Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 1
Tjekkneskir kommúnistar hrifsa völdin 900 vopnaðií Arnbnr gera innrás í Palestmu Gyðinpr repa að kveikja í húsi her- rjetfarins Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. IvíIKLAR óeirðir voru um gervalla Palestínu í dag og er ekki enn vitað með vissu hve margir fjellu. Eitt hundrað arabiskir her- flutningabílar fóru yfir landamærin í tveimur flokkum frá Syríu og Transjordan og með þeim um 900 Arabar, allir vel vopnaðir hríðskotabyssum og öðrum morðvopnum. Eru menn þessir æfðir hermenn. Kom annar flokkurinn inn í landið frá Sýrlandi en hinn frá Transjórdan. Hittust flokkarnir í samaísku og gallelísku hæðunum þar sem þúsundir Araba eru nú að heræfingum. ííreski herinn íil hjálpar. Breski herinn kom til hjálp- ar þegar stór flokkur Gyðinga, sem var á leið milli Jerúsalem og Tel Aviv varð fyrir árás Araba. Tókst nokkrum Gyðing- um að sleppa en hinir voru að yfirbugast þegar breski herinn kom og stökkti Aröbum á bróttu. . Reynt að kveikja í húsi herrjettarins. Nálægt Lydda fjellu tveir Arabar og átta Gyðingar þegar sló í bardaga milli þeirra. Gyð- ingar gerðu tilraun til þess að kveikja í húsi herrjettarins í Jerúsalem en hún mistókst. Bar ist var á fleiri stöðum í land- inu og er enn ókunnugt um tölu fallinna og særðra. Béluseinina gean barnaveiki STJÓRN hjúkrunarfjelagsins Líkn, hefur farið fram á það í brjefi við bæjarvöldin, að fá afnot af hjúkrunarstofum barna skólanna, í samráði við skóla- lækna og hjúkrunarkonur, til þess að framkvæma þar bólu- setningu gegn barnaveiki. í brjefi Líknar segir ennfrem ur, að bólusetning þess'i muni standa um næsta tveggja mán- aða skeið. A fundi bæjarráðs, er hald- inn var s. 1. þriðjudag, sam- þykkti það erindi Líknar fyrir sitt leyti. Nagy: Kommúnistar ógno Vestur-Evrópu Fyrv, lorsætisráðherra Ungverja aðvarar Vesfurveldin Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FERNECE NAGY, fyrverandi forsætisráðherra Ungverjalands, sem nú býr í útlegð í Bandaríkjunum, sagði í dag að eftir að kommúnistar kæmust til fullra valda í Tjekkóslóvakíu gætu þjóð- ir enn vestar í Evrópu búist við sömu eða líkum örlögum. Ógnun- um, sem upprunnar eru í Moskva, verður beitt við margar stjórn- ir Vestur-Evrópu svo sem' Austurríki, ítalíu og Frakklandi, því Tjekkóslóvakía er aðfeins eitt af löndunum sem kommúnistar ætla sjer að leggja undir sig. Valdagræðgi kommúnista < á sjer engin takmörk Það er ekki óhugsanlegt að þessar ógnanir kommúnista muni koma fram í vor eða í sumar og að þeir muni vegna stöðu sinnar í austur Evrópu reyna að neyða Vesturveldin til £ess að viðurkenna rjett sinn tjl þess, ekki einu sinni að ráða lög- um og lofum í Austur-Evrópu, heldur og til þess að áhrifa þeirra gæti í þessum löndum. — Það eru engin takmörk fyrir valdagræðgi kommúnista og þeir ætla sjer ekki aðstoppa fyrr en í fulla ihnefana. ; ! . Maj Zefferling MAJ ZETTERLING heitir sænsk leikkona, sem vakið hefur mikla athygli fyrir leik sinn i enskum kvikmyndum. — Er þvi spáð, að hjer sje á ferðinni ný Garbo, eða BergrrSJtn. í kvik- myndinni ,,Frieda“ ijek hún þýska stúlku, en í síðustu kvik- myndinni, sem hún hefur ipikið í fer hún með hiutverk ítaiskr- ar greifafrf r, Teresa Guiccioli, en myndin fjallar um Byron. Helmingi rílislekna Tyrlíja varil lil landvarna Istembul í gærkveldi. UTANRÍKISRÁÐHERRA Tyrklands, Necmeddin Saba, sagði blaðamönnum í dag að á- stæðan til þess að Tyrkland yrði að verja helmingnum af ríkistekjum sínum í landvarnir væri sú að það lægi mest allra Evrópulanda opið fyrir utanað- komandi árásum. ,,Vegna nýafstaðinnar styrj- aldar erum við pm það eitt að hugsa að endurbæta og styrkja landvarnir okkar. Heimurinn veit að við ásælnumst ekki neitt land og innrás frá okkar hendi kemur ekki til greina“. Þegar hann var spurður um hjálpina frá Bandaríkjunum sagðist hann vona að hún myndi aukin í júlí, en hann minntist ekkj á hve mikil hún myndi verða. Bretland og Tyrkland hafa samninga sín á milli og það hefur ekkert verið talað um að slíta eða breýta þeim samn- ingum. Hann kvaðst ekki vita