Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.01.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. janúar 1948 MÁNADA St d Ut CL ^ d' ejtir J}acle I , L U R Jlo ndo n SILFURDEPILLINN 103. dagm Sama kvöldið og hnefaleik- urinji átti að fara fram, fór Bylli að heiman klukkan rúm- lega átta. Saxon bjó sig undir það/að taka á móti honum illa til reika, hafði náð í ís og á katlinum hafði hún sjóðandi vatn í bakstra. En klukkan rúm lega níu heyrir hún fótatak Billy úti fyrir. Nú, það er svona, hugsaði hún, hann hefir sjeð sig um hönd og hætt við að berjast. Það sá heldur ekk- ert á honum, hann var alveg eins og þegar hann fór að heim- an. ,,Varð þá ekkert úr bardag- um?“ spurði hún. Hann hló. „Fólkið æpti og öskraði þeg ar jeg fór og sagði að þetta væri svik og heimtaði peninga sína aftur“. „Jæja, sama er mjer, því að jeg hefi fengið þig aftur“, sagði hún en með sjálfri sjer fann hún að nú var engin von til þess að þau mundu eignast Hazel og Hattie. ,,Jeg hefi hjerna meðferð'3 svolítjð handa þjer“, sagði hann. „Lokaðu nú augunum og rjettu íram lófann, og þegar þú opnar augun aftur þá mun þjer bregða í brún“. Hann lagði eitthvað kalt og þungt í lófa hennar, og þegar hún leit upp sá hún að þetta voru fimtán tuttugu dollara pen ingar. „Jeg sagði þjer það áður að þetta væri leikur einn“, sagði hann hlæjandi, en hún faðm- aði hann að sjer ofsalega. Þetta var enginn bardagi. Hvað held urðu að viðureignin hafi stað- ið lengi Tuttugu og sjö sekúnd ur, eða tæplega hálfa mínútu. Og hvað heldurðu að mörg högg hafi verið greidd? Aðeins eitt. Og bað var jeg. sem greiddi það högg. Nú skal ieg sýna þjer hvernig þetta gekk“. Hann setti sig í stellingar á miðju gólfi, ofurlítið álútur með hökuna niður í bringu, upphandleggina niður með hlið unum, en ’hnefana á lofti til varnar. ,,Það var gefið merki um að byria, við tókumst í hendur. Við fórum okkur hægt því að hvorugur þekkti hinn og við bjuggumst við mörgum lotum. Hvor um sig reynir að geta sjer til um bardagaaðferð hins og við snúumst þarna hvor um annan. Þannig líða seytján sek úndur — og ekkert einasta högg er greitt. En þá gaf hinn stóri Svíi færi á sjer. Það skeði í einu vetfangi, en jeg þarf langan tíma til þess að segja frá því. Jeg átti ekki von á þessu. Það var stutt á milli okkar. Vinstri hnefinn á hon- um var ekki nema svo sem fet frá kljákanum á mjer. Hann lætur eins og hann ætli að greiða mjer hægri handar högg, en jeg veit að það eru láta- læti, svo að jeg hleypi mjer í herðarnar og læst ætla að berja hann með hægri hendi. Við það brevtir hann örlítið stöðu og gefur færi á sjer brot úr sek- úndu. Þá var jeg ekki lengi að grípa tækifærið. Jeg sveifl- aði vinstri hendinni í hring til þess að komast fram hjá hægri hendi hans og jeg sveigði mig til bess að höggið skyldi verða þyngra. Og þarna hitti það hann, hjerna megin neðan á hökuna. Hann fjell eins og skot inn. Jeg gekk til sætis míns og mjer lá við að hlæja út af því hvað þetta var auðvelt. Dómarinn stóð yfir honum og taldi. Engin svipbrigði sáust á honum. Áhorfendur vissu ekki hvað úr þessu ætlaði að verða og sátu steinþegjandi. Aðstoð- armenn hans bera hann út í sitt horn og setja hann á stól- inn. En þeir verða að styðja hann svo að hann detti ekki af stólnum. Fimm mínútum seinna opnar hann augun, en hann segir ekkert. Augun eru brostin. Þeir verða að bera hann og fæturnir dragast á eft ir honum eins og pylsur. Þann- ig bera þeir hann út af svið- inu, niður ganginn og til her- bergis síns. En þá byrjuðu á- horfendur að öskra og sögðu að þetta væri svik og að þeir vildu fá peninga sína aftur. En þetta var laglega af sjer vikið — tuttugu og sjö sekúndur, eitt högg. Og fyrir þetta fjekk Billy Roberts fallegasta eykið í bæn- um til þess að gefa bestu kon- unni undir sólinni". Gamla hetjudýrkunin kom upp í Saxon þegar hún hlust- aði á þessa sögu. Maðurinn hennar var hetja, verður þess að vera fremstur í flokki her- týgiaðra manna, sem ganga á land á framandi strönd — eins og á myndinni hennar. Morguninn eftir vaknaði hann við það að hún var að kyssa vinstri hönd hans. „Hvað — hvers vegna ertu að bessu?