Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1947, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. des. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 15 Fjelagslíf Skemtifundur verður í Breiðfirðingabúð VWlyl n.k. sunnudag kl. 9 e.h. — \\jjy Meðal skemtiatriða verður einleikur á haormoniku (Einar Sigvaldason) og Brynjólfur Jóhannesson, leikari, skemtir. DANS. I.R.-ingar, fjölmenniS. FRAM — ÍR — VlKlNGUR Handknattleiksflokkar fjelaganna halda sameiginlegt kveðjusamsæti fyr ir Henning Isachsen, þjálfara, í Breið firðabúð í kvöld kl. 9. Mætið öll! Handhnattleiksnefndirnar. Ljósálfar! Æætið í skátaheimilinu föstu dag 12. des. kl. 6*4- BarSstrendingsfjelags-konur Saumafundur verður í Aðalstræti 12, föstudagskvöldið 12. des., kl. 814 Fjölmennið. Nefndin. Farfuglar! Munið skemtifundinn í Breiðfirðingabúð í kvöld hefst með fjelagsvist kl. 8,30, endar með dansi kl. ?. Mætið stundvíslega til að missa ekki af verðlaunasamkeppninni í vist inni. Stjórnin. I. Q G. T. VERÐANDl Kvöldvaka í kvöld kl. 8,30 í G.T. hsúinu. 1. Spiluð verður- fjelagsvist. Verðlaun veitt. 2. Fræðsluerindi: Þor steinn J. Sigurðsson. 3. Dans. Allir templarar og gestir eru velkomnir. Miðar afhentir eftir kl. 7 i G.T.-hús inu. Fjölmennið stundvíslega. Fjelaganefndin. Þingstúka Reyskjavikur lieldur fund í kvöld kl. 8,30 (föstu- dag) að Frlkirkjuvegi 11. Stigveiting Erindi: Halldór Kristjánsson fró Kirkjubóli. önnur mál. Templarar fjölsækið stundvíslega. Vinna Tökum jólahreingerningar. Pantið í tíma. Vanir menn Árni og Þorsteinn, simi 7768. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Simi 5571. GuSni Björnsson. RÆSTINGASTÖÐIN. okkur hreingerningar. Ktistjin og Pjetur. Tökum að Sími 5113 ►OS o&aabóh Tilkynning GuSspekifjelagiS. Rej'kjavikurstúkufundur verður kvöld. Hefst hann kl. 8,30. Sr. Jakob Kristinsson talar. Flutt verða kvæði og einsöngur sunginn. Gestir eru vel- komnir. ' MINNINGARSPJÖLD Vinnuheimilssjóðs S.l.B.S. fást á eftirtöldum stöðum: Plljóðfæra verslun Sigríðar Helgadóttur, Bóka- verslun Finns Einarssonar, Bókaversl un KRON, Garðastræti 2, Bókverslun Máls og Menningar, Laugaveg 19, skrifstofu S.I.B.S., Hverfisgötu 78, Bókaverslun Lauganess og Verslun Þorvaldar Bjarnasonar, Strandgötu 41, Hafnarfirði. Tapað Sl. miðvikudag tapaðist stál-kven- nrmbandsúr, á leiðinni Framnesveg, Túngötu. Finnandi geri vinsamlegast aðvart í sima 7640. Fundarlaun, 346. dagur ársins. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavík ur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyf- ill. sími 6633. I.O.O.F.l=12912128ya=E.K. Nafnskírteinin. I dag verða nafnskírteini afgreidd til þeirra er heita nöfnum, sem byrja á K. — Afhendingin fer eins og áður fram í Amtmannsstíg 1. Vetrarhjálpin. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Banka stræti 7, sími 2488. Þar er tek- ið á móti peningagjöfum og öðru framlagi til starfsemi hennar. Skrifstofan er opin kl. 10—12 og 2—6. — Styðjið og styrkið vetrarhjálpina. Blindravinafjelagi íslands var nýlega afhent höfðingleg gjöf, kr. 2.000.00, tvö þúsund kr., frá þremur systkinum, til minningar um fórnfúsa for- eldra. Aðrar gjafir, sem fjelag inu hafa borizt nýlega: Frá H. Þ. kr. 300,00, I. S. kr. 100,00, áheit frá R. L. 50,00, H. S. kr. 25.00, gamalt áheit kr. 50,00, áheit frá K. H. 50.00. Gjafir þessar renna í Blindra heimilissjóðinn og biður for- maður fjelagsins blaðið að færa gefendunum innilegustu þakk- Freyr, búnaðarblað, 23.'