Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 7
Fimmtuclagur 26- febrúar 1948 MORGVNBLAÐIÐ 7 Daglega lífið í Finnlandi Skuggi kommúnismans yfir orðum og athöfnum Fyrri grein Fyrsta grein i ! Deyfðardraugurinn ídag- skrá Ríkisútvarpsins ÞAÐ ER óneitanlega dáíitið undarlegt til frásagnar: Vegur- inn til Porkkala liggur alls ekki lengur til Porkkala. Hjer áður fyr var hann fjölfarinn þjóðvegur. Þegar maður spyr til vegar þangað nú, þykjast gamlir menn í þorpunum með fram veginum aldrei hafa heyrt talað um Porkkala Vegurinn hlykkjast um þungbúna skóg- ana eins cg eitthvert framandi afl þröngvi honum áfram, gegnt vilja hans.Svo nær hann skyndi lega ekki lengra. Drembilátur blár og hvítur staur liggur yfir þveran veginn. Á bak við staur inn er stórt skilti. Á því stendur á rússnesku: Aðgangur bann- aður. Porkkala er flotastöð skamt frá Helsingfors, sem Rússar hafa tekið á „leigu*‘ til 50 ára. Þaðan miða byssukjaftar Rúss- anna út yfir finska flóann. Á ströndinm hinum megin frá Eistlandi, miða byssukjaftar Rússanna út yfir finska flóann. Eftir því, sem Rússar segja, er þessi viðbúnaður til þess gerð- ur að koma í veg fyrir að hægt sje að gera árás á Leningrad af sjó. Ef þeir segja það satt, er það mjög hagkvæmt fyrir Leningrad. En skrítin tilviljun er það, að með því að snúa Pork kala byssunum örlítið, er einnig hægt að miða þeim á Helsing- fors. Og það er einmitt þetta, sem veldur Tauno Tainio á- hyggjum. ★ Tauno Tainio er forstjóri fyrir stóru samvinnufjelagi í Helsingfors. — Hann býr með konu sinni og þremur börnum í meðalstórri íbúð við Temppe- lik Katu 11 Starfi hans er ekki þannig háttað, að hann þurfi að heimsækja bannsvæðin, að öllu jöfnu. En ekki alls fyrir íöngu þurfti hann að fara til Svíþjóðar á vegum fjelagsins. Hann fór með lestinni til Turku til þess að ná í skipíð þar, og ók þá í yfir tvær klukkustundir gegnum Porkkalavígin. Það var einstæður viðburður. Hann var fulíur eftírvænt- ingar áðui en hann lagði af stað. En þá komu Rússarnir með þunga planka og negldu fyrir lestargluggana. Tauno sá ekkert. Þegar hann kom heim aftur, sagði hann við konuna sína, hryggur í bragði: ,,Nú hef jeg farið í gegnum lengstu jarðgöng í heimi“. Rússnesku hersveitirnar í Porkkala eru eínu rússnesku hersveitirnar í Finnlandi. En þær hafa aðsetur sitt aðeins fá- einar mílur frá íbúð Taunos. Honum feilur ekki vel í geð, að búa rjett við nefið á rússnesku byssukjöftunum. Auk þess eru kommúnistar allsstaðar. Flestir þeirra neita því að vera kommúnistar og erfitt er að átta sig á því, hvað hver og einn hyggst fyrir. — Menn hafa óljóst og óþægilegt hugboð um. að eitthvað sje allt af í þann veginn að ske, eitt- hvað sem muni kollvarpa al- gerlaga hinu finska þjóðfjelagi. En það skeður aldrei neitt — enn. Það er af, sem áður var. Helsingfors er aldrei laus við skugga Rússanna Hvita borgin í norðrinu var einu sinni fjörug borg og skemtileg. Hún er það ekki lengur. Hún er nepjuleg og fólkið þar hefur glatað gleði sinni. Þar er engin upphitun, ekkert ljós, ekkert fjör. Þegar klukkan er eílefu að kvöldi, sveipar borgin svaxtri nóttinni um herðar sjer, og bíður þess í hnipri, að dagur renni á ný. Fólkið veit aldrei hvað hann kann að btra í skauti sjer. Tauno finnur allt þetta. Hann revnir að 1aka því með stillingu. Ef til vill rætist úr þessu öilu. Kannske honum og fjölskyldu hans mum einhvern tíma líða vel á ný. Kannske það verði ekki annað stríð. En ef það verð ur stríð, þá munu Finnar alveg glata því takmarkaða