Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. des. 1947 MORGIJTSBLÁÐIÐ 5 Síldarverksmiðjurnar og þjóðin EITT AF áberandi eiginhags- tnuna fyrirbrigðum í þjóðfjelagi okkar, eru kröfurnar um síldar- verksmiðjur á ólíklegum jafnt og líklegum stöðum. Það er ekki foægt að sjá annað, en að sumir þeir, sem bendandi eru á þennan og þennan staðinn, sem mjög lík- Jegan og heppilegan fyrir síldar- yerksmiðjur, sjeu að reyna „að Blá sjer upp“ á því í augum al- mennings, eða eins og þegar þing mennirnir eru að beriast fyrir að fá síldarverksmiðju í sitt kjör- dæmi, burtsjeð frá hvort staður- inn er heppilegur eða ekki, að |>eir sjeu að afla sjer og sínum flokki atkvæða með því, og er þá foagur alþjóðar ekki hátt virtur í fougum þessara herr i. Nú vil jeg í þessum línum reyna að fá hina ráðandi menn í þjóð- £jelagi okkar til að hugsa um með alþjóðarhag í huga, hvaða skil- yrði þurfa að vera fyrir hendi, til að rjett sje að reisa síldarverk- gmiðju á einhverjum ákveðnum stað. Við tökum sumarsíldarsvæðið við Norðurland til athugunar fyrst, og við gerum ráð fyrir að þar vanti fleiri verksmiðjur, en inn á það kem jeg betur seinna í þessum línum mínum. Hið venjulega síldarsvæði fyrir Norðurlandi nær frá Hornbjargi til Vopnafjarðar; á þessu svæði foefur næstum öll sú síld verið yeidd, sem farið hefur í verk- smiðjur eða til söltunar norðan- Jands á sumrin. Aðeins fá sumur hefur Síld veiðst vestan Horn- -fojargs, og enn þá minna eða smá slattar austan Bjarneyjar við Vopnafjörð, það var síldarleysis- sumarið 1945, sem nokkur þúsund mál veiddust á svæðinu milli Bjarneyjar og Gerpis, það mun þó vart hafa verið yfir 10.000 mál enda er þetta líka næstum eina Undantekningin að síld hafi veiðst á þessu svæði að sumarlagi. Um þetta held jeg að við, sem höfum fylgst með þessum veiðum í ára- tugi, getum verið sammála. Aftur má lengi deila um það hvað af svæðinu milli Hornbjargs Ög Vopnafjarðar er besta síldar- svæðið, það er svo breytilegt frá ári til árs, en komið hafa sumur, sem austursvæðið hefur algjör- lega brugðist allt sumarið, og einnig sumur sem Húnaflói eða vestursvæðið hefir næstum al- gjörlega brugðist, og hafa þó stundum verið allgóð síldveiði- sumur fyrir því. Ein af fyrstu síldarverksmiðj- tim í eigu Islendinga var Hest- eyrarverksmiðjan sem h.f. Kveld úlfur átti. Fyrir nokkrum árum lagði h.f. Kveldúlfur verksmiðju þessa niður, og jeg tel mest vegna þess, að þeim þótti staðurinn ekki heppilegur, og mikið utan við hið venjulega síldarsvæði. Eins og allir vita, fluttu þeir sína verk smiðju eða byggðu nýja á Hjalt- eyri, sem er mjög nálægt miðju hins venjulega síldarsvæðis. Fyrir ekki allfáum árum voru byggðar litlar síldarverksmiðjur á Norðfirði og Seyðisfirði. Norð- fjarðarverksmiðjan hefur þegar verið lögð niður, vegna þess að verksmiðjuna vantaði oftast hrá- efni til að vinna úr. Seyðisfjarð- arverksmiðjan starfar enn, þó hafa hinir upphaflegu eigendur gefist upp við að starfrækja hana, enda hefur hún mörg sum- ur næstum enga síld fengið. A árunum fyrir stríð og fyrri hluta stríðsins fjekk sú verksmiðja aðal lega hráefni sitt frá færeyskum leiguskipum, sem ekki gátu feng- ið löndun annarsstaðar. Síðastliðið sumar tóku Síldar- vt: ksmiðjur