Morgunblaðið - 15.01.1948, Síða 5

Morgunblaðið - 15.01.1948, Síða 5
Fimtudagur 15. janúar 1948 M O R G U N B L A Ð 1 Ð 5 Arnljótur Guðm undsson: Hvolveiði og síldorgöngur UPP á síðkastið hafa komið fram raddir um það, að fiskveiði og þá einkum síldveiði í Hvalfirði, geti stafað hœtta af hvalveiðistöð þeirri, sem verið er að reisa við fjörðinn og skrifar m. a. Matt- hías Þórðarson frá Móum grein um þetta í Morgunbl. 10. þ. m. Þá hafa jafnframt heyrst raddir um það, að varhugavert sje yfir- leitt að leyfa hvalveiðar hjer við land, sökum þess, að hvalurinn sje hið mesta þarfaþing til að reka síld inn í firði, og geti síld- veiði í fjörðum stafað hætta af því, að hvölum fækki. Jeg skal vera stuttorður um það, hvort hvalir reki síld inn á firði. Bjarni Sæmundsson skrif aði á sínum tíma rækilega um þetta mál (t. d. í ísafold 1903, 23. tbl.), og taldi hjer um ein- bera „ímyndun“ að ræða. Hins- vegar er augljóst, að það gagnar lítið fyrir okkur að banná hval- veiðar, meðan hvalveiði er t. d. rekin í Færeyjum, því Færeying- ar sækja bvalinn á svipuð mið og við munum gera. Matthías Þórðarson getur þess rjettilega, að örðugt sje að sameina það, að „aðrar þjóðir reki hvalveiðar í heimahöfum, en íslendingar ekki“. Rannsóknir Bjarna Sæmundssonar AKRANCS Óhreinindi frá nýju hvalvinslu- stöðinni hverfandi. Matthías Þórðarson telur í grein sinni, að við hvalveiðistöðv ar safnist ógrynni af óhreinind- um, ertberist með straumnum fram og aftur. olíubrák dreifist um yfirborð sjávarins og muni þetta óhjákvæmilega fæla síld frá því að leita inn í firðina eða dvelja'þar til langframa. Auk þess muni þessi óþverri eyði- leggja, eða a. m. k. spilla þróun og þroska laxungviðis og annara ungfisktegunda. Jeg geri ekki ráð fyrir, að M Þ. hafi kynt sjer til hlítar vinlu- aðferðir hinnar nýju hvalvinslu- stöðvar. Þær eru mjög ólkar því er tíðkaðist við gömlu hvalvinslu stöðvarnar. I vinslustöð þeirri, er verið er að byggja í Hvalfirði, verður hvalurinn nýttur að fullu, þannig að ekkert verður eftir nema límvatnið, en það er einnig hægt að hreinsa. —- Þessi stöð á því ekkert skylt vio hinar gömlu stöðvar, þar sem meir og minna af hvalnum var kastað í sjóinn. Rannsóknir Bjarna Sæmunds- sonar. Staðhæfingar M. Þ. um það, að óhreinindi í sjónum muni fæla síld og aðrar fiskitegundir úr firð inum koma ekki heim við reynslu annara manna. Þrátt fyrir það, að óhreinindi frá hvalvinslustöð- inni í Hvalíirði verði hverfandi, vil jeg taka upp greinarpart eft- ír Bjarna Sæmundsson um þetta mál (ísafold 1903, 24 tbl.): „A ferð minni um Vestfirði ’Ol kom jeg í 4 af fjörðum þeim, er hvalveiðistöðvar eru í, Alftafjörð Önundarfjörð, Dýrafjörð og Tálknaf jörð. I Alftafirði eru tvær stöðvar. Þar var besti þorskafli í júní og fram í júlí og var ekki þrotinn þegar jeg kom þángað seint í júlí, svo að jcg fekk tæki- færi til að skoða innan í nokkuð af þorski og stútungi. Maginn á þeim öllum var troðinn af hval- leifum, og svo kvað oft vera ann- ars. Síldveiði var þar og góð í júlí skamt frá annari stöðinni, og var nýbúið að sleppa 200 tn. af síld úr lási, af því ekkert var við hana gert. 1 sumar er leið var þar og aftur góður síldarafli. 