sjálfstæði sem þeir hafa nú. Járnhramm- ur Rissans mun kremja þjóðina. Sumlr af vinum Taunos tala um það, að flýja til skógar, ef Rúss- ar geri enn innrás í iandið. En það er ekki rödd skynseminnar sem talar þar. Tauno, sem er skynsamur maður, segir aðeins: „Við skul- um ekki tala um þetta. Það er alltof augljóst hvernig fara mundi, ef Rússar gerðu aðra inn árás í Finnland". Þekldr rússneskar byssukúlur. Eins og margir fleiri Finn- ar, hefir Tauno þegar fengið að kenna í rússneskum byssu- kúium. Haustið 1941 særðist hann í hendi við Kyrjálaeiði, og þar með var hermannsferill hans á enda. Það var gert sæmilega vel að sárutn hans. En í vetrarkuld- unum fær hann verk i hendina og þarf að nota hanska, til þess að haida á henni hita. Það tef- ur eðlilega fyrir honum við skrifstofustörfin. Stjórnin hefur samt sem áður úrskurðað að hann sje aðeins 15% öryrki. Fyrst þegar hann særðist, var litið svo á, að hann væri 30% öryrki, síðan 25%. Eftir því, sem fleiri menn særðust í bar- dögunum við Rússa, virtusjt meiðsli hans iítiivægari borið saman við sár annara, svo því var ioks lýst yfir að hann væri aðeins 15% öryrki. Þegar Tauno kom heim af sjúkrphúsinu, ógnuðu Rússar Heisingfors Hann sendi því II- ona, konu sina, út í sveit, ásamt börnum þeirra tveimur, Jukka, sem nú er 6 ára og Helenu, sem nú er 4 ára. Marja, sem er 3 ára, fæddist í sveitinni fyrir norðan, meðan Tauno dvaldi í höfuðborginni. I febrúar 1944, gerðu Rússar þrjár miklar loft- árásir á Helsingfors. í einni bei'rra brotnuðu allar rúðúr í húsinu þar sem Tauno bjó, en Tauno sakaði ekki. Nú skýrir hann hrej’kinn frá því, að hann hafi ekki í eitt einasta skifti tarið yfir götuna i loftvarna- byrgið, sem þar var. Eftir níu mánuði var hinni vonlausu bar áttu gegn Rússunum lokið. — I annað skifti á fimm árum biðu Finnar ósigur. Ilona og hörnin kom.u heim aftur, og Tainio fjölskyldan hóf líísbar- áttuna á nýjan leik Tauno er nú 45 ára, lágvax- innj hvatlegur maður, sem kem- ur aura á það spaugilega í til- verunni og reynir að gera sem minst úr öllum örðugleikum. Þegar á allt er litið, líour Tainio f jölskyldunni fremur vel. Finnar veiða að láta sjer nægja að stara löngunaraugum og með vatn í munninum á kræs- ingárnar í búðargluggunum, sem eru tii sölu fyrir offjár. En Tauno getur veitt sjer þann munað að fara inn og kaupa sumt af því, sem þar er á boð- stólum, jafnvei þó að það ljetti pyngju hans ískyggilega mikið. Dýrtíðin er mikil. Hann fær 24.000 finsk mörk í mánaðariaun h.iá samvinnu- fjelaginu íum 1.235.00 ísl. kr.). Þeir, sem vinna á skrifstofum, hafa þó yfirleitt lægri laun en margir verkamenn. Vjelstjóri hefir t. d. 28.000 mörk á mán- uði og óbreyttur verkamaður í pappírsverksmiðju 23,000 mörk. Hraðritári á skrifstofu, sem talar fjögur tungumál, hef- ur 15,000 marka laun á mán- uði. Verðbólgan er mikil í Finn- landi. Finska markið gildir nú 1/3 0 af því, sem það gilti fyrir stríð. Tauno Tainio var í laglegri klípu, þegar hunn komst að því, að laun hans hrukku ekki leng- ur til þess að fæða og klæða fjölskyldu hans. Hann varð að fá sjer aukavinnu, við að þýða enskar bækur á finsku. Fyrir það fær hann um 400 mörk á mánuði. En það nægir fil þess að hann getur nú nokkurn veg- inn framfievtt sjer og fjöl- skyldu sinni. Matur af skornum skamti. Matur er sennilega mesta á- hyggjuefni Tauno. Amerískir Kvekarar hafa sent mikið af matvælum til Lapplands, en þar rændu Þjóðverjar öllu. er þeir gátu hönd á fest á undan- haldi þeirra til Noregs 