“ spurði hann. „Jeg er að bjóða Hazel og Hattie góðan daginn með kossi“ sagði hún. Og nú 'ætla jeg að bjóða þjer góðan daginn með kossi — — — Hvar var það sem þú hittir hann? Sýndu mjer það?“ Biily gerði það — hann drap Ijettilega á hökuna á henni með hnúunum. Hún greip um hönd hans og barði henni á hökuna á sjer til þess að finna til alvörunnar. Það vildi Billy ekki. „Vertu ekki að þessu“, sagði hann. „Heldurðu að mig langi til að þú fáir bláan blett á hökuna? Jeg skal sjálfur sýna þjer þetta“. Og. svo gaf hann henni Ijett en spöggt högg á hökuna. Hún sá eldglæringar fyrir augum sjer og það var engu líkara en að eitthvað hefði brostið í höfðinu á henni. Hún varð máttlaus og sá allt eins og í þoku. En þetta var ekki nema andartak. Og nú fór hún að skilja. „Þú sveiflaðir hnefanum áð ur en þú slóst hann“, sagði hún. „Já, og jeg lagði allan þunga minn í höggið. En þetta er ekk ert. Nú skal jeg sýna þjer annað“. Hann benti henni nú á ýmsa við kvæmustu bletti líkamans. Meðal annars drap hann fingri þjettingsfast á lítinn blett á framhandlegg hennar og hún hljóðaði af sársauka. Hann þrýsti með þumalfingri beggja megin á hálsinn á henni niður við axlir. og henni fannst ætla að ljða yfir sig. „Þetta er eitt af fantabrögð um Japana“, sagði hann. Og svo sýndi hann henni nokkur önnur, þar á meðal hvernig hægt er að handleggsbrjóta hann líka tökum“. Ef maður lendir í áflogum og hinn ætlar að bíta nefið af manni, þá er aðeins ein vörn gegn því, og hún er þessi“. Hann stakk þumlfingrunum í augun á henni og þrýsti á svo að hún kenndi sárt til. „Ef hann lætur sjer ekki segjast, þá þrýstir maður fast- ar á og sprengir bæði augun úr honum, svo að hann verð- ur blindur sem leðurblaka alla sína hundstíð. En þá sleppir han nlíka tökum“. Hann hló og hallaði sjer út af. „Hvernig líst þjer á þetta. Þetta eru að vísu ekki brögð sem hnefaleikarar nota. en þó er gott að kunna þau, ef mað- ur lendir í rimmu“. „Jeg þarf að hefna mín“, sagði hún og svo ætlaði hún að sveigja á honum handlegg- inn eins og hann hafði gert á henni, en hún hafði ekki ann- að upp úr því en að hún meiddi sjálfa sig svo að hún hljóðaði. Billy hló að vanmætti hennar. Þá ætlaði hún að sýna honum í tvo heimana með japanska þrælatapinu á hálsinn, og fannst sem hún mundi brjóta neglurnar á sjer upp í kviku. Þá gaf hún honum bylmings- högg á hökuna, en það fór sem fyr, hún meiddi sjálfa sig en ekki hann. Billy öskraði af hlátri. „Haltu áfram, blessuð haltu áfram“, sagði hann. „Það er svo gaman að þessu, alveg eins og þ;i sjert að kitla mig“. „Jæja, góði minn, mjer er sama hvað þú segir“, sagði hún. „Þetta eru ekki annað en hrekkir, sem karlmenn hafa fundið upp. En jeg kann ráð til þess að gera hraustan karl- mann jafn ósjálfbjarga eins og barn. Lokaðu augunum góði. Þetta tekur ekki andartak“. Hann lokaði augunum og beið þess sem verða vildi, en þá kysti hún hann mjúkt og innilega á munninn. „Jeg gefst upp“, sagði hann himinlifandi glaður og faðmaði hana að sjer. XIV. KAFLI Þá um moguninn fór Billy og greiddi kaupverð þeirra Hazel og Hattie. Saxon fannst hann vera óþarflega lengi, en það var vegna þess hvað hún hlakkaði til að sjá hestana. Og : þegar hann kom akandi heim þá var þetta gleymt af tómum fögnuði. „Jeg varð að fá aktýgin að láni“, sagði Billy. „Rjettu mjer nú Possum og komdu svo sjálf hjerna upp í sætið hjá mjer. og þá