Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ :rimmtudagur 26- febrúar 1948 iifpiEÍrlWiÍjfr f Útjr.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guömundsson Auglýsingar: Ám. Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura me8 Lesbók. Marshalláætl unin og Norðurlönd UTANRlKISRÁÐHERRAR Norðurlanda hafa undanfarna daga setið á ráðstefnu í Oslo og rætt afstöðu þjóða sinna tii áætlunar Marshalls um efnahagslega endurreisn Evrópu. Hafa viðskiptamálaráðherrar landanna einnig sótt þennan íund. Samkvæmt tilkynningu, sem gefin var út að ráðstefnunm lokinni voru utanríkisráðherramir sammála um að Norður- löndum bæri að taka fyllsta þátt í sameiginlegri viðleitni Evrópuþjóða til þess að byggja upp efnahag sinn á grund- velli Marshalláætlunarinnar. Jafnframt ákváðu ráðherramir að þjóðir þeirra, Islendingar, Norðmenn, Danir og Svíar, skyldu hafa nána samvinnu um efnahagsmáiin. Eins og kunnugt er mættust fulltrúar 16 Vestur-Evrópu- þjóða á ráðstefnu, sem haldin var í París í sumar um tilboð Bandaríkjanna um aðstoð til efnahagslegrar endurreisnar Evrópu. Mið- og Austur-Evrópu þjóðir höfnuðu hátttöku í ráðstefnunni vegna þess að Rússar snerust öndverðir gegn tillögum Bandaríkjamanna. Parísarráðstefnan áætlaði að þjóðir þær, sem að henni stóðu þyrftu á aðstoð að halda er næmi alt að 22 miljörðum dollara að verðmæti í vörum og fjármunum. Skyldi þetta fje notað til þess að byggja upp atvinnuvegi þeirra landa, sem aðstoðar þörfnuðust, byggja orkuver og treysta á ýmsa lund atvinnulegt og fjelagslegt öryggi þjóðanna. Síðan hefur Bandaríkjaþing haft tillögur Marshalls til yfirvegunar og tveimur Evrópuþjóðum, Frökkum og Itölum hefur þegar verið veitt 500 miljón dollara bráðabirgðalán með samþykki þess. , Talið er líklegt að fjárhagsaðstoð sú, sem þjóðum Parísar- ráðstefnunnar verður veitt, verði nokkru minni en ráðstefn- an taldi nauðsynlega. Hafa verið uppi raddir um það í Banda ríkjaþingi að lækka fjárveitinguna nokkuð. En svo virðist, sem tryggt sje að tillögur Marshalls muni í aðalatriðum ná iram að ganga. Sú ákvörðun Norðurlanda að styðja endurreisn Evrópu eftir fremsta megni kemur engum á óvart. Þó að Norður- landaþjóðirnar sjeu ekki meðal þeirra, sem helst eru aðstoð- ar þurfi eiga þær þó mikilla hagsmuna að gæta í þessu sam- handi. Batnandi efnahagur meginlandsþjóðanna er frum- skilyrði fyrir atvinnuöryggi almennings á Norðurlöndum. Allar Norðurlandaþjóðirnar selja mikinn hluta framleiðslu sinnar til meginlandsins. Endurreisn atvinnulífsins þar hlýt- ur þessvegna að ráða kaupgetu og markaðsmöguleikum. Þessvegna skilur fólk á Norðurlöndum nauðsyn efnahags- iegrar endurreisnar Evrópu og er reiðubúið til þess að leggja fram lið sitt til þátttöku í henni. Eina undantekningin frá þessu eru kommúnistar. Ekkert hefur gerst, sem betur sýnir, hversu f jandsamleg- ir kommúnistar eru heilbrigðri þróun og endurreisn en af- staða þeirra til Marshalláætlunarinnar. Vegna þess að Rúss- ar telja að endurreisn Vestur-Evrópu með aðstoð Banda- ríkjanna muni draga úr áhrifum þeirra, rísa kommúnistar i öllum löndum gegn henni og telja hana fjörráð við sjáifstæði þeirra ríkja, sem hennar njóta. Hvernig lítur nú sú staðhæfing út frá sjónarmiði heil- brigðrar skynsemi að sjálfstæði t. d. Frakka og Holiendinga sje ógnað með því að veita þeim aðstoð til þess að endurreisa iðnað sinn, auka eldsneytisframleiðslu sína o. s. frv.? Getur nokkur óbrjálaður maður trúað slíkri staðhæfingu? Áreiðanlega ekki, svo fjarstæðukend er hún og i gjörsam- iegri mótsögn við sjálfan raunveruleikann. En kommúnist- um flökrar samt ekki við að halda henni fram. Hversvegna gera þeir það? Þeir gera það vegna þess að endurreisn Evrópu þýðir hrun kommúnismans. Efnahagslegt hrun þýðir hinsvegar aukna möguleika fyrir viðgangi