Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLÁÐIÐ pimmtudagur 26- febrúar 1948 KENJA KONA £ftir Een LAmee 'Witli iamó 18. dagur. ,,Þú varst nú samt hryggur þegar mamma hljóp írá þjer, svo að jeg veit að þjer hefur þótt vænt um hana — enda þótt hún væri eins og»hæna,“ bætti hún við hlæjandi. „Þykir þjer eins vænt um mig eins og mömmu?" „Jeg hef gleymt henni fyrir löngu,“ sagði hann beiskjulega „Mjer þótti vænt um að þú skyldir vera svona grimmur við liðsforingjann," sagði hún. „Jeg veit að það er vegna þess að þú vilt hafa mig út af fyrir þig.“ Þau voru nú komin heim og kveikti ljós. Svo sagði hún brosandi: „Jeg veit vel hvaða hug þú berð til mín“. Hann þoldi þetta ekki og hann rauk út. Kvöldið vai kyrt og rótt og hann fór 'rak- leitt til búðar Igaiha. Þar var alt dimt, en Tim komst inn i kjallárann og fjekk þar væn- an teyg af rommi til þess að taka úr sjer hrollinn og óhugn- aðinn. Svo fór hann niður að ánni og steig á bátinn sinn. Það var svalara út á ánni en í landi. Hann damlaði nokk- urn spöl út á ána og lagði svo upp árar og ljet strauminn bera bátinn. Lagðist svo riðui og sofnaði. Hann vaknaði ekki aftur fyr en farið var að birta og þá hafði bátinn hrakið langa leið niður ána. Hann greip ti! ára og byrjaði að róa heimleiðis, en það var langur og erfiður róður. Þegar hann kom til Hampden gekk hann þar í land til þess að fá sjer mat og dr> kk. Hann mintist þess að þarna hafði Moll snúið við honum bakinu fyrir fimtán árum, og umhugsunin um það fylti hann svo mikilli gremju að hann drakk meira en hann át. Komið var kvöld er hann náði heim og var örþreyttur. Jenny var ekki heima, en hann veitti -því ekki athygli fyrst í stað vegna þess hvað hann var ölvaður. Honum varð bað fyrst fyrir að reyna að ná sjer í vatn til að svala þorsíanum. Hann var svo skjálfhend- ur að vatnið gusaðist upp úr bollanum og hann varð að halda bollanum með báðum höndum til þess að geta komið honum að vörum sjer. Þetta vætti kverkarnar ofurlítið. en samt var óbragð í munninum. En við þetta skýrðist hugsunin þó dálítið svo að hann tók eftir því að Jenny vantaði. Honum varð hugsað til liðsforingjans kvöldið áður og ógurleg reiði gaus upp í honum, svo að hon- um fanst hann ætla að kafna. Þá heyrði hann óm af hljóð- færaslætti langt í burtu, og hann þóttist vita að þar mundi Jenny vera. Hann ráfaði því út og staulaðist upp Poplar Street. til þess að leíta að henni. En hann var svo þyrst- ur og löngunin í áfengi svo sterk að hann gleymdi henni aftur. Það var nóg romm til í búð Isaiah. Hann fór þangað. Hurðin var læst, en Tim gerði sjér hægt. um hönd og braut hana með hnefanum. Að vísu márðist alt skinn af hnúunum á honum við það. En hann fann ekki til þess og fór inn. Hann renndi rommi í krús, misti meiri hlutann af því nið- ur, en svalg hitt og hjelt að hann myndi styrkjast við það. En svo varð ekki. Handskjálft- inn var hinn sami og áður, svo að hann settist við rommtunn- una og teygaði úr krananum. Þarna sat hann og gleymdi stað og stund. Nokkru seinna var Isaiah á heimleið. Hann sá að búðardyrnar stóðu opnar, svo að hann fór að grenslast um hvernig á þessu stæði. Hann fann Tim þarna sitjandi á gólfinu dauðadrukkinn. Hann glenti upp skjána þegar hann sá ljósið og hvítmataði í aug- un. Isaiah dæsti fyrirlitlega. „Þú ert þá hjer?“ sagði hann. „Þjer væri nær að líta eftir Jenny heldur en liggja hjer út úr fullur“. Tim glápti á hann eins og hálfviti og Isaiah sagði hátt og skrækum rómi: „Það er laglegt að sjá hvern ig hún hegðar sjer, fer í felur ,inn í skóginn með liðsforingja. Jeg gaf henni gætur. Jeg sá að hann kysti hana þegar þau hjeldu að enginn sæi til sín og hún hló“. Hann þagnaði skyndilega, því að Tim varð ógurlegur ásýnd- um. Hann reis seinlega á fæt- ur gg gekk jöfnum afmældum skrefum í áttina til Isaiha, eins og hann væri að gæta þess að hvert skref væri jafnlangt hin um. Isaiah hörfaði undan, en Tim sá hann ekki. Hann gekk rakleitt út. Þar datt hann og Isaiah heyrði mikinn hlunk þegar hann fjell. Tim var nokk.ra stund að koma fótum fyrir sig aftur og svo gekk hann á brott. Hann var að hugsa um Jenny. Hún. hafði lengi átt það skilið að hann refsaði henhi rækilega. Nú skyldi hún fá það. Hann hugsaði ekkert um liðsforingj- ann, sem hafði tælt hana. Hon- um fannst liðsforinginn ekki koma sjer við. Það var Jennv sem átti að súpa seyðið af þessu. Hefnigirnin hjelt honum uppi. Hann gekk upp Exchange Street og eftir Main Street og Stetson Square og út á Broad- way áleiðis til herbúðanna. Hljómsveitin var