—24. tbl. 42. árg., hefir borist Mbl. Efni er m. a.: Jól, eftir Fr. Frið riksson, Uppblástur, sandfok og beitarþol landsins, eftir Gunnl. Kristmundsson, „Bændabýlin þekku .... “ eftir Aðalbjörgu Sigurðardót.tur, í heimsókn hjá gömlum bónda, eftir Sig. Kristj ánsson, Heima er best, eftir Hug rúnu, SÍS á landbúnaðarsýn- ingunni, eftir Agnar Tryggva- son, Skýrsla Landsbanka ís- lands, Annáll o. fl. Eining, 12. tbl., 5. árg., hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: Ljósið skín í myrkrinu, eftir sjera Kristinn Stefánsson, Rub en Wagnsson, eftir Brynjólf Tóbíasson, Sigurmáttur hugsjón anna, eftir prófessor Richard Beck, Ölmálið á Alþingi, Ferða- saga, eftir Pjetur Sigurðsson, Alþjóðabankinn, Þrá mannkyns ins, eftir P. S., Vísindin ná- lægja oss Guði, eftir Albert E. Wiggam, Ævintýri Collins o.fl. Sjálfstæðisfjelögin í Hafnar firði halda eitt af sínum vin- sælu spilakvöldum í kvöld og verða verðlaun veitt. í hljeinu verða m. a. sýndar kvikmynd- ir úr Hafnarfirði og frá Heklu. Til hjónanna sem brann hjá í Camp Knox: Hulda 25.00, S. B. 50.00. Til hjónanna sem brann hjá við Háteigsveg: Hulda 25.00, S. B. 50.00, ónefnd 25.00. Skipafrjettir. — (Eimskip): Brúarfoss kom til London 6/12. frá Fáskrúðsfirði. Lagarfoss kom til Rvíkur 9/12 frá Gauta- bor^. Selfoss er í Rvík. Fjall- foss fer frá Rvík 11/12. til Siglufjarðar. Reykjafoss fór frá Siglufirði 8/12. til Gautaborgar. Salnion Knot er í New York, lestar 12/12. til Rvíkur. True Knot er á Patreksfirði á leið frá Rvík til Siglufjarðar. Knob Knot fór frá New York 5/12. til Rvíkur. Linda er í Halifax. Lynaa fer frá Rvík 11/12 til Antwerpen. Horsa fer frá Rvík 11/12. til Vestfjarða, lestar frosinn fisk. Farö fór frá Ant- werpen 9/12. til Leith. ÚTVARPIÐ í DAG: 12,10.—13,15 Hádegisútvarp. 15,30—-16,30 Miðdegisútvarp. 18,30 íslenskukensla. 19,00 Þýskukensla. 19,25 Þingfrjettir. 20,00 Frjettir. 20,30. Útvarpssagan. 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 13 í C-dúr eftir Mozart. 21,15 Ljóðaþáttur (Andrjes Björnsson). 21,35. Tónleikar (plötur). 21,40 Tónlistarþáttur (Jón Þór- armsson). 22,05 Symfóníutónleikar (plöt- ur): Tónverk eftir Brahms: a) Háskólaforleikurinn. b) S.ymfónía nr. 2, D-dúr, Op. 73. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Kaup-Sala Vil kaupa tvísettan klœ'Saskáp, vel útlítandi. Upplýsingar í síma 5109. NÝ KÁPA tvöföld nr. 44, skór nr. 38 án miða, til sölu á Hraunteig 10. Minningarspjöld barnaspítalasjóös Hringsins eru afgreidd í Verslun Augústu Svendsen, Aðalstræti 12 og Bókabúð Austurbæjar. Sími 4258. Kaupi gull hæsta verði. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Bókagerðin Lilja Sára Gefur út 11 bækur í ár. FIMM ÁR eru liðin síðan Bóka- gerðin Lilja var stofnuð, en sú bókagerð var meðal annars stofn- uð með það fyrir augum að gefa út bækur trúarlegs eðlis. Fyrsta árið gaf Lilja út 3 bækur, en ails hafa komið út 30 bækur á vegum Lilju þessi fimm ár, 11 þeirra koma út á þessu ári. Meðal bóka, sem gefnar eru út á þessu ári eru Sölvi, skáldsaga síra Friðriks Friðdikssonar. „Hetjur á dauðastund“, eftir norska fangelsisprestinn Dagfinn Hauge, sem