1 Dýrafirði sá jeg innýfli úr þorski og skarkola nýveiddan rjett fyrir utan stöðina. Magar hvorutveggja voru fullir af hvailei: m. í alla þessa firði gengur miluð af skar- kola, einkum í Onundarfjörð og hefir þar verið aðalstöð hinna dönsku hvalveiðiskipa nú um 12 ór; svo veiða þeir og íokkuð i Tálknafirði og Alftafirði. í Dýra- firði er einnig töuverð kolaveiði. Síld gengur oft mikið inn í alla þessa firði og þorskur og ýmiss konar fiskur, einkum þyrskling- ur og koli sækja einmitt í ætið við stöðvarnar. Jafnvel hákarlinn lætur sig ekki vanta. Þetta álít jeg fulla sönnun þess, að fiskur flýi alls ekki þá firði, sem hval- veiðistöðvarnar eru í.......... Fiskar eru aft ekki nærri eins vandir að vatni og fiskimenn í- mynda sjer. Það má sjá á laxi og sliungi í mórauðum jökulám, á síld, sem leitar inn að ósunum á Blöndu, Hjeraðsvötnum og Ol- fusá í leirgruggaðan sjóinn, á upsaseiðunum, er sveima við bryggjurnar í Reykjavík, jafnó- hreinum og sjórinn er þar, og kolanum, sem grefur sig í leirinn á sjávarbotni". I sambandi við þessa frásögn Bjarna Sæmundssonar má einnig minna á síidina á "ytri og innri höfninni í Reykjavík þrátt fyrir alt það skólp, sem fellur úr hol- ræsum bæjarins. I 26. tbl. Isafoldar 1903 gerir Bjarni grein fyrir síidveiðum við Seyðisfjörð, Eskifjörð, og Eyja- fjörð árin 1837 til 1802. Þar kem- ur í 1 jós að aflabrögðin hafa verið mjö breytiieg, en hvalveiðar hjer við land virðast ekki hafa haft hin minstu áhrif á veiðarnar. I sama tbl. skýrir Bjarni Sæ- mundsson frá því, að árin 1883 og 1884 hafi fiskveiðar við ísafjarð- ardjúp algerlega brugðist, þetta voru tvo lyrstu árin, sem hvalveiðar voru stundaðar þar. Hinsvegar bregst aflinn aldrei, hvorki síld nje þorskur, á árun- um frá 1885 þar til greinin er skrifuð (1903), og voru þó þessi ár hvalvinslustöðvar á fjórum stöðum við Isafjarðardjúp. Þetta álit Bjarna Sæmundsson- ar um áhrif hvalveiða á fiski- veiðar, mun vera í fullu samræmi við athuganir erlendlra fræði- manna. I Noregi voru hvalveiðar bannaðar um skeið, sökum þess að mcnn óttuðust að sveiðar bess ar spiltu fyrir fiskveiðum. Hins- vegar haía Norðmenn fyrir löngu afnu nið bann þetta og leyft hval veiðár. M. Þ. talar um það, að umferð veiðibáta og flutningaskipa geti raskað síldveiðum. Þetta er á mis skilningi bygt hjá greinarhöf- undi. Hvaiveiðar íara frám á öðr um tíma en síldveiðár. Hvalveið- ar má ekki stunda nenia 3 :nán- uði frá landstöðvum. Þær hefjast væntanlega í maímánuði en hætta í októbermánuði. Síldarvinslustöð í Móanesi. M. Þ. telur að einungis eigi að byggja eina síldarvinsluverk- smiðju við Faxafl. og hana beri að reisa á Móan. í norðvestanverðum Kollafirði. A meðfylgjandi upp- drætti (sjá mynd) eru aðalsíld- veiðisvæðin í ár og í fyrra mörk- uð með skástrikum. Það kemur í ljós, að aðalveiðisvæðið ligg- ur kringum 7 sjómílur frá hval- vinslustöðinni, en hinsvegar eru Móar rjett við veiðisvæðið í fyrra' og svipuðu máli gegnir um Or- firisey, en þar hefir hefir einnig verið rætt