ríkisins verksmiðju þ ssa upp á sína arma, með því að neyða liluta af viðskiptamönn un sínum til að undirrita við- sk: ftasamninga við sig með þeirri „klásúlu“, að þeir sam- þykktu að senda skip sín með toræðslusíld til Sej'ðisfjarðar ef stjórn verksmiðjanna óskaði þess. Var öllum meinilla við þennan fleig inn í samninginn nema ef til vill Austfirðingum. Nú skulum við hugsa okk vel um, og enn gera ráð fyrir að verksmiðju vanti fyrir Norð- urlandi; hvar á hún þá að koma, til að verða þjóðinni allri sem notadrýgst, en burtsjeð frá ósk- um hvers einstaklings eða hrepps fjelags? A vestursvæðinu eða ■ Húnaflóa eru þrjár verksmiðjur, sem bræða samtals, ef jeg man rjett, um 15.000 mál á sólarhring. Þá kemur Siglufjörður og Eyja- fjörður með aðal-verksmiðju- magnið. Það tel jeg og flestir aðrir miðpunkt síldarsvæðisins, og það er laukrjett niðurröðun að hafa aðalverksmiðjumagnið á miðpunkti svæðisins, um það verður ekki deilt. Þá kemur austursvæðið með litla og ljelega verksmiðju á Húsavík. Sú verksmiðja hefur þó mörgum hjálpað með að losna við slatta og jafnvel heila farma þegar á hefur legið, enda liggur staðurinn mjög vel við síldar- miðum. Svo er það Raufarhöfn með sína nýlegu 5000 mála verk smiðju, jeg tel ekki gömlu verk- smiðjuna þar, því bún hlýtur að leggjast niður bráðlega. Það eru þá ca. 6000 mála afköst á aust- ursvæðinu á móti 15000 mála af- köstum á vestursvæðinu. Þá gæti bæði mjer og öðrum virst að bræðsluafköst þyrftu að aukast á austursvæðinu, og það er engum vafa bundið, að þau þurfa að aukast þar, ef þau verða ein- hversstaðar aukin á næstunni, því að jeg held að við getum ekki gert upp á milli hvort er betra síldarsvæði, austur- eða vestursvæðið. En hvar á þá að byggja nýja verksmiðju? Eigum við að byggja hana utan við jaðar síldarsvæðis ins? Jeg hygg að allir hugsandi þjóðfjelagsþegnar segi nei við þeirri spurningu. Við eigum að byggja okkar síldarverksmiðjur inn á hinu venjulega síldarsvæði. En eigum við af okkar fátækt að fara að byggja nýja höfn fyrir hina væntanegu verksmiðju á Þórshöfn eða á Vopnafirði? Nei, við þurfum þess ekki, við höf- um Raufarhöfn, sem er tilval- inn staður. Þar á að rífa gömlu verksmiðjuna og byggja aðra 5000 mála verksmiðju. Við höf- um líka Húsavík, sem er á góð- um vegi með að fá góða höfn, og þar er ákjósanlegur staður fyrir síldarverksmiðju. Þangað tel jeg engum vandkvæðum bund ið að fara með síld vestur frá Skaga ef með þyrfti, og austan frá Langanesi, en Raufarhafnar- verksmiðjan þurfti að vera stærri en hún er. En nú ei spurningin, þurfum við að stækka síldarverksmiðj- urnar Norðanlands? Jú, það væri ákaflega gott að fá meiri bræðsluafköst á austursvæðinu, ef við værum nógu ríkir til að láta þær ef til vill standa að- gerðalausar heil sumrin (Húsa- víkur-verksmiðjan myndi líklega aldrei verða aðgerðarlaus heilt sumar). En eins og er, efast jeg um að við hefðum ráð á að byggja nýjar verksmiðjur í við- bót fyrir Norðurlandi, en við höf um enn síður ráð á að geta ekki tekið á móti síldarafla með góðu móti þegar hann býðst, en hvað á þá að gera til úrbóta í bili, — í bili segi jeg, því við fyrstu hentugleika þurfum við að fá aukin afköst á austursvæðinu, en ekki þó á Seyðisfirði, Vopna- firði