Morgunblaðið - 03.01.1948, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. janúar 1948
J
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið 75 aura með Lesbók.
Verðlag og vísitala
lækkar
RÁÐSTAFANIR ríkisstjórnarinnar til stöðvunar á verðbólg-
unni og lækkunar á dýrtíðinni hafa nú verið auglýstar fyrir
alþjóð manna. Á þeim vörum, sem áhrif hafa á vísitöluna,
hefur verðið verið lækkað það mikið, að vísitalan, er var
328 stig, mun lækka niður fyrir 320 stig.
Auk þess kemur svo lækkun á húsaleigunni um 10% o.fl:
Á öðrum stað hjer í blaðinu í dag, er gerð grein fyrir því,
hve mikið verðið hefur verið lækkað á landbúnaðarafurð-
unum. En kjöt hefur lækkað um nálega 1 krónu kílóið. Mjólk
um 6 aura á lítra, ostur um kr. 1,25, sú tegundin, sem mest
er notuð, egg um krónu kílóið og þar fram eftir götum. Svo
íramleiðendur landbúnaðarafurða hafa tekið á sig sinn skerf,
til þess að spyrna fæti við áframhaldandi verðbólgu, sem
allt myndi gleypa, kaup manna og atvinnuna, ef hún fengi
að halda áfram.
Kommúnistar gerðu sjer vonir um, að hinn nýi söluskattur
myndi hækka verðlagið á ýmsum vörum, og með honum
myndi, eftirlæti þeirra, dýrtíðin aukast. En svo verður ekki
Því álagningin á vörumar hefur verið lækkuð, að því skapi.
Þó söluskatturinn leggist á, verður útsöluverðið á vörunum
ekki hærra en það var áður.
Þetta eru þá staðreyndirnar, sem fyrir liggja, og eru í hinu
mesta ósamræmi við fullyrðingar Brynjólfs Bjarnasonar á
þingi um daginn. Þar fullyrti hann, að ráðstafanir ríkisstjórn
arinnar myndu verða til þess, að dýrtíðarvísitalan hækkaði
upp í 350 stig. Hún sem sje lækkar niður fyrir 320 stig.
Nú er það þjóðarinnar að skera úr því, hver stefnan sje
heillavænlegri, að láta verðbólguna halda áfram, eins og
kommúnistar vilja, eða stuðla að því að áform ríkisstjórnar-
innar fái að koma að gagni Dýrtíðinni verði haldið í skefj-
um þar sem hún nú er, og þannig lagður grundvöllur að
þjóðarhagsæld í framtíðinni.
Trúlegt væri, að engir aðrir en þeir, sem fylla hinn fjar-
stýrða flokk kommúnista, muni hafa hug á því, að fórna vel-
terð þjóðarinnar á altari verðbólgunnar.
Ólætin á gamlárskvöld
ÓLÆTIN á götum Miðbæjarins á gamlárskvöld, voru með
þeim hætti, að til vansa er fyrir bæjarbúa. Svo skefjalaus
voru þau og lýstu ótvíræðri skemmdarfýsn og skrilsæði.
Sem betur fer, voru það ekki nema tiltölulega fáir, sem
beinan þátt tóku í ólátum þessum. En þeir margfallt fleiri,
sem af forvitni hópuðust utanum skemmdarseggina. — Er
talið, að alls hafi verið á ferli í Miðbænum um 1000 manns.
En sá mannfjöldi var nægilega mikill til þess, að þeir, sem
höfðu vítaverð ólæti í frammi, gátu skýlt sjer í þeim fjölda,
svo lögreglan gat síður haft hendur í hári þeirra. Þeir, sem
fylgdust best með ólátunum fullyrða, að óróaseggirnir hafi
flestir verið innan við tvítugt. Drengir, sem nýlega eru
sloppnir úr skólum bæjarins, og bera uppeldisáhrifunum ó-
skemmtilega vitni.
Þó ólætin væru með illkynjaðasta móti, þá var fjarri því,
að lögregluliðið hefði ekki vald yfir götulýð þessum í aðai-
atriðum og hefði á hvaða stund sem var, getað rutt göturn-
ar, ef þörf hefði þótt á því að beita slíkri harðleikni. En hún
hefði með því móti á óverðskuldaðan hátt komið óþægi-
lega við saklausa borgara. — Var það ráð því ekki tekið,
enda óhæfilegt, nema ótvíræð nauðsyn bæri til.
Lærdómurinn af þessu gamlárskvöldi verður sá: Að
sporna verður gegn því með öllum ráðum, að óhlutvandir
ærslabelgir geti útbúið sjer hættulegar sprengjur, eins og
þær, sem notaðar voru á götunum þetta kvöld og hefðu getað
valdið meira tjóni og slysum en urðu að þessu sinni, m.a.
ineð því að banna sölu á sprengiefni þvi, sem í þessi skemmd-
artól eru notuð.