hans í skjóli algerrar upplausnar og örvæntingar. Norðurlandabúar kjósa hinsvegar endurreisn í stað hruns og kommúnisma. Þessvegna fagna þeir ákvörðun utanríkis- ráðherrafundarins í Oslo. \Jdwerji áhrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Undir smásjánni. OKKUR íslendingum þykir ávalt gaman að heyra hvað út- lendingar segja um okkur. Oft tökum við dóma erlendra manna full alvarlega og ger- um of mikið úr smámunum. En vegna þess hve okkur þykir gaman að heyra hvernig er- lendir menn sjá okkur í smá- sjá gestsaugans ætla jeg að segia ykkur frá nýjustu grein- inni um ísland, sem birtist fyr ir nokkrum dögum í víðlésnu Lundúnablaði. Grein þessi er eftir breskan blaðamann, sem kom hingað í lok janúar og fjekk hjer hina bestu fyrirgreiðslu, t. d. hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Hann heitir Oquglas Warth og skrif- ar í blaðið Sunday Pictorial, en grein sína nefnir hann „Furðulegustu frídagar í heimi — við norðurheimskautsbaug“. • Eldur og ís. FYRST lýsir blaðamaðurinn norðurljósunum og andstæðun- um, eldi og ís. Þótt ekki sje neitt rangt sagt í þeirri lýs- ingu, má segja að hún sje í meira lagi skáldleg. „Það er sama. hvað hægt er að segja um vitleysuna í þessum heimi, að hvergi nær hún hámarki sínu eins og hjer“, segir grein- arhöfundur, og á við ísland. En eftir að hann hefir ráð- lagt mönnum að fara til ís- lands í skemtiferðir, minnir hann á hið háa verðlag og ýkir nokkuð. En hann bendir rjetti- lega á, að það hafi einmitt ver- ið Bretar, sem áttu sök á hinu hækkandi verðlagi í landinu. • Lætur gamminn gcysa. OG ÞEGAR líður á greinina lætur blaðamaðurinn gamminn geisa nokkuð hratt og verður skáldlegur. Þegar hann talar um fræg- asta mann á íslandi, þá er það leikari, sem vinnur í banka á daginn, en leikur Shakespeare á kvöldin. „Vivian Leigh Reykjavíkur“, er stúlka, , sem vinnur á Skattstofunni á dag- inn“, og „fólk ferðast hjerna nokkrar dagleiðir til að sjá þessa frægu leikkonu". (Þeir, sem kunnugir eru, kannast við, að hjer er átt við Brynjólf Jóhannesson og Ingu Laxness). En grein sína endar Warth með því að segja frá því, að hjer sje engir glæpir framdir, nema drykkjuskapur, og fang- elsið sje svo lítið, að flugmað- ur nokkur hafi sagt sjer, að hann hafi verið dæmdur í tugt- hús fyrir að aka bifreið ölvað- ur, en hann hafi orðið að bíða í 7 mánuði, þar til hann komst að til að taka út hegningu sína. • Bæjarslúðrið heims- frægt. ÞANNIG GETUR bæjarslúð- ur í smáborg norður við heims skautsbaug orðið heimsírægt og orðið uppistaða í greinum heimsblaðanna. En því aðeins hefi jeg orðið svo langorður um þessa grein um Island, að einhver vinur minn í Bretlandi sendir mjer úrklippu af henni og lætur fylgja ýmear athugasemdir, sem benda.til þess, að hann teljj greinina ranga. Sannleik- urinn er sá, að það eru ekki nema tvær eða þrjár smávægi- legar villur í henni. En sannleikurinn getur oft verið nokkuð beiskur. inn“ skrifar mjer nokkrar lín- ur út af því, að kommúnista- blaðið kallar skrifstofufólk hjer í bænum „skrifstofublæk- ur“. Hann segir m. a.: „Það er einhver annar tónn í þessum herrum fyrir kosning ar í garð þess fólks, sem vinn- ur á skrifstofum. Þá er smjaðr- að fyrir okkur. Og ekki vant- ar, _,að þessir kommúnistar reyni að smeygja fimtuherdeild armönnum sínum í fjelagsskap okkar skrifstofufólksins og þyk ist vilja mikið fyrir okkur gera. En nú heitum við skrifstofu- blæ'. ir á máli kommanna“. • Skrítið brjcf um næturakstur. HJER ER nokkuð skritið brjef um næturakstur. Það er frá „Hinum óánægða“ og hljóð- ar svo: „Hvernig er það með leigu- bílana. Bílstjórarnir neita að aka um r.