Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. des. 1947 MÁNADALUR Sí áldiaqa e (■ tir ^acL cjdondon 79. dagur Stundu seinna var frú Mor- timer aftur farin að segja þeim frá fyrirætlunum sínum. Hún var viss um að það mundi borga sig að reka mjólkurbú á vís- indalegan hátt alveg eins og það borgaði sig að rækta jörð- ina á vísindalegan hátt. Hún sagði að þegar leigutíminn á hinum tíu ekrunum væri út- runninn, þá ætlaði hún að stofna þar mjólkurbú með Jersey kúm. Hún ætlaði sjer að reka það á nýtísku hátt og þá þurfti hún auðvitað á auk,num vinnukrafti að halda. Og hún kvaðst ekki vilja neina frekar en þau Saxon og Billy. Hún kvaðst mundu hafa bygt þar hús fyrir vorið og þar gætu þau búið út af fyrir sig. Hún kvaðst líka mundu geta útvegað Billy vinnu þangað til. Og hús gæti þau fengið í vetur, það væri lít- ið hús til leigu rjett hjá enda- stöð strætisvagnanna. Og svo gæti Billy líka litið eftir bygg- ingunni fyrir sig. A þennan hátt gæti þau unnið sjer nokkuð inn og jafn framt búið í haginn fyrir. sig. En þeim Billy leist ekki á þetta. Og Saxon varð til þess að skera upp úr með það. „Við megum ekki setjast að í fyrsta staðnum, sem við kom- um til“, sagði hún, jafnvél þótt það sje jafn yndislegur staður og hjer. Við vitum í rauninni ekki hvað við viljum. Við verð- um að fara víða og sjá margt til þess að læra og skilja. Okk- ur liggur ekkert á. Alt sem veltur á er að við sjeum örugg um að vel gangi þegar við tök- um ákvörðun. Við viljum auk þess ekki eiga heima á sljettu. Billy vill hafa fjöll nálægt sjer — og jeg vil það líka“. Þegar þau kvöddu ætlaði frú Mortimer að gefa Saxon bók- ina. En Saxon hristi höfuðið og bað Billy að gefa sjer tvo doll- ara. „Það stendur á bókinni að hún kosti tvo dollara“, sagði hún. „Viljið þjer gera svo vel að kaupa eitt eintak fyrir mig? Þegar við höfum fundið sama- stað skrifa jeg yður og þá getið þjer sent mjer bókina“. „00 þessir Ameríkanar“, sagði frú Mortimer og stakk peningunum á sig, „Þið verðið nú samt sem áður að lofa því að skrifa mjer nokkrum sinn- um, enda þótt þið hafið ekki | fundið neinn samastað“. Hún fylgdi þeim út á veginn. „Þið eruð hugrökk“, sagði hún. „Jeg vildi að jeg mætti fara með ykkur, taka skreppu á bak mjer og leggja á stað út í, heiminn. Jeg dáist að ykkur.' Og ef jeg get einhvern tíma orðið. ykkur að liði, þá skuluð þið skrifa mjer. Jeg veit að ykkur mun farnast vel, og mig lang?.r til þess ef jeg gæti átt einhverja hlutdeild í því. Látið mig vita hvernig gengur með að fá land hjá ríkinu, þótt jeg ! búist ekki við að það gangi greiðlega, nema þá að það sje alt of útúrskotið,“. * Hún kvaddi Billy með handa- bandi en kysti Saxon. „Verið hugrökk", mælti hún alvarlega. „Ykkur mun farnast vel. Þið vitið hvað þið viljið og það var alveg rjett af ykkur að hafna tilboði mínu. En minnist þess. að það tilboð stendur — eða annað betra. Ykkur liggur ekkert á. En ef þið setjist að einhvers staðar þá látið 'mig vita það og þá skal jeg senda ykkur margar góðar bækur um landbúnað. Verið þið sæl, og gangi ykkur alt að óskum“. IV. KAFLI. Þau fengu sjer herbergi í San José. Um kvöldið sat Billy lengi á rúmstokknum og var að hugsa. Seinast andvarpaði hann og sagði: „Það er nú til býsna margt gott fólk í heiminum. Það er nú til dæmis hún frú Mortimer. Hún er ágæt. Hún er ein 'af þess um góðu gömlu Ameríkönum“. „Þetta er mentuð kona, en samt minkast hún sín ekki fyr- ir að stunda búskap“, sagði Saxon. „Og henni hefir farið búskapurinn vel úr hendi“. „Já, það er óskiljanlegt á tuttugu ekrum — nei, á aðeins tíu ekrum. Hún hefir borgað jörðina, bygt þar og sjer fyrir sjálfri sjer, fjórum vinnumönn um, ráðskonu og dóttur