um að koma upp ríld- arvinslustöð. Ef hætta væri hjer á ’ferðum, þá ætti því að vera hættuminna fyrir síldar- og fiskigöngur að byggja hvalvinslu stöð við Þyril í Hvalfirði en á Móum eða við Reykjavíkur- höfn. Frh. af bls 1. ættum, skotin til bana. Irgun Zvai Leumi, óaldarflokkurinn varaði Araba við að ræna með- linium flokksins og sagði að grimmar hefndir biðu af þeirra háifu. Barist víða í landinu Ekki er vitað hve margir hafa fallið í Palestinu í dag, en víða hefur verið barist og víst er að 4 Arabar f jellu í Tel Aviv og þai á meðal eitt fjögra ára barn Óstaðfestar fregnir herma að lt Arabar hafi fallið í dag. Gyð ingar segja að 100 Arabar haf diæpist í dag, þegar þeir reyndi að gera innrás í þorp eitt, er jarðsprengjum hafði verið kom ið í jörðu í kringum það. Brets segjast ekki geta enn þá dæm'; um gildi þessara fregnar og Ar abar neita henni algjörlega. Biíreiðaaksfur fak- markaður i Noregi NÝ reglugerð hefir verið gef- in út í Noregi um bílaakstir þar í landi. Enginn má akr einkabíl lengri leið en 25 km frá skráningarstað hans, en þf' eru ferjuleiðir ekki taldar með Öllum bifreiðaakstri einka- bíla og vörubíla skal hætt kl 20.00. Þessar ráðstafanir eru gerðar til að spara bensín og olíur og þarmeð dollara. Skíðaskólinn í Seíja- landsdal ÞEGAR stríðið skall á 1939 og leiðir lokuðust til náms í Svíþjóð og Noregi, og ekki var hægt að fá skíðakennara utanlands frá, þá fóru n’okkrir áhugamenn um skíðaíþróttir á Isafirði .að hugsa um að stofna skíðaskóla. Þessi ætlun þeirra varð að veru leika í þorralok 1943. Skólanum var komið fyrir í skíðaskála skíðafjelags Isafjarð- á Seljalandsdal, sem er dal- verpi á hjalla i 4Ó0—700 m hæð fyrir sunúan Eyrarfjall, en í vestur frá Skutulsfirði. Landslag er þarna mjög breytilegt og snjóa lög fram á sumar. Þeir sem stóðu að þessi skóla- stofnun rjeðust í vegagerð af þjóð veginum meðfram Skutulsfirði og hættu eigi, þrátt fyrir torfær- ur og þratta, fyr en vegur var kominn upp á hjallann. Einnig endurbættu þeir skálann. Skólastjóri og kennari skólans var ráðinn hr. Guðmundur Hall- grímsson frá Grafargili í Val- þjófsdal við Onundarfjörð. Guðmundur hafði ungur lært a skíðum og ávalt iðkað skíða- íþróttir. Hann hafði dvalið í Sví- þjóð við skíðanám og hafði þég- ar fyrir nokkra reynslu sem skíða kennari. Siðan hefir Guðmund- ur veitt skóanum forstöðu. Hann fór veturinn 1945 enn á ný utan til Svíþjóðar og 'kynti sjer nýj- ungar í skíðakenslu og rekstur skíðaskóla. Naut hannhjá sænska skiðasambandinu slíkrar tiltrúar að honum var trúað fyrir að kenna á skíðanámskeiði á vegum sambandsins. Alls hafa dvalið við nám í skól anum 42 nemendur. 1943: 4 nemendur og luku allir skíðakennaraprófi. 1944: 7 nemendur, sem allir Ijúka prófi. 1945: 11 nemendur, en 5 luku prófi. 1946: 11 nemendur, þar af þrjár stúlkur, 4 nemendur ljúka prófi. 