Morgunblaðið - 14.01.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 14.01.1948, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. janúar 1943 Útp.: H.f. Ár/akur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árr_. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Finsk reynsla RITARI finnska jafnaðarmannaflokksins, Leskinen, hóf fyr- irlestrarferð um Svíþjóð nú eftir áramótin. Hann hefur skýrt frá, hvernig finnskir jafnaðarmenn hafa komið í veg fyrir að eins færi fyrir Finnum, eins og þeim nágrannaþjóðum ein- ræðisríkisins, þar sem kommúnistar hafa náð öllum völdum i sínar hendur. Hann segir m.a. eftir því sem Svenska Dagbladet hermir: Kommúnistum hefur mistekist að ná völdum í verkalýðs- sambandinu finnska. Þeim var það ljóst, að með því, að ná völdunum í þeim fjelagsskap, voru mestar líkur til þess að þeir kynnu að geta gripið til óþingræðislegra aðgerða, ef þeim byði svo við að horfa. Við tilraunir sinar til valdatöku í verkalýðssambandinu neyttu kommúnistar allra bragða. Þeir reyndu að koma fram kosningasvikum í stórum stíl. 1 Tammarfors gripu þeir ti' hkamlegs ofbeldis, er þeir gátu ekki á annan hátt komið í veg fyrir, að jafnaðarmenn fengju að flytja þar ræður. I Aabo sendu þeir kommúnista, sem eru í þjónustu ríkis- lögreglunnar heim til jafnaðarmannaforingja, til þess að hræða hann, með hótunum um það, sem myndi gerast, þann dag sem jafnaðarmenn tækju við völdum í Finnlandi. I þeim verkalýðsf jelögum, sem kommúnistar náðu völdum var komið á hinum strangasta einræðisaga og skoðanakúgun. Voru jafnaðarmenn ófsóttir, með margskonar hætti, og jafn- vel hent út af fundum með handafli. I ársbyrjun 1947 urðu straumhvörf í afstöðu almennings til kommúnistanna. Þá sáu allir að kommúnistarnir meintu ekki annað með lýðræðistali sínu, en að þeir einir ættu að hafa frjálsræði til að gera það sem þeim sýndist. Nafnið lýðræði var í þeirra munni ekki annað en skálkaskjól, sem þeir reyndu að nota sjer, til þess að dylja fyrri og núverandi stefnu sína og starfsaðferðir. En allt er það hið sama og upp- runalega. Að koma fram málum sinum, með einræði og of- beldisverkum. En það má segja flokki mínum til hróss, sagði Leskinen, að hann hefur aldrei keypt sjer frið við kommúnista með því að víkja frá rjettum lýðræðisreglum og frelsishugsjónum, eins og þeim er lifa í hugum norrænna þjóða. Engu er líkara en ritstjóri Þjóðviljans, sá er kvartaði yfir því um áramótin, að hann hefði á árinu sem leið verið of „miskunnsamur‘‘, hafi haft veður af þeim starfsaðferðum, sem flokksbræður hans hafa viðhaft í Finnlandi. Og hann hugsi sjer • að reyna þau brögð, sem kommúnistar hafa reynt með Finnum. En það mega kommúnistar vita, að þegai þeir taka upp þær ofbeldisaðferðir, sem Leskinen lýsir, þá úti um allt fylgi þeirra hjer. Reykjavík og sveitirnar RITSTJÓRI Tímans segir í gær, að fólk hafi flúið sveitirnar og sest að hjer í Reykjavík m.a. vegna þess að hjer sje meire brask og óhagstæðari viðskipti, en annarsstaðar á landinu Eftir venjulegum skilningi, ætti óhagstæð verslun, að verð<* til þess, að fæla menn frá þeim stöðum. Enda munu vera þesr dæmi, að einmitt þær orsakir hafi átt sinn þátt í því að fóll hefur flúið sumar sveitir. Fólk, sem flutt hefur hingað til Reykjavíkur á undan fömum árum kallar Tíminn ,,útkjálkalýð“ og ,,eyjafífl“. Ei hann má vera einn um þá nafngift. Sjálfstæðismenn lít. hinsvegar svo á, að meginhlutinn af því fólki, sem hinga hefur flutt á undanförnum árum, sje fólk, sem á engin bjána leg uppnefni skilið og brottflutningur þeirra úr sveitunur hafi stafað af því að menn hafi sjeð sjer þann kostinn væns an, að hverfa þaðan. Þá hefur Tíminn í gær komist að þeirri vísindalegu niðu, stöðu að dælur Hitaveitunnar á Reykjum „rífi upp ýms efr. sem myndi hrúður í pípunum". 