hvort hjálp Breta og Banda- ríkjamanna kæmu Grikklandi að tilætluðum notum en kvaðst ekki halda að það þyrfti á hjálp Tyrkja að halda LONDON — Fjórir Þjóðverjar, sém. grunaðir eru um stríðsglæpi, voru.nýlega fluttir flugleiðis til Bretlpnds. Tveir eru taldir hafa misþyrm.t stríðsföngum. Andstöðublöð bönnuð — Verkamönnum ógnað Stjérmnálameffn fordama ofbeldi þeirra Prag í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. KOMMÚNISTAR hafa nú hrifsað undir sig völdin í Tjekkósló- vakíu óg sjer þess þegar merki. Andstöðublöð þeirra eru þegar hætt að koma út, og í dag hvarf blað kaþólskra af götunum. Margir ritstjórar eru þegar í fangelsi. Verkamönnúm hefur verið tilkynt að ef þeir sýni stjórninni mótþróa þá verði þeim tafarlaust vikið úr vinnu og geti þeir hvergi fengið leiðrjettingu mála sinna. Ræðu Benes, sem hann ætlaði að halda í dag, var frestað til morguns hálftíma áður en hún skyldi flutt. Kommúnistar hafa 12 ráðherra með forsætisráðherranum Gottwald og m. a. innanlands-, fiármála- og upplýsingamálaráðherrunum. Hinir flokkarnir hafa tvo ráðherra að undanskildum sosialdemokrötum, sem hafa þrjá. Kommúnistar hafa naunian meiri hluta. Stjórnmálafjettaritarar álíta að það hefði reynst erfitt fyrir Benes að neita kröfum Gott- walds þar sem kommúnistar hafa 114 þingsæti auk 39 þing- sæta sosialdemokrata, sem styðia þá, og gefur þetta þeim aðeins meiri hluta. Skotið á stúdenta. Miklar æsingar eru um gjör- valt landið og varð lögreglan í dag að skjóta á stúdenta þegar þeir söfnuðust fyrir framan forsetaþústaðinn og sungu þjóð söng lands síns. Fjelst lögregl- unni fyrst hendur, en síðar að skipun leiðtoga kommúnista hrakti hún þá burtu með skot- hríð og sprengjum. Stjórnmálaleiðtogar lýsa fyrir- Iitningu á kommúnistum. Stjórnmálaleiðtogar í Evrópu hafa þegar látið í ljósi andúð sína á þessu athæíi kpmmúnista og telja allir að þessir atburðir sjeu aðeins endurtekning á því sem þegar hefur skeð í Búlgaríu Bidault utanríkismálaráðherra Frakklands sagði í dag í franska þinginu að hann áliti atburð- ina í Tjekkóslóvakíu alvarlega ógnun gegn friðnum í heimin- um og að stjórn sín liti mjög alvarlega á málið, vegna að- stoðu Tjekkóslóvakíu í Evr- ópu. Bevin segir álit sitt. Bevin hjelt ræðu í þinginu í dag og lýsti fyrirlitningu sinni á atferli kommúnista í Tjekkó- slóvakíu, sem annarsstaðar í heiminum þar sem einræði og harðstjórn ríktu. Kvaðst hann lítið álit hafa á stjörn sem hvorki mæti óskir þjóðar sinn- ar eða kærði sig um að leita þeirra. Brottför Breta frá Palestínu LONDON — Einn af talsmönn- um bresku stjórnarinnar hefur skýrt frá þvi, að engar líkur sjeu fyrir því sð brottför Breta frá. Palestínu dragist fram yfir þann tíma, sem ákveðinn hefur. verið* Bandaríkin og Horegur semja um láns eg leigulögln Washington í gærkveldi. MARSHALL, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Morg- enstjerne sendiherra Noregs í Bandaríkjunum, undirrituðu í dag samninga, þar sem útkljáð er um allar skuldir Noregs við Bandaríkin vegna láns og leigu- laganna, en þær námu um 47 milljónunj dollara. Bandaríkin. eins og venju- lega, kröfðust engra dollara- greiðslna fyrir aðstoð þá, er þau veittu Noregi meðan á styrjöld- inni stóð, en þess einungis, að bandarísk herskip og verslun- arskip, sem. Naregur enn heldur úti, verði skilað aftur. Eignir þýskra flóita- manna í Danmörku Hamborg í gærkveldi. SAMKOMULAGSUMLEIT- ANIR eru hafnar milli Dana og herráðs bandamanna í Berl- ín um þær eignir þýskra flótta- manna í Danmörku, sem dönsk stjórnarvöld hafa gert upptæk- ar. Fulltrúar Dana í Berlín hafa tjáð herráðinu, að danskastjórn in muni gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að finna þá lausn á þessu máli, sem bæði Danir og Þjóðverjar geta sætt sig við. — Reuter. Wallace tapar í Minnesota ST. PAUL, MINNESOTA: Henry Wallace, ; frambjóðandi þriðja flokksins í Bandaríkjunum tap- aði geysilega hjer í aukakosning- um, sem fram fóru hjer nýlega. Fengu flokksmenn Trumans for- seta 3 atkvæði gegn hverju einu sem menn Wallace fengu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.