, að menn hafa horft þangað til þess að vita hvort jólafastan væri byrjuð. Og nú í fyrsta skifti hefir þessi regla verið brotin. Á Har- aldarbúð er ekkert jólatrje fyr- ir þessi jól. Það er eins og það vanti eitthvað í Miðbæinn, sem bæjarbúum finst að þar eigi að vera. — Svona er vaninn. Gerfi-jólatrje. HARALDARBÚÐ hefir að vísu reynt að bæta úr jólatrjes- skortinum með því að setja upp mislitar ljósaperur í hring og á prik. Það er út af fyrir sig lofsam- leg viðleitni af Haraldarbúð, að setja upp þessi ljós. En því mið- ur gera þau ekki alveg sama gagn og jólatrjeð. Aðeins eitt bæjarblaðið hefir varið þá ráðstöfun gjaldeyris- yfir.valdanna, að leyfa ekki jóla trjesinnflutning í ár. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir blaðamenn, sem fundið hafa að þessari ráðstöfun verið sagðir ,,hysterískir“. — Hræddur er jeg um að það sjeu mörg „hyst- eríutilfellin“ í bænum út af jólatrjánum. Ekki um auðugan garð að gresja. EINU SINNI var það mikið tíðka.ð í bænum, að fólk tók sjer gönvpferðir um bæinn fyrir jólin til þess eins að skoða í búðarglugga. Þar var venjulega margt að sjá og jafnvel á kreppuárunum fyrir stríðið var eitthvað að sjá í búðargluggun- um._ sem girnilegt var, svo ekki sje nú talað um sjálf stríðs- árin. En nú er ekki lengur um auð- ugan garð að gresja í þessu efni. Það er næstum því rauna- legt að fara um aðalverslunar- götur bæjarins og horfa á jóla- útstillingar. Sumar verslanir eru bókstaf- lega hálftómar af vörum og hafa eklcert að sýna, eða bjóða upp á. Það er óhætt að fullyrða, að það sjeu mörg — fjölda mörg — ár liðin síðan, að jafnfátæk- legt hefir verið í verslunum fyr ir jólin og nú er. • Afturför. TALSVERT BER enn á ýmsu smádóti, sem menn hafa gert í höndunum heima hjá sjer, eða í smáverksmiðjum. Leikföng, jólasveinar til skrauts og annað þessháttar. Stundum hefir kom ið fyrir, að slíkir smáhlutir hafa verið haglega og smekk- lega gerðir. En nú er um sýnilega aftur- för að ræða. Flest af því sem fæst er ,,klossað“, sem kallað er. Það er annaðhvort, að fólk gefur sjer ekki tíma til þess lengur að fást við þessa smáiðju eða að það hefir týnt niður þeirri list. En hvernig sem á því stendur, þá er þetta skaði. • Árós á hafragrautinn. „HAFRAGRAUTUR einasta yndið mitt er“ syngja börnin. Sú vísa hefir greinilega verið gerð í áróðursskyni, en vafa- laust í góðri trú. Því það hefir verið trú manna lengi, að hafra grautur væri hin hollasta fæða fyrir börn sem fullorðna, þótt stundum þurfi að grípa til áróðurs til þess að fá ung- linga til að borða grautinn. En nú er það komið upp úr kafinu, að hafragrautur sje hin óhollasta fæða, nema að þess sje gætt að borða hann á rjettan hátt. Þessi árás á hafragrautinn kemur fram í mörgum erlend- um blöðum um þessar mundir. • Pottur af mjólk — einn hafragrauts- diskur. STOKKHOLMSBLAÐIÐ „Ex pressen" heldur því fram og þykist hafa það eftir næringa- fræðingum, að hafragrautur eyði kalki í mannslíkamanum svo ákaft, að til þess að vinna upp á móti einum disk af hafra graut þurfi menn að drekka að minsta kosti einn líter af mjólk með. Þið munið ef til vill eftir því, sem jeg sagði ykkur um matar- gaflana á dögunum, og því slæma orðið, sem búið er að koma á þá. Á nú ein hugsjónin enn að fara út um þúfur? Sú að hafra- grautur sje hollur. • Póstmál. NÚ ER VAFALAUST verið að prenta vasabækur með daga- tali, sem gefnar verða út um nýárið. í þeim er oft mikinn og góðan fróðleik að finna. Vonandi muna þeir, sem sjá um útgáfu slíkra bóka, eftir að hafa þar ,,póstmál“. Eða skrár yfir hvað burðargjald brjefa er til hinna og þessara staða utan lands og innan. Það er fróðleik- ur, sem menn þurfa á að halda við og við. í pósthúsinu eru frímerkja- sjálfsalar, en þar vantar til- finnanlega töflu yfir hvað það kostar að senda brjef til Am- eríku, Englands, og annara staða erlendis, og svo skaðaði ekki að geta þess, hvað kostar undir brjef innan lands. MEÐAL ANNARA ORÐA .... -- j Eftir G. J. Á. ' — ---— —— — Alúðlegar móifökur eru mikils virði. ÞEGAR gerður er saman- burður á farþegaþjónustunni hjerna á Reykjavíkurflugvelli og bjónustunni á ýmsum flug- völlum erlendis, kemur í Ijós, hversu óhemjumikið við Islend ingar eigum eftir að læra í þessum málum. Okkur er þetta að yi.su vorkunnarmál, þar sem segj.a mál, að mjög stut sje lið- ið síðan við eignuðumst lend- ingarvelli, sem yfirleitt hefir verið hægt að kalla flugvelli í fylstu merkingu þess orðs, en mikið held jeg forráðamenn okkar í þessum málum gerðu þó rjett í því að sækja ýmsar fyrir- .myndir sínar til þeirra þjóða, sem mesta reynsluna hafa í þessum efnum. Sumt af þéssu er svo ákaf- lega ódýrt. • • Góðir vellir. Núna um helgina átti jeg þess kost að fara með hinni á- gætu Skymasterfl. Loftleiða til flugvallanna í Prestwich og Kastrup. Báðir eru þessir vell- ir, að jeg held, hinir prýðileg- ustu frá sjónarmiði fíugfarþeg- ans, mjer liggur við að segja annar heimur, sjeu þeir bornir saman við flugvellina í Reykja vík og Keflavík. Og þó eru þeir á engan hátt íburðarmiklir. Mikli munurinn á þeim og Hún var yngsti farþeginn í Skymastervjel Loftlciða til Kaupmannahafnar síðastlið- inn sunnudag völlimum hjerna heima er sá, að í Prestwich og Kastrup hefir maður það á tilfinningunni, að þarna sjeu húsbændur eins og húsbændur eru bestir. Þessir flugvellir eru að ýmsu leyti eins og geysistór heimili, þar sem húsmóðirin hefir traust tök á^illum hlutum og getur tekið á móti stærstu gestahópum, án þess það að nokkru leyti setji heimilið úr jafnvægi. • e Góðar móttökur. Prestwich þótti mjer þarna skrefi framar en Kastrupflug- völlurinn. Flugvjelin var varla fyr lent en prúðbúin stúlka var búin að leiða farþegana inn í þægilegan biðsal, hafði skýrt þeim frá því, hvar þeir gætu fenvið sjer að borða, og sjeð fyrir þörfum þeirra á annan hátt. Eftir það mátti heita, að hún væri eiginlega stöðugt ein- hversstaðar í námunda við okk ur, bann rúmlega einn og hálfa tíma, sem við stöldruðum við. • • Eins og góðir kunningjar. Annað gerði hún ekki. Og þó Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.