1 Vísi stóð nýlega að í pí. unum myndist mosi, sem verði að sementi þegar hai þorni(!) Vísindamennskan hjá báðum bendir á mikinn an legan skyldleika. \Jibverjl óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Kvartað yfir hirðuleysi. ÞAÐ ER alkunna, að við ís- lendingar erum hinir mestu skussar við að svara sendibrjef um. Það þarf ekki að koma svo mikið að sök hjer innan- lands, eða milli kunningja og vina. Þá er það einkamál, en öðru máli er að gegna í við- skiftum við útlönd. Gamlar verslunarþjóðir eru mjög ná- kvæmar í þessum efnum og er skrifað er til viðskiftavinar er ætlast til að hann svari, þótt ekki sje nema til að staðfesta móttöku brjefs. Breskur maður, sem dvalið hefir hjer á landi lengi og hefir oft sýnt vinarhug sinn í garð okkar, skrifar mjer alllangt brjef, sem við höfum gott af að lesa og þýði jeg það því í heild. Höfundur brjefsins er Jam- es Whittaker og brjef hans er á þessa leið: e Vingjarnleg ábending. „JEG ÆTTI ekki að þurfa að skýra það nánar, að jeg er vinur íslands. Skrif mín, út- varpsstarfsemi og annað ætti að sanna það svo öllum sje ljóst. Jeg skrifa því þetta aðfinnslu- brjef með vinarhug og í þeirri von, að það verði öllum aðilum er hlut eiga að máli til góðs. ísland á það sameiginlegt með -mörgum öðrum löndum — sem eru miklu stærri en Is- land — að það á í fjárhags- legum erfiðleikum eins og stendur. Hjer í Bretlandi skiljum við þetta ástand manna best. því það leiddi af framlagi okkar og fórnum í styrjöldinni, að við eigum við mjög mikla erfið- leika að stríða. • Erfitt að eiga við- skifti við íslend- inga. — „FJÁRHAGSÁSTANDIÐ á Islandi síðastl. ár, afturköllun innflutningsleyfa og hömlur á yfirfærslu gjaldeyris, hafa bæði ruglað bresk fyrirtæki og valdið því, að það er næstum ómögulegt að eiga eðlileg við- skifti við íslendinga. En jeg leyfi mjer að halda því fram, að oft hefði verið hægt að firra vandræðum og koma í veg fryir misskilning, ef íslenskir kaupsýslumenn hefðu aðeins svarað brjefum enskra viðskiftavina. Margar fyrir- spurnir. „VÍÐA UM Bretlandseyjar hefi jeg orð fyrir að vera vin- ur íslands og maður, sem hef- ur áhuga fyrir íslandi. Dag eftir dag og mánuð eftir mán- uð hefir verið hringt til mín frá fyrirtækjum (sem jeg hefi annars ekkert samband við), eða skrifað til mín til þess að biðja_ um upplýsingar um ís- land. „Það eru stöðugar kvartan- ir og.ástæðan til þess, að fyrir- tækin snúa sjer til mín er oft- ast sú, að þau vilja fá að vita hvernig á því standi, að við- skiftavinir þeirra á íslandi svara ekki brjefum“. ' • Hversvegna svara þeir ekki? „HJER á dögunum var jeg staddur hjá vel þekktu og merku bresku verslunarfyrir- tæki. Þar sá jeg afrit af þrem- ur brjefum og tvö skeytaafrit, sem send hafði verið til versl- unarfyrirtækis í Reykjavík síð ustu. þrjá mánuði — það var enn beðið eftir svari við brjef unum og skeytunum. Jeg hefi oft rekist á þetta sama í viðskiftum mínum við Islendinga. Hvernig stendur á því að íslenskir kaupsýslumenn svara ekki sendibrjefum um viðskiftamál. Þögn þeirra er oft misskilin. Kaupsýslumenn hjer hugsa á þá leið, að ef til vill sjeu þessi íslensku fyrir- tæki ekki lengur til. Þau sjeu orðin gjaldþrota. Það er ekki hægt að skilja þögnina öðru- vísi