1944. — Danmörk hefir sent taisvert af mat til Suður-Finnlands. En matvælaástandið er ennþá mjög ískyggiiegt víðsvegar í Ignd- inu. Og^jins og svo víða annars staðar í Evrópu er meginástæð- an sú, að dreifingin á matvæl- unum er ekki rjettmæt. Fáeinir menn fá of mikið. en fiestir fá of lítið. Og Tauno á heima í síðarnefnda hópnum. Nokkrir af vinum nans hafa fengið matvælapakka ■ frá Bandaríkjunum, og þeir hafa venjulega gefið hor.um með sjer af sendingum þessum. — Aðrir vinir — sem eru ber- sýnilega ekki eins góðir vinir — hafa selt honum sitt af hverju, sem þeir hafa fengið sent í gjafabögglum frá Banda- ríkjunum. Jukka fekk einu sinni tannkrem í skólanum frá einhverjum í Ameríku. og varð hann skiljanlega fvrir hálfgerð- um vonbrigðum. Frændi hans fekk aftur á móti súkkulaði og hálsbindi frá skólabörnum í Colerado og Jukka er að gera sjer vonir um, að hann muni einhvern tima aftur fá pakka með einhverju öðri en tann- kremi í. Allt er hægt uð fá á svörtum markaði. Þegar Rússar hernámu Pork- kala, tóku þeir um leið aðal- Frh. á bls. 11. Eftir AGNAR BOGASON ÞEIR eru nú orðnir allmargir sem deilt hafa á rekstur útvarps- ins og það sleifarlag sem þar virðist ríkja. Færri munu þeir þó, sem borið hafa fram tillögur sem miðuðu að því að bæta þannig dagskrá útvarpsins að hlustendur mættu vel við una. Það er ekki ætlun mín að end- urtaka hjer þær almennu mis- fellur sem mönnum þykir út- varpið hafa á boðstólum heldur hitt að reyna að koma með til- lögur um hvað útvarpið getur vel gert með tiltölulega litlum kostnaði til þess að þessi stofn- un sje landinu frekar til sóma en hins. Þó ber ekki að öllu leyti að ganga fram hjá nokkrum atrið um sem stjórnendur útvarpsins hafa leyft sjer á kostnað almenn ings og hvergi þekkjast annars- staðar. Það sem útvarpið ekki má gera. Siðan stríðinu lauk hafa mörg tundurduíl verið á reki á al- mennum siglingaleiðum og hefur Slysavarnafjelagið þá beðið út- varpið að aðvara skip kringum landið við hættu þessari. Iðu- lega hefir það komið fyrir, að hættumerki þessi hafa ekki ver- ið lesin, fyrr en dagskrárliður sá, sem verið er að útvarpa, er búinn. Þetta er ótækt skeyting- arleysi gagnvart þeim sem á sjó eru, því að á þeim tíma sem lið- ur frá því að útvarpið fær til- kynninguna þar til hún er lesin geta skip ekki einungis hafa rek- ist á duflið heldur sokkið með öllu. Hættumerki ber að lesa íyrst af öllu, bæði á íslensku og svo á ensku. Og svo eins og venja er til ætti, sjerstakiega á ensku, að gefa eitthvert viðvörunar- merki svo sem „attention all ships in Icelandic waters — én ekki eins og nú tíðkast í beinu framhaldi af einhverri auglýs- ingunni: „a mine was seen float- ing“. Slík hættumerki eru með öllu gagnslaus. Annað það, sem útvarpið leyf- ir sjer gagnvart hlustendum er æfing nýrra þula á þeirra kostn- að. Nýlega var nýr þulur tekinn til lesturs erlendra fregna og við því var ekkert að segja. En þeg- ar þessi maður- byrjaði að lesa kom strax í ljós að maðurinn var öldungis óæfður, ias þvöglulega og var í þokkabót að burðast með, það sem líklega verður mesta fregn ársins, morð Gand- his. Svona framkoma bæði gagn- vart hlustendum og svo þulnum sjálfum er útvarpsráði og útvarps stjóra til stórrar vansæmdar og mætti minst til ætiast að hlust- endum væri sýnd sú almenna kurteysi að þulir sjeu ekki látn- ir koma fram fyr en þeir eru fullvaxnir starfinu. Hefur útvarp ið nóg tæki til þess að æfa starfs- menn sina og slík framkoma ó- þ'olandi. Þriðja, og að vísu