1 Eins ættu bæjarbúar að hafa það ennþá meira á bak við
eyrað, en hingað til, að stilla svo forvitni sinni í hóf, að þeir
f jölmenntu ekki sem áhorfendur að göíuóspektum og torvelai
á þann hátt nauðsynleg störf lögreglunnar.
DAGLEGA
LÍFINU
Smánarleg skrílslæti.
ÞAÐ ER ^nú komið svo að
það er lífshætta fyrir borgara
þessa bæjar að koma út fyrir
hússins dyr á gamlárskvöld og
jafnvel inni í húsum eru menn
ekki óhultir fyrir skríl, sem
veður um bæinn með skemd-
aræði á þessu síðasta kvöldi
ársins.
Skrílslætin á gamlárskvöld
að bessu sinni voru svo alvar-
leg, að yfirvöldin verða að
taka í taumana og gera ráðstaf
anir sem duga til þess að koma
í veg fyrir að þau endurtaki
sig.
Það er óþarfi að rekja hvað
skeði hjer á gamlárskvöld. Það
e'r gert í frjettum blaðsins. En
um það mun allur þorri borg-
ara þesas bæjar sammála að
það hafi verið smánarleg skríls
læti, sem ekki sje hægt að
þola í siðuðu þjóðfjelagi.
•
Lífshætta á almannafæri.
ÞAÐ HEFIR löngum verið
siður að menn lyftu sjer upp,
sem kallað er, á gamlárskvöld
og oft hefir verið allmikill
galsi í mönnum og enda siður
að fyrirgefa, þótt fólki hafi orð
ið á að gefa sjer lausan taum-
inn á gamlárskvöld.
En því má ekki gleyma, að
gamlárskvöld er hátíð og það
er mikill fjöldi bæjarbúa, sem
vill fá að vera í friði þetta
kvöld. eins og á öðrum hátíð-
um. —
Áður fyr var það siður, að
bæjarbúar söfnuðust saman á
götunum og allir voru glaðir og
kátir. Á miðnætti var venja
að fara niður að höfn og hlusta
á eimflautur skipanna og sjá
er skptið var rakettum frá skip
unum. Þótti þetta góð skemt-
un og eftirminnileg. — En nú
er bað lífshætta að koma út
á göturnar.
•
Örfáir ofbeldisseggir.
ÞAÐ SANNAST hjer, að
ekki þarf meira en einn gikk-
inn í hverja veiðistöð. Það eru
ekki nema tiltölulega fáir of-
beldisseggir, sem að skemdar-
verkunum standa, en mann-
fjöldinn eltir og þessvegna lít-
ur betta ver út, en það er í
raun og veru.
Það er nærri ógerningur, að
hafa hendur í hári skemdar-
verkamannanna, en hitt hlýtur
að vera hægt að gera með góð-
um undirbúningi, að dreifa
mannfjölda, sem safnast sam-
an og það á lögreglan að gera
miskunnarlaust.
•
Mikil verðmæti í
súginn.
ÞAÐ ERU ekki svo lítil verð
mæti, sem fara í súginn á
kvöldi. eins og síðasta gaml-
ársdag. Margir komu heim
með rifna brók, brenda yfir-
höfn, höfuðfatslausir og illa til
fara. Nú á þessum skömmt-
unartímum er ekki auðvelt að
bæta það tjón.
Rúðugler er lítt fáanlegt, eða
ófáanlegt og verður ekki gott
að bæta úr tjóni vegna rúðu-
brota, bæði að Hótel Borg og
víðar.
Þá er ótalið það tjón, sem
þeir urðu fyrir er hlutu meiðsl,
brendust af sprengjum. Sum
ir munu bera ör eftir þann
hrottaleik alla sína ævi.
•
Öfund og illgirni.
ÞAÐ HEFIR verið föst venja
undanfarin ár, að skríll hefir
safnast saman við Hótel Borg
á gamlárskvöld, en þar er jafn
an haldinn dansleikur. Skríll-
inn hefir til þessa látið sjer
nægja, að reyna að hrekkja
fólkið, sem hefir verið að koma
á dansleikinn. Æpa að því.
kasta sprengjum og reyna að
velta .bílum.
En. í þetta sinn var gengið feti
lengra og ráðist að veitinga-
sölunum með sprengjukasti.
Það var með öðrum orðum
framið húsbrot. Glæpur fram-
in, sem þung hegning liggur
við að landslögum.
Slíkt má aldrei koma fyrir
aftur og það er krafa borgar-
anna, að lögreglan noti þau
tæki, sem hún býr yfir. til að
tryggja öryggi bæjarbúa, jafnt
á þppsum síðasta degi ársins,
sem öðrum.
•
Sitt hvað skemmtun
eða skemmdarverk.
ÞAÐ ER samt ekki nóg að
banna eingöngu. Það mætti sjá
almeningi fyrir einhverri ára-
mótaskemmtun. Ef til vúl
væri hægt að gera einhverjar
þær ráðstafanir, sem duga til
þess að koma í veg fyrir skríls
lætin.