en að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir. Mjer er kunn ugt um, að engin hætta er á ferðum, en hvernig eiga bresk- ir kaupsýslumenn, sem litla þekkingu hafa á Islandi og ís- lenskum málum, að skilja þetta“. • Leið til úrlausnar. AÐ LOKUM segir hr. Whitt- aker, að það sje aðeins ein leið til úrlausnar í þessu efni og þ.gð sjeu, að íslenskir kaup- sýslumenn, sem viðskifti hafa við útlönd geri sjer að reglu að svara verslunarbrjefum og skýra erfiðleika sína. Það er ábyggilegt, að brjef- ritara gengur gott eitt til með aðfinnslum sínum og ábending um og það er eins og gamalt máltæki segir: „Sá er vinur er til vamms segir“. • Þrengir að? FYRIR SKÖMMU var það haft eftir erlendu blaði, að sænskur læknir hefði með ein- föltium heilauppskurði læknað sjóðvitlausan kommúnista. Það þurfti ekki nema rjett að ljetta þunga af nokkrum taugum í kollinum á honum. Manntetrið sem var að verða brjálaður af kommúnisma, hlaut lækningu í tíma og líður nú vel. (En það er meira en sagt verður um suma hjer). Kommúnistablaðið tekur það illa upp hjá mjer að vera að segja frá þessu og skrifar eins og eitthvað þrengi að viss um taugum hjá þeim. aumingj- unum. Ætti að vera gleðifregn. ÞAÐ MÆTTI annars halda, að þegar sjúkum mönnum eru sögð þau tíðindi, að búið sje að finna upp ráð til að lækna þá, verði þeir slíkum frjettum fegnir í stað þess að reiðast. En það er eins og Halldór Kilian Laxness segir einhvers- staðar: „Mannanna börn eru merkileg .......“. i MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I i------— I +-------1 EftirG.J.Á. |—---------------------* Um atomwpn og sýklahernað Ýmsar þjóðir vinna af kappi að atomrann- sóknum — og þær verða búnar að leysa vandamálið innan ör- fárra ára. í GÆR var birt í Washing- ton skýrsla, sem flugmálanefnd Trumans forseta hefur tekið iaman, og lýtur að loftvörnum Bandaríkjanna, ýmsum vopna- eg’^idum, sem líklegt er talið ð almennt verði teknar í notk n á næstu úrum, og stefnu eirri, sem nefndin telur að andaríkjastjórn beri að taka op til að ganga sem best frá ryf?i landsins. Á öðrum stað ier í blaðinu er í frjett skýrt tillega frá niðurstöðum nefnd 'innar, en rjett þykir að fara 'arlegar út í skýrsluna hjer. •» bá sjerstaklega þann hluta onnar, sem fjallar um atom- % sýklavopn. • • AÐRAR ÞJÓÐIR „ÓMÖGULEGT er að vita fyr r víst“, segir í skýrslunni, ,,hve nær aðrar þjóðir (en Banda- ríkin) eignast atomvopn, enj ekki er nema rjett að gera ráð fyrir að þær sjeu enn sem kom ið er ekki farnar að framleiða slík vopn svo nokkru nemi. Nsfndin gerir sjer Ijóst, hversu mikil ábyrgð felst í þessari yf- irlýsingu. Hún birtir hana því aðeins sökum þess, að henni' Rannsc. • s." fnd Trumans var ar við nýjum níorðvopnum. hefur tekist að afla sjer margra gagna, sem styðja þessa skoðun hennar .... Vitað er að ýmsar þjóðir vinna af kappi að atomrannsókn um, að þær hafa nokkuð af nauðsynlegum hráefnum fyrir hendi .... og að þær hafa mönnum á að skipa, sem leyst geta hin mörgu, flóknu vanda mál, sem hjer er um að raöða. • • ÁRSLOK 1952 .... ÓHÆTT mun að gera ráð fyrir, að þjóðir þær, sem kun^a að reynast okkur óvin- veittar hafi ekki, fyrir árslok 1952, byrjað framleiðslu á atomvopnum, svo nokkru ráði nemi. En við viljum vekja at- hygli á því, að með þessu er ■íkki gengið út frá, að þessar bjóðir kunni ekki að hafa eitt hvað af atomvopnum fyrir þennan tíma. • • SÝKLAHERNAÐUR Nefnd forsetans ræðir einn- ig í skýrslu sinni möguleikana Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.