skal jeg sýna þjer hvað hestarnir okkar duga‘. • IIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIkillllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIilH I Sl. fimtudagskvöld tapað- | I ist Eyrnalokkur i með rúbinum í á Hótel I I Borg eða fyrir utan. Vin- | i samlegast gerið aðvart í | | síma 6612. — Fundarlaun. = lllltlMillMIIIIIIM?llllll ’IMIIIIIItHMMIM fjftllMMIMMMMI Eftir ANNETTE BARLEE 17 Börnin, sem gengu þarna framhjá þegar þau fóru í skól- ann, skyldu ekkert í þessari fuglamergð, rauðu hænumar virtust allar vilja standa við stóra eikartrjeð og jafnvel kýrnar komu röltandi, til þess að sjá hvað væri á ferðinni. Að lokum kom þó maður á vettvang og rak hænurnar inn í hænsnahúsið og lokaði þær inni. Svo fór hann með' kýrnar út í haga og tjóðraði þær þar. Lilja álfamær fiaug til þeirra til að hugga þær, og sagði þeim að þær mundu geta heyrt sönginn að minnsta kosti, en tveir álfar opnuðu iítinn glugga, sem var á hænsna- húsinu, og ekki leið á löngu þar til hænumar voru aftur komnar undir eikartrjeð. Lilja var raunar hálf fegin yfir því, að kýrnar skyldu ekki standa undir trjenu, því hún óttaðist það að þær kynnu að stíga óviljandi ofan á ein- livern litlu álfanna. Strax og tunglið kom upp, sást að trjeð var fullt af álf- um, fuglum, leðurblöðkum og litiu fólki af öllum tegund- um. Það sat þarna hlið við hlið og hjelt sjer á greinunum. Þegar álfadrottningin kom akandi í vagni sínum, sem dreg- inn var af átta fiðrildum, bljesu lúðurþeytararnir í horn sin og allir stóðu upp í virðingarskyni. Drottningin var dásamlega fögur í hinum sDlúnkunýja regnbogakjól sínum, og hún flaug beint upp í trjeð og settist þar á gullhásætið sitt. Fyrsti söngurinn hjet „Velkomin drottning", og Lilja og kór af skólabörnum söng hann. Að söngnum loknum var stiginn regnbogadans og leiknir nokkrir marsar, Næst kom Hanagalssöngurinn, og Liija vonaði að nem- endur sínir yrðu sjer nú ekki til skammar og tækist að reka upp duglegt hanagal í lok söngsins. Og henni til mikillar furðu, tókst þetta ágætlega — galið kom á hárrjottum tíma og var bæði sterkt og skrækt. Lilja var auðvitað mjög hreykin af nemendum sínum og hrósaði þeim einhver ósköp, en þá játuðu þeir það, að þeir hefðu fengið hana til að gala fyrir sig. Tveir grænklæddir álfar komu næst fram á leiksviðið. Þeir sýndu margskonar töfrabrögð og tókst ágætlega upp. — Það var erfitt að vera póstur á steinaldarárunum. ★ — Það er ekki talað um neinn meira í bænum .en Jónu Jóns. — Nú, hver gerir það? — Hún sjálf. ★ ----í gær datt jeg úr 10 metra háum stiga. — Meiddirðu þig ekki? •— Nei, jeg datt úr neðsta þrepinu. ★ — Þú talar ekki um annað en brask og fjármál. Við skul- um tala um eitthvað skemti- legra. — Sjálfsagt. Úr hverju dó tengdamóir þín? ★ Er bankastjórinn inni? — Já. en hann sleppur út eftir þrjá mánuði. •— Fyrri maðurin minn var miklu skynsamari en þú. — Það getur nú varla ver- ið, iir því að hann asnaðist líka til þess að kvænast þjer. ★ Unglingspiltur kemur inn á rakarastofu. Hann er orðinn nokkuð óþolinmóður á biðinni, og s^gir við rakarann: — Hvað haldið þjer að það verði langt þangað til að hægt verður að raka mig? — Ætli það verði ekki eitt- hvað um tvö ár, svaraði rak- arinn. ★ Hann: — Yndið mitt, þú ert áreiðanlega áttunda furðuverk: veraldarsögunnar. Hún: — Með leyfi að spyrja, hverfar eru hinar sjö. ★ —1 Hvort eigum við heldur að láta dóttur okkar syngja eða spila á píanó? — Spila á píanó. — Hefirðu heyrt hana spilá á píanó? — Nei, en jeg hefi heyrt hana syngja. ★ — Jeg man ekki betur en jeg gæfi þjer 2 krónur fyrir viku síðan. Betlarinn: — Alveg rjett, en jeg fullvissa yður um það, að jeg er búinn að eyða hverjum, eyri af þvl. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.