enn að leika og blys og flugeldar slóu bjarma yfir svæðið. Flestir hinna stiltari bæjarmanna voru farnir, en þeir sem eftir voru, voru þeim mun háværari. Tim ruddist í gegn um hóp- inn og skeytti engu hver fyrir varð. Hann skimaði í allar áttir að Jenny en sá hana hvergi. Að lokum komst hann að þeirri niðurstöðu að hún mundi hafa fnrið heim. Hann lagði því á stað heimleiðis. Þegar heim kom var ljós í húsinu. Hann vissi þá að hún mundi vera heima og hefði skil ið ljósið eftir til að lýsa sjer. Hann tók kertið og gekk til svefnherbergis hennar. Jenny lá sofandi í rúmi sínu. Dökkt hárið breiddist út yfir kod.dann og nakin fanhvít öxl og barmur komu upp undan sænginni. Tim starði á hana um stund, en þá vaknaði hún við það að ljósið skein fram- an í hana. Hún leit upp og sá hann, teygði sig, geispaði og sagið: „Sæll“. Það var eins og þetta eina orð kveikti í Tim. Hann henti kertinu af hendi út í horn. Ljós ið sloknaði áður en kertið skall í veggnum og niðamyrkur varð inni. Hann fálmaði fyrri sjer, náði í handlegginn á Jenny og kippti henni hranalega fram úr rúminu. „Að þú skulir ekki skamm- ast þín að láta hermenn fleka þig“, grenjaði hann. Hún lá á hnjánum og reyndi að standa á fætur, en hann hristi hana og skók svo að hún kom ekki fótum undir sig. Svo lyfti hann henni upp og hristi hana svo hranalega að höfuðið hnyktist fram og aftur og henni fannst sem hún mundi háls- brotna. „Þú ert engu betri en hún mamma þín“, grenjaði hann og gnísti tönnum. „Jeg skal svei mjer lúskra þjer fyrir lauslæt- ið“. Þá fjekk hún fyrst málið. „Jeg skal drepa þig fyrir að segja þetta. Sleptu mjer“. „Þú lætur menn elta þig og kyssir þá á bak við trje“. „Þú ert sjálfur á eftir mjer“, sagði hún. „Heldurðu að jeg hafi ekki sjeð hvað þú hefir horft græðgislega á mig og sleikt út um. Þú ert verri en nokkur annar“. Þetta kom svo flatt upp á hann að hann varð fyrst eins og steingjörfungur. En svo blossaði reiði og smán upp í honum. Hann gnísti tönnum og barði hana fast. „Jeg skal kenna þjer að hegða þjer“, æpti hann. En í sama bili sleit hún sig af hon- um. Hann barði á eftir henni og henfinn hitti beint í andlit Mennar. „Jeg skal húðstrýkja þig“, grenjaði hann. „Þú skalt fá að kenna á því, nútan þín“. Hann náði í hana, tók um ann an handlegginn á henni og annan fótinn og bar hana þann ig fram í eldhús. Hún greip í dyrastafinn og reyndi að halda sjer fast, en hann sleit han.a af honum og dró hana eftir eldhúsgólfinu. Úti í horni var heslikylfa. Hann náði í kylfuna og Ijet hana ganga á Jenny með annari hendi en með hinni hjelt hann þrælataki um handlegginn á henni. Hún gat þá staðið upp. Þarna var þreif- andj myrkur. Hún reýndi að hlaupa undan höggunum og slíta sig af honum. Hún gerði hvorki að æmta nje skræmta og leikurinn barst fram og aft- ur um eldhúsið. Hana sárverkj aði undan hverju höggi og hún reyndi að standa sem næst hon um svo að höggin yrði ekki jafn þung. Svo tókst henni að bíta í höndina á honum. Um leið og hann kendi sárs- aukans linaði hann takið og hún gat slitið sig af honum. Hún æddi fram að dyrum. Hann ætlaði að þjóta á eftir henni, en þá keridi hann ógurlegs sársauka í brjóstinu vinstra megin. Hún heyrði að hann datt á gólfið. í sapia bili opn- aði hún hurðina og hentist út. Hún var berfætt og fötin hengu á henni í druslum, það blæddi úr munnj og nösum og fæturnir voru helaumir eftir heslikylf- una. En hún skeytti þessu engu, en hljóp út í náttmyrkrið eins og fætur toguðu. Skrifstoíum vorum I ■ ■ ■ verður lokað vegna jarðarfarar, fimmtudaginn 26. I febrúar, frá kl. 12 á hádegi. * Fjárhagsráð Trjesmíðuvjelur frá Hollandi, ýmsar gerðir, útvega jeg gegn gjaldeyris- og innflutningsleyfum. ^Jrinljöm onóóon Austurstræti 14, sími 6003. ■■■•■........M,,r.......■■■■■■’ Leðurdeildin er flutt úr Grófinni 1 á Vesturgötu 4. Inngangur fyrst um sinn gegnum Ritfangadeildina. \Jer0Lmlv1 iJjöm JJviót tianóóon Vegna vöruþurðar verður vefnaðarvörubúð VeJu anm Jjöm JJriótii janóóon, Vesturgötu 4, lokuð þar til úr rætist. Vörur hennar hafa yerið fluttar í útibúið JÓN BJÖRNSSON & CO., Banka stræti, og bið jeg mína góðu viðskiftamenn, sem þvs geta komið við, að beina viðskiftum sínum þangað. Með vinsemd og virðingu Jón Björnsson. Bræðslumuður ! a a ,aj yanan bræðslumann vantar í lifrarbræðslu okkar í Sand * gerði nú þegar. Uppl- í síma 1673 — 4366 og 6323. ■j H.í. Miðnes i ■! ■; Sandgerði. I PIANO til sölu, Víðimel 69 uppi. Skrifstofupláss óskast. SVERRIR BRIEM, Sími 7447.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.