eða Þórshöfn. Jeg vil í allri einfeldni minni leyfa mjer að daenda á ráð til úrbóta í bili. Væri ekki athug- andi hvað kostar að kaupa tvö gömul skip, jeg meina skip, sem búið er að leggja upp vegna elli eða annars, en þó gangfær og nothæf með ströndum fram; það er mörgum skipum lagt sem ó- nothæfum, þó þau sjeu í raun- inni ágæt skip til að sigla stuttar leiðir í góðu veðri, öryggi skips- hafnanna á þeim ætti að vera innifalið í góðum og vel búnum björgunarbátum. Jeg ætlast ekki til að þessi skip væru fær um að sigla með vetrarsíld frá Faxa- írflóa til Norðurlands. Skipaeftir lit ríkisins mætti ekki vera með sínar kröfur á þau, og þau þyrftu að vera 3—4000 tonn, ættu að- eins að taka síld af minni veiði- skipunum þegar þau fengju góða veiði langt frá verksmiðjum sem gætu afgreitt þau. Með þessu móti mætti færa þeim verksmiðj um síld til vinnslu sem minnst hefðu að starfa, og með þessari aðferð mætti auka gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar án þess að leggja í rándýrar verksmiðju- byggingar á meðan allt er svo dýrt, sem nú er. Skip af þeirri stærð sem jeg hefi nefnt, myndu lesta ca. 20.000 mál hvort, þau ættu að liggja í höfn miðsvæðis, þar til þeirra væri þörf, þau ættu ekki að hafa meiri mannskap um borð en nauðsynlegt væri til að sigla þeim með ströndum fram. Jeg ætlast til, að í þau fengju að losa síld aðeins þau skip, sem bæru undir 1000 málum, full- fermd af síld. Vilja nú ekki ráðamenn okkar athuga þessa hugmynd? Vilja nú ekki ráðamenn okkar hætta við að hugsa um rándýra verksmiðju byggingu á Seyðisfirði, sem sjald an mun koma í góðar þarfir, en verða baggi á verksmiðjurekstri ríkisins. Jeg get ekki látið vera að minnast örlítið á írumvarp það, er hinn mæti þingmaður Borg- firðinga, hr. Pjetur Ottesen hefur flutt í Alþingi, um byggingu síld arverksmiðju á Akranesi. Staðar sá, sem aðal-síldarverk- smiðjan verður byggð á hjer við Faxaflóa, verður fyrst og fremst að vera við örugga höfn, og það er Akraneshöfn ekki enn, og verð ur vart á næsta ári Hugsum okk- ur hvað skeð hefði, ef síldarflot- inn hefði verið kominn á veiðar hjer í Flóanum, og segjum 20— 30 skip fullfermd af síld hefðu legið á Akranesi að bíða eftir löndun, og komið hefði svo uppá annað eins veður og kom í okt. síðastliðnum, þegar fjöldi Akra- nesbáta urðu að fara frá legu- færum sínum hingað til Reykja- víkur. Það mundi margur farm- urinn hafa farið fyrir lítið, og margt nótabátaparið tapast. Síldarverksmiðja hjer við Fló- ann verður að byggjast þar sem er fyrst og fremst algjörlega örugg höfn í hvaða veðri sem er, og þar sem hægt er að koma við nýtísku löndunartækjum, en ekki nauðsynlegt að nota bíla eða önn- ur aksturstæki til að koma síld- inni í verksmiðjurnar Þessi vænt anlega verksmiðja á að hafa stór ar og miklar síldarþrær, og nota þar hugmynd Gísla verkfræðings Halldórssonar um geymslu á síld; þá þyrfti verksmiðjan ekki áð vera eins stór, en vinnslutími gæti orðið lengri. I málum sem þessum, virðist annað heppilegra en að láta hátt- virta alþingismenn ráða hvaða staðir eru valdir til opinbers at- vinnurekstrar. Þeir virðast um of vera háðir kjósendum sínum eða einhverjum öðrum áhrifum, sem blindá augu þeirra fyrir hvað