var prestur í Akers hus-fangelsi í styrjöldinni og lýs ir síðustu stundum nokkurra dauðadæmdra fanga. — Ástríður Sigursteinsdóttir þýddi. „Frá Tokyo til Moskva“, eftir Ólaf Ólafsson, kristniboða, eru ferðasögur austan úr Asíu, eftir þenna langförla mann, sem er löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín og fyrirlestra. „Guð og menn“, eftir C. S. Lewes, bókmenntafræðing við Ox ford-háskóla, er rit trúarlegs eðl- is. Andrjes Björnsson þýddi. „Drengurinn frá Galileu", eftir Annie Fellows Johnston, er saga um dreng í Gyðingalandi á dög- um Krists, sem verður sjónarvott ur að ýmsu því, sem guðspjöllin greina frá. Bókin er ætluð ungl- ingum fyrst og fremst. Erlendur Sigurmundsson þýddi. „Hanna og Lindarhöll“, eftir Trolli Neutzsky Wulf, í þýðingu Gunnars Sigurjónssonar, er einn- ig ætluð unglingum og fjallar um munaðarlausa stúlku. „Litli sægarpurinn“, eftir Einar Schroll er drengjabók. Gunnar Sigurjónsson þýddi. Flemming-bækurnar eru orðn- ar kunnar hjer á landi, en höf- undur þeirra er Gunnar Jörten- sen. — Flemming og Kvikk“ heitir nýjasta bókin í þessum söguflokki. Þá hefur Lilja gefið út Biblíu- myndabækur, með biblíusögum og er gert ráð fyrir að börn og unglingar liti sjálf myndirnar í þessum bókum. Bretar eyða láninu Washington. — Fjármálaráðu- neyti Bandaríkjanna hefur til- kynnt, að síðan Brctar fengu eft- irstöðvar lánsins á mánudaginn hafi 100 milljón dollarar verið teknir út. Eru þá 300 milljónir eftir. HÚSFREYJAK í NORÐURHLIÐ fekur völdin Steingerður Ný skáldsagt eftir Elinborgu Lárusdóttur. Þeir fjölmörgu lesendur, sem nutu sögunnar um Símon í Norðurhlíð, hugsjónamanninn, sem viltist á vettvangi dagsins inn í ríki draumóra og ó- minnis, munu fagna þess- ari sögu um hina stoltu og viljaföstu húsfreyju í Norðurhhð. Steingerður tekur upp hanskann fyrir húsbónda sinn og hefnir hans á þann eina hátt sem göfugri konu sæmir. Og með óbil- andi dugnaði og hörku tekur hxin upp baráttuna fyrir lifi sínu og sonar síns. Steingerður er sterk kona, róleg og köld að ytra útliti, en heit ög fórnfús í huga. Það gleymir enginn þessari einheittu, raunsæu konu, sem þrátt fyrir fátækt og einstæðingsskap megnar að gera hina ótrúlegustu drauma að veruleika. Sfeingeröur er ein viðamesfa íslenska arsms. Ekkjan KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, andaðist að heimili sínu, Melshúsum á Akranesi, mið- vikudaginn 10. desember. Börn og tengdabörn. Jarðarför ekkjunnar KRISTlNAR HALLSDÓTTUR fer fram laugardaginn 13. des. frá Þjóðkirkjunni og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Linnetsstig 6 Hafnarfirði, kl. 1,30- Þorvarður Þorvarðarson. Innilegt þakklæti til allra fjær og nær fyrir okkur auðsýnda samúð við andlát og jarðaríör konunnar minn ar og móður MARlU ÖGMUNDSDÓTTUR frá Fellsenda, Dalásýslu. Benedikt Jónssort, IJildiþór Kr. Ölafsson■ Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, SIGRlÐAR G. GOTTSKÁLKSDÓTTUR Rauðarárstíg 42. Oddur, Benedikt og Gunnar Geirssynir. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móð ur okkar og tengdamóður SESSELJU MAGNUSDÓTTUR. Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður okkar JÓNS SIGURÐSSONAR, hónda, Frakkastíg 22. HólmfríÖur Jónsdóltir, Rósa J. Bárðdal. ■J955S5! 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.