Það mætti til dæmis hafa álfa
dans og brennu á íþróttaveilin-
um á gamlárskvöld, bar sem
skotið væri flugeldum, iúðra-
sveit ljeki og svo framvegis.
Það er sitthvað skemtun eða'
skemdarverk.
En eitthvað verður að gera.
Það. sem skeði hjer á gamiárs
kvöld, má aldrei endurtaka
sig.
•
Ekki var það áícngið.
NÚ VÆRI það ef til vill
skilianlegt, að æði gripi raenn
og mannfjölda, sem væri viti
sínu fjær af áfengi. En lög-
regluþjónn, sem fylgdist vel
með atburðunum á gamlárs-
kvöld fullyrðir við mig, að það
hafi ekki verið ölvaðir menn,
sem að ólætunum stóðu. Mt st
voru það unglingsstrákar á
gelgiuskeiði. Og að þessu sinni
var alls ekki óvenjulega mikil
ölvun á almannafæri.
Misheppnuð súpa.
ÞEIR ERU margir útvarps-
hlustendur, sem voru gramir
er beir hlustuðu á dagsskrána
ó g.amlárskvöld. Það vav súpa,
sem mishepnaðist algjörlóga.
Það var blandað saman há-
tíðlegu efni og gríni á ósrnekk-
legan hátt og auglýsingavað-
allinn var alveg óþolandi.
Hvrrsvegna gengur Ríkís-
útvarpið ekki á undan með
góðu eftirdæmi og hefir góða
hátíðlega dagsskrá síðustu
stundir ársins, sem er að
kve.ðja?
Það er hægt að byrja ólæt-
in o.g gargið eftir .miðnætti
þegar mesti hátíðablærinn er
farinn að heimilunum. Það er
nefnilega svo enn, að á fjölda
mörgum heimilum í landinu
er gamlárskvöld hátíðlegasta
stund ársins. Og það er góður
siður, sem vonandi leggst eki:i
niður.
MEÐAL ANNÁrL ORÐÁ . . . . J
------j Eftir G. /. A. |-—-—----- -----
Sumir fenp ekkerf nema skrámur
EINHVERN heyrði jeg segja
það í gær, að sjálfsagt hefði
enginn verið ófullur hjer á
gamlárskvöld nema börn og
gamalmenni. Þetta er varla
með öllu rjett, en sannleikur er
það þó, að sjaldan hafa víst
fleiri verið við skál í Reykja-
vík en einmitt þetta kvöld.
„Stemningin" á skemtistöð-
unum mun þó hafa verið góð,
að minsta kosti framan af. All-
ir voru prúðbúnir á böllunum,
og margar stúlkurnar skreyttu
sig í fyrsta skifti eftir nýju
tískunni.
* •
SÖNGUR.
„Nú árið er líðið í aldanna
skaut“ var sungið klukkan tólf
eins og vera bar. í háskólanum
höfðu menn jafnvel verið svo
forsjálir að láta prenta kvæðið
allt, svo gestirnir gátu hver
einn og einasti kinnroðalaust
tekið undir, án þess að tönglast
sí og æ á fyrstu vísunni, en
meira kunna víst fæstir.
e •
KOSSAR.
Kossarnir voru ótalmargir
þessa stundina. Það virðist vera
orðin nokkurs konar hefð að
kyssa allt og alla á slaginu tólf,
og þótt ekkert sje við þessu að
fárast í raun og veru, hefir
heyrst um nokkur handalög-
mál. sem upptök sín áttu í gaml
árskvöldskossunum.
En þetta kvöld og nóttin með
var bó allt annað en saklaus
skemtun fyrir suma borgara
þessa bæjar. Á öðrum stað hjer
í blaðinu er skýrt frá því, hvað
skeður þegar skrílsæðið grípur
menn cg skemdar og fólsku-
fýsnin kemur upp í þeim.
• •
SLYS.
Og bifreiðaslys urðu þessa
nótt eins og aðrar nætur. Inni
í Langholti þeyttist bifreið
lan"a leið út af veginum og
gjöreyðilagðist. Menn, sen
komu þarna fyrstir að, fundu
meðvitundarlausan mann í bíln
um. Hann var alblóðugur og
klemdur fastur. Tilraunir til
að losa hann reyndust árangurs
lausar, þar til tekist hafði að
ná saman nógu mörgu fólki til
að reisa bifreiðina við. Lög-
reglumenn, sem komu þarna á'
vettvang með sjúkrabörur,
sögðu, að oft hefðu þeir sjeð
illa útleikna bíla, en aldrei
eins slæma og þennan. Það má
heita að enginn hlutur sje heill
í honum.
• o
SKRÁMUR.
Gamlárskvöld var þannig alt
annað en. skemtikvöld fyrir
suma bæjarmenn. Og enda þótt
þeir hafi sjálfsagt skemt sjer
vel, sem bröltu heim til sín
snemma á fimtudagsmorguninn
1948. voru þeir þó margir, sem
ekkert höfðu upp úr krafsinu
nema skrámur og önnur