veigaminst, er útvarp frá samkomum og þá helst guðsþjónustum. Það virð- ist vera ófrávíkjanleg regla að áður en presturinn hefur ræðu sína eða kórinn söng, burfi að kynna hlustendum ytarlega heilsuástand sóknarbarna með- aliskonar hóstum, hnerrum, snýt- um og viðlíka miður smekkleg- um hljóðum. Þessu má vel úr bæta með því að setja hljóðnem- ann ekki i samband fyr en rjettir aðilar eru tilbúnir. Dagskrárliðir Fastir liðir útvarpsins svo sem frjettir, tilkynningar o. s. frv. eru sjáifsagðir og miðaðir við kröfur almennings. En þó er nú svo kom ið að flutningur þeirra er svo tiibreytingarlaus og daufur að hjer skal bent á nokkuð sem gæti komið „lífi“ í þá. Frjettir eru ekki ætlaðar til gamans en þó má lesa þær þannig að fáir nenni að hlusta á þær. Eitt gleggsta dæmi þess hjá'okkur eru svo- kölluðu frjettabrjefin frá útlönd- um, þar sem ekki er um frjetta- skeyti að ræða sem lesast þurfa strax, heldur almennt yfirlit um hvað hefur gerst nokkra síðustu daga, t. d. í Kaupmannahöfn. Þar (ættu, í stað þulanna, frjettarit- arar útvarpsins sjálfir að flytja tíðindin. Þetta má gera með of- urlitlum kostnaði, eins og gert er í oðrum menningarlöndum, að láta frjettaritarann sjálfan lesa frjettina á plötu sem síðan yrði send heim. Þetta myndi varpa allt öðru ljósi á frjettina og gera hana ,,liíandi“. Mætti þar fljetta margt saman svo sem viðtöl við Islendinga stadda er • lendis, frá samkomum þeirra, fjelagslífi og ýmsu. Yrði þetta ómetanleg tilbreyting fyrir hlust endur og myndi um leið syna vilja forráðamanna um að gera þeim til hæfis. Um einstaka dagskrárliði þ. e, a. s. efni sem ætlað er hlustend- um bæði til fróðleiks og skemmt unar er margt gott að segja en þó sjerstaklega um það fyr- nefnda. Fróðleiksþættir eru hverju útvarpi nauðsynlegir og má segja forráðamönnum útvarps ins það til hróss að þar hefur þeim vel tekist. Eru margir þes‘s- ir þættir með afbrigðum góðir, fluttir af sjerfræðingum í hverju fagi og svo framvegis. En þeim þáttum sem ætlaðir eru hlustend um til skemmtunar er mjög á- bótavant og skulu því hjer gerð nokkur skil. Morgunútvarp. Það tíðkast nú hjer eins og' í öðrum löndum að hafa morgun- útvarp. Þó lítur helst út fyrir að forráðamenn útvarpsins hafi alls ekki gert s.ier neina einustu grein fyrir hver ætlumn er með að útvarpa á þeim tíma dags. I stað lífgandi og hressandi laga eru yfirleitt leikin drep leiðinleg lög sem gera allt annað en að vekja þá sem morgunsvæfir eru. Og svo eins og til að fyrirbyggja það að nokkur komist á fætur er landslýð boðið upp á frjettaágrip lesið af manni sem eftir röddinni að dæma, t-r enn í draumalandi sínu. Ætti útvarpið að hafa ein- hver ráð með að vekja þuli sína áður en þeir koma fram fyrir alþjóð. Morgunlög útvarpsins eiga að vera skemmtilegir marsar eða slíkt en ekki langdregið gaul eins og „Day and night“, sem best á við fólk í allt öðrum hugsunum en að rifa sig á fætur til vinnu. Og eins er um forleikina, sem betur eiga heima í kvöldútvarp- inu. Seyffarth sænskur meístðri í skautð- hlaups AKE SEYFFARTH bar sigur úr býtum i sænsku meistara- kepninni í skautahlaupi, sem fram fór um síðustu helgi. Seyffarth var fvrstur á öllum fjórum vegalengdunum og setti sænskt me* í 5000 m hlaupinu. 500 m hljóp hann á 44,3 sek., 1500 m á 2.20,3 mín., 5000 m á 8,34,0 mln. Og 10000 m á 17f 43,2 mín. — Sevffarth verður einhver skæðasti keppandirtn á heimsmeistaramótinu í skauta- hlaupi, sem fram fer á þessum vetri. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.