þjóðinni allri er hagstæð- ast. En í svona tilfellum má ekk- ert komast að annað en vand- eg íhugun á staðháttum öllum, samfara reynslu undanfarinna ára, sem ætti að geta sýnt hvaða staðir eru að öllu samanlögðu heppilegastir fyrir áframhald- andi aukningu í síldariðnaði landsins. Svcinbjörn Einarsson. Verslunarsam- komulag Pissa og Brela London í gærkvöldi. HAROLD Wilson, verslunar- málaráðherra Breta, skýrði frá því í neðri málstofu breska þings ins í dag, að samkomulag hefði náðst í öllum aðalatriðum um nýja verslunarsamninga milli ■Bretlands og Rússlands. „íslands þúsund ár', er mikið og glæsi- legt kvæðasafn „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“ er komið út. Það mun nú vera rjett um tvö ár síðan útgáfa þess hófst og má af því marka hvílík regin- vinna liggur í því að koma slíku verki út í aðgengilegu formi fyrir almenning. Fljótt á litið , er mað ur flettir slíkri bók finnst manni, að þarna sjeu eiginlega öll kvæði, sem mann langar til að lesa, þó því sje vitanlega mjög fjarri; en sjálfsagt öll þau bestu, því þeim dr. Einari Ólafi Sveinssyni, Páli Eggert Ólafssyni, Tómasi Guð- mundssyni, Arnóri Sigurjónssyni og Snorra Hjartarsyni, hefur ver- ið falið að velja kvæðin. og er ekki að efa að það val er vel gert. í safninu munu vera yfir 900 kvæði eftir um 400 nafngreinda og ókunna höfunda. Af því er geysimikið, sem aldrei hefur ver- ið gefið út áður og það jafnvel núna frá þessari öld. Þarna má t.d. sjá kvæði eftir Árna Pálsson, prófessor, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Jóhann Jónsson, Guðmund Kamban og marga fleiri, allt skírmerk kvæði. Þá eru þarna kvæði eftir Kiljan, Tómas, Jón Helgason, prófessor, Snorra Hjartai-son o. fl„ sem ekki eru komin út í bókum þeirra. Af gömlum kunnum verkum, sem þarna eru má nefna allt kvæði Eysteins Ásgrímssonar „Lilja“ og „Sólarlag“, auk hundr aða annarra stórverka. Verkið er allt í fimm bindum og hefur ver- ið bundið í þrjú bindi, og er alls um 1800 blaðsiður, í mjög hent- ugu broti. Þannig er í síðasta bindinu 19. og 20. öldin, frá Jón- asi Hallgrímssyni til Steins Stein- arr. í 2. bindinu 1300—1800, byrj- ar það á Þormóði presti Ólafs- syni og endar á Sigurði Breið- fjörð, en fyrsta bindið hefst á Hávamálum og endar á ýmsum vísum frá 13. öld. Saurblöð og kápupappír, ásamt kápum er teinkað af Ásgeir Júlíussyni. ís- lands þúsund ár er prentað á mjög vandaðan pappír, sem sæmir þessu langglæsilegasta verki, sem komið hefur út á þessu ári. Það er siður margra að lesa eitt eða tvö kvæði áður en þeir fara að sofa. Nú þurfa menn ekki lengur að hafa heilan bunka af kvæðum í svefnherbreginu, því í íslands þúsund ár finna flestir það sem þá langar til að lesa. Auk þess er nú svo komið, að langflestar kvæðabækur góðskáld anna hafa selst alveg upp á stríðs árunum og ekki líkur til að nýjar útgáfur af þeim komi næstu ár. Ef dæma má eftir aðsókninni að bókmenntakypningu Helga- fells er áhugi almennings fyrir góðum ljóðaskáldskap að vakna á ný með þjóðinni og er það sannarlega gleðilegt tímanna ■tákn, því í Ijóðum góðskáldanna ér án efa geymdur kjarni þeirrar menningar og andagiftar, sem þjóðin hefur tileinkað sjer og þroskast hefur með henni á hverj um tíma. 400 