1947: 9 nemendur, þar af þrjár stúlkur, 3 nemendur ljúka prófi. Skólinn hefur starfað i 1 Vá mán uð árlega og venjulega hefur starfstímanum verið son í Reykjavík. Iþróttakennarar sem dvalið hafa á skólanum, eru Vignir Andrjesson í Rvík, Ste- fán Þorleifsson frá Neskaupstað, Öskar Agústsson við Laugaskóla, Guttormur Sigurbjörnsson á ísa- firði. Nú hefur verið • ákveðið, að skólinn taki til starfa í febrúar og starfi í 114 mánuð. Skálinn hefur verið endurbætt- ur, ts d. hefur hann verið raflýst- ur, olíukyntum ofnum komið fyr ir í öllum herbergjum og sum Frh á bls. 8. Svar til Frjálsíþrótta- dómarafjelafs Reykjavíkur VEGNA greinar, sem birtist í Morgunblaðinu 9. þ. m. og skrif- uð er af stjórn „Frjálsíþrótta- dómarafjelags Reykjavíkur“, ósk ar stjórn Í.S.Í. að taka þetta fram: Nefnt fjelag hefur aldrei haft vald til þess að skipa landsdóm- ara í frjálsum íþróttum, heldur að eins tillögurjett, ásamt fleiri aðilum, sem um getur í 8. grein „Reglugorðar" fyrir dómarapróf í frjálsum íþróttum og staðfest er af stjórn Í.S.Í. 1946. Þessi rjettur um skipun landsdómara hefur ailt af verið i höndum Í.S.Í , svo sem 10 gr. í nefndri reglugerð ótvírætt ber með sjer, þar sem skýrt er tekið fram, að Í.S.T. svipti dómara rjettindum. Enda lítt hugsanlegt, að þeim, sem sömdu þessa reglugerð, hafi kom- ið i hug að rjettur til að skipa mann í starf og svipta sama mann starfi væri ekki í höndum eins og sáma aðila. Stjórn Í.S.Í. lítur einnig svo á, að þar sem það með íþróttalög- unum er viðurkenndur æðsti að - ili um frjólsa iþróttastarfsemi í landinu, þá hafi hún fulla heim- ild til að skipa landsdómara án þess áð „ósk“ um það komi frá þannig i fyrrnefndu fjelagi, eða að þörf fyrir komið, að nemendur hafa j sje „leiðrjettingar“ frá því. Und- verið -þátttakendur í skiðavik- I ir þessa skoðun rennur sú stoð, unni um páskana. Ahrifa frá skól anum gætir þegar víða. Nemend- ur frá honum hafa blásiö áhuga í skíðaiðkanir t. d. í Strandasýslu (Arngrímur Ingimundarson), á Au'stfjörðum (Stefán Þoreifsson og Öskar Agústsson, en Gunnar Ólafsson var þar fyrir). Menn, sem eftir skóladvöl hafa vakið á sjer athygli í skíðaíþrótt- um, eru t. d. Stefán P. Kristjóns- son í Reykjavík, Asgeir Eyjólfs- að — Frjálsíþróttadómarafjelag Reykjavíkur er að engu getið í lögum Í.S.Í. Á rjettum vettvangi, þ.e. á árs- þingi Í.S.Í., mun svo stjórnin svara til þéirra saka, sem á hana- kunna að verða bornar, hvort heldur að það verður í sambandi við skipun landsdómara eða ann- að. — Reýkjavík, 12. jan. 1948. Stjórn Í.S.Í. Hraðkepni í hand- knattleik \KVEÐIÐ hefur veriö að hraðkeppnismót í handknattleik fari ratn hjer í Reykjavík um næstu helgi. Keppt verður í meistara- lokki kvenna, meistaraílokki karla, Il.-flokki karla og IH-flokki arla. — Sex fjelög hafa tilkynnt þátttöku sína í keppninni, en ;að eru Ármann, Valur, ÍR, KR, Fram og Víkingur. í ipeistaraflokki kvenna eppa þrjú lið, frá Ármanni, ’ram og KR. í meistaraflokki arla eru lið frú öllum fjelög- tnum. í II -flokki karla keppa ÚR, Valur, ÍR, Ármann og Vík- ngur og sömuleiðis í IIL-flokki xarla. Mótið hefst á laugardags- kvöld kl. 8, og heldur svo á- fram á sunnudag kl. 4 og lýk- ur um kvöldið kl. 8,30k Þetta er útsláttavkeppni, þannig að það lið, sem tapai" einum leik, fellur úi keppn- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.