ætur. Hvernig er það með mann, sem hefir fengið leyfi til að aka leigubíl, verður hann ekki að hlýða landslögum eins og hver annar. Oft hefi jeg fengið það svar, er jeg hefi hringt í leigubílstöð að morgni dags: „Enginn bíll við. Þeir voru allir að aka í nótt“. Þetta er eintóm vitleysa, aug sýnilega. Fólk getur ekki kom- ist með farangur sinn um borð í skip að morgni dags vegna þess að bílstjórarnir voru allir að aka nóttina áður. Er ekki kominn tími til að fá ákvæði inn í lögreglusam- þykt bæjarins um skyldur leigu bílstjóra og rjettlndi. Ef það fæst ekki, þá legg jeg til að við almenningur — gerum verk fall“ ,Skrifstofublækur“ Já, hvernig væri það, að al- menningur gerði einu sinni ,EINN með hvítt um háls- 1 verkfall? MEÐAL ANNARA ORÐA .... ——----| EftirG.J.Á. |- - -----. -------..... 4 Álökin í Tjekkóslóvakíu og Marshalláællrnin Kommúnistar geta ekki náð meirihlutaaðstöðu í \ frjálsum kosningum í Tjekkóslóvakíu. í FORYSTUGREIN í Poli- tiken fyrir nokkrum dögum síð an er rætt um stjórnarkrepp- una í Tjekkóslóvakíu og að- draganda hennar. Blaðið sliýr- ir þar allýtarlega frá stefnu Þekkneskra kommúnist.a, auk þess sem það sýnir enn einu sinni ljóslega, að kommúnist- ar, iafnt í Tjekkóslóvakíu sem öðrum löndum, eru ekki sínir eigin herrar. • © PARÍSARRÁÐSTEFNAN Hin alvarlega stjórnarkreppa í Tiekkóslóvakíu (segir í grein Politiken) hófst þegar stjórnin í Prag varð að afturkalla á- kvörðun sína um þátttöku í ráðstefnunni í París um Mars- halláætlunina. Skömmu eftir að Tjekkóslóvakía, ásamt Pól- landi, hafði ákveðið að senda fulltrúa á Parísarráðstefnuna, ferðaðist sendinefnd, 'undir for ystu Gottwalds, hins kommún- istiska forsætisráðherra, til Moskva til viðræðna um ýmis mál — og í Moskva var nefnd- inni tjáð, að ákvörðunin um að sækja ráðstefnuna hefði ekki vakið hrifningu, og að Pól- landi hefði þegnr snúist hug- | ur. Lokaákvörðunin um afstöðu ! Tjekkóslóvakíu til Marshallá- ætlunarinnar var tekin á fundi, sem Stalin og Gottwald hjeldu með sjer. Ekkert er vitað um umræðurnar á fundi þessum, en menn líta svo á, að á hon- um hafi endanlega verið geng- ið frá málinu. _____ • • MOSKVA SIGRAÐI. Politiken er þeirrar skoðun- ar, að almennt hafi verið litið á það sem sigur fyrir kommún- ista, að Tjekkóslóvakía ákvað að breyta fyrri ákvörðun sinni um þátttöku i Parísarráðstefn- unni. Þeim hafði að minnsta kosti tekist að reka erindi hús- bænda sinna í Moskva, höfðu skipað sjer opinberlega í flokk með þeim mönnum, sem gert höfðu baráttuna gegn Mars- hallaðstoðinni að aðalmáli sínu. • • ÁTÖKIN HEFJAST En átökin milli Gottwalds og fylgifiska hans annarsvegar og andstöðuílokka kommúnista í Tjekkóslóvakíu hinsvegar hóf- ust sama daginn Sem stjórnar- völdin sneru bakinu við París. Hjá því varð vart komist, og baráttan hefur farið dagvax- andi síðan, einkum eftir að ljóst varð, hversu mikla áherslu kommúnistar lögðu á eflingu aðstöðu sinnar innan tjekk- neska hersins og lögreglunnar. • • NASISTAR og KOMMÚNISTAR Það síðarnefnda er athyglis- verðast frá því sjónarmiði, hversu litlum breytingum starfsaðferðir kommúnista hafa tekið allt frá fyrstu árum rúss nesku byltingarinnar. Nasist- ar o.g kommúnistar ganga þarna hönd í hönd: aðeins eitt land er „tekið til meðferðar“ í einu, kommúnistaflokurinn þar „efn ir til samstarfs“ við aðra stjórn málaflokka landsins, en að því loknu hefst meginþátturinn — látlaus áróður gegn samstarfs- mönnunum, hvíldarlaus bará- átta fyrir auknum ítökum inn- an öryggissveita landsins og landráðahrópin og ákærurnar. Kommúnistar þurftu vissulega ekkert að læra af nasistum; kerfi beggja eru nákvæmlega eins. • • ÞRÍR ÖFLUGIR FLOKK.4R Politiken bendir á það í grein sinni, að í Tjekkóslóvakíu hafi til þessa ekki verið sú tegund þjóðfylkingar, sem mest hefir borið á í löndunum, þar sem kommúnistar hafa þegar brot- ið niður alla lýðræðisandstöðu. Að minnsta kosti þrír flokkar Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.