ferskeylSur Jó- hanns irá Flögu FÁTT mun meira hafa vakið undrun góðra íslendinga en það að hans „fyrsta barnaglingur", ferskeytlan, skuli hafa orðið jafnútundan í viðskiftum sínum við bókaútgefendur, og raun hef ur á orðið. íslenskar ferskeytl- ur, sem enginn vill missa af, skifta áreiðanlega þúsundum. Það er því sannarlega þarfaverk að halda því til haga, sem menn kunna að hafa í fórum sínum af þeim þjóðlega varningi og mikl- ar þákkir á útgefandinn fyri sitt mikla og ágæta starf, enda hefur hann hlotið fyrir það við- urkenningu frá Alþingi. Helgafell hefur nú sent út fyrsta bindið af ferskeytlnasafni Jóhanns frá Flögu um 400 vís- ur. Fylgja flestum vísunum skýr ingar, þar sem þær liggja fyrir og eins er höfunda getið þar sem vitað er um þá. Hvert bindi mun eiga að vera sjálfstætt verk með sjerstöku nafni, en undirtitill er ,,Vísnasafnið“. Fátt mun hafa yljað íslendjng um meira um marga kalda daga en ferskeytlan, og hún mun á- reiðanlega gera það lengi enn. Vonandi deyr hún aldrei, því ef nokkuð í íslenskri list geymir sál þjóðarinnar frá hinum ýmsu tímum. þá er það ferskeytlan. Fyrsta bindið af vísnasafninu kallar útgefandinn „Jeg skal kveða við þig vel“. Bókin kostar kr. 20.00. Ný bók eftlr Krisl- ! mann KRISTMANN GUÐMUNDSSON mun vera víðfrægasti rithöfund- ur íslensku þjóðarinnar. — Má segja að hann sje jafnkunnur á Norðurlöndum, Þýskalandi, ítal- íu og Tjekkoslovakíu og hjer heima og bækur hans hafa verið gefnar út í Japan og Kína. — Skifta erlendar útgáfur af bók- um hans hundruðum. Af bókum Kristmanns, sem hann frumritaði á norsku eru fáar gefnar út hjer, en hann var um skeið „metsöluhöfundur" i Noregi og sjálf Sigrid Undset hefur látið þau orð falla um hinn unga íslenska höfund, að hann skrifaði norsku svo frá- bæra að fáir væru hans jafn- ingjar í Noregi. Fyrir skömniu kom út ein af fyrstu bókum Kristmanns, sem hann skrifaði á norsku, Góugróð ur, og hafði höfundur sjálfur annast þýðinguna, en Helgafell gefur út. Nú er komin ný skáldsaga eftir Kristmann, ástar- og hjóna bandssaga. Mun enginn lá hon- um, þó hann tali í þeim málum af nokkrum myndugleika. Sag- an gerist hjer í Reykjavík og er kafli hennar úr „ástandinu". —• Stíll bókarinnar er gerólíkur því sem er á fyrri bókum hans. Þess mun hafa orðið mjög vart, að þessarar nýju bókar væri beðið með mikilli eftirvænt ingu. Bókin er smekklega útgef- in, en útgeíandi er Helgafell. Drettgjasögw M al- sfeins Sigmundsson- ar komnar úl ONNUR útgáfa er nú komin út af hinum vinsælu drengja- sögum Aðalsteins heit. Sigmur.ds sonar kennara, Drengir, sem vaxa. Eru þetta bæði frumsamd- ar sögur og þýddar. Alls eru sögurnar sextán, og bera þessi heiti: Gull, Bruggari tekinn, Flekklaust nafn, Tíeyr- ingurinn, scm varð að bílhjóli, Kappleikur, Saga af tveim drengjum, Sjóferð Gunnars, Grænjaxl, Ovinur, Þrjár mínút- ur, Keppinautar, Larfa-Láki, Verkamenn, Kagsagsúk, Rauðu buxurnar, Skuggadrengur og Að þora. Munu margir gleðjast yfir þvf, að þessar frábæru barna- og ung lingasögur Aðalsteins skuli vera komnar út að nýju, en Aðal- steinn var, meðan hans naut við, í hópi bestu unglingaleiðtoga landsins. Utgefandi bókarinnar er Jens Guðbjörnsson. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.