hennar og fóstursyni. Jeg skil það ekki. Pabbi talaði aldrei um minna en hundrað og sextíu ekrur. Og Tom bróðir þinn talar aðeins um stóra búgarða. En hún get- ur þetta — og þó er hún aðeins koha. Mjer þykir vænt um að við skyldum hitta hana“. „Já, það var ævintýri líkast“, sagði Saxon. „Þetta getur kom- ið fyrir mann á ferðalagi. Þá skeður ætíð eitthvað óvænt. Okkur datt þetta í hug að finna hane, aðeins vegna þess að við vorum orðin þreytt. Hún fór alls ekki með okkur eins og við værum flækingar. En húsið hennar —’hvað það var fallegt og snyrtilegt. Mig hafði aldrei drevmt um það að til gæti ver- ið neinn svo dásamlegur dval- arstaður eins og húsið hennar“. „Það var gott andrúmsloft þar inni“, sagði Billy. ,;Einmitt — gott andrúmsloft. Það er þetta sem tískublöðin leggja svo mikla áherslu á. Jeg vissi ekki fyr hvað það þýddi. Já, bað var gott andrúmsloft í því.húsi“. „Ekki var það nú samt fall- egra en nærfötin þín“, sagði Billy. „Það er jafn nauðsynlegt eins og eð vera hreinn sjálfur og halda sjer til, að hafa húsið sitt hreint og fágað“, sagði Saxon. „Það er ekki hægt þar sem' um ipiguhús er að ræða“, sagði Billv. „Maður verður sjálfur að eiga húsið. Slík hús byggja menn ekki til þess að leigja. En eitt gat hvert barnið sjeð — að þetta hús var ekki dýrt. Það hefir ekki kostað mikið. Það er bygt úr óbrotnum viði, alveg, eins og húsið í Pine Street. En' það er einhvern veginn alt öðru vísi. Jeg get ekki útskýrt það, en bú skilur hvað jeg á við“. i Spxon sá húsið fyrir sjer í anda. „Já, það er alveg sat\ — það er Svipurinn á því“, sagði hún. Daginn eftir voru þau snemma á fótum. Þau röltu á stað í áttina til San Juan og Montery. Saxon var hölt. Hún hafði fengið blöðru á hælinn og nú hafði rifnað ofan af henni. Billy mundi eftir því að faðir hans hafði sagt að menn yrði að fara vel með fæturna á sjer þegar þeir væri á göngu. Hann skrapp því inn í slátrarabúð og keypti tólg fyrir fimm cent. „Maður verður að muna eftir því að vera í hreinum sokkum og bgra á fæturna", sagði hann. „Við skulum bera á fæturna á þjer þegar við komum út úr borginni. Og svo skulum við fara hægt fyrstu dagana. Það væri ágætt ef jeg gæti fengið vinnu. einn eða tvo daga. Þá gætu fæturnir á þjer hvílst. Jeg skal svei mjer vera mjer úti um vinnu“. Skamt fyrir utan borgina bað hann Saxon að bíða sín. Svo gekk hann heim að stórum bú- garði, sem var skamt þaðan. Hann var mjög kampakátur þegar hann kom aftur. „Nú er alt í lagi“, sagði hann. „Nú byrjum við fyrst á því að ganga niður að trjánum þarna og hvíla okkur. Jeg fæ vinnu á morguri — tvo dollara á dag og fæði mig sjálfur. Jeg hefði ekki fengið nema hálfan annan doll- ar, ef fæði hefði fylgt. Jeg sagði þeim að jeg hefði nesti með mjer og skyldi sjá um mig. Nú er gott veður og við getum hæg- lega legið úti í nokkrar nætur. Og á meðan grær sárið á fætin um á þjer. Komdu, við skulum útbúa. okkur viðlegustað“. „Hvernig stóð á því að þú f jekkst vinnu?“ spurði. Saxon. „Bíddu þangað til við höfum komið okkur fyrir, þá skal jeg segja þjer frá því. En það gekk eins og í sögu“. Þegar þau höfðu kveikt bál, búið um sig og sett upp ketil með þaunum, tók Billy að segja frá. „Hann Benson þarna er ekki neinn glópur. Maður skyldi ekki ætla af tali hans að dæma að henn væri bóndi. Hann talar eins og kaupsýslumaður. Og hann var ekki lengi að hugsa sig um. , „Kunnið þjer að plægja?“ sagði hann. „Já“, sagði jeg. ■ „Ilafið þjer vit á hestum?“ sagði Hann. „Jeg hefi alið allan aldur minn í hesthúsi", sagði jeg. I hví kom maður þar akandi og voru fjórir hestar fyrir vagn inum. „Getið þjer haft fjóra hesta fyrir vagni?“ segir hann þá. „Eins og að drekka“, sagði jeg, „og mjer er sama hvort jeg beiti þeim fyrir plóg, sauma- vjel eða hringekju“. „Stökkvið þá upp á vagninn og takið við tamunum", sagði hann hiklaust. „Akið svo þar-na í kringum hlöðuna og til baka aftu^“. Jeg skal segja þjer það að það var vandi, sem hann lagði fyrir mig. Jeg sá á hjólförunum að altaf er ekið þar öfugt. En nú ætlaði hann mjer að aka í tómurn krókum eftir þrengslum, því að hús og girðingar voru á báðar hendur. Og svo var þrepgra þarna vegna þess, að mykjuhaugur var einmitt þar sem krappast var og verst gengdi. En jeg Ijet sem ekkert væri. Okumaðul- kimdi illkvitn isleya þegar hann fjekk mjer taum^na. Hann hefir víst ekki búist við að jeg gæti þetta. En jeg ljet sem jeg sæi það ekki og ók á stað — og þó þekti jeg ekki hestana —. Þú hefðir átt GULLNI SPORINN 152 „Veistu það, að jeg var hjerumbil farinn á hausinn fram af brúninni", öskraði hann svo, um leið og hann greip í mig og kippti mjer upp. „Hversvegna kom þessi ógurlegi rykkur á reipið?“ Jeg svaraði ekki — ógnirnar, sem jeg hafði gengist undir, fengu yfirhöndina, og það steinleið yfir mig. 'k Þeir báru mig upp í skúr, sem stóð skammt frá Gleys, og lögðu mig þar á hálmfleti. Jeg lá þar langt fram yfir hádegi, stundum meðvitundarlaus, en annað kastið hriðskjálfandi, líkt og jeg hefði hitasótt. Og Delía sat við hlið mjer og baðaði höfuð mitt með sjó, þvi annað var ekki að fá. Um fjögurleytið hafði jeg þó náð mjer svo, að jeg gat settst upp og skýrt frá því, sem komið hafði fyrir. „Hvað er orðið af óðalssetrinu?“ spurði jeg, er jeg hafði lokið frásögn minni, og nokkrir af hásetunum verið sendir niður á strönd, til að leita að líki Tingcombs. „Brunnið til grunna“, svaraði Delía og bætti við, um leið og hún brosti þreytulega: „Jeg er heimilislaus eins og áður, Jack“. „En átt þó ennþá sömu góou vinina“. Delia sagði mjer nú, að Pottery skipstjóri hefði lofað sjer að flytja sig til Brest í Frakklandi, þar sem ætt hennar mundi geta skotið yfir hana skjólshúsi, þar til borgarastyrjöldinni lyki í Bretlandi. Þessu var jeg algerlega sammála, því í Englandi var þessá stundina allt of hættulegt að dveljast fyrir unga, fallega stúlku. Meðan við sátum þarna og töluðum saman, heyrðum við allt í einu gleðióp neðan frá ströndinni. 1 leit sinni að líki Á LEIÐ TIL BRÚÐKAUPSINS. — Stoppaðu, stoppaðu, ]iað fást lundar hjá slátraranum í dag. ★ — Afi, sagði lítil stúlka, jeg var frammi í eldhúsi áðan ogj þá sá jeg nokkuð hlaupa eftir gólfinu, sem ekki hafði fætur. Hvað heldurðu að það hafi verið? — Það veit jeg ekki, svaraði afinn. — Það var vatn, afi. if — Hvað sagði pabbi þinn, þegar hann sá að pípan hans var brotin? — Á jeg að sleppa .blótsyrð- unum manna? — Já, auðvitað. — Þá held jeg að hann hafi bara alls ekkert sagt. ★ _Undirforinginn: — Fyrsta skylda hermannsins er að hlíða, munið það. Ef jeg skipa ykkur að stökkva út um glugga á tí- undu hæð, verðið þið að hlíða, en auðvitað hafið þið altaf eftir á leyfi til þess að klaga mig fyrir kafteininum. ★ Móðirin: — Hvers vegna slóstu litlu systur þína? — Við voj-um að leika Adam og Evu og í stað þess að freista mín með eplinu, át hún það sjálf.. ★ Lítil stúlka var að lýsa því, þegar hún fór í fyrsta sinn í lyftu, —: Fyrst fórum við inn í lítið herbergi, sagði hún, en svo kom stiginn uppi niður. — Hundurinn yðar beit mig í annan fótinn. — Nú hvað um það, þjer get- ið þó alls ekki búist við að hann fari að bíta yður í nefið. Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna rerept og gerum við gler- augu. • Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H.F. Austurstræti 20. 1/1/ja^núi j